Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofutækni
250 stundir!
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla
Töflureiknir
Verslunarreikningur
Glærugerð
Mannleg samskipti
Tölvubókhald
Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!.
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
Íslenska Útvarpsfélaginu
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli Íslands
B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6
Opið til kl. 22.00
TRÍÓ Sigurðar Flosasonar saxófón-
leikara leikur á tónleikum á
Djasshátíð Reykjavíkur á Kaffi
Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Þetta
eru útgáfutónleikar, en nú í vikunni
kom út geisladiskurinn Djúpið, þar
sem tríóið leikur hefðbundna djass-
standarða og fleira. Tríóið er skipað,
auk Sigurðar, þeim Eyþóri Gunn-
arssyni píanóleikara og danska
kontrabassaleikaranum Lennart
Ginman.
Djúpið er fjórði geisladiskur Sig-
urðar Flosasonar og er að sögn hans
nokkurs konar sjálfstætt framhald
geisladisksins Himnastigans, sem
kom út 1999 og hlaut afbragðs góðar
viðtökur.
Barítonsaxófónn og
Vinicius de Morales
„Það er nokkuð annar blær á
Djúpinu en var á Himnastiganum,“
segir Sigurður Flosason. „Leyni-
vopnið á þessum diski er baríton-
saxófónninn. Ég er altsaxófónleik-
ari, en hef notað barítoninn öðru
hvoru, en geri það meira þarna en
nokkru sinni fyrr. Meir en helming-
ur laganna er spilaður á það hljóð-
færi. Annað sem gefur þessum diski
sterkan blæ er brasilíska tónskáldið
Vinicius de Morales, sem á hlut að
máli í þremur lögum. Það er þetta
tvennt, Morales og barítonsaxófónn-
inn, sem einkennir þennan disk sér-
staklega. Megin einkennin á þessu
öllu saman er þó, eins og áður, hjóm-
ur tríósins, samspilið, trommuleysið
og auðvitað einstaklingarnir.“ Sig-
urður segir að annars sé tríóið að
fást við hefðina og djassarfinn á
Djúpinu. „Þetta eru misvel þekkt
lög, sum mjög vel þekkt, eins og
Billie Holiday lagið Don’t explain og
sígilt lag frá Modern Jazz Quartet,
Skating in Central Park; – það má
segja að lögin á diskinum séu lög
sem hafa höfðað til mín í gegnum
tíðina og snert við mínum tilfinn-
ingum í flutningi annarra, og það er
kannski það sem maður er að reyna
að miðla áfram og setja sitt eigið
fingrafar á,“ segir Sigurður, „per-
sónluleg túlkun er lykilatriðið“.
Þótt barítonsaxófónninn sé í önd-
Útgáfutónleikar Tríós Sigurðar Flosasonar í kvöld
Lög sem hafa snert við
mínum tilfinningum
Lennart Ginman, Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarsson.
vegi á nýja diskinum, spilar Sigurð-
ur þar líka á altsaxófón. „Fyrir utan
altsaxófóninn var barítonsaxinn
lengi mitt annað hljóðfæri, og ég
spilaði töluvert á hann áður fyrr.
Síðan fékk ég þá flugu í höfuðið að
ég þyrfti að tala með einni rödd, og
lagði þá barítonsaxófóninn að mestu
til hliðar. En nú fannst mér kominn
tími til að dusta af honum rykið og
gera eitthvað meira með hann en ég
hef gert áður. Barítonsaxófónninn
er kannski vannýttasti meðlimur
saxófónafjölskyldunnar og stundum
svolítið einhæfur í þeirri túlkun sem
maður heyrir, bæði í stórsveitum og
í poppinu; – þar er hann oft notaður
sem djúpur fretgjafi; – en þetta er
hljóðfæri sem á sér mjög margar
aðrar hliðar. Þetta hljóðfæri býr yfir
miklum sveigjanleika og hefur falleg
og mannsraddarleg hljóð að sumu
leyti, og mér finnst gaman að glíma
við hann.“
Það er Edda sem gefur diskinn út.
EF það skyldi hafa farið framhjá
einhverjum, þá lýkur síðustu sumar-
tónleikaröð Suðvesturhornsins, þ.e.
Septembertónleikum Selfosskirkju
sem hófust 28.8., n.k. þriðjudag 11.9.
Undiritaður hlýddi á þriðjudags-
kvöldið var á leik Steingríms Þór-
hallssonar orgelnema í Róm, er þandi
hið ágæta 40 radda Steinmeyer-
Christensen hljóðfæri Selfosskirkju í
Kóral nr. 2 í h eftir César Franck, 4.
Tríósónötu Bachs í e, Prelúdíu og
fúgu Franzs Liszts um BACH og loks
skemmtiverki eftir Felice Moretti.
Aðsókn hefði mátt vera meiri, því
kirkjan var varla kvartsetin, og hefði
kannski eitthvað bætt úr skák að aug-
lýsa sérstaklega fyrir fram skemmti-
lega tækninýjungu sem tæpast hefur
fyrr sézt á hérlendum orgeltónleik-
um, en það var litsjónvarpsskjár á
miðjum altarispalli sem varpaði upp
nærmynd af orgelleikaranum. Voru
tökur m.a.s. myndstýrðar svo hlust-
endur margmiðlunaraldar gætu
fylgzt nánar með útlimaburði spilar-
ans, hvort heldur til handa eða fóta,
eftir því hvar mest var um að vera
hverju sinni. Jafnaði það að nokkru
fremur þurran kirkjuhljómburðinn,
þar sem einni sekúndu lengri ómtími
hefði komið í góðar þarfir fyrir org-
elið. Aftur á móti virðist heyrðin til-
valin fyrir kammertónlistarflutning.
Af stuttu sumarprógrammi að vera
voru flest viðfangsefnin í kröfuharð-
ara lagi og varla hægt að væna org-
anistann um að ráðast á garðinn þar
sem hann var lægstur. Fyrst var Kór-
allinn í h-moll eftir mesta orgelmeist-
ara 19. aldar, César Franck; svipmik-
ið tilbrigðaverk í chaconne-stíl sem
andar nærri launhelgri dulúð í hæg-
ferðugum fyrri hluta, áður en rís á
kraftmiklum dramatískum vængjum
hins fullradda orgels í þeim síðari.
Þrátt fyrir smávegis fumvott í einu
fantasíuinnskoti eða tveim var í heild
leikið af öryggi og innlifun. Tríósón-
ötur Bachs þykja engin lömb að leika
sér við, en þó að nr. 4 sé kannski ekki
meðal hinna erfiðustu, útheimtar hún
sitt, eins og heyra mátti og sjá af þó-
nokkrum tempóseinkunum þegar
fótaburður færðist á fullt þrátt fyrir
ærin samtímis verkefni beggja
handa. Ekki linnti kröfum í lokaþætti,
þar sem Steingrími tókst engu að síð-
ur bezt upp með glæsilegum tilþrifum
á köflum, þó að pedallinn virtist svo-
lítið svifaseinn til svara fyrir loftpípu-
ballett af slíkum kalíber.
Mesti píanósnillingur 19. aldar,
Franz Liszt, dvaldi mörg ár í Weim-
ar, þar sem Bach samdi flest sín
mestu orgelverk. Prelúdía og fúga
Liszts um tónfrumið BACH ber og
með sér hvert var kjörhljóðfæri skap-
ara síns, enda tæplega árennilegt fyr-
ir orgelleikara að útfæra píanísku vir-
túósatilþrif þess, þó að verkið sé í
sjálfu sér vel upp byggt miðað við feg-
urðarviðmiðun hárómantíska skeiðs-
ins. Verkið var í mörgu vel leikið og
myndrænt raddvalið af Steingrími,
þótt æði svolítið á súðum á stöku stað
í „fúgu-fantasíunni“, eins og réttara
væri að nefna síðari þáttinn. Gætti í
leik hans eftirtektarverðra hæfileika
til að draga fram áhugaverðustu fleti
þessarar sérkennilegu tónsmíðar.
Felice Moretti – „öðru nafni Padre
Davide frá Bergamo 1791-1863“ eins
og stóð í annars stuttaralegri tón-
leikaskránni – hafði skömmu áður
verið á dagskrá hér á landi þegar
kennari Steingríms, Giancarlo
Parodi, lék á als oddi í Skálholts-
kirkju 11. ágúst s.l. Hér var sömuleið-
is slegið á léttustu lírukassapípur í
lokin með „Sinfonia col tanto applau-
dito inno popolare“, þar sem hið „vin-
sæla og mikilsmetna sálmalag“
reyndist ekkert annað en hið góð-
kunna Deutschland über Alles. Til
vonar og vara tilkynnti einleikarinn
að ekki skyldi meðtaka verkið í sama
anda og hin undangengnu.
Sú viðvörun gerðist fljótlega óþörf
eftir að götugrallarinn góðglaði frá
Bergamo fór af stað með skoppandi
sirkuspolka sína, gamanóperurúllöð-
ur og hringekjurunur. Án þess að vita
nánar um kringumstæður lægi í ljósi
sögunnar beinast við að taka kostu-
legu innskoti þýzka þjóðsöngsins í
þetta hálfgerða trúðaumhverfi sem
háði í garð Austurríkismanna, enda
misstu þeir mestan part Lombardíu
við sameiningu Ítalíu stuttu eftir lát
tónskáldsins. Margt kitlaði innri hlát-
urtaugar hlustenda í perlandi leik
Steingríms við litskrúðugra raddval
en vænta mætti frá virðulegu ís-
lenzku kirkjuorgeli. En þótt tónlistin
væri af léttvægasta toga, þá bar leik-
gleðin og öryggið óyggjandi með sér,
að mikils megi vænta af Steingrími
Þórhallssyni að framhaldsnámi
loknu.
TÓNLIST
S e l f o s s k i r k j a
Verk eftir Franck, J. S. Bach, Liszt
og Moretti. Steingrímur Þórhalls-
son, orgel. Þriðjudaginn 4. sept-
ember kl. 20.
ORGELTÓNLEIKAR
Þýzka-
land, þú
öllu
æðra...
Ríkarður Ö. Pálsson
Á JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur eru
fjórir geisladiskar kynntir. Klif Jó-
els Pálssonar, 01 Agnars Más
Magnússonar, Djúpið Sigurðar
Flosasonar og Jazzvaka Guðmund-
ar Ingólfssonar og Viðars Alfreðs-
sonar. Ég er of tengdur síðast-
nefnda diskinum til að geta fjallað
um hann, en um hina þrjá get ég
aðeins sagt að fyrir örfáum árum
hefði mann aldrei grunað að jafn-
margir jafngóðir djassdiskar kæmu
út á sama árinu á Íslandi. Flestar
nágrannaþjóðir okkar gætu verið
stoltar af slíkum djassauði.
Himnastigi Sigurðar Flosasonar,
þarsem Eyþór og Lennart léku
einnig með honum, kom út 1999 og
naut vinsælda að verðleikum. Nýi
diskur Sigurðar og félaga, Djúpið,
er um margt skyldur Himnastig-
anum og eins og þar má finna vin-
sæla söngdansa í bland við djass-
klassík og sömbur. Þótt flest
laganna séu oft á efnisskrá djass-
meistara eru önnur sjaldan spiluð,
eins og hin gullfallega ballaða
sænska barítonmeistarans Lars
Gullins, I’ve Seen, sem hann hljóð-
ritaði með strengjum, og Guess I’ll
Hang my Tears out to Dry, sem
Dexter Gordon gerði ódauðlegt á
skífu sinni Go. Ekki ætla ég mér að
bera saman leik Sigurðar og Dex-
ters en I’ve Seen er ekki síður blás-
ið af Sigurði en Gullin og græðir
Sigurður þar á snilldarleik Eyþórs
og Lennarts þar sem Gullin þarf að
slást við heldur leiða strengi.
Djúpið hefst á sömbu eftir Vini-
cius de Moraes, Mado de amar,
sem Sigurður blæs glæsilega í barí-
toninn og vekur andblæ af Getz og
Mulligan. Sigurði tekst æ betur að
vekja skyld hughrif og þeir vestur-
strandarmenn þótt tónn hans, ekki
síst á barítoninn, sé brasskenndari
er gerðist á þeim bæ, eins og í chal-
offsku upphafi Skylarks Charmich-
el, sem blásið er af miklum þrótti.
Þó að Sigurður hafi hljóðritað á
barítoninn, bæði með Tómasi R.
Einarssyni og á Sálmum lífsins, er
það fyrst á þessari skífu sem hann
nýtur sín til fulls á hljóðfærið og af
ellefu ópusum blæs hann sex í barí-
toninn.
Altóinn er þó engin hornreka í
Djúpinu, sem betur fer. Því þótt
ljóðræn túlkun Sigurðar sé djúp í
barítonblæstri hans er hann frjáls-
ari í altóleik sínum og spennir þar
tónabogann til hins ýtrasta. The
thrill is gone er meistaralega blásið
og Lennart og Eyþór magna gör-
óttan rytmaseið af ætt blússins og
þar bætist enn eitt meistarasólóið í
Eyþórssafnið. Ginman fer á kostum
í söngdansi Coles Porter, So in
Love, og spinnur ævintýralegt upp-
haf við glitvefnað Eyþórs. Sigurður
rennir sér gjarnan uppá tóninn a la
Hodges á altóinn og hlær örlítið í
barminn einsog í Jobim-perlunni A
felicidade, þarsem Eyþór hvílir.
Dúettinn er fantavel leikinn og
Lennart sýnir NHØP-íska takta,
þótt persónulegur sé.
Samleikur þremenninganna á
þessum diski nálgast fullkomnun.
Sigurður er að sjálfsögðu atkvæða-
mestur og einsog á tónleikum í
Salnum í mars er ópus Billie
Holiday og Arthurs Herzogs, Don’t
explain, sem Dexter hafði gjarnan
á efnisskrá sinni, glæsilega blásinn
í barýtoninn. Það væri gaman að
heyra Sigurð blása eitt fegursta lag
sem Herzog samdi ljóð við, Some
Other Spring eftir Irene Wilson,
sem Billie túlkaði ógleymanlega því
að vonandi á þetta tríó eftir að gefa
út fleiri diska og eitt er víst; þeir
eiga erindi út fyrir landsteinana.
Útgáfan er til fyrirmyndar og má
þar nefna texta Guðmundar Andra
og fallega hönnun Vilborgar Önnu
Björnsdóttur.
Þeir félagar halda upp á útkomu
disksins í kvöld á Jazzhátíð Reykja-
víkur og eru útgáfutónleikarnir á
Kaffi Reykjavík.
DJASS
G e i s l a d i s k u r
Tríó Sigurðar Flosasonar: Sigurður
Flosason altó- og barítonsaxófón,
Eyþór Gunnarsson píanó og Lenn-
art Ginman bassa. Kópavogur 26.
og 27. 3. 2001. Ómi Jazz 002.
DJÚPIÐ
Ljóðið rís úr djúpinu
Vernharður Linnet