Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 10

Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 10
MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Stef- áni Geir Þórissyni, hrl. fyrir hönd móður Fiorenzo Sahari Jakobs- sonar: „Undirritaður lögmaður hefur annast hagsmunagæslu fyrir móður Fiorenzo Sahari Jakobs- sonar vegna ólögmætrar synjunar föður drengsins á að skila honum aftur til móður sinnar í Frakk- landi. Málið hefur síðastliðna daga verið töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi. Umbjóð- andi minn harmar það mjög að málið skuli vera til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda um viðkvæm, persónuleg einkamálefni að ræða. Einkum harmar umbj. minn hvernig tæplega 10 ára gömlum syni hennar er beitt í fjölmiðlum í einhvers konar áróðursskyni. Af tillitsemi við barnið hefur umbj. minn hingað til kosið að halda sig til hlés í þeirri umræðu. Vegna þess hvernig fjölmiðlaumræðan hefur þróast getur hún þó ekki lengur orða bundist og telur á því nauðsyn að koma nokkrum at- hugasemdum á framfæri, án þess að hún ætli sér að flytja málið í fjölmiðlum. Föst búseta drengsins hjá umbj. mínum og umgengnisréttur föður hans hafa verið ákveðin á sama hátt af tveimur dómsstigum í Frakklandi, en dómur Cour d’appel de Paris (Áfrýjunardóm- stóllinn í París) gekk hinn 4. júlí 2001. Báðir dómarnir voru kveðn- ir upp eftir ítarlegar rannsóknir á högum barnsins og foreldranna, með það eitt að leiðarljósi hvað barninu væri fyrir bestu. Fio- renzo, sem lifað hefur hamingju- samur í Frakklandi mestallt sitt stutta líf, lýsti ánægju sinni með dóm Áfrýjunardómstólsins, auk þess að lýsa ánægju sinni með að málinu væri loks endanlega lokið, en málareksturinn í Frakklandi tók um 5 ár. Nú mun hann tjá þá skoðun sína að hann vilji búa hjá föður sínum. Af hversu mikilli skynsemi og réttu mati á raun- veruleikanum ung börn tjá vilja sinn hverju sinni um það hjá hvoru foreldra sinna þau vilja vera eftir skilnað, verður ekki fjallað hér, en á það hafa m.a. við- eigandi sérfræðingar lagt mat vegna málareksturins í Frakk- landi. Þess skal þó getið að al- kunnugt er að sá vilji mun nokkuð auðveldlega geta breyst, m.a. eftir því hjá hvoru foreldra barnið dvelur þegar það tjáir vilja sinn hverju sinni. Hvað umfjöllun í fjölmiðlum varðar hefur umbj. mínum sviðið sárt staðhæfingar um að sonur hennar þurfi að þola barsmíðar í Frakklandi. Er því mótmælt, enda hreinn uppspuni. Umbj. minn kýs að láta hjá líða að birta sögu sína af málinu í fjölmiðlum, jafnvel þó henni búi margt í brjósti í þeim efnum. Umbj. mín- um svíður þó sárast að sú at- burðarás sem barnsfaðir hennar hefur nú komið af stað á Íslandi getur undir engum kringumstæð- um þjónað velferð sonar hennar á neinn hátt og getur haft ófyrirséð- ar skaðlegar afleiðingar fyrir barnið. Bæði Ísland og Frakkland eru aðilar að svokölluðum Evrópu- samningi um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt for- sjár barna, þar sem báðar þjóð- irnar skuldbinda sig til að virða forsjárákvarðanir þar til bærra aðila í hvoru ríkinu um sig. Á sama hátt og Íslendingar hljóta að gera kröfu um að íslenskar ákvarðanir séu virtar í Frakklandi telur umbj. minn sig, sem fransk- an ríkisborgara, eiga kröfu á að dómur Áfrýjunardómstólsins í París verði virtur hér á landi. Hin gagnkvæma viðurkenning aðila samningsins byggir m.a. á virð- ingu hverrar aðildarþjóðar fyrir lýðræðishefðum og réttarkerfi hverrar annarrar. Í þeim efnum vill umbj. minn koma því á fram- færi að hún dáist að hinum skjótu viðbrögðum Héraðsdóms Reykja- ness í tengslum við málaleitan hennar við endurheimt Fiorenzo. Hefur úrskurðurinn fært henni mikla trú á íslenskt réttarkerfi. Umbj. minn vill að lokum koma því á framfæri að ást hennar og umhyggja fyrir velferð sonar síns, sé heil og sönn. Harmar að málið sé til umfjöllunar í fjölmiðlum FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að ástandið hvað varðar félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík sé algerlega óviðunandi og gera verði þá kröfu til ríkisvalds- ins að það efni fyrirheit um úrbætur í þessum efnum í formi stofnstyrkja vegna byggingar félagslegra leigu- íbúða og hækkunar húsaleigubóta. Ingibjörg Sólrún sagði að nú væru 560–70 manns á biðlista eftir leiguíbúðum, en þeir hefðu verið 380 árið 1997. Þá hefðu borgaryf- irvöld sett sér þá stefnu að eitt hundrað íbúðir yrðu keyptar á ári til að mæta þessari þörf og þannig yrði biðlistunum eytt á þremur til fjórum árum. Raunin hefði orðið sú að aldrei hefðu verið keyptar fleiri íbúðir og þrátt fyrir það hefði fjölg- að jafnt og þétt á biðlistanum. Í bókun sem Sjálfstæðisflokkur- inn lagði fram á borgarráðsfundi á þriðjudag segir að það alvarlega ástand sem ríki í húsnæðismálum í Reykjavík eigi að stórum hluta rót sína að rekja til aðgerða R-listans. Með aðgerðarleysi í skipulags- og lóðamálum árum saman hafi R-list- inn komið í veg fyrir eðlilegt fram- boð á húsnæði í Reykjavík. Uppboð á lóðum í borginni eftir langvarand- iskort, hefði orðið til þess að stór- hækka húsaleigu á almennum markaði og sé uppboðið ein helsta ástæða þess að fólk neyðist til að leita á náðir borgarinnar um hús- næði. Í bókun Reykjavíkurlistans segir hins vegar að ríkisstjórnin hafi lagt niður verkamannabústaðkerfið og kaupleiguíbúðakerfið árið 1998 og hækkað vexti á lánum til félags- legra leiguíbúða. Því sé félagsmála- ráðuneytið ábyrgt fyrir þeirri hús- næðisstefnu sem Sjálfstæðis- flokkurinn vilji gera R-listann blóraböggul fyrir. Nefnd á vegum félagsmálaráðherra lagði til að í stað niðurgreiddra vaxta yrðu tekn- ir upp stofnstyrkir og hærri húsa- leigubætur en tillögurnar hafa enn ekki verið samþykktar og því hafi skapast neyðarástand í húsnæðis- málum á stuttum tíma. Þá segir einnig í bókun R-listans að sameig- inlegs átaks ríkis, félagasamtaka, sveitarfélaga og aðila vinnumark- aðar sé þörf til að finna lausn á vandanum. Lóðir tilbúnar fyrir 90 íbúðir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í samtali við blaðið að borgin hefði verið að úthluta miklu fleiri leiguíbúðum en áður hefði tíðkast. Þannig hefðu á árabilinu 1991–97 að jafnaði verið keyptar á bilinu 10–18 íbúður á ári. Á árinu 1998 hefðu verið keyptar 33 íbúðir, 96 íbúðir 1999, 100 íbúðir árið 2000 og sama fjölda íbúða væri áætlað að kaupa í ár. Borgarstjóri sagði að það væri al- veg ljóst að það þyrfti að fjölga verulega leiguíbúðum á markaðn- um. Reykjavíkurborg gæti ekki ein átt þar hlut að máli heldur hlytu fleiri að þurfa að koma að því verki. Ákveðið hefði verið í félagsmála- ráðuneytinu að gera átak í þessum efnum og fjölga leiguíbúðum hér á landi um 600 á næstu fjórum árum í samvinnu við ýmsa aðila, en ekki væri enn farið að skýrast á hvaða kjörum þær íbúðir yrðu. Hins vegar sé ljóst að sveitar- félögin verði að sjá þessum aðilum fyrir lóðum til þess að þessar fyr- irætlanir geti orðið að veruleika og borgin sé nú þegar tilbúin að út- hluta lóðum vegna byggingar 90 leiguíbúða á almennum markaði. Ingibjörg Sólrún benti á að þegar félagslega eignaríbúðalánakerfið var lagt af og tekin upp félagsleg lán, sem út af fyrir sig hafi verið ágætt, hafi einnig verið afnumin 97,5% lán, sem sá hópur fólks hafi getað sótt um sem ekki átti þau 10% sem þurfti að leggja fram til að eignast íbúð í því kerfi. Nú þurfi all- ir sem fái lán hjá Íbúðalánasjóði og viðbótarlán hjá sveitarfélagi sínu að eiga 10% vegna þess að lánshlut- fallið sé 90% og margir eigi ekki þessi 10% sem upp á vanti og geti ekki fengið þau í bönkum, auk þess sem hætt sé þá við að greiðslubyrð- in verði of mikil. Síðan hafi það einnig gerst að vextir á lánum til félagslegra leigu- íbúða hafi hækkað úr 1% í 3,5% og boðað sé að þeir eigi eftir að hækka enn frekar. Gefið hafi verið út að þetta þýddi ekki að verið væri að draga úr stuðningnum á þessu sviði heldur að hann ætti að koma fram í öðru formi heldur en með niður- greiðslu vaxta og þá jafnvel með stofnstyrkjum til þeirra sem byggðu leiguíbúðir á félagslegum grundvelli og síðan með hækkun húsaleigubóta. Ekki útgjöld á fjárlögunum í ár „Hvorugt hefur gerst og það var ekki gert ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárlögunum í ár. Það má segja að það sé beðið eftir því að fjármálaráðuneytið ákveði hvernig það ætlar að haga stuðningi sínum við þetta félagslega húsnæðiskerfi, en það hefur dregið verulega úr honum án þess að nokkuð hafi kom- ið í staðinn,“ sagði Ingibjörg Sólrún ennfremur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um skort á félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík Ríkið efni fyrirheit sem gefin hafa verið Uppboð á lóðum hefur orðið til að hækka leigu á almennum markaði, segir í bókun sjálfstæðismanna í borgarráði ÞORSTEINN Siglaugsson, rekstr- arhagfræðingur, telur að miðað við almennt orkuverð til áliðnaðarins í dag muni framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun ekki verða hagkvæm- ar, eins og fram kemur í kæru Landsvirkjunar á úrskurð Skipu- lagsstofnunar. Hann segir þær for- sendur arðsemisútreikninga vegna Kárahnjúkavirkjunar, sem Lands- virkjun birtir í kæru sinni, vera svipaðar þeim sem hann lagði til grundvallar í útreikningum sínum fyrir Náttúruverndarsamtök Ís- lands. Guðmundur Ólafsson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, telur hins vegar að útreikn- ingar Landsvirkjunar séu í fullu samræmi við það sem hann hefur haldið fram um að Kárahnjúkavirkj- un sé hagkvæmasti virkjunarkostur sem Landsvirkjun eigi völ á í dag. Landsvirkjun segir í kæru sinni á úrskurð Skipulagsstofnunar vegna Kárahnjúkavirkunar að arðsemi framkvæmdarinnar verði 14% og virkjunin því hagkvæm fyrir fyrir- tækið, miðað við hagstæða orku- samninga við Reyðarál. Þorsteinn segir að hann muni fara nánar yfir þessar forsendur og skila Náttúru- verndarsamtökunum samantekt á því. Hann segir að þær forsendur sem Landsvirkjun hafi fengið Sumi- tomo bankann til að fara yfir varð- andi fjármagnskostnað og sýna 14% arðsemiskröfu sé á svipuðum nótum og hann hafi sjálfur reiknað með. „Mér sýnist þetta vera mjög nálægt þeim forsendum sem ég er að nota en ég get ekki sagt til um það núna hvert orkuverðið þyrfi að vera til að framkvæmdin standi undir sér.“ Þá segir Þorsteinn að Landsvirkj- un reikni nú með 1,1% árlegri lækk- un á álverði en hafi ekki gert það áð- ur. „Ég tel að miðað við það sem ég veit, þegar litið er aftur í tímann, þá sé nú kannski varlegra að gera ráð fyrir heldur meiri lækkun en þetta, lækkun á bilinu 1,5 til 2,0% væri nær lagi.“ Að sögn Þorsteins verða fram- kvæmdir örugglega undir kostnað- arverði miðað við orkuverðið eins og það er í dag, sem er um 1 króna á kílóvattstund. „Verð til áliðnaðarins er kannski almennt 1,5 til 2 krónur á kílóvattstund, sem reikna má með. Mér virðist í fljótu bragði að þetta standi ekki undir þessum kröfum,“ segir Þorsteinn. Guðmundur Ólafsson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir niðurstöður Lands- virkjunar í fullu samræmi við þá út- reikninga sem hann hafi lagt fram. Einhver allra hagkvæmasti virkjunarkosturinn „Þegar ég hef fullyrt að virkjunin væri hagkvæm, þá hef ég alltaf talið að ég færi varlega með varlegri töl- ur. Ég hef bara fullyrt að hún væri hagkvæm miðað við 6% arðsemis- kröfu og einhver allra hagkvæmasti virkjunarkostur sem við ættum.“ Að sögn Guðmundar notast hann reyndar við mjög ófullkomið líkan í sínum útreikningum, en það kveður hann gert með vilja vegna þess hve óvissan sé mikil í útreikningum. „Ég reyni að hafa það eins einfalt og hægt er vegna þess að stærð- irnar í þessu eru svo óvissar, að 20- 30% óvissa er ekkert óeðlileg. Það er út í hött að vera að notast við ein- hver nákvæm líkön þegar þú veist ekki meira. Mín reynsla er sú að betra sé að vera með einföld líkön sem minni hætta er á að maður geri vitleysu í og hefur betri tilfinningu fyrir, heldur en að byggja mjög flók- in líkön sem menn síðan missa al- gerlega sjónar á,“ segir Guðmundur. Óvissa ríkir um orkuverðið Ólíkar skoðanir á hagkvæmni Kárahnjúkavirkjunar VEGAGERÐ á hálendinu er með ýmsu móti og víðast hvar eru akvegir þar heldur grófir og seinfarnir. Á leið milli Veiðivatna og byggðar eru sums staðar góðir sprettir. Á kafla skammt sunnan Þórisvatns, þar sem sér til Heklu í suðurátt og ekki langt frá Þóristindi, er vegurinn tvíbreiður með miðeyju sem er sjaldséð til- högun á hálendinu. Enda krefst umferðin ekki slíkrar viðhafnar í vegagerð á þessum slóðum og eins víst að breikkunin hafi myndast þegar einhver brá sér út af þvottabrettisslóð sem fyrir var. Morgunblaðið/jt Hraðbraut á hálendinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.