Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁTAKS ER ÞÖRF VIÐ SLYSAVARNIR BARNA STYRKUR ÍSLENSKRAR KNATTSPYRNU Skin og skúrir skiptast á hjá ís-lenska karlalandsliðinu í knatt-spyrnu eins og knattspyrnuunn- endur og aðrir íþróttaáhugamenn hafa getað fylgst með undanfarna daga. Í gærkveldi voru skúrirnar allsráð- andi þegar landslið Norður-Íra lagði ís- lenska landsliðið að velli í Belfast á Norður-Írlandi með þremur mörkum gegn engu. En aðeins fjórum sólar- hringum áður hafði íslenska landsliðið sigrað eitt sterkasta landslið heims, landslið Tékka, á Laugardalsvelli með þremur mörkum gegn einu. Í knattspyrnuheiminum eins og ann- ars staðar getur því verið stutt á milli gleði og sorgar. Það hefur vart farið fram hjá nokkr- um manni að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur staðið í stórræðum að undanförnu og tugir þúsunda Ís- lendinga hafa af áhuga og innlifun fylgst með gengi liðsins. Þegar vel gengur hjá íslenskum keppnismönnum, hvort sem er í ein- staklingsíþróttum eins og skíðaíþrótt- inni, sundíþróttinni og frjálsum íþrótt- um eða í hópíþróttum eins og knattspyrnu og handknattleik, er það jafnan svo að væntingar íslensku þjóð- arinnar verða fljótt óhóflega miklar og gerðar eru mjög miklar kröfur til keppnisfólksins um árangur. En eins og Friðrik Ólafsson stórmeistari sagði fyrir mörgum áratugum þegar hann var í hópi bestu skákmanna heims og kom heim eftir mót sem hann hafði ekki unnið: Það er ekki alltaf hægt að vinna. Landsmenn verða að átta sig á þessum veruleika. Frá því á laugardaginn var hafa um- ræður manna á meðal mikið snúist um það að íslenska liðið ætti kannski raun- hæfan möguleika á því að ná öðru sæt- inu í sínum riðli og þar af leiðandi gæti liðið jafnvel tryggt sér sæti í úrslita- keppni HM í knattspyrnu á næsta ári sem fram fer í Japan og Kóreu. Úrslitin í gærkveldi gerðu þessar vonir og væntingar hins vegar að engu á örskotsstundu, eða fyrstu 15 mínút- um síðari hálfleiksins í Belfast, og nið- urstaðan varð sú að Ísland á enga möguleika á öðru sæti en því fjórða í sínum riðli. Þannig hafa margir orðið fyrir mikl- um vonbrigðum eftir leikinn í Belfast og þá eins og svo oft gerist það að fólk snýr baki við keppnismönnunum sem þurfa í raun meir á stuðningi og tiltrú að halda, þegar móti blæs, en þegar allt gengur þeim í haginn. Á stundum vonbrigðanna má heldur ekki gleyma því sem vel hefur verið gert. Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur verið að sækja í sig veðrið og bæta árangur sinn, leik og samvinnu á undanförnum misserum. Það hefur sýnt miklar framfarir. Þjóðin fylltist gleði og stolti síðast- liðinn laugardag þegar íslenska lands- liðið vann einn sinn glæstasta sigur. Leikurinn gegn Tékkum var glæsilegur vitnisburður um hvers íslenska lands- liðið er megnugt á góðum degi, þegar flest gengur upp. Full ástæða er til þess að óska lands- liðinu til hamingju með þennan frá- bæra árangur og þá ekki síður lands- liðsþjálfaranum, Atla Eðvaldssyni, sem í leiknum gegn Tékkum virtist hafa tekist að laða fram það besta í hverjum leikmanni og skapa frábæra liðsheild, þar sem hver einstaklingur fékk að njóta sín, en samvinna og samstillt átak voru samt sem áður ávallt í fyrirrúmi. Sigur íslenska landsliðsins var mjög sannfærandi og það sem var enn ánægjulegra var að hér var augljóslega um sigur liðsheildarinnar að ræða. Samhent liðið náði oft á tíðum frá- bærum leikköflum þar sem leikgleði, gott samspil og eftirfylgni