Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 27 BYGGING hringleikahússins Col- osseum í Róm gæti hafa verið fjár- mögnuð að hluta til með herfangi frá Jerúsalem, að því er bandarískur fræðimaður heldur fram. Louis Feldman, prófessor við Yeshiva-háskólann í New York, heldur því fram í grein í nýjasta tölu- blaði Biblical Archaeology Review að horfin áletrun á steinplötu í hring- leikahúsinu gefi til kynna að það hafi verið fjármagnað með herfangi. Feldman bendir á að bygging Col- osseum hafi hafist skömmu eftir að rómverskar hersveitir náðu Jerúsal- em á sitt vald og lögðu Musteri Sal- ómóns í rúst, og segir hann mögulegt að draga þá ályktun að hringleika- húsið hafi að einhverju leyti verið fjármagnað með ránsfengnum það- an. Musteri Salómóns í Jerúsalem, sem Heródes byggði við og stækkaði til muna, mun hafa verið einstaklega ríkulegt. „Þar sem [musterið] var þakið gullplötum á öllum hliðum stafaði af því svo sterkri birtu í sól- skini að fólk gat ekki horft beint á það,“ segir í frásögn samtímasagna- ritarans Josephusar. Gyðingar gerðu uppreisn gegn yf- irráðum Rómverja í Júdeu árið 66 e.Kr. og rómverskt herlið undir stjórn Títusar, sem síðar varð keis- ari, var sent þangað til að kveða upp- reisnina niður. Jerúsalem féll árið 70 og musteri Salómóns var lagt í rúst. Ekkert stendur nú eftir af musterinu nema vesturveggur þess, Grátmúr- inn svonefndi, sem er helgasti staður gyðinga. Á Títusarboganum í Róm má enn greina steinristur sem sýna rómverska hermenn bera herfangið frá Jerúsalem. Bygging Colosseum hófst um svipað leyti, um 70-72 e.Kr., og var hringleikahúsið vígt árið 80, í keis- aratíð Títusar. Feldman byggir kenningu sína á rannsóknum Geza Alföldy, prófess- ors við Heidelberg-háskóla í Þýska- landi. Alföldy tók eftir því að á stein- plötu í Colosseum, þar sem rist hafði verið áletrun sem greindi frá við- gerðum á hringleikahúsinu, var að finna för eftir málmnagla, sem virt- ust hafa verið reknir inn í steininn til að festa áletrun úr málmstöfum, er síðar hafi verið fjarlægð. Prófessor- inn rýndi í förin og taldi sig ráða úr þeim áletrun, sem sýnd er á með- fylgjandi korti. Skiptar skoðarnir á kenningu Feldmans Samkvæmt ráðningu Alföldys stóðu meðal annars á steinplötunni orðin ex manubiis, eða „úr herfangi“. Feldman dregur af þessu þá ályktun að bygging Colosseum hafi verið fjármögnuð með herfanginu frá Jerúsalem, enda hafi Rómverjar haft lítinn ránsfeng úr öðrum herförum á þessum tíma. „Satt er að það má greina mismunandi stafi úr förunum eftir málmnaglana og að ráðningin sé því einungis byggð á getgátum,“ segir Feldman. „En þetta kemur samt heim og saman við hinn gríð- armikla ránsfeng sem Títus hafði á brott með sér frá Jerúsalem.“ Skoðanir fræðimanna á kenningu Feldmans eru skiptar. William Dev- er, prófessor í fornleifafræði við Arizona-háskóla sem starfaði í mörg ár í Jerúsalem, segir kenninguna rökrétta en „nokkuð langsótta“. Hann segir rétt að musteri Salómóns hafi verið stórfenglegt og að Róm- verjar hafi rænt það, en telur óvar- legt að draga slíkar ályktanir af að- eins tveimur orðum. Colosseum byggt fyrir herfang frá Jerúsalem? Washington. AP.                                !  "      #  $  !  %$    ! & $$ '     ( &  ) !          $                   *   +  %  "    ,$!  !   %      -  & $$ ' .            )  !   !          ! "    %      /     &  )    "+     !+  VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í opinberri heimsókn til Finnlands í gær að skyldi Eystra- saltslöndunum þremur – sem í nokkra áratugi voru hluti Sovétríkj- anna – verða boðin aðild að Atlants- hafsbandalaginu yrðu þar með gerð alvarleg mistök sem ekki hefðu annan tilgang en að færa ytri mörk banda- lagsins upp að landamærum Rúss- lands. „Ég legg áherzlu á að það eru eng- ar hlutlægar forsendur fyrir stækkun [NATO] né inngöngu Eystrasalts- landanna,“ sagði Pútín í Helsinki eftir viðræður við Törju Halonen, forseta Finnlands. Sagði Pútín að stjórnvöld í Moskvu virtu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna – Eistlands, Lettlands og Litháens – „en NATO-aðild þeirra myndi ekki leysa nein hnattræn vandamál né bæta öryggi í Evrópu“. Pútín bar lof á hlutleysisstefnu Finna, sem að hans mati hefði „lagt mikilvægan skerf“ til stöðugleika á Eystrasaltssvæðinu. Halonen hikaði hins vegar ekki við að ítreka óskoraðan stuðning Finna við að NATO verði við beiðni Eystra- saltslandanna um að fá aðild að bandalaginu. Í tveggja daga Finnlandsheimsókn Pútíns, sem lauk í gær, þótti marka tímamót að hann varð fyrsti þjóðhöfð- ingi Rússa til að leggja blómsveig að leiði C.G.E. Mannerheims marskálks, yfirhershöfðingja Finna í Vetrar- stríðinu og „framhaldsstríðinu“ við Rauða herinn 1939-1944. Pútín í Finnlandi Hörð orð um NATO og Eystra- saltslöndin Helsinki. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.