Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 15 NEMENDUR í grunnskólum Garðabæjar fá nú 30 nýjar fartölvur til að nota við nám í skólunum. Fulltrúar Garðabæjar og Nýherja skrifuðu nýlega undir samning þessa efnis. Í kaupunum voru einnig sérstakir fartölvuvagnar sem eru tengdir þráðlaust við netkerfi skólanna auk fartölva fyrir alla nýja kennara skól- ans. Í fréttatilkynningu segir að með þessum kaupum stígi Garðabær enn eitt skref í fartölvuvæðingu grunn- skólanna en fyrir ári hafi öllum kennurum og skólastjórnendum ver- ið afhentar fartölvur til afnota í starfi. Fartölvur fyrir nemendur Garðabær HVERFISSAMTÖK Vatnsenda, „Sveit í borg“, mótmæla fyrirhug- aðri uppbyggingu athafnasvæðis í Vatnsendahvarfi og hafa afhent skipulagsyfirvöldum í Kópavogi at- hugasemdir sínar við tillögur að svæðinu. Í fréttatilkynningu frá samtökun- um segir að athugasemdirnar gangi meðal annars út á að háreist og þétt byggð á fyrirhuguðu svæði sé í hróp- andi ósamræmi við staðsetningu svæðisins og byggðina í kring. Svæð- ið sé hluti af útivistarsvæði höfuð- borgarbúa og byggðin í nágrenni þess hafi verið skipulögð undir for- merkjunum „sveit í bæ“. Því komi mjög á óvart hversu mikil byggð sé áætluð á svæðinu. Breytingar á rennsli ofanvatns Samtökin gagnrýna að breytingar á vegakerfi Vatnsendasvæðisins hafi einungis verið auglýstar að hluta í skipulagstillögunum en betra hefði verið að auglýsa þær í víðara sam- hengi, m.a. vegna þess að umferðar- þungir vegir virðist fyrirhugaðir á vatnsverndarsvæði. Þá benda samtökin á að breyting- ar verði á rennsli ofanvatns á svæð- inu þar sem rigningarvatn muni lenda á 1300 bílastæðum, þökum og götum. Hafa samtökin efasemdir um að nægjanlegar rannsóknir liggi fyr- ir um afleiðingar þess fyrir vatnsbú- skap svæðisins. Í fréttatilkynningunni segir að undirskriftir 170 manns í hverfinu, þar sem uppbyggingunni á svæðinu sé mótmælt, hafi einnig verið afhent- ar skipulagsyfirvöldum. Hverfissamtök mótmæla fyrirhuguðu athafnasvæði Vatnsendi NEMENDUR og kennarar í Snæ- landsskóla hófu skólaárið með óhefðbundnum hætti en í síðustu viku var útivistarvika í skólanum. Krakkarnir spreyttu sig á fjöl- mörgum leikjum auk þess sem farnar voru ferðir í Nauthólsvík, Gróttu og farið í fjallgöngur. Þá voru ýmsir útivistarklúbbar og samtök með kynningu á sinni starfsemi. Hápunkturinn var svo á föstu- dag þegar öllum nemendum var skipt upp í 46 hópa og farið var í ratleik í Fossvogsdalnum. Fundn- ir voru kökubotnar, rjómi, ban- anar og áhöld til að skreyta rjómatertu. Þegar hver hópur hafði lokið starfi sínu var tert- unum raðað á borð fyrir framan skólann og var ekki laust við að krakkarnir væru spenntir að sjá hvaða kaka hlyti náð fyrir augum dómnefndar og fengi titilinn „fal- legast kakan“. Ekki fylgir sögu hvaða kaka var valin sú fegursta en að því loknu gátu kökugerðarmeist- ararnir ráðist til atlögu við sína tertu enda sjálfsagt sársvangir eftir afrek dagsins. Ljósmynd/Ásdís Ólafsdóttir 46 rjóma- tertur Kópavogur BORGARRÁÐ hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svokallaðan Bar- ónsreit, sem afmarkast af Vitastíg, Skúlagötu, Barónsstíg og Hverfis- götu. Eins og Morgunblaðið greindi ný- verið frá verður blönduð byggð með íbúðar- og atvinnuhúsnæði á reitn- um. Undir honum er svo fyrirhuguð tveggja hæða bílageymsla neðan- jarðar þar sem yrðu allt að 250 bíla- stæði. Teiknistofan Úti og inni hann- aði deiliskipulagið. Deiliskipulag Barónsreits samþykkt Miðborg ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.