Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÚ NÝBREYTNI hefur verið tek- in upp í fermingarstarfi Neskirkju að fermingarbörnum er boðið er upp á tvær ólíkar leiðir í undirbún- ingnum. Boðið er upp á sumar- og vetrarnámskeið, hvort með sínu sniði. Sumarnámskeiðið, sem nú var haldið í annað sinn, stendur í sex daga með ýmiss konar fræðslu, vettvangsferðum og helgistundum. Því er síðan fylgt eftir með ýmsum verkefnum og kirkjustarfi yfir vet- urinn. Vetrarnámskeiðið er hins vegar með hefðbundnu sniði, þá eiga börnin að mæta 16 sinnum í fræðslutíma á föstudögum. Aðrar skyldur, hvað snertir helgistundir og kirkjustarf, eru þær sömu hjá hópunum. Sumarnámskeiðið hefur fengið geysigóðar viðtökur en um 80% fermingarbarna völdu þann kostinn í fyrra og um 90% í ár, eða 114 börn. Sterkari upplifun Sumarfermingarnámskeið hafa verið haldin í ýmsum kirkjum, að sögn sr. Arnar Bárðar Jónssonar, en engin svo hann viti með því sniði, sem er í Neskirkju. Segir hann námskeiðið í Neskirkju viða- mikið og að alls komi á annan tug starfsmanna að því. Meðal þeirra eru tveir ungir guðfræðingar, sem útskrifuðust í vor, þeir Aðalsteinn Þorvaldsson og Sigfús Kristjáns- son. Þeir hafa báðir starfað með skátafélaginu Ægisbúum og Sigfús hefur auk þess verið sveitarforingi og setið í fræðsluráði íslenskra skáta. Þeir segja reynsluna af starfi með börnum og unglingum í skátastarfinu ómetanlega þegar kemur að fermingarfræðslunni. Telja þeir að sumarnámskeiðið hafi þann kost fram yfir vetrar- námskeiðið að krakkarnir komist í miklu betra samband við kirkjuna, upplifun þeirra af kirkju og kristni verði mun sterkari í samfelldu vikulöngu námskeiði heldur en ef þau kæmu einu sinni í viku yfir all- an veturinn. Séra Örn Bárður hafði forgöngu um það í fyrra að koma námskeið- inu á fót. „Ég vissi að finnska kirkjan hefur verið með mjög öfl- ug fermingarnámskeið og þá eru þau með sumarbúðir, þau eru með börnin í viku eða hálfan mánuð úti í sveit. Og ég fór að hugsa: Hvern- ig getum við komið þessu fyrir í einskonar sumarbúðaformi en haft þetta í borginni, þannig að þau sofi heima hjá sér? Þess vegna varð til þessi tegund af námskeiði, sem er eins konar sumarbúðanámskeið í borg, sambland af beinni fræðslu, upplifun og leik.“ Kvikmynd um Jesú og vettvangsferðir Grunnkennsluefnið er kvikmynd um ævi Jesú, sem byggð er á Lúk- asarguðspjalli. Segir Örn Bárður, að þessi kvikmynd sé orðin ein út- breiddasta kvikmynd sögunnar, hann hafi heyrt að einn og hálfur milljarður manna sé búinn að sjá hana. „Börnin byrja á að horfa á kvik- myndina í nokkrum hlutum og síð- an er lesið úr Biblíunni og það tengt við kvikmyndina. Hefðbund- in kennsla fer líka fram í formi fyrirlestra og úrvinnslu verkefna og komum við að því prestarnir þrír, sr. Frank, sr. Halldór og ég, auk tveggja guðfræðinga og upp- eldisfræðings og svo erum við með leikræna tjáningu eða það sem við köllum samhristing. Helgistund er við upphaf hvers dags, með org- elleik, söng og bæn. Og auðvitað þarf svo að gefa þeim að borða og drekka. Svo þetta er heilmikil dag- skrá. Skipulagsvinnan er mjög mikil og heldur Rúnar Reynisson utan um hana. Svo notum við vett- vangsferðir. Ég var til dæmis í all- an morgun með hópa niðri í Hóla- vallakirkjugarði við Suðurgötu og þar töluðum við við þau um lífið og dauðann. Síðan skoðum við um- hverfið og kennum þeim um líf- ríkið. Séra Halldór og Dagný Halla fóru með tvo hópa niður í miðbæ í morgun og kynntu sér miðbæjarstarf kirkjunnar, töluðu