Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 2

Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segist geta verið alveg sammála forsætisráðherra um það að Seðlabankanum beri að líta fram á við og ekki eingöngu aftur og hann telji Seðlabankann að sjálfsögðu gera það, en ofangreind ummæli komu fram í Morgunblaðinu í gær eftir fund for- ystumanna ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnu- markaðarins. Birgir segir að vextir verði lækkaðir þegar Seðlabankinn telji forsendur til þess. „Það vekur hins vegar athygli mína að einmitt í þessum sömu fréttum er aðaláhyggjuefnið, sér- staklega launþegasamtakanna, verðbólguþróunin og hvaða áhrif hún muni hafa á ákvarðanir þeirra um hvort segja eigi upp launalið samninganna í febrúar eða ekki og það er einmitt það sem við er- um að horfa á til framtíðar, að létta þessum áhyggjum af launþegasamtökunum,“ sagði Birgir Ísleifur. Seðlabankinn hefur spáð því að verðbólga muni minnka Hann benti á að við hefðum verið í verðbólgu- skeiði og Seðlabankinn spáði því að verðbólgan myndi minnka. Sú spá byggðist á ákveðnum for- sendum, sem greint hefði verið rækilega frá, og Seðlabankinn ætlaði að reyna að gera sitt til þess að þær forsendur stæðust, þannig að grundvöllur væri fyrir lækkun verðbólgunnar og hættan minnkaði á því að taka þyrfti upp kjarasamninga í vetur. Liður í því væri hátt vaxtastig og það væri í raun eina tækið sem Seðlabankinn hefði til að stuðla að því að þessi spá gæti ræst. Birgir bætti því við aðspurður að eins og stöðu efnahagsmála væri háttað í dag færi það ekki saman að gera kröfu um lága verðbólgu og lágt vaxtastig. „Það hefur verið okkar mat að það fari ekki saman. Á einhverju stigi gæti verið rétt að lækka vexti, en við verðum þá að vera orðnir sannfærðir um að það hafi ekki verðbólguhvetjandi áhrif,“ sagði Birgir Ísleifur. Hann sagði að það væri alveg deginum ljósara að Seðlabankinn héldi ekki vöxtunum hærri en hann teldi þörf á. Háir vextir hefðu engan tilgang í sjálfu sér og þeir yrðu lækkaðir þegar Seðlabank- inn teldi forsendur til. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri Vextir lækkaðir þegar forsendur eru til þess GYLFI Arnbjörnsson, hagfræðing- ur og framkvæmdastjóri ASÍ, segir í viðtali í nýjasta tölublaði Vinnunnar, að háir vextir séu í rauninni farnir að halda uppi og ýta undir verðbólgu, fremur en að draga úr henni. Gagn- rýnir hann vaxtastefnu Seðlabank- ans harðlega og segist hafa áhyggjur af að bankinn sé að verja sjálfstæði sitt sjálfstæðisins vegna. Í ályktun miðstjórnar ASÍ í gær er þess krafist að vextir verði lækkaðir í fáum en stórum áföngum. Bankinn bítur í skjaldarrendur til að verja sjálfstæði sitt ,,Við teljum reyndar [...], að þetta háa vaxtastig sé farið að hafa áhrif á verðbólgu, með þeim hætti að fyr- irtæki þurfi að spenna upp verðlag á vöru og þjónustu til að mæta greiðslubyrðinni sem stafar af þess- um háu vöxtum,“ segir Gylfi m.a. í viðtalinu. ,,Við teljum okkur hafa reynslu af því, m.a. þegar við fórum inn í „þjóð- arsáttarsamningana“ 1990, að slíkt samhengi sé til staðar. Við teljum því, þvert ofan í það sem Seðlabank- inn segir, að þetta háa vaxtastig sé farið að leiða til aukinnar verðbólgu fremur en að verið sé að draga úr verðbólgunni með háu vaxtastigi. Þetta er auðvitað grundvallarágrein- ingur. Áhyggjuefnið er það, að þó það sé mikilvægt að Seðlabankinn