Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 1
202. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 6. SEPTEMBER 2001
STJARNFRÆÐINGAR segjast hafa fengið
sönnun fyrir því, að gífurlega mikið svarthol
sé í miðri vetrarbrautinni, óseðjandi skrímsli,
sem gleypi í sig stjörnur og allt ljós frá þeim.
Menn hefur lengi grunað, að í miðju vetr-
arbrautarinnar, nánar tiltekið í stjörnumerk-
inu bogmanninum í 26.000 ljósára fjarlægð, sé
að finna svarthol en ryk- og gasský og mikill
stjörnugrúi hefur hingað til byrgt mönnum
eða stjörnukíkjunum sýn. Í fyrra fengust hins
vegar óbeinar sannanir fyrir tilvist þess en þá
náðust myndir af stjörnum, sem geystust
áfram með allt að fimm milljón km hraða eftir
litlum baug.
Eina skýringin á þessu fyrirbæri er sú, að
stjörnurnar séu leiksoppar gífurlegs aðdrátt-
arafls. Hafa eðlisfræðingar komist að þeirri
niðurstöðu, að þarna sé um að ræða svarthol,
sem hafi 2,6 milljón sinnum meiri massa en
sólin.
Nú er talið, að fyrsta beina sönnunin fyrir
svartholinu liggi fyrir. Í grein, sem birtist í
dag í vísindatímaritinu Nature eftir Frederick
Baganoff og samstarfsmenn hans við
Tækniháskólann í Massachusetts, segir, að
Chandra, rannsóknastöð NASA, bandarísku
geimvísindastofnunarinnar, sem er á braut um
jörðu, hafi skráð mikla röntgengeislaspreng-
ingu í október sl. og hafi hún komið frá bog-
manninum. Varði hún aðeins í nokkrar
klukkustundir en var 45 sinnum magnaðri en
það geislaflóð, sem þaðan berst allajafna.
10 mínútna hlé
Í greininni segir, að þetta sé óræk sönnun
fyrir því, að mikið gas hafi sogast inn í svart-
hol í miðju vetrarbrautarinnar. Segja þeir, að
geislunin komi frá „dauðadæmdu“ efni á
braut um svartholið, jónuðum ögnum, of-
urheitum og þéttum, sem séu í þann veginn að
hverfa inn í óskapnaðinn.
Annað, sem þykir merkilegt, er, að geisla-
sprengingin hjaðnaði um stund, í um 10 mín-
útur, en hófst síðan aftur af sama krafti. Það
þykir sýna, að upptaka hennar sé ekki að leita
í þungum hlutum eins og til dæmis í tvístirn-
um, sem hverfast um sömu miðju á lítilli
braut, heldur í gasi eins og fyrr segir. Tíu
mínútna hléið gerði einnig vísindamönnunum
kleift að reikna út umfangið og reyndist það
vera 150 milljón km eða rúmlega fjarlægðin
milli jarðar og sólar. Samkvæmt afstæð-
iskenningunni er það svartholið eitt, sem get-
ur þrýst saman svona miklum massa í jafn
litlu rými.
Talið er, að svarthol verði til þegar miklar
stjörnur hafa brennt öllu eldsneyti sínu og
falla saman eða hrynja inn. Þá verður til hlut-
ur eða fyrirbæri með svo gífurlegt aðdrátt-
arafl, að frá því sleppur ekkert, ekki einu
sinni ljósið. Sú skoðun á líka vaxandi fylgi að
fagna, að svarthol geti myndast úr gasi, sem
þéttist og falli saman í miðju vetrarbrauta.
Svarthol í miðri Vetrarbraut
París. AFP.
ÓTTASLEGNIR foreldrar skýla
dóttur sinni þegar heimatilbúin
rörsprengja springur á Ardoyne-
vegi í Belfast í gærmorgun. Lög-
reglumaður slasaðist í sprenging-
unni. Lögreglan stóð vörð á
Ardoyne á meðan kaþólskum börn-
um var fylgt í Holy Cross-
stúlknaskólann, en sambandssinnar
mótmæltu því að börnin fengju að
fara þessa leið og voru það sam-
bandssinnar sem köstuðu sprengj-
unni í gær. Þrír menn voru hand-
teknir í tengslum við sprenginguna.
Reuters
Sprenging
í Belfast
Thule-stöð-
in skoðuð
Kaupmannahöfn. AFP.
BANDARÍSKIR sérfræðingar eru
væntanlegir til Grænlands í dag til að
leggja mat á hvort bandarísk ratsjár-
stöð í Thule verði nýtt í tengslum við
þau áform stjórnvalda vestra að
koma upp varnarkerfi gegn eldflaug-
um. Þetta kom fram í fréttum dönsku
sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í gær.
Mogens Lykketoft, utanríkisráð-
herra Danmerkur, sagði í umræðum
á þingi á þriðjudag að bandarísku
sérfræðingarnar myndu dvelja í
fimm daga á Grænlandi í þessu skyni.
Danir hafa ekki viljað láta uppi af-
stöðu stjórnvalda til eldflaugavarna-
áætlunar ríkisstjórnar George Bush
Bandaríkjaforseta fyrr en formleg
fyrirspurn hefur borist í þá veru.