við séra Jónu Hrönn og lærðu um forvarnir í sambandi við fíkniefni og annað. Þetta eru því ekki eintómir fyr- irlestrar heldur líka upplifun. Í fræðslunni eru tekin fyrir hefð- bundin þemu kristinnar trúar en að auki er hugað að sjálfstyrkingu barnanna og siðfræði. Loks er ferð að Úlfljótsvatni sem er mikilvægur hluti námskeiðsins þar sem dvalið er í sólarhring við leik og störf. Á sunnudaginn koma þau svo til messu og ganga til altaris í fyrsta sinn ásamt foreldrum sínum,“ sagði Örn Bárður í samtali nýlega. Eftirfylgdin þarf að takast vel Treystirðu þér til þess að meta hvort þessi fræðsluaðferð skilar meiri árangri en hefðbundin fræðsla sem er í gangi allan vet- urinn? „Ég held að við þurfum nú meiri reynslu til þess að geta skorið úr um það. Því eftirfylgdin yfir vetr- artímann skiptir ekki síður máli. Þau eiga að mæta reglulega í kirkju í vetur og vinna ýmis verk- efni þannig að þessu lýkur ekki við lok þessa sumarnámskeiðs.“ Örn Bárður segir að þau ætli sér að fylgja námskeiðinu vel eftir í vet- ur, vera með meira fyrir foreldra en áður, bjóða upp á fyrirlestra eða umræður um tiltekin þemu eftir guðsþjónustur og því um líkt. Þannig að það er foreldra- fræðsla líka. Það er kannski ekk- ert síður mikilvægt? „Einmitt, við lítum á þetta þann- ig að fermingin sé málefni fjöl- skyldunnar. Það voru foreldrarnir, sem létu skíra barnið, og barnið er að staðfesta þeirra ákvörðun og þá er eðlilegt að það sé samvinna fjöl- skyldunnar um ferminguna.“ Sr. Örn Bárður Jónsson ásamt hópi af fermingarbörnum á sumarnámskeiði Neskirkju. Nýbreytni í fermingarfræðslu Morgunblaðið/Golli Aðalsteinn Þorvaldsson, Sigfús Kristjánsson og Þorvaldur Víðisson út- skrifuðust úr guðfræði í vor. Þeir hafa allir starfað í Neskirkju langa hríð, Þorvaldur í 4 ár en Aðalsteinn og Sigfús 2 ár. Þorvaldur hefur starf- að hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna í sumar. Allir telja þeir reynsluna af sumarnámskeiðinu mjög jákvæða og gefa fögur fyrirheit. BORGARSTJÓRN Reykjavíkur kemur saman í dag eftir sumarleyfi. Hún mun starfa samkvæmt nýrri samþykkt sem gerð var í vor en hún felur í sér margvíslegar breytingar, m.a. á fundartíma, dagskrá funda og takmörkun á ræðutíma borgarfull- trúa. „Fundir borgarstjórnar hefjast nú klukkan 14 í stað klukkan 17 en aðalástæðan fyrir breyttum fundar- tíma er sú að það hefur sýnt sig að fundirnir hafa oft staðið langt fram á kvöld,“ segir Kristbjörg Stephensen fulltrúi og bætir við að það sé til óhagræðis, bæði fyrir þá sem fund- ina sitja og alla þá sem áhuga hafa á að fylgjast með því sem þar fer fram. „Áður fyrr gegndu borgarfulltrú- ar almennt öðru starfi en nú er borg- arfulltrúastarfið í auknum mæli nær því að vera fullt starf. Það má því segja að við séum að hverfa til nú- tímans með því að færa fundina til.“ Kristbjörg segir að hingað til hafi fyrst og fremst fundargerðir borg- arráðs verið til umræðu á borgar- stjórnarfundum og heit pólitísk mál hafi þar af leiðandi eingöngu verið rædd undir viðkomandi fundargerð. Það hafi því oft verið bæði erfitt og flókið fyrir almenning að fylgjast með umræðunni. Nú er gert ráð fyr- ir því að mál, sem menn geta gefið sér að muni hljóta mikla umræðu, verði í útsendri dagskrá og rædd sem sérstakir dagskrárliðir á fund- inum. Ræðutími takmarkaður Þá verður, í því skyni að gera fundina skilvirkari, ræðutími fram- sögumanns og borgarfulltrúa tak- markaður við allt að 30 mínútur við fyrri umræðu en 10 mínútur við síð- ari umræðu en áður