Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 35

Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 35 MEÐAL þeirra 140 ræð-ismanna sem sátufimmtu ráðstefnu ut-anríkisráðuneytisins fyrir kjörræðismenn Íslands í vik- unni voru þeir Eduardo Rihan A. frá Mexíkó, J. Brent Haymond frá Bandaríkjunum og Bertil Falck frá Svíþjóð. Kjörræðismenn Íslands, en það eru ólaunaðir ræðismenn Íslands, hafa það almenna hlutverk að vera útverðir íslensku þjóðarinnar í útlöndum. Þá hafa þeir náið sam- starf við sendiráð í sínum ríkjum og hafa, að sögn Hannesar Heim- issonar, skrifstofustjóra í utanrík- isráðuneytinu, nýst þjóðinni vel, m.a. á sviði viðskipta og menning- armála. Ráðstefnunni lauk á þriðjudag- inn með ávarpi Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra á Grand Hótel Reykjavík. Þjóðræknimálin í öndvegi J. Brent Haymond er kjörræð- ismaður Íslands í Utah í Banda- ríkjunum og hefur verið það frá árinu 1997. Inntur eftir því hvers vegna hann hafi orðið kjörræð- ismaður segir hann að hann hafi á sínum tíma setið á fulltrúaþingi Utah og að þáverandi ræðismaður Íslands hafi komið að máli við hann og spurt hvort hann hefði áhuga á að taka við af sér. Hann hafði mikinn áhuga á því, enda kveðst hann eiga rætur að rekja til Íslands þar sem amma hans, foreldrar hennar og systkini komu sem innflytjendur til Utah árið 1885. Haymond hefur á þessum árum, að sögn kunnugra, reynst mörgum Íslendingum vel á sviði þjóðrækni- mála. „Þetta er í annað skiptið sem ég kem til landsins en ég kom í fyrsta skipti síðasta sumar og dvaldi þá í tvær vikur,“ segir hann og bætir við að ástæða þess hafi verið koma félaga í Íslendinga- félaginu í Utah til landsins til að vera viðstaddir opnun sýningar um ferðir Íslendinga til Utah. Sýningin var opnuð í Frændgarði sem er hluti af Vesturfarasetrinu á Hofsósi. „Sýningin var til heið- urs innflytjendum og þá settum við einnig upp minnisvarða í Vest- mannaeyjum,“ segir Haymond og bætir við að hann hafi heillast af náttúru landsins. Ráðstefnan á Grand Hótel er fyrsta ráðstefnan sem Haymond sækir fyrir kjörræðismenn og seg- ir hann hana mikilvæga til að skoða heildarmyndina þegar komi að landi og þjóð, hvað menn séu að fást við hverju sinni og hvert þeir stefna. Aðspurður hvert hans hlutverk er sem kjörræðismaður í Utah segir hann að starf sitt sé aðallega fólgið í því að kynna Ís- land í Bandaríkjunum og vera þeim Íslendingum sem koma til Utah innan handar. Meðal þess sem er síðan framundan eru vetr- arólympíuleikarnir í Utah á næsta ári þar sem hann kveðst munu starfa sem fulltrúi íslensku þjóð- arinnar ásamt keppendum. Haymond starfar, auk þess að vera kjörræðismaður, að margvís- legum verkefnum í Kína sem lúta að ferðaiðnaði og fiski. Þá rekur hann eigið fyrirtæki og hefur m.a. byggt tvö raforkuver frá stofnun þess. „Áhuginn liggur mikið á sviði orkumála og ég er um þessar mundir að vinna, ásamt samstarfs- manni mínum, í Kína að mann- virkjagerð ýmiss konar. Mér finnst Ísland hafa margt jákvætt til að kynna heiminum eins og í tengslum við umhverfið og orku- mál,“ segir hann og hyggst ótrauður stefna að slíkri kynningu fyrir Íslands hönd. Hafa þýtt og gefið út yfir 50 íslenskar bækur Svíinn Bertil Falck er eigandi fyrirtækisins Bok & Bibliotek í Gautaborg en hann hefur átt mik- inn þátt í því að koma íslenskum bókmenntum á framfæri þar í landi. Falck hefur verið kjörræð- ismaður Íslands frá árinu 1993 og segir hann það vera mikinn heið- ur. „Frá því að ég stofnaði fyr- irtæki mitt árið 1985 höfum við haldið árlegar bókamessur í Gautaborg. Bókamessan í ár hefst 13. september og stendur fram til 16. september. Þetta er stærsta bókahátíð í Norður-Evrópu,“ segir Falck. Alls hafa að hans sögn um 5.000 skandinavískir rithöfundar og aðrir fulltrúar menningarlífsins tekið þátt í bókamessunni frá upp- hafi. „Mikill fjöldi blaða- og frétta- manna sækir bókamessuna ár hvert og ljóst er að þetta er kjörið tækifæri til að koma Íslandi á framfæri.“ Aðaltengilið Falck við íslenskar bókmenntir segir hann vera Önnu Einarsdóttur hjá Máli og menningu og ber henni vel sög- una. „Frá því að fyrirtækið var stofnað höfum við þýtt og gefið út meira en 50 íslenskar bækur.“ Falck segir að áður en bóka- messan hóf göngu sína hafi Svíar einna helst vitað af rithöfundinum og nóbelskáldinu Halldóri Lax- ness en eftir að bókamessurnar hófust hafi það gjörbreyst. Hann segir flesta rithöfunda íslensku þjóðarinnar hafa tengst bóka- messunni á einhvern hátt. Inntur eftir því hvort Svíar hