Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 25
ERLENT kr. 10.500.- Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 Stærsta töskuverslun landsins Hágæðatöskur á góðu verði kr. 7.300.- kr. 6.800.- kr. 10.500.- kr. 7.500.- kr. 11.500.- kr. 12.500.- líka sem bakpoki líka sem bakpoki stærð inní vél VINNA við að saga burt fremsta hluta rússneska kjarnorkukafbáts- ins Kúrsks, sem sökk í Barentshafi í ágúst í fyrra, stöðvaðist í gær vegna bilana. Búist er við, að það dragist fram í október, að bátnum verði náð upp en aðgerðinni átti að vera lokið 21. september. Vladímír Navrotskí, talsmaður rússneska norðurflotans, sagði, að einn af köplunum, sem notaðir væru til að stjórna neðansjávarsöginni, hefði slitnað í fyrradag og væri nú verið að gera við hann. Átti viðgerð- inni að ljúka um miðjan dag í gær. Sagði hann, að hugsanlega tæki það þrjá eða fjóra daga að saga burt fremsta hluta bátsins en ekki tvo eins og ætlað hefði verið. Er sögin að sögn mikil listasmíð en hún á að komast í gegnum tvöfaldan og sér- staklega styrktan byrðinginn. Þegar söguninni lýkur verður Kúrsk, sem er 20.000 tonn, dreginn upp í flotkví og vonast er til, að það takist áður en vetur gengur í garð í Barentshafi. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, leggur mikla áherslu á björgunarað- gerðina en mörgum fannst hann á sínum tíma sýna ættingjum þeirra, sem fórust með Kúrsk, mikið skiln- ings- og skeytingarleysi. Reyndi hann að bæta úr því með því að lofa, að bátnum yrði náð upp fyrir lok þessa árs. Athygli vekur hve mikil leynd hef- ur verið yfir björgunaraðgerðinni og vegna þess telja sumir, að það sem vaki fyrst og fremst fyrir Rússum sé að koma í veg fyrir, að NATO komist að leyndarmálum bátsins. Í honum eru til dæmis Granít-eldflaugar og ný og fullkomin stýrikerfi fyrir þær. Rússnesk herskip hafa umkringt hafsvæðið yfir Kúrsk og fréttir herma, að sjávarbotninn hafi verið girtur af með djúpsjávartundurdufl- um. Valerí Dorogín, sem sæti á í op- inberri nefnd um Kúrsk-slysið, sagði þó í gær, að köfurum hefði tekist að ná mestu af leynilegum gögnum um borð í fyrrahaust. Tilraunir til að ná Kúrsk upp Sögunin tefst vegna bilana Severomorsk. AFP. Reuters Kúrsk við bryggju í maí 2000. UM 20.000 slökkviliðsmenn börðust í gær við skógarelda í átta ríkjum í vestanverðum Bandaríkjunum. Svo virtist sem þeir væru að ná tökum á eldi, sem ógnaði bænum Weav- erville í Kaliforníu en þaðan voru íbúarnir, um 1.000 manns, fluttir á þriðjudag. Baráttan við eldinn, sem geisaði á 27 stöðum í ríkjunum átta, kostaði tvo menn lífið á mánudag en þá rákust saman í loft tvær tank- flugvélar, sem notaðar voru við slökkvistarfið. Fórust báðir flugmennirnir og tveir nýir eld- ar kviknuðu þar sem vélarnar komu niður. Fretelin-sig- ur á A-Tímor FRETELIN, flokkurinn, sem barðist mest gegn yfirráðum Indónesa og fyrir sjálfstæði Austur-Tímors, vann yfir- burðasigur í þingkosningunum fyrir viku og í gær virtist hann öruggur með 58 sæti af 88 á þingi. Var þá búið að telja 95% atkvæða. Fékk flokkurinn yfir 80% atkvæða í Baucau, annarri stærstu borg landsins, en búist er við, að niðurstaðan í Dili, höfuðborginni, verði ljós í dag. Kjörsóknin í landinu var um 91% og konur skipuðu 21 af þeim 75 sætum, sem ljóst var orðið með. Lævi blandið loft á Fiji HER og lögregla á Fiji-eyjum voru með mikinn viðbúnað í gær þegar tölur úr þingkosn- ingunum í síðustu viku bentu til, að flokkur Mahendra Chaudhry, fyrrverandi forsætisráð- herra, myndi bera sigur úr býtum. Frumbyggjar á Fiji-eyjum með George Speight í broddi fylkingar steyptu Chaudhry, sem er af indversku bergi brotinn, af stóli á síðasta ári og óttast er, að þeir sætti sig ekki við, að hann komist aftur til valda. Af 800.000 íbúum á Fiji eru frumbyggjarnir 51% en fólk, sem þangað kom eða var flutt frá Indlandi, 44%. Speight, sem stjórnaði bylting- unni í fyrra, var nú kjörinn á þing en sest þar ekki í bráð þar sem hann er í fangelsi og bíður þess að verða dæmdur fyrir landráð. Áfram réttað yfir Jaruzelski DÓMSTÓLL í Póllandi hafnaði í gær þeim óskum Wojciech Jaruzelskis, fyrrverandi leið- toga kommúnista, að kæru gegn honum vegna morða á 44 verkamönnum árið 1970 yrði vísað frá. Réttarhöldin yfir honum munu því halda áfram á morgun. Er hann sakaður um að hafa skipað hernum að skjóta á verkamenn, sem mót- mæltu verðhækkunum í land- inu 17. desember 1970. STUTT Barist við skóg- arelda Speight MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 25 GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.