Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 29
VALDIMAR Hilmars-
son, ungur íslenskur
barítonsöngvari sem
nú stundar nám í
Guildhall School of
Music and Drama í
London, söng í sumar
með The British Youth
Opera í óperettunni
The Yeomen of the
Guard eftir Gilbert og
Sullivan. Í dagblaðinu
The Times á dögunum
birtist gagnrýni á sýn-
ingu óperunnar, og er
sérstaklega vikið að
góðri frammistöðu
Valdimars í hlutverki
Wilfreds Shadbolts.
„Ég fór í inntökupróf fyrir Brit-
ish Youth Opera og mér var boðið
þetta áhugaverða hlutverk, sem ég
ákvað að taka. Æfingar hefjast þeg-
ar skólarnir eru búnir á vorin og
sýningarnar eru á sumrin. Síðasta
sýningin var á sunnudaginn.“
British Youth Opera er sjálfstæð
stofnun og óháð tónlistarskólunum í
landinu. Hlutverk hennar er þó að
vera vettvangur fyrir ungt söngfólk
og söngnema á efstu stigum náms.
Fjölmargir nemar alls staðar af
Bretlandseyjum sækja um þátttöku
í British Youth Opera, en aðeins fá-
ir komast að í hvert sinn. Valdimar
segir að yfirleitt séu tvær óperur
settar upp á sumri, til að gefa sem
flestum tækifæri, en
að þessu sinni hafi
verið ákveðið að setja
bara upp eina óperu,
en að hafa tvöfalda
áhöfn söngvara. „Þetta
er talsvert erfitt, því
að þetta er óperettu-
form og talsverður
texti og samtöl og
mikill leikur.“
Svo virðist sem það
erfiði hafi ekki legið
þungt á Valdimari, því
gagnrýnandi The Tim-
es nefnir sérstaklega
að hann og mótleik-
kona hans sænsk hafi
verið ótrúlega örugg
og eldklár í snörpum samtölum sín-
um.
„Við þurftum að leggja svolítið
meira á okkur en aðrir þarna, því í
verkinu er sungið og talað með
Essex-hreim, sem talið er að hafi
verið ráðandi á þeim tíma og stað
sem verkið gerist. En þetta gerði
manni mjög gott.“
Valdimar á eftir tvö ár í námi í
óperudeild Guildhall skólans. Annar
Íslendingur, Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir, stundar þar nám með hon-
um, og fleiri Íslendingar hafa verið
þar á liðnum árum, meðal annarra
Ólafur Kjartan Sigurðarson nýráð-
inn óperusöngvari við Íslensku óp-
eruna.
„Söng og lék með
Essex-hreim“
Valdimar
Hilmarsson
Valdimar Hilmarsson í óperettu
eftir Gilbert og Sullivan
HUBERT Seelow, prófessor í
norrænum fræðum við háskól-
ann í Erlangen, heldur opinber-
an fyrirlestur í boði heimspeki-
deildar Háskóla Íslands í stofu
201 í Árnagarði í dag kl. 17:15.
Fyrirlesturinn nefnist „Hab-
ent sua fata libelli“. Heitir Völs-
unga saga Völsunga saga? Á
meðal þeirra handrita sem
Brynjólfur biskup Sveinsson
sendi Danakonungi að gjöf árið
1656 var skinnbókin Nks 1824 b
4to, sem geymir Völsunga sögu,
Ragnars sögu loðbrókar og
Krákumál. Handrit þetta þótti
mjög merkilegt þegar á 17. öld,
ekki síst rúnakvæði Brynhildar
Buðladóttur í Völsunga sögu, og
vitnaði Brynjólfur biskup einatt
til þess texta. Ekki kallaði hann
Völsunga sögu þó Völsunga
sögu, enda stendur sá titill
hvergi í handritinu.
Fjallar fyrirlesturinn um feril
þessa handrits, not fræðimanna
af því á ýmsum tímum svo og
nýlegar tilraunir til notkunar
tölvutækni við að lesa fyrstu
blaðsíðu handritsins, sem orðin
er afar máð og torráðin.
Fyrirlesturinn verður fluttur
á íslensku og er öllum opinn.
Fyrirlest-
ur um fer-
il handrits
NÚ stendur yfir málverkasýning
Friðriks Bridde í Tjarnarsal Ráð-
húss Reykjavíkur. Þetta er hans
fyrsta sýning og sýnir hann olíumál-
verk og fjölda teikninga.
Friðrik hefur teiknað og fengist
við að myndskreyta bækur o.fl. Nú
er það málverkið sem á hug hans og
sýnir hann nú nítján málverk.
Sýningin stendur til 17. septem-
ber og er aðgangur ókeypis.
Friðrik Bridde
í Ráðhúsinu
Félagið Íslensk grafík
Sýningunni Andlegt fóður frá
Færeyjum, í sal félagsins Íslensk
grafík, Tryggvagötu 17, lýkur á
sunnudag. Þar gefur að líta stein-
þrykksverk frá Grafíska verkstæð-
inu í Þórshöfn á Færeyjum.
Sýning er opin frá fimmtudegi til
sunnudags kl. 14–18.
Gallerí@hlemmur.is
Sýningu Guðrúnar Veru Hjartar-
dóttur lýkur á sunnudag. Sýningin
ber yfirskriftina Rætur og inniheld-
ur þrjá fígúratífa skúlptúra.
Sýningin er opin fimmtudag til
sunnudag kl. 14–18.
Sýningu lýkur
♦ ♦ ♦