Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 13 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 20. september í eina viku. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálf- sögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar, 20. sept, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð/stúdíó , 20. sept., vikuferð. Aðeins 18 sæti Stökktu til Costa del Sol 20. sept. í viku frá kr. 39.985 Verðdæmi LEIKSKÓLINN Öldukot hefur þurft að skerða viðverutíma barna vegna erfiðleika við að ráða starfs- fólk. Framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur segir þó að staðan í ráðningarmálum nú sé miklum mun betri en á sama tíma í fyrra. Að sögn Freyju Kristjánsdóttur, sem tekur við skólastjórn á Öldu- koti í næstu viku, hætti um helm- ingur af starfsfólki skólans störfum í haust og ekki hefur gengið nægi- lega vel að ráða nýtt fólk í þess stað. „Við höfum haft það fátt starfsfólk að við treystum okkur ekki til að dreifa því starfsliði sem við höfum á allan opnunartímann sem annars er. Þessvegna höfum opið frá 8 – 4 þannig að þau börn sem eru í leikskólanum séu allan tímann.“ Ný börn bíða eftir plássi Hún segist telja að erfiðleikarnir séu tímabundnir þar sem vel hafi gengið að ráða starfsfólk en for- eldrum var tilkynnt að skerti opn- unartíminn myndi gilda í þessari viku og næstu. „Við sáum fram á að það yrði ekki minna en ég geri mér sterkar vonir um að það dugi því það er aðeins farið að tínast inn af fólki núna,“ segir Freyja. Á Öldukoti er dagvistarpláss fyr- ir 38 börn en vegna manneklunnar hafa ný börn ekki verið tekin inn í skólann og því eru tæplega 30 börn nú í skólanum. Freyja áætlar að skerðingin snerti um 20 – 25 þeirra fyrir utan þau börn sem bíða eftir því að fá pláss í leikskólanum. For- eldrar hafa þó tekið skerðingunni afskaplega vel að sögn Freyju. „Auðvitað veldur þetta sumum þeirra amstri og ég hef mikla sam- úð með því en þeir hafa greinilega skilið að ekki var um annað að ræða. Við þurftum að fara út í ein- hverjar aðgerðir og við héldum að það, að hafa opið næstum allan daginn en samt ekki alveg allan, myndi valda minna amstri fyrir fólk en að loka suma daga,“ segir hún. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir að almennt sé miklu betra ástand í ráðningarmálum í haust en í fyrra- haust. Öldukot sé eini leikskólinn sem hafi þurft að grípa til aðgerða vegna manneklu. „Í sumar þegar gerð var áætlun um starfsmanna- þörf vantaði okkur um 200 starfs- menn. Síðustu tölur núna benda til þess að það séu um það bil 60 störf sem við eigum eftir að fylla í og það er heilmikið í pípunum því við erum að ráða þessa dagana,“ segir hann en um 1800 manns vinna alla jafna hjá Leikskólum Reykjavíkur. Hann segir það viðverandi vandamál að alltaf vanti hóp starfs- fólks á haustin. „Við erum með það mikið af ungu fólki sem oft er að prófa sig í faginu og vill kannski fara í nám og svo framvegis,“ segir hann. Að sögn Bergs virðist vanda- málið svolítið flytjast á milli skóla. Þannig sé Öldukot alla jafna mjög vel mannaður leikskóli. Að þessu sinni séu ekki fleiri leikskólar sem hafi lent í vandræðum enda hafi verið komið í veg fyrir það með því að taka ekki ný börn inn á sumum stöðum. Framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Krakkarnir á Öldukoti virtust ekki hafa miklar áhyggjur af starfsmannamálum leikskólans í gær. Mun betra ástand en á síðasta ári Skert viðvera barna á Öldukoti vegna manneklu Vesturbær svæði árið 1985. „Síðan í aðalskipu- lagi sem samþykkt var árið 1990 er þetta skilgreint sem athafnasvæði með blandaða landnotkun sem er iðnaður, verslun og þjónusta. Þannig að ég sé ekki hvernig þetta fer á skjön við núverandi drög að svæð- isskipulagi.