hafi ákveðið sjálfstæði, þá er hann orðinn talsvert mikið eyland í þess- ari afstöðu sinni. Við höfum áhyggj- ur af því að hann sé að verja sjálf- stæði sitt sjálfstæðisins vegna. Hann vilji ekki láta það sannast á sig að hann láti undan þrýstingi og bíti þess vegna í skjaldarrendur,“ segir Gylfi. Í ályktun miðstjórnar ASÍ er lýst þungum áhyggjum yfir stöðunni í efnahagsmálum og horfum næstu mánuði. Miðstjórn áréttar að nauð- synlegt sé að grípa til aðgerða hið allra fyrsta, ella sé hætta á sam- drætti sem erfitt geti reynst að snúa við. Lykilatriði í þeim aðgerðum sé að vextir verði lækkaðir í fáum, en stórum áföngum. Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ Háir vextir ýta undir verðbólgu ÞAÐ geta víða leynst hættur eins og þessi gimbur fékk að kenna á þar sem hún lá algjörlega föst í gadda- vírsflækju sem var vafin utan um hálsinn á henni. Hún var svo heppin að til hennar sást neðan frá þjóð- veginum og því varð henni bjargað. Þegar ekið var austur fyrir Höfða- brekku í Mýrdal sást hún greini- lega, þar sem hún lá í hlíðarbrún- inni og hengiflug fyrir neðan. Gimbrin hefur sennilega verið búin að vera þarna í nokkra daga vegna þess að grasið var allt nagað niður í rót og hún lá á berri moldinni. Lambið, sem er frá Kerlingardal í Mýrdal, varð frelsinu fegið, þegar búið var að klippa utan af því vírinn. Lambi bjargað úr gaddavírsflækju Fagradal. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jónas ALÞJÓÐLEG ráðstefna um áliðnað verður haldin dagana 25.–28. sept- ember á Hótel Loftleiðum. Það eru Iðntæknistofnun, Málmgarður og breska fjölmiðlafyrirtækið DMG sem skipuleggja ráðstefnuna. „Á ráðstefnunni verða skautsmiðj- ur álvera sérstaklega til umfjöllun- ar,“ segir Birgir Jóhannesson hjá Iðntæknistofnun. Einnig verður rætt um tækjabúnað, gæða-, örygg- is- og umhverfismál. Að sögn Birgis hafa yfir 120 þátttakendur frá um 40 álverum víðsvegar að úr heiminum þegar skráð sig til þátttöku. Ráðstefnan er tvískipt, annars vegar munu þátttakendur og fyrir- lesarar koma frá álverum og hins vegar frá fyrirtækjum er þjónusta álver. Íslenska fyrirtækið Altech er í þeirra hópi en það mun á ráðstefn- unni kynna nýjung í áliðnaði í sam- starfi við fyrirtækin Skyn ehf. og DMM ehf. Fulltrúar 40 álvera hingað til lands á alþjóðlega ráðstefnu Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÞriggja marka tap gegn Írum í Belfast / B1 Fjölnismenn líklega með í Íslands- mótinu í handknattleik / B1 4 SÍÐUR Morgun- blaðinu í dag fylgir blaðaukinn Heimilið 2001. 16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F Stækkun ESB veikir samkeppnisstöðuna / C1 Sliga skuldirnar skútuna? / C1 KONA á níræðisaldri var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með höfuðáverka og beinbrot sem hún hlaut er hún féll á tröppu strætisvagns við biðskýli í gær. Slysið varð um klukkan 15 á Hverfisgötu á móts við Þjóð- leikhúsið þegar farþegar voru að ganga inn í kyrrstæðan strætisvagninn. Konan féll við þegar hún steig fram af palli sem biðskýlið stendur á, missti jafnvægið og datt fram fyrir sig án þess að geta borið fyrir sig hendur. Í fallinu skall höfuð konunnar á neðstu tröppu vagnsins og rann hún undir hann. Að lokinni rannsókn á slysa- deild var hún lögð inn á gjör- gæsludeild til eftirlits í nótt. Féll undir kyrrstæðan strætisvagn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.