réð ríkjum og skilaði í höfn þessum frábæra sigri sem lengi verður í minnum hafður. Örugglega mun lengur en tapleikurinn gegn Norður-Írum í gærkveldi. Það er óumdeilt að frammistaða ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu hefur verið mjög góð undanfarin misseri og frábær sl. laugardag. Styrkur íslenskr- ar knattspyrnu er orðinn eftirtektar- verður þegar hann er metinn í alþjóð- legu samhengi. Liðið og liðsstjórnin mega vera stolt af eigin árangri og þjóðin öll. Þær upplýsingar, sem komu fram ímáli Brynjólfs Mogensen, sviðs- stjóra slysa- og bráðasviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, á ráðstefnu Ár- vekni, átaksverkefnis um slysavarnir barna og unglinga, og greint var frá hér í Morgunblaðinu í fyrradag hljóta að vekja menn til umhugsunar. Það getur ekki talist viðunandi að slysatíðni barna og unglinga sé umtals- vert hærri hér á landi en gengur og ger- ist á hinum Norðurlöndunum. Hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að geta gert jafn vel í slysavörnum barna okkar og unglinga og grannar okkar? Brynjólfur kann að hafa eitthvað til síns máls þegar hann segir skýringuna að einhverju leyti vera fólgna í þjóð- areðlinu. Foreldrar líti ekki nógu mikið eftir börnunum og slysavarnir barna og unglinga séu ekki nægilega ríkur þáttur í menntakerfinu. Þótt þetta kunni að vera skýringin að einhverju leyti er það engin afsökun fyrir því að hér slasist mun fleiri börn og unglingar ár hvert en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt upplýsingum Brynjólfs Mogensen hefur dregið úr slysatíðni barna á Íslandi frá því sem var fyrir tíu árum en betur má ef duga skal. Það er því verðugt og sjálfsagt mark- mið að stefna að því að draga úr slysum barna og unglinga um 25% á næstu 10 árum eins og Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði á ráðstefnunni að gæti verið raunhæft markmið. Það er mark- mið sem foreldrar og aðrir uppalendur, menntakerfi, íþróttahreyfing, lögregla og Umferðarráð og aðrir sem koma að uppeldi og fræðslu barna og unglinga um slysavarnir ættu að sameinast um að ná. Þannig gæti þjóðin að tíu árum liðn- um sagt við æsku þessa lands að hún hefði fengið að gjöf þann sjálfsagða rétt að alast upp í leik og starfi í jafn öruggu umhverfi og jafnaldrar hennar á Norð- urlöndum. MÁLÞING um tölvur og tungumál var sótt af tæplega eitt hundrað manns. Það var liður í viku símennt- unar, sem menntamálaráðuneytið stendur fyrir og Mennt sér um framkvæmd á. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði í erindi sínu að veg- ur tölvutækninnar hefði vaxið mun hraðar innan skólakerfisins en vænst hefði verið, en í nýrri nám- skrá hefði verið lögð aukin áhersla á upplýsingatækni og tungumál. Sem dæmi um þetta nefndi hann að í vet- ur yrði gerð tilraun með notkun smáskilaboða farsíma við kennslu. 100 í fjarnámi á Vestfjörðum nú, níu fyrir þremur árum Ráðherra minntist þess þegar hann heimsótti níu konur á Ísafirði sem hófu fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 1998. „Sögðu þær, að án þessa námsfram- boðs hefðu þær líklega allar flutt frá staðnum þá um haustið til að mennta sig meira,“ sagði ráðherra. Hann sagði að nú þremur árum seinna væru um 100 nemendur á Vestfjörðum innritaðir í fjarnám í háskólum landsins. Björn sagði að af hálfu mennta- málaráðuneytisins væri unnið að því að skapa sem best rafrænt þekkingar- og vinnuumhverfi. Unn- ið væri að því að stofna hlutafélag um nýtt upplýsingakerfi fyrir