Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í efsta sæti í Noregi og Danmörku NÝJASTA breiðskífa Bjarkar Guð- mundsdóttur, Vespertine, náði efsta sæti í fyrstu viku á vinsælda- listum í Danmörku og Noregi. Í Sví- þjóð komst skífan í sjöunda sæti. Vespertine situr í fyrsta sæti á breiðskífulistanum í Frakklandi, á Spáni og á Íslandi, í fjórða sæti í Þýskalandi og áttunda sæti breiðskífulista í Bretlandi. Ekki voru komnar upplýsingar frá Bandaríkjunum í gærkvöldi. Í fyrrakvöld var Björk gestur í þætti Davids Lettermanns. Ásmundur Jónsson hjá útgáfu- fyrirtækinu Smekkleysu, sem gefur út breiðskífu Bjarkar hér á landi, sagði að þær upplýsingar sem bor- ist hefðu væru frá öllum stærstu markaðssvæðum í Evrópu og staða Bjarkar væri þar mjög góð. Það gerði árangur hennar enn athygl- isverðari að nú væru mjög margar nýjar skífur að koma á markað víða í Evrópu og mikil samkeppni væri á markaðnum. Á topp 20-listanum í Bretlandi væru til að mynda ellefu nýjar útgáfur. Ný breiðskífa Bjarkar 179 millj- ónir til Danmerkur FYRSTI vinningur í Víkinga- lottói, sem dregið var í í gær, kom í hlut miðaeiganda í Dan- mörku og hlaut sá rúmar 179,4 milljónir króna. Heildarupphæð vinninga var rúmar 185 milljónir króna og heildarupphæð vinninga á Ís- landi rúmar 5,5 milljónir króna. JÓHANNES M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að með endurskipulagningu geðdeilda spítalans sé ekki verið að vinna hervirki á geðþjónustu spítalans, eins og skilja mætti af orðum Kristófers Þorleifssonar, geðlækn- is og sérfræðings á Kleppsspítala. Kristófer sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, miðvikudag, að hjúkrunarplássum fyrir geð- sjúka myndi fækka um 12–14 og kannski enn meira með því að færa geðdeildina úr Fossvogi í minna húsnæði við Hringbraut. „Miðað við þann plássafjölda sem hefur verið í notkun að undanförnu, þá er hreint ekki verið að fækka plássum, heldur að fjölga um 3 pláss,“ segir Jóhannes. Hann segir þann skoðanamun sem er milli hans og Kristófers miðast við þann plássafjölda sem húsnæði geð- deildar spítalans leyfir án tillits til þess hve mönnun á deildunum leyfir mikla notkun. „En við höfum engin tök á að reka slíkan fjölda plássa vegna stöðunnar í ráðning- armálum. Við erum að reyna að nýta það pláss sem við höfum á besta mögulegan hátt. Það er því rangtúlkun að segja að verið sé að fækka plássum í geðlæknisfræði, enda er það alls ekki stefna spít- alans.“ Ekki verið að vinna her- virki á geðþjónustunni STRÖNG öryggisgæsla er viðhöfð hverja mínútu við hreinsun olíu úr El Grillo á botni Seyðisfjarðar; allt skipulag hefur öruggt yfirbragð sem sést m.a. á störfum köfunarfor- mannsins sem fylgist vökulum aug- um með hverri hreyfingu kafaranna neðansjávar á skjá í stjórnstöð. Hann segist reyndar varla þurfa að horfa á skjáina þar sem hann þekki hvern kafara sinna á andardrættin- um einum saman. Stein-Inge Riise, verkefnisstjóri, lýsti verklaginu á blaðamannafundi að viðstöddum umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur, yfir El Grillo í gær, nú skyldi bora fyrsta stóra dælugatið á olíutanka El Grillo en hingað til hafa aðeins verið boruð rannsóknargöt til að ganga úr skugga um í hvaða tönkum finnist olía. Riise sýndi á nákvæmri teikn- ingu hvar tankarnir væru en teikn- ing af systurskipi El Grillo er notuð til hliðsjónar við borunina. Engin teikning hafði áður fundist af skipinu þar til Mikael R. Ólafsson hafði upp á einni slíkri eftir mikla rannsóknar- vinnu á stríðsminjasafninu í London. Teikningin hefur síðan reynst grundvöllur fyrir skipulagningu hreinsunarinnar. Ráðherra segir verkefnið skipta alla Íslendinga máli Lísa Leifsdóttir, nemi við grunn- skólann á Seyðisfirði, studdi á hnappinn til að hefja borunina og sagði Siv Friðleifsdóttir, umhverfis- ráðherra, það við hæfi að fá fulltrúa ungu kynslóðinnar á Seyðisfirði til að gangsetja verkið þar sem það væri táknrænt fyrir framtíð staðar- ins. Siv sagði olíuhreinsunina vera verkefni sem skipti alla Íslendinga máli en ekki síst Seyðfirðinga sem hafi af miklum dug þrýst á aðgerðir og fylgt framkvæmdum verksins þétt eftir. Siv sagði ráðuneytið hafa átt afar gott samstarf við Ólaf Sig- urðsson, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, en einnig hafi þingmenn Austur- lands stutt ötullega við verkið. Umhverfisráðherra kom fyrst að flaki El Grillo haustið 1999, þá til að skoða olíuleka úr skipinu. Í kjölfarið var lagt til við ríkisstjórn að áætla ástand skipsins, reyna að hefta þá- verandi leka og meta hættuna á mögulegu umhverfisslysi. Nú tveim- ur árum síðar er þetta stærsta mengunarforvarnarverkefni Íslend- inga í fullri framkvæmd. Ekkert forvarnarverk af þess- ari stærðargráðu í Evrópu Aðspurð hvernig henni litist á að- stæður um borð sagði Siv að það kæmi sér á óvart hversu tæknilegt og vísindalegt starfið væri en fjar- stýrður kafbátur myndar t.d. allar aðgerðir neðansjávar. ,,Skipulagning er hér öll til fyrir- myndar og greinilega búið að út- hugsa framkvæmdina í minnstu smáatriðum fyrirfram og farið er eft- ir áætlunum í þaula. Það hefur ekk- ert forvarnarverkefni af sambæri- legri stærðargráðu verið unnið í Evrópu áður en nú eru Norðmenn, Danir og Svíar farnir að tala um að hefja hreinsun á skipum sem sukku við strendur þeirra í seinni heims- styrjöldinni,“ sagði Siv og bætti við að það væri því ánægjulegt að Ís- lendingar hafi ráðist í hreinsun El Grillo og þannig gerst frumkvöðlar að frekari vinnu nágrannaþjóðanna. Rúmar tíu mínútur tók að bora í gegnum stálplötur olíutanks númer þrjú á bakborða en loks sáust nokkr- ir svartir olíudropar fljóta upp á yf- irborðið áður en dælustúturinn var festur við gatið. Tankurinn var nú tilbúinn til dælingar og hefst sú vinna af fullum krafti í dag. Þess má geta að Grímur Eysturoy kafari vann það þrekvirki fyrstur manna að fara einn niður að flaki El Grillo þegar hann fór tugi ferða á sjötta áratugnum til að dæla 4.500 tonnum af olíu úr tönkum skipsins. Grímur hafði aðeins frumstæðan tækjabúnað sér til hjálpar og var samkvæmt þeim viðbúnaði sem nú er hafður við olíuhreinsun El Grillo því 20 manna maki þar sem tuttugu kafarar vinna nú sama verk með nýj- asta hátæknibúnað við höndina. Ol- ían sem Grímur náði úr skipinu var notuð á fiskiskipaflota landsmanna. Hafist var handa við olíuhreinsun úr El Grillo í Seyðisfirði í gær Framkvæmd- in úthugsuð í smáatriðum Morgunblaðið/Þorkell Kafararnir hafa 5 mínútur frá því þeir koma upp á yfirborðið til að af- klæðast búningnum og fara neðan þilja í afþrýstiklefa þar sem þeir að- lagast yfirborðsþrýstingnum. Olíuhreinsun úr El Grillo hófst í gær. Morgunblaðið/Þorkell Stein-Inge Riise verkefnisstjóri sýnir Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra hver verkframkvæmdin er, en hún er úthugsuð í smáatriðum. Umhverfisráðherra boðaði til blaðamanna- fundar á óvenjulegum stað í gær eða um borð í skipi á miðjum Seyðisfirði. Tilefnið var að hafist var handa við olíuhreinsun úr flaki El Grillo. Jóhanna K. Jóhannesdóttir og Þorkell Þorkelsson klæddust björg- unarvestum og létu ferja sig út á fjörð og um borð í fljótandi fundarsalinn. jkj@mbl.is ♦ ♦ ♦ HJÓLREIÐAMAÐUR var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi eftir að vörubif- reið ók yfir hann á gatnamótum Urð- arbrautar og Borgarholtsbrautar í Kópavogi rétt fyrir kl. 8 í gærmorgun. Tildrög slyssins voru þau að hjól- reiðamaðurinn kom vestur eftir Borg- arholtsbraut og lenti undir vörubif- reiðinni, þegar henni var ekið af Borgaholtsbraut inn á Urðarbraut. Tvö hægri afturhjól vörubifreiða- rinnar, sem er á sjöunda tonn að eigin þyngd, fóru yfir manninn miðjan og hlaut hann mjaðmagrindarbrot, en var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var lagður inn. Lögreglan í Kópavogi lokaði slysa- vettvangi á meðan hún athafnaði sig á staðnum og hlutust af nokkrar um- ferðartafir á meðan. Nokkur vitni urðu að slysinu og var þeim bent á úr- ræði í áfallahjálp. Lenti undir vörubifreið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.