„Við höfum enn ekki tekið afstöðu til
áætlunarinnar en hún gæti annað-
hvort getið af sér nýtt vopnakapp-
hlaup eða reynst einn mikilvægasti
gjörningur á vettvangi afvopnunar-
mála, sem sögur fara af,“ sagði
Lykketoft.
Skilyrði Motzfeldts
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku heimastjórnarinnar, hef-
ur sagt að binda beri hugsanlega
notkun Thule-stöðvarinnar þremur
skilyrðum. Í fyrsta lagi verði tryggt
að Grænlendingar taki þátt í samn-
ingaviðræðum Dana og Bandaríkja-
manna. Í öðru lagi liggi fyrir að Rúss-
ar samþykki eldflaugavarnaáformin
og breytingar á ABM-sáttmálanum
um takmarkanir gagneldflaugakerfa.
Í þriðja lagi vill Motzfeldt tryggingu
fyrir því að notkun ratsjárstöðvar-
innar í þessu skyni feli hvorki í sér út-
gjöld fyrir Grænlendinga né um-
hverfisspjöll.
Motzfeldt hefur sagt að hann sé
andvígur hverjum þeim áformum,
sem feli í sér hættu á að Grænland
verði miðpunktur í „nýju köldu
stríði“. Af þeim sökum leggur hann
ríka áherslu á að samþykki Rússa
liggi fyrir.
Ratsjárstöðin í Thule var reist
1951 og var tilgangur hennar sá að
fylgjast með aðgerðum Sovétmanna,
sem bent gætu til þess að þeir hefðu í
hyggju árás til vesturs. Stöðin hefur
verið endurnýjuð og sinnir nú eftir-
litshlutverki á norðurslóðum.
Áform Bandaríkjanna
um eldflaugavarnir
BARÁTTAN um leiðtogasætið í ísr-
aelska Verkamannaflokknum
breyttist í lagadeilur í gær þegar
annar frambjóðendanna, Binyamin
Ben Elizer varnarmálaráðherra, full-
yrti að brögð hefðu verið í tafli í leið-
togakjörinu, sem fram fór á þriðju-
dag, og krafðist endurtalningar
atkvæða.
Þegar búið var að telja 99% at-
kvæða sem flokksmenn greiddu
hafði Ben Elizer fengið innan við
einu prósenti færri atkvæði en keppi-
nautur hans, Avram Burg, forseti
þingsins. Í gærkvöldi var tilkynnt að
endanleg úrslit leiðtogakjörsins yrðu
ekki tilkynnt fyrr en í dag.
Ben Elizer hafnaði í gær þeirri
niðurstöðu sem allt stefndi í og sagði
hana „stórfellt stjórnmálahneyksli“.
Krafðist hann þess að sett yrði á fót
sérstök kjörnefnd til að rannsaka
niðurstöðurnar og yrði dómari skip-
aður í forsæti hennar.
En kosningastjórar Burgs höfðu
einnig fullyrt í gær að atkvæða-
greiðslan hefði farið óeðlilega fram-
þegar ljóst varð hversu mjótt yrði á
mununum. Í herbúðum bæði Burgs
og Bens Elizers kváðust menn hafa
ráðið sér lögfræðinga og væru reiðu-
búnir að kæra úrslitin.
Kjósa þarf nýjan formann flokks-
ins í stað Ehuds Baraks, fyrrverandi
forsætisráðherra, sem sagði af sér
leiðtogaembættinu eftir að hann galt
afhroð í forsætisráðherrakosningun-
um í febrúar sl. Ariel Sharon, for-
maður Likud-bandalagsins, vann
stórsigur í þeim kosningum. Shimon
Peres, utanríkisráðherra í stjórn
Sharons, hefur óopinberlega gegnt
leiðtogahlutverkinu í Verkamanna-
flokknum síðan Barak sagði af sér.
Innan flokksins er litið svo á að af-
staða Burgs til deilu Ísraela og Pal-
estínumanna einkennist af hagsýni
og hann er fylgjandi því að teknar
verði upp viðræður við Palestínu-
menn. Ben Elizer hefur aftur á móti
hallast til hægri undanfarna mánuði
og er talinn hlynntur þeirri harðlínu-
stefnu sem Sharon hefur fylgt í deil-
unni.
Litlu munar í leiðtogakjöri ísraelska Verkamannaflokksins
Ásakanir um svik
Jerúsalem. AFP.
LIONEL Jospin, forsætisráðherra
Frakklands, lýsti því yfir í gær að
Frakkar og önnur aðildarríki Evr-
ópusambandsins (ESB) hygðust
ganga út af ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um kynþáttafordóma ef
aðrir þátttakendur væru staðráðnir í
að senda frá sér lokayfirlýsingu þar
sem síonisma, þeirri stefnu að gyð-
ingar eigi sér þjóðarheimili í Ísrael,
væri jafnað við kynþáttahyggju.
Talsmaður forsætisráðherrans
greindi frá þessu í París í gær og gat
þess að haft hefði verið samráð við
ráðamenn í öðrum ESB-ríkjum. Kvað
hann ljóst að slík útganga myndi gera
að verkum að ráðstefnan í Durban í
Suður-Afríku mistækist algjörlega.
Ráðstefna SÞ um
kynþáttafordóma
ESB hótar
útgöngu
París. AFP.
♦ ♦ ♦