bóka- söfn í samstarfi við sveitarfélög. Samið hefði verið um aðgang að raf- rænum gagnasöfnum, sem eru opin öllum landsmönnum. Þá væri unnið að því að treysta stöðu íslenskrar tungu í hinum stafræna heimi og að samningum við Microsoft um frek- ari þýðingu á hugbúnaði. Loks væri verið að kanna hvaða leiðir væru bestar til að tryggja sem hagkvæm- asta fjarskiptaþjónustu fyrir menntastofnanir. Allir íslenskir háskólar bjóða upp á fjarkennslu Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði að allir háskólar landsins byðu nú í ein- hverjum mæli upp á fjarnám. Nú stunda 230 nemendur víðsvegar um landið fjarnám við Háskólann á Ak- ureyri. Þorsteinn sagði að haustið 2004 myndu 20 skólar í Finnlandi hefja samstarf um sýndarskóla, þar sem nemendur gætu raðað námi sínu saman óháð því í hvaða skóla ein- ingarnar væru teknar. Hann sagði að í framtíðinni gætu háskólanemar líklega valið um hvort þeir vildu ein- göngu stunda staðbundið nám, ein- göngu fjarnám eða blöndu af hvoru tveggja. „Íslenskir háskólar munu í fram- tíðinni stórauka kennslu á ensku og öðrum erlendum tungumálum,“ sagði Þorsteinn. Hann benti á að nú væru rúmlega 100 námskeið kennd við HÍ á ensku og að á Akureyri væri heil fræðigrein, tölvunarfræði til BS-prófs, kennd á ensku. Ís- lenskir háskólar myndu því í fram- tíðinni sækja enn frekar fram á al- þjóðlegum markaði. Páll Kr. Pálsson, forstjóri 3p Fjárhúss, sagði að alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja hefði stórauk- ist á síðustu 15–20 árum, fyrir 20 ár- um hefðu starfsstöðvar íslenskra fyrirtækja erlendis verið á bilinu 20–30. Í dag væru þær nærri 400 talsins á u.þ.b. tuttugu sviðum í tæplega áttatíu löndum. Páll sagði mikilvægt að til að efla enn frekar þessa útrás yrði að auka veg menntunar, einkum á sviði tungumála og tölvukunnáttu. „Þrátt fyrir alþjóðavæðingu heims- ins skiptir enn miklu máli að geta tjáð sig á tungumáli þess sem mað- ur á í viðskiptum við,“ sagði hann. „Það sama á við um tölvuþekk- inguna, við þurfum að fylgjast vel með öllu því nýjasta sem þ gerast og leggja metnað o færa tölvulæsi hraðar og afli inn í grunn- og leikskól Hann sagðist telja að N eftir að gerbreyta menntu tíðinni. Hann benti á að m inn fyrir nettengda menntu lega um 80% í Bandaríkjun þróunin hefði einnig veri Evrópu. „Kostnaður við m is yfir Netið er talinn um 5 en miðlun námsefnis við he kennslufyrirkomulag,“ sa Aðspurður hvort íslenski urinn væri nógu stór hvað á Netinu varðaði sagðist að helstu tækifærin í fra myndu felast í að bjóða ú um að sækja íslensk n „Þannig gæti maður séð fy við ættum möguleika á a upp hér sjávarútvegshásk fyrst og fremst teygði sig y og endurmenntun fólks á þ Fötlun tengd aðgan upplýsingum í framt Eyþór Eðvarðsson h sagði að samfélagið vær Málþing um Ísland og umheiminn, tungumá Tæplega eitt hundrað manns sátu málþingið í gær, þar sem leitast var við að svara því hvert Mikilvægt að b upp fyrir fram Í heimi samskipta og upplýsingar er tölvu- og tungumálakunnátta talin sí mikilvægara tæki til að Ísland geti te virkan þátt í samfélagi þjóðanna, e framtíðinni er talið að fötlun verði sk greind út frá aðgangi að upplýsingu Þetta kom fram á málþingi á viku sím unar sem Nína Björk Jónsdóttir só Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði erfitt að spá um h notkun upplýsingatækni muni þróast í skólastarfi, nú standi t. gera tilraun með notkun SMS-skilaboða við kennslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.