Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR vestrænir stjórnarerindrekar, vonsviknir yfir skorti á upplýsingum um réttarhald yfir átta erlendum hjálparstarfsmönnum sem talebana- stjórnin í Afganistan sakar um að hafa lagt stund á kristniboð, fengu ekki að hitta í gær forseta dómstóls- ins sem réttar yfir mönnunum. Noor Mohammed Saqib, forseti hæstaréttar taleban-stjórnarinnar, neitaði að hitta erindrekana og lét færa þeim þau skilaboð að hann myndi láta kalla eftir þeim ef hann teldi einhverja þörf á að ræða við þá. Eftir Saqib var haft í gær, að vel kæmi til greina að áttmenningarnir yrðu látnir sæta dauðarefsingu. „Við munum refsa þeim í samræmi við lög íslams, annað hvort með fang- elsi eða hengingu,“ hafði fréttastofan Afghan Islamic Press (AIP), sem hef- ur bækistöðvar í Pakistan, eftir Saq- ib. „Við munum refsa þeim í sam- ræmi við ákvæði þeirra laga sem þeir hafa brotið. Hafi þeir brotið lögin og lögboðin refsing sé henging munum við láta þá sæta þeirri refsingu,“ sagði hann. Dagurinn í gær var annar dagur réttarhalds yfir hjálparstarfsmönn- unum, sem eru tveir Bandaríkja- menn, tveir Ástralar og fjórir Þjóð- verjar. Réttarhaldið er lokað og engar upplýsingar hafa fengizt um hvernig það fer fram eða hve lengi það kunni að standa. „Við erum erindrekar heimaríkja sakborninganna og okkur finnst við hafa rétt til að vita hvaða sökum þeir eru bornir og hvaða ferli er beitt til að rétta yfir þeim, og ekki sízt þó til að komast að því hvort sakborningarnir eru upplýstir um það sem fram fer við réttarhaldið eður ei,“ hefur AFP eftir einum stjórnarerindrekanna. Hjálparstarfsmennirnir átta voru handteknir í byrjun ágúst ásamt 16 afgönskum samstarfsmönnum sín- um. Ekki er vitað til þess að hinir handteknu hafi hlotið nokkra lög- fræðiráðgjöf síðan. Réttað er yfir út- lendingunum átta og Afgönunum 16 hvorum í sínu lagi, en réttarhaldið yf- ir þeim síðarnefndu er ekki hafið ennþá. Vitað er að samkvæmt þeim ísl- amslögum sem talebanar beita liggur dauðarefsing við því að múslimi taki þátt í að reyna að snúa múslima til annarrar trúar. Óvíst er hins vegar í hvaða sporum dómarar talebana álíta kristna útlendinga standa gagnvart lögum þeirra. Vestrænir erindrekar fá ekki upplýsingar um réttarhald yfir hjálparstarfsmönnum í Afganistan Nokkrar líkur tald- ar á dauðadómum Kabúl. AP, AFP. MIKIÐ hefur gengið á í bæjum og borgum í Bólivíu undanfarna daga enda hafa íbúarnir verið önnum kafnir við að búa sig und- ir manntalið. Það fór fram í gær en í þessu fátæka Suður- Ameríkuríki fer manntal fram með nokkuð óvenjulegum hætti; þjóðlífið er lagt niður og út- göngubann sett. Af þessum sökum hafa íbúarnir slegist um brauð í bakaríum og til átaka hefur komið á mynd- bandaleigum því menn þurfa bæði á næringu og afþreyingu að halda þegar þeim er gert að halda sig innan dyra í heilan sólarhring. Og í gær rann síðan stóri dag- urinn upp þegar 125.000 manns tóku að ganga hús úr húsi í því skyni að fá fram hversu margir búa í Bólivíu. Manntal fór þar síð- ast fram fyrir níu árum en talið er að útgöngubannið og stöðvun efnahagslífsins kosti þjóðarbúið um þrjá milljarða króna. Carlos Garafulic, yfirmaður bólivísku hagstofunnar, upplýsti að íbúunum væri ekki einvörð- ungu bannað að fara af heimilum sínum fyrr en teljendurnir hefðu barið dyra; þeim væri einnig gert að halda kyrru fyrir eftir að manntal hefði farið fram í híbýl- um þeirra til að tryggja að áreið- anlegar tölur fengjust. Síðast tók sex mánuði að vinna úr gögnum manntalsins og reynd- ust íbúarnir þá 6,42 milljónir. Hald manna er að manntalið nú leiði í ljós að íbúar Bólivíu séu 8,3 til 8,5 milljónir að tölu. Hausar taldir í Bólivíu La Paz. AP. FRANSKA lögreglan byrjaði í gær á að brjóta niður 33 metra háa styttu af stofnanda sértrúarsafnaðar, sem vill sameina allt mannkyn og bjarga heiminum með því að söngla „om“. Talsmaður safnaðarins sagði í gær, að það væri ekkert trúfrelsi í Frakklandi en yfirvöld segja, að söfnuðurinn, Riddarar gullna lótusblómsins, stundi heilaþvott og sé í raun hættulegur. Stofnandi hans, Gilbert Bourdin, sem nú er látinn, er tignaður sem guð en hann vildi berjast gegn „illum og ójarð- neskum öflum“ með því að söngla „om“, fyrsta orðið, sem hraut af vörum guðs að því er Bourdin sagði. Er hann lést átti hann yfir höfði sér ákæru fyrir nauðgun. Reuters Styttubrot í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.