Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 33
45. starfsár
Social Foxtrot - það nýjasta
Þú verður fær um að dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru á
venjulegum dansleik eftir 10 tíma
Línudans
Auðveldir og skemmtilegir. Bók fylgir
með lýsingu á dönsunum
6 tíma námskeið Gömlu dansarnir
10 tíma námskeið
og þú lærir þá alla.
Break
Ásgeir, margfaldur Íslandsmeistari, og
Gummi kenna.6 tíma námskeið.
Upprifjunartímar
Einn tími á sunnudögum.
Einn dans tekinn fyrir í hvert skipti.
10 tíma námskeið.
Salsa
Dansinnsem fer sigurför um
heiminn.
6 tíma námskeið
Freestyle - Hip Hop
Erla Haraldsdóttir kennir
10 tíma námsskeið..
Dans ársins
Kennsla hefst 10. september
Samkvæmisdansar - barnadansar
Áratuga reynsla okkar og þekking tryggir þér bestu fáanlegu kennslu.
14 vikna námskeið fyrir fullorðna
14 vikna námskeið fyrir börn.
Dansleikur í lokin.
Keppnisdansar
Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir
frábærir þjálfarar í keppnisdönsum.
14 vikna námskeið - Mæting 1x, 2x eða 3x í viku
Brúðarvalsinn
Kenndur í einkatíma.
Innritun fer fram í síma 551 3129
milli kl. 15 og 22 daglega til 9.september.
Geymið auglýsinguna
DANS - HOLL ANDLEG OG LÍKAMLEG ÍÞRÓTT FYRIR ALLA - LL LE LÍ LE Í TT F I LL
EINS og flestu fólki
þykir mér vænt um
æskustöðvar mínar. Ég
er fædd og uppalin í
Reykjavík. Hef búið og
starfað ýmist í næsta
nágrenni miðborgar-
innar eða í henni og
hafði lækingastofu í
áratugi á Túngötu 3.
Æskustöðvarnar eru
því bundnar þessum
borgarhluta, sem er
mér einkar kær.
Miðbær æskuáranna
var fallegur, iðandi af
mannlífi, allt frá starf-
semi bundna hafnar-
svæðinu og margri
starfsemi annarri. Glæsilegar versl-
anir af öllu tagi settu með vissum
hætti stórborgarbrag á þetta litla
bæjarfélag, sem var í senn aðlaðandi
og skemmtilegt. En þetta er „veröld
sem var“.
Enda þótt enginn hafi búist við, að
allt héldist í horfinu og ekkert breytt-
ist með stækkandi borg og mikilli
mannfjölgun, held ég þó, að engan
hafi órað fyrir þeim gífurlegu breyt-
ingum, sem urðu, og hröktu nær alla
fyrri starfsemi úr miðborginni.
Í staðinn komu svo, eins og kunn-
ugt er bjórkrár, sem eru okkur á
margan hátt framandi, að ekki sé tal-
að um ósköpin – súlustaðina svo-
nefndu, sem margir hafa skrifað um
og telja að setji smánarblett á borg-
ina. Sem gömlum Reykvíkingi hefur
mér beinlínis runnið til rifja að sjá
miðborgina gjörbreytast svona, því
þetta er ekki eðlileg þróun heldur
hörmuleg afturför.
Það virtist þó eitthvað vera að rofa
til á síðari árum og það er vissulega
vert að geta þess, sem vel er gert því
sitthvað hefur færst í betra horf og
ber að meta það og þakka, eins og
allt, sem vel er gert. Í því sambandi
er ánægjulegt að minnast þess, að
það var m.a. margt ungt fólk, sem
barðist fyrir því að varðveita gamlar
byggingar og önnur menningarverð-
mæti, en of mörg gömul hús var þá
búið að rífa. Það þarf naumast að
nafngreina Torfusamtökin, allir
þekkja þau.
Maður var því farinn
að gera sér vonir um, að
miðborgin ætti sér við-
reisnar von, hún væri
að rísa úr öskustónni, ef
svo má taka til orða og
ná aftur einhverju af
fyrri reisn.
Það kom því eins og
þruma úr heiðskíru
lofti, nánast eins og
reiðarslag, þegar farið
var að ræða um að ráð-
ast á Suðurgötuna, eina
fallegustu og jafnframt
elstu götu borgarinnar,
með fögrum görðum og
grasblettum, sem hafa
sett skemmtilegan svip
á þetta borgarhverfi. Tilkynnt var að
nú stæði til að rífa upp norðurhluta
Suðurgötu allt norður að Túngötu að
henni meðtalinni og koma þar fyrir
ógnarstóru bílastæði neðanjarðar.
Þessi furðulega hugmynd er svo fjar-
stæðukennd, að maður trúir því
varla, að nokkrum heilvita manni
skuli detta þessi ósökp í hug varðandi
þennan stað. Ef þessi hugmynd teng-
ist að einhverju leyti fyrirhugaðri
hótelbyggingu á horni Túngötu og
Aðalstrætis, sem vandséð er hvaða
erindi á þangað, er enn hægt að
hætta við slíka byggingu. Nær væri
að byggja þarna, eins og raunar hefur
verið bent á, einhverja byggingu, sem
tengist þeim miklu sögu- og menn-
ingarverðmætum, sem komið hafa í
ljós við fornleifauppgröftinn í Aðal-
stræti. Þarna eru hvorki meira né
minna en menjar um fyrstu manna-
byggð á landi hér. Það hefur líka ver-
ið bent á, að það sé algert einsdæmi,
að nokkur þjóð geti bent á slíkan
stað. Þarna er svo að auki vagga
Reykjavíkur. Okkur ber því beinlínis
skylda til að hlúa að þessum stað og
næsta nágrennis, sem er hluti þessa
sögufræga svæðis og koma í veg fyrir
að óbætanlegar skemmdir verði unn-
ar á þessu svæði, sem neðanjarðar-
bílageymsla óhjákvæmilega yrði.