“ Hann segir að svæðisskipulagið hafi átt að taka mið af gildandi skipu- lagi á viðkomandi stöðum en bendir jafnframt á að ekki sé búið að sam- þykkja umrætt svæðisskipulag. Tilheyrir ekki „græna treflinum“ Varðandi athugasemdir um „græna trefilinn“ segir Ármann að hann taki yfir svæði sem ekki er þeg- ar búið að skipuleggja. Þannig geti umrætt svæði ekki tilheyrt honum. Hann segir athugasemdirnar því úr lausu lofti gripnar. „Menn geta haft skoðun á því hvort þarna eigi að vera eitt átta hæða hús eða ekki því það er smekksatriði. En hitt er ekki smekksatriði heldur er þar hreinlega um rangfærslur að ræða.“ Hann segist þó ósammála því að byggðin sé of háreist og í ósamræmi við byggðina í kring. „Þá bið ég menn um að stilla sér upp t.d. þar sem hesthúsahverfið á bökkum Elliðaár í Reykjvík er og horfa þarna yfir og meta það hvort þetta sé í miklu ósamræmi við blokkirnar í Breiðholtinu. Hins vegar ef þú ert að keyra veginn við Elliðavatn þá sést þessi byggð mjög lítið vegna þess að þetta er utan í hæðinni.“ Meiri mengun frá borginni Ármann segist taka undir með heilbrigðis- og umhverfisnefnd Reykjavíkur um að það þurfi að fara varlega varðandi lífríki Elliðaánna og þess vegna hafi verið beitt var- úðarnálgun við skipulag svæðisins. „Við erum með settjarnir og dælum burtu yfirborðsvatni þar sem þess þarf og ef raunverulegur vilji borg- arinnar er fyrir hendi þá hvet ég þá til þess að fara að skoða það að setja það yfirborðsvatn, sem nú rennur beint í Elliðaárnar frá þeim, í sett- jarnir eða dæla því í burtu. Sömu- leiðis viljum við mjög gjarnan koma að því að kanna hversu hollt það er fyrir Elliðaárnar að hafa áburðar- verksmiðju og sementsverksmiðju í ármynninu, að hafa steypustöð og sundlaug við ána fyrir utan sorp- hauga og sorpmóttöku, hesthúsa- byggð, malbikunarstöð og skipa- höfn. Þetta eru orðnar svo miklar öfgar og ef maður setur hlutina í samhengi er alveg ljóst að okkar byggð með settjarnir þýðir mun minni mengun fyrir Elliðaárnar en það sem fer út í ána núna.“ ÁRMANN Kr. Ólafsson, formaður Skipulagsnefndar Kópavogs, segir um rangfærslur að ræða hjá Skipu- lagsnefnd Reykjavíkur þegar hún heldur því fram að deiliskipulag at- hafnasvæðis í Vatnsendahvarfi sé í ósamræmi við svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins. Morgunblaðið greindi í gær frá at- hugasemdum skipulagsyfirvalda borgarinnar þar sem kom fram að þau teldu deiliskipulag Vatnsenda- hvarfs vera á skjön við samþykktir um að ekki verði byggt á „græna treflinum“ svokallaða sem umlykur borgarlandið. Þá er það gagnrýnt að með deiliskipulaginu sé gert ráð fyr- ir verslunar- og þjónustukjarna, sem ekki sé gert ráð fyrir í svæðisskipu- laginu. Ármann segir svæðið hafa upphaf- lega verið skilgreint sem iðnaðar- Formaður skipulagsnefndar Kópavogs vegna athugasemda borgarinnar um deiliskipulag Svæðisskipulag tekur mið af öðru skipulagi Vatnsendi                                      HUGMYNDIR eru uppi um að rífa Klettshúsið svokallaða í Hafnarfirði og byggja upp á nýtt meðfram Vest- urgötunni. Tillögur þess efnis voru ræddar í Skipulags- og umferðar- nefnd Hafnarfjarðar í vikunni. Um er að ræða bygginguna þar sem Vélsmiðjan Klettur var eitt sinn til húsa. Í bréfi eiganda er óskað eftir afstöðu skipulagsyfirvalda og bæjar- ráðs til málsins. Fram kemur í fundargerð nefnd- arinnar að hún sé jákvæð gagnvart erindinu og leggur hún til við bæj- arráð að umsækjanda verði heimilað að vinna áfram að tillögunum sem yrðu grundvöllur fyrir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Fulltrúar minnihlutans í nefndinni sátu hjá við afgreiðsluna og bókuðu að umrætt svæði væri hluti af mun stærri einingu sem enn ætti eftir að deiliskipuleggja en til hefði staðið að hefja vinnu við deiliskipulag Norð- urbakka/Miðbæjar í fyrra. Þá væri rétt að fá umsögn faghóps um húsa- verndun í Hafnarfirði um breytinga- tillöguna á Vesturgötunni. Góð tenging við eldri byggð Í bókun meirihlutans segir að til- lagan byggist á ágætri tengingu við eldri byggð og falli vel að fyrirhug- uðu opnu byggðamynstri á Norður- bakka. Svæðið sé hluti af eldra deili- skipulagi miðbæjarins og því ekki nauðsynlegt að spyrða það við deili- skipulag Norðurbakka. Klettur verði rifinn Hafnarfjörður Skipulag við Vesturgötu til umræðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.