Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 27 TÓNLEIKAR Bjarkar í London urðu á dög- unum breska dag- blaðinu Financial Times að umfjöll- unarefni, en blaðið segir að söngkonunni sé enn eftir langan feril lýst sem fram- andlegri norrænni veru. Tónleikaferð Bjark- ar er farin til kynn- ingar á nýútgefinni plötu hennar Vespert- ine, og hefur söng- konan kosið að líkja þessari tónlist sinni við nútíma kamm- ermúsík. Að mati Fin- ancial Times kann það þó að virðast full djarft að bera tónlist- ina saman við klass- íska tónlist – sér- staklega þegar haft sé í huga að Björk noti hljóðnema, sem klassískir söngvarar hefðu ekki gert. „Fágað andrúmsloftið virkaði vel og nýju lögin hennar búa yfir einlægni, sem hörpuleikari tónleikanna færir í fast form,“ segir þó í dómi gagnrýnandans. Erfitt að setja Björk á fastan bás Blaðið gerir auk þess plötu- snúða-dúettinn Matmas, sem leik- ur undir hjá söngkonunni, að um- talsefni og segir sérkennilegt andrúmsloft framandlegra hljóma hans hafa átt vel við klæðnað söngkonunnar – glitrandi útgáfu af svanakjólnum sem hún klædd- ist við óskarsverðlaunaafhend- inguna á síðasta ári. „Lögin voru hins vegar einlæg og oft yndisleg. Hörpuútgáfa af lagi hennar „Ven- us as a boy“ var meðal hápunkta tónleikanna, sem og hörpuleikur við þjóðlagið „Palmstroke.““ Það var þó flutningur á óútgefnu lagi, „It́s In Our Hands,“ sem gagnrýn- anda Financial Times fannst skara fram úr, en verkið er ýmist flutt með handaklappi eða hljóð- færaleik, sem vel sýni fram á hversu erfitt sé að setja Björk á fastan bás innan tónlistarinnar. Financial Times um tónleika Bjarkar Einlæg og ynd- isleg tónlist Flutningur Bjarkar var einlægur að mati Financial Times. HESTAR, knapar, leikarar og tón- listarmenn munu fylla Skautahöllina næstu daga á leiksýningunni Hesta- galdrar, sem sett hefur verið upp í tengslum við sýninguna Heimilið og Islandica 2001 sem stendur yfir í Laugardalshöll um þessar mundir. Hestagaldur er nokkurs konar skrautsýning þar sem fléttast saman söngur, leikur, dans og fjölleikalist. Íslenski hesturinn leikur þar stórt hlutverk en auk hans kemur fram flokkur lista- og hestamanna. Meðal þeirra eru Sigurbjörn Bárðarson hestamaður, leikararnir Benedikt Erlingsson, Helgi Björns- son og Jóhann Sigurðarson auk Láru Stefánsdóttur dansara. Gunnar Þórðarson sér um tónlistina, en hann hefur samið sérstaka stemmningar- tónlist fyrir sýninguna. Að sögn Benedikts Erlingssonar hefur hópurinn lagst á eitt undan- farna daga við að búa til ævintýra- lega sýningu, sem á sér engin for- dæmi hér á landi. „Að baki þessu framtaki liggja í raun hugsjónir um að skapa nokkurs konar íslenskt fjölleikahús. Fjöl- leikahúsið hefur alla tíð verið í sterk- um tengslum við alþýðumenningu, það varð til á markaðstorgum Evr- ópu á 17. öld, þar sem tilgangurinn var að skapa ævintýralega stemmn- ingu sem laðaði fólk að. Þaðan er sú hugmynd komin að efna til sýning- arinnar í tengslum við vörusýn- inguna Heimilið og Islandica í Laug- ardalshöllinni. Þá sækjum við okkur innblástur til íslensks þjóðsagnaarfs, þar sem hesturinn hefur jafnan verið tengdur einhvers konar dulúðlegum öflum. En um leið er byggt á kunn- áttu í reiðmennsku sem verið hefur tilefni mannamóta á Landsmóti hestamanna um árabil,“ segir Bene- dikt. „Á sýningunni verð ég í hlut- verki nokkurs konar allsherjartrúðs og leik m.a. nokkur góð áhættuat- riði,“ bætir hann við. Jafnframt því sem íslenskar þjóð- sögur vakna til lífsins verður á sýn- ingunni fjöldi áhættuatriða sem reyna á samband hests og manns. Meðal annars verður háður elting- arleikur meðfram 30 metra löngum eldvegg. Þá munu eldgleypar leika listir sínar og leikarar svífa í lausu lofti. Einn af hápunktum sýningar- innar verður tangódans hests og manns, en þar mun Sigurbjörn Bárð- arson fá hest sinn til að stíga dans við Láru Stefánsdóttur. Sýningar verða í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld, föstudag og laug- ardag kl. 20.30 og sunnudag kl. 17. Alíslensk fjölleikasýn- ing í Skautahöllinni Morgunblaðið/Ásdís Andrúmsloft þjóðsagna, fjölleika og lista mun ríkja á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.