Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES
16 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GUNNHILDUR Gunnarsdóttir
og Guðmundur Sigurbergsson
hafa komið sér upp sælureit í
Fjörukoti, skammt sunnan Sand-
gerðis. Þar dvelja þau öllum
stundum og hafa dregið að sér
ýmsa skemmtilega muni.
„Ég keypti þennan kofa fyrir
þremur árum. Það voru allar
rúður brotnar og húsið nánast
ónýtt. Hann stóð svona en fyrir
ári fékk Guðmundur áhugann,
fór að framkvæma og hefur ekki
stoppað síðan,“ segir Gunn-
hildur. Þau Guðmundur búa í
Keflavík en dvelja sífellt meira í
Fjörukoti.
Þau hafa gert húsið upp og
komið í það rafmagni og hita. Í
sumar hefur Guðmundur verið
að útbúa stóra laut með jarð-
hýsi. Honum áskotnaðist gamall
olíutankur sem átti að farga.
„Mér datt í hug að nýta hann til
þess að gera hér jarðhús,“ segir
Guðmundur. Hann opnaði tank-
inn og kom honum fyrir á hlið-
inni niðri í gríðarstórri laut sem
hann gróf sunnan við bústaðinn
og tyrfði yfir allt saman. Tank-
urinn verður skemmtilegt jarð-
hús þegar búið verður að ganga
frá framhlið hans, niðri í laut-
inni sem veitir skjól fyrir næð-
ingnum.
Bátur
í nausti
Guðmundur hefur dregið
fjölda skemmtilegra hluta að
sér. Hann hefur flutt mikla
rekaviðardrumba frá Stafnesi og
komið fyrir sem girðingum og
skemmtilegri umgjörð um bú-
staðinn og lóðina. Þá hefur hann
fengið gömul verkfæri og báta,
meðal annars áburðardreifara
og dráttarspil.
Við Fjörukot stendur til dæm-
is sexæringurinn Lukkugefinn í
nausti. Hann er yfir 100 ára og
var gerður út frá söndunum við
Sandgerði. Hefur Guðmundur
hug á að taka bátinn inn á verk-
stæði í vetur og koma honum í
sína upprunalegu mynd. Hann
fékk raunar gefins annan bát,
Breiðfirðing að gerð, sem er nú
inni á verkstæði en Guðmundur
ætlar einnig að koma honum
fyrir í Fjörukoti. Þarna verða
því tveir bátar í nausti, ásamt
spilbúnaði, eins og þeim hafi
verið komið þar fyrir eftir síð-
ustu vertíð.
Stutt heim
Gunnhildur og Guðmundur
segja að Fjörukot sé þeirra
paradís og frábært sé að dvelja
þar. Gunnhildur segir að það sé
kostur hvað stutt sé heim, hægt
sé að skreppa eftir vinnu og
jafnvel að sækja börnin eða fara
með þau ef þau séu í einhverju
öðru. „Það er yndislegt að vera
hérna og börnin una sér líka
vel,“ segir hún.
Gunnhildur segir þó að enginn
uni sér eins vel í Fjörukoti og
Guðmundur. Það liggi við að
hann sé fluttur þangað. Guð-
mundur tekur undir það og seg-
ist sækja í kyrrðina og fuglalífið.
Svo séu ekki nema átta mínútur
í BYKO í Keflavík ef eitthvað
vantar til framkvæmdanna.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Guðmundur Sigurbergsson í sinni paradís, Fjörukoti í Sandgerði. Báturinn
Lukkugefinn stendur í nausti og á bak við er laut og jarðhús sem þau eru að útbúa.
Kyrrðin og fuglalífið
Sandgerði
Hjón úr Keflavík hafa komið sér upp sælureit við sumarhúsið Fjörukot
FERÐAÞJÓNUSTA Suðurnesja
hefur veitt Skógræktarfélagi Suður-
nesja styrk. Eigandinn, Helga Ingi-
mundardóttir, afhenti Halldóri
Magnússyni, formanni Skógræktar-
félagsins, gjöfina við athöfn við
Vatnsholt í Keflavík.
Er þetta þriðja árið í röð sem
hvalaskoðunin afhendir skógrækt-
inni gjöf. Fyrstu tvö árin gaf fyrir-
tækið peninga til að kaupa tré og
gróðursetti Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti Íslands, fyrstu
þrjú trén við Rósaselsvötn.
Ferðaþjónusta Suðurnesja rekur
hvalaskoðunarferðir frá Keflavík
með skipinu Moby Dick. Leggur
Helga til hliðar ákveðna upphæð fyr-
ir hvern gest sem kemur í hvalaskoð-
unarferðir og gefur Skógræktar-
félaginu. Í þetta skipti gefur Helga
ákveðinn hluta launa starfsmanns.
Hún segir að erfiðara sé orðið að fá
sjálfboðaliða í skógræktarstarfið og
þörfin hafi verið mest á þessu sviði
nú.
Helga segist hafa áhuga á skóg-
rækt en hafi því miður ekki mikinn
tíma til að sinna því áhugamáli sjálf.
En hún þekki vel þörfina vegna
starfa sinna sem leiðsögumaður um
svæðið. Víða séu sár í jarðvegi sem
ekki þurfi að vera.
Halldór Magnússon tekur við
gjöf úr hendi Helgu Ingimund-
ardóttur.
Hvala-
skoðun
styrkir
skógrækt
Keflavík
EKKI er venjulegt að tjaldstæðið í
Grindavík sé kjaftfullt á þessum
tíma árs. Það gerðist þó að þessu
sinni, um mánaðamótin.
Um 40 tjöld voru á svæðinu. Að
vísu kemur fyrir að tjaldbúar fylli
tjaldstæðið yfir sumartímann og þá
eru það svipaðir ferðalangar og í
þetta skiptið, það er að segja full
rúta af tjaldbúum.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Tjaldbúar taka saman tjöldin að morgni dags.
Rúta fyllti tjaldsvæðið
Grindavík
ÚRVAL listaverka í eigu Reykja-
nesbæjar er um þessar mundir til
sýnis á tveimur stöðum í bænum, í
Miðstöð símenntunar og á efri hæð
Glóðarinnar.
Reykjanesbær á þó nokkurt safn
listaverka. Vegna aðstöðuleysis hef-
ur safnið ekki verið sýnt áður þótt
einstök verk hafi verið sýnileg í hin-
um ýmsu stofnunum bæjarins.
Í tilefni Ljósanætur safnaði Lista-
safnsnefnd saman úrvali mynda og
sýnir í tvennu lagi. Olíuverk í eigu
safnsins eru til sýnis í Miðstöð sí-
menntunar á Skólavegi 1. Þar er opið
frá klukkan 8 til 17 virka daga. Graf-
ík- og vatnslitamyndir eru sýndar á
efri hæð Glóðarinnar, en þar er opið
alla daga frá kl. 15 til 23. Sýning-
arnar standa til 23. september næst-
komandi.
Í fréttatilkynningu frá menning-
arfulltrúa er athygli bæjarbúa vakin
á sýningunum og þeir hvattir til að
koma við og líta á listaverkaeign
sína.
Listaverkaeignin sýnd
Reykjanesbær