fyrr máttu menn tala ótakmarkað. Í því skyni að stuðla að hagræð- ingu, skilvirkni og hraðari málsmeð- ferð er borgarstjórn nú heimilt að ákveða að fela öðrum aðilum en nefndum afgreiðslu mála er ekki varða verulega fjárhag Reykjavíkur- borgar. „Þetta hefur reyndar verið heimilt fram til þessa á grundvelli sveitarstjórnarlaga en er nú fest í sessi með því að taka upp ákvæði þar að lútandi í samþykktina,“ segir Kristbjörg. Borgarstjórn kemur saman í dag eftir sumarhlé Fundar- tími færist fram til klukkan 14 FRAMKVÆMDASTJÓRAR sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu tóku í vikubyrjun vel í ósk Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu um 20 milljóna króna aukafjárframlag til að rétta við fjárhag samtakanna, að sögn Ernu Nielsen, formanns SSH. Erna Nielsen segir að fjár- hagsvandinn sé tilkominn vegna ákveðinna verkefna sem farið hafi fram úr áætlun. Þar vegi þyngst girðingaframkvæmdir í kringum höfuðborgarsvæðið, sem hafi farið um 10 milljónum króna fram úr áætlun, um níu milljónir vanti vegna þess að ekki hafi verið gert ráð fyrir starfslokasamningi fram- kvæmdastjóra, ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra, launaskriði í kjöl- far samninga og ýmsu öðru í fjár- hagsáætlun fyrir 2001 og SSH hafi ekki fengið rúmlega fimm millj. kr. kostnað endurgreiddan vegna aksturs fatlaðra grunnskólanem- enda. Að sögn Ernu eru margar skýr- ingar á því hvers vegna kostnaður vegna girðingaframkvæmda hefur farið eins mikið fram úr áætlun og raun ber vitni. Í því sambandi nefnir hún að sum sveitarfélögin hafi ekki samþykkt bann við lausa- göngu búfjár og því hafi girðingin orðið að vera viðameiri en ella. Gert hafi verið ráð fyrir framlagi frá Vegagerðinni og landbúnaðar- ráðuneytinu og enn væri vonast eftir greiðslum þaðan enda sparaði girðingin Vegagerðinni að girða meðfram vegum. Erna segir að fjárhagsáætlunin hafi verið gerð í september í fyrra og þá hafi fyrrnefndir kostnaðar- liðir og fleiri ekki verið fyrirsjáan- legir. Sveitarfélögin átta hafi tekið vel í fyrrnefnda ósk og þau séu þegar farin að greiða sinn hlut. Fjárhagsvandi Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu Vel tekið í ósk um aukafjárframlag ÞÆR Ingibjörg Baldursdóttir og Signý Jóhannesdóttir voru á sumarnámskeiðinu í Neskirkju og spurði blaðamaður hvernig þeim líkaði námskeiðið. Þær voru sannfærðar um það, að það væri skemmtilegra en hin hefðbundna fræðsla, sem dreifist á allan vet- urinn. Og hvað eruð þið búin að læra í fermingarfræðslunni? Signý verður fyrir svörum. „Við erum búin læra um ævi Guðs og kirkjuna og alla þessa kyrtla, um allt sem er í kirkjunni og bara ýmislegt um Guð og Jesú. Við erum búin að fara í bæ- inn og skoða KFUM [og KFUK]- kaffihús, sem á að opna þar bráð- um.“ Af hverju ætlar þú að fermast? „Bara út af Guði, bara af sömu ástæðu og allir ætla að gera það.“ Er ástæðan sem sagt trúin? „Já,“ svara þær Signý og Ingi- björg sposkar á svip og eru rokn- ar í tíma til að læra meira um leyndardóma trúarinnar. Þóri Bergssyni líkar ágætlega á námskeiðinu, segir að það sé reyndar „ekkert voðalega gaman en allt í lagi“. Finnst þér það áhugavert, sem verið er að kenna ykkur? „Sumt, ekki allt, sumt.“ Skilurðu allt? „Meirihlutann af því.“ Af hverju ætlarðu að fermast? „Bara, [til] að taka trúna, ákveða að ég ætli að vera krist- inn.“ Hafa gjafirnar ekkert að segja? „Ja, náttúrlega svolítið.“ „Skemmtilegra en hefðbundna fræðslan“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.