Í ágætum greinum, sem Einar
Bragi rithöfundur hefur skrifað í
Morgunblaðið miðborginni til varnar,
hefur hann einnig bent á þær miklu
hættur, sem yrðu samfara gífurlega
vaxandi umferð, sem fylgdi í kjölfar
slíks bílageymsluhúss, en umferðin
um Suðurgötu er þegar allt of mikil.
Sem íbúi við götuna þekkir hann
þetta öðrum betur af eigin raun. Allr-
ar athygli verðar eru hugmyndir
hans um, að þessum borgarhluta
verði skilað aftur því, sem frá honum
var tekið og nefnir í því sambandi
Dillonshús og hús, sem áður voru við
Suðurgötu og sem enn er hægt að
koma þar fyrir. Þeim fylgdu þá gróð-
urreitir, sem voru í kringum þau. Það
eru áreiðanlega fleiri en ég, sem geta
tekið undir þetta heilshugar. Það
væri svo ekki ónýtt að fá aftur fallega
garðinn, sem var fyrir austan Tún-
götu 6 og jafnvel gamla Bæjarfógeta-
garðinn. Fram að þessu hafa það nær
eingöngu verið borgarstarfsmenn,
sem hafa verið talsmenn þessarar
neðanjarðarbílageymslu. Það er ekki
við þá að sakast, því þeir eru að sjálf-
sögðu eingöngu málpípur borgar-
fulltrúanna. Það eru borgarfulltrú-
arnir, sem við höfum kosið og veitt
umboð til að stjórna borginni með
hagsmuni okkar að leiðarljósi. Það
hlýtur því að verða krafa okkar borg-
arbúa að fá að vita undanbragðalaust
hvaða afstöðu borgarfulltrúar, hvar í
flokki sem þeir standa, hafi til þessa
bílageymslumáls, sem mörgum okk-
ar finnst beinlínis aðför að miðborg-
inni. Hverjir styðja þetta mál og
hverjir eru á móti því? Þessum
fulltrúum hlýtur einnig að vera ljóst,
að okkur skattgreiðendum er ekki
sama hvernig fjármunum okkar er
varið. Öllum ber saman um, að þessi
neðanjarðarbílageymsla myndi kosta
offjár og er þá minnst á hundruð
milljóna, en hver upphæðin yrði, þeg-
ar upp er staðið veit enginn, því allt
virðist hér fara langt fram úr áætlun,
eins og dæmin sanna. Það er engu lík-
ara en verið sé að storka okkur skatt-
greiðendum með svona fjáraustri.
Það ber dómgreind borgarfulltrú-
anna ekki sérlega fagurt vitni ef þeir
greina ekki á milli hvaða verkefni
þurfa að hafa forgang, hver geta eitt-
hvað beðið og loks verkefni eða hug-
mynd að verkefnum, sem ber alger-
lega að leggja á hilluna, eins og þetta
bílageymsluhús neðanjarðar í hjarta
borgarinnar.
Það eru borgarstjórnarkosningar
á næsta leiti, strax á næsta vori, eins
og kunnugt er. Fyrir þann tíma þurf-
um við að vita hvert hugur væntan-
legra borgarfulltrúa í öllum flokkum
stefnir í máli eins og þessu bíla-
geymslumáli, því það kemur til með
að ráða vali okkar á þeim fulltrúum,
sem við treystum til að stjórna mál-
um okkar.
Þótt ýmsir hafi tjáð hug sinn varð-
andi skipulag og verndun þessa sögu-
fræga svæðis í miðborg Reykjavíkur,
sem tengt er fyrstu mannabyggð hér-
lendis, þá þyrftu fleiri að láta í sér
heyra. Nátturverndarsinnar hafa
mikið látið í sér heyra á undanförnum
mánuðum og misserum og hefur mál-
flutningur þeirra verið nokkuð um-
deildur, eins og vænta mátti. Það
vekur furðu margra að ekkert skuli
heyrast frá þessu fólki varðandi
þennan umrædda sögufræga stað. Er
Reykjavík þeim óviðkomandi? Því er
erfitt að trúa.
Sem gömlum Reykvíkingi finnst
mér það vera skylda mín að leggja
orð í belg og reyna að forða miðborg-
inni frá þeirri eyðileggingu sem bíla-
geymsluhús á þessu sögufræga svæði
óhjákvæmilega yrði, eyðileggingu,
sem yrði ekki aftur tekin. En Reykja-
vík er höfuðborg okkar allra og henni
þurfum við öll að hlúa að eftir bestu
getu.
Enn um miðborgina
Ragnheiður
Guðmundsdóttir
Reykjavík
Sem gömlum Reykvík-
ingi hefur mér beinlínis
runnið til rifja, segir
Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, að sjá
miðborgina gjörbreyt-
ast svona, því þetta er
ekki eðlileg þróun held-
ur hörmuleg afturför.
Höfundur er læknir.
Fullkomnaðu
verkið
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
Söluaðilar um land allt
Styrkir
og
verndar
NAGLASTYRKIR
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
hú
sg
ög
n
Sérpantanir
Opið virka daga
frá kl. 12-18.
www.leir.is
Mikið úrval af
brjóstahöldurum
verð frá kr. 700
Mömmubrjósta-
haldarar kr. 1900
Úrval af náttfatnaði
fyrir börn og fullorðna
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433