Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 26

Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DOMUS KRINGLUNNI AKUREYRI NÝ SENDING AF KVENSKÓM frá og Jenny 67704 Jenny 61660 Jenny 63837 Ara 40287 Mikið úrval - Verð frá kr. 5.995 - 12.995 „HVAÐ er svona gott við Íhalds- flokkinn?“ spurði Maurice Saatchi lávarður í grein í síðasta Sunday Telegraph og bendir á að flokkurinn þurfi ekki á svörum að halda, heldur spurningum. Sá sem verði kosinn verði að geta svarað þessari spurn- ingu á nægilega sannfærandi hátt – og þá með áherslu á efnahagsstefn- una, hinn sanna hornstein – til að vinna aftur kjósendur, sem hröktust frá flokknum 1997 og sneru ekki aftur í kosningunum í júní. Þetta er einfalda svarið við erfiðleikum breska Íhaldsflokksins. Flókna staðan er að flokkurinn er illilega klofinn í grundvallarmálum eins og afstöðunni til Evrópusambandsins, ESB, og frambjóðendurnir virðast varla úr sama flokki. Kosningabaráttan í leiðtogakjör- inu, sem lýkur 11. september hefur verið sú harðasta og ósvífnasta sem elstu flokksmenn muna. Það er tek- ist á með kjafti og klóm, þótt fram- bjóðendurnir sjálfir, hinn lang- reyndi þingmaður og fyrrum fjármálaráðherra Kenneth Clarke, 61 árs, og þingmaðurinn Iain Dunc- an Smith, 47 ára, sem á pappírnum hefur ekki lengra lífshlaup en ungur maður, séu ensk kurteisi uppmáluð. Það er enn of snemmt að spá í hver áhrif það hafi á flokkinn að annar þessara verði kosinn. Hitt er alveg ljóst að ef flokkurinn leggur ekki meiri vinnu en hingað til í að endur- uppgötva sjálfan sig þá dugir ekk- ert annað en meiriháttar klaufa- skapur hjá stjórn Verkamanna- flokksins til að Íhaldsflokkurinn eigi minnstu möguleika á meirihluta í næstu kosningum. Nýgræðingurinn og sá reyndi Það hefur skinið af framkomu tví- menninganna hvað Clarke er reyndur og hvað Duncan Smith, eða IDS eins og stuðningsmenn hans kalla hann, er óreyndur. Clarke er eins og fiskur í vatni í sviðsljósinu, gerir að gamni sínu, er firna hnyttinn í tilsvörum og hefur alltaf skýrar skoðanir á öllu. Stuðningsmenn IDS fullyrða að hann hafi gott skopskyn, sem skipt- ir miklu máli hér í landi hnyttn- innar, en honum láti ekki vel að birta hana. Stutt reynsla hans af stjórnmálum sé bætt upp af bak- grunni hans í hernum og það sé kostur að hann sé óflekkaður af hneyklismálunum sem einkenndu síðustu stjórnarár Íhaldsflokksins. Tvímenningarnir höfða einnig til ólíkra afla í flokknum, sem meðal annars sést á því að stuðningsmenn Duncan Smiths eru þau William Hague fráfarandi flokksleiðtogi og Margaret Thatcher, sem í hugum stuðningsmanna er í gyðjutölu, þótt hún komi úr öðrum og verri stað í huga andstæðinganna. John Major, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi milli þeirra Thatcher og Hague, styður Clarke. Að baki hins fyrr- nefnda eru öflin, sem berjast gegn Evrópu og vilja jafnvel að Englend- ingar segi sig úr ESB. Líka sterk- lega þjóðernissinnuð öfl, eins og best kom í ljós er stuðningsmaður hans í Wales varð að víkja vegna tengsla við Breska þjóðernisflokk- inn. Margir óttast að verði Duncan Smith kosinn muni þessi öfl verða óþægilega áberandi og stugga kjós- endum frá í stað þess að laða þá að. Að baki Clarke er víðsýnni, vinstrisinnaðri og Evrópuvinsam- legri flokkshlutinn. Sem stjórnar- formaður British American Tobacco hefur hann sætt gagnrýni fyrir vafasöm umsvif BAT, en það virðist ekki trufla íhaldsmenn. Ýmsir óttast að sökum Evrópu- sinnis Clarkes muni þeir Evrópu- fælnu flýja flokkinn. Sumir ganga svo langt að tala um hugsanlegan klofning. Sögulega séð er það þó varla girnileg leið, því síðast þegar flokkurinn klofnaði, á fyrri hluta 19. aldar, kostaði það hann 30 ár í stjórnarandstöðu. Hvort þetta sögulega fordæmi er enn gilt er annað mál, en Frjálslyndi demó- krataflokkurinn er meira en fús til að taka sætið sem annar stærsti flokkurinn. Næsti formaður – og þarnæsti Undanfarið hafa breskir fjöl- miðlar leitt að því líkum að Duncan Smith eigi meirihlutan vísan hjá þeim um 300 þúsund flokksmönn- um, sem hafa kosningarétt. Í skoð- anakönnun í The Times nýlega hafði hann tryggan meirihluta. Við nánari athugun kom þó í ljós að stuðningsmenn Duncan Smiths höfðu látið þá sem gerðu könnunina fá nöfn, svo úrtakið var tæplega hlutlaust. Almennt virðist Duncan Smith þó eiga meiri möguleika, en góð skil kjörseðla, sem voru sendir út fyrir nokkru, gætu kannski verið Clarke í hag. Þó Saatchi sé hugleikið að flokks- menn velti upp spurningum fremur en að leita svara þá hlýtur sú spurn- ing þó að vera áleitnust hvor þeirra Clarke og Duncan Smith sé líklegri til að höfða til þeirra sex milljóna kjósenda, sem hurfu frá Íhalds- flokknum til Verkamannaflokksins í kosningunum 1997 og hafa ekki sést síðan. Kosningarýnendur álíta að þau rúmlega 30 prósent, sem hafa stutt flokkinn í undanförnum tvenn- um kosningum, séu þeir, sem kjósi flokkinn sama hvað tautar og raul- ar, svo nýi leiðtoginn þarf lítið að hafa fyrir að ná til þeirra. Sterkustu rökin fyrir Clarke eru að hann virð- ist mun líklegri til að hrífa með sér lausafylgið en Duncan Smith, sem líkist ekki aðeins hinum sköllótta Hague í útliti, „þú líkist pabba Hagues“, sagði einn gárunginn við hann, heldur er stefna hans firna lík þeirri sem Hague rekur. Þótt meginathyglin beinist að frammistöðu tvímenninganna og þýðingu hennar fyrir framvindu flokksins horfa þó sumir lengra. Í úttekt í Guardian á mánudaginn ályktaði Roy Hattersley fyrrum varaformaður Verkamannaflokks- ins að Michael Portillo, sem ekki komst í leiðtogaúrslitin, hefði fallið á eigin atkvæði, sem hann hefði með vilja skenkt Clarke. Hver sem yrði næsti formaður yrði nefnilega ann- ar skammtímakosturinn. Næstu kosningar töpuðust örugglega og þá væri Portillo í góðri stöðu, aðeins 53 ára, til að koma aftur sem leiðtog- inn, sem var langt til hægri, sveifl- aðist til vinstri og gæti sýnt fram á að það væri líka skynsamleg sveifla fyrir flokkinn. En hvort trúa á Verkamannaflokknum til að spá um framvinduna í Íhaldsflokknum er annað mál. Kosningabaráttan í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins hörð og ósvífin Klofningur eða endurnýjun í augsýn? Reuters Frambjóðendur í leiðtogakosningu breska Íhaldsflokksins ræða saman fyrir sjónvarpseinvígi 22. fyrra mán- aðar. Kenneth Clarke er til vinstri og gegnt honum situr Iain Duncan Smith. Frambjóðendurnir hnakkrifust við þetta tækifæri og raunar þykir baráttan fyrir leiðtogakjörið ein sú subbulegasta í manna minnum. Ágreiningur um afstöðuna til Evrópu-samrunans er svo djúpstæður innan breska Íhalds- flokksins að sumir telja nánast óhjákvæmilegt að flokkurinn klofni, skrifar Sigrún Davíðsdóttir. Svo fer þó vart. sd@uti.is DRAUMURINN um mannaða geimferð til Mars er enn við lýði og er þá gert ráð fyrir að um fjöl- þjóðlegt átak verði að ræða. En slík ferð tæki margfalt lengri tíma en ferðir til tunglsins og eitt af því sem menn óttast er misklíð milli leiðangursmanna, að sögn tímaritsins Nature. Árin 1999 til 2000 voru gerðar tilraunir með þrjá hópa í rann- sóknarstöð í læknisfræði, IBMP, í Moskvu. Hóparnir voru látnir dvelja í líkani af Mír-geimstöðinni til að kanna hvernig þeim gengi að sætta sig við tilbreyting- arleysið og nána sambúðina við nokkra aðra einstaklinga í þröng- um vistarverum og einangrun. Fjögurra manna rússneskur hóp- ur var í stöðinni í 240 daga en þá bættust tveir hópar við í 110 daga hvor. Í þeim voru m.a. Kan- adamaður, Þjóðverji og Japani. Reynslan var ekki að öllu leyti góð, til deilna kom milli þátttak- enda og jafnvel slagsmála milli tveggja Rússa í fögnuði sem hald- inn var á gamlárskvöld. Hann var haldinn í eldhúsinu en þar voru ekki eftirlitsmyndavélar. Annar óeirðaseggurinn reyndi síðan að faðma og kyssa kanadíska þátt- takandann sem var eina konan í hópunum þremur. Stjórnendur tilraunarinnar ákváðu nú að loka dyrum milli vistarvera hópanna; Japaninn gafst upp á vistinni en kanadíski þátttakandinn, sem var lítt hrif- inn af kossaflensinu og leit á það sem kynferðislega áreitni, hefur nú kært Geimferðastofnun Kan- ada, IBMP og vísindalegan ráðu- naut tilraunarinnar vegna máls- ins. Geimferðarannsóknir Sakaði Rússa um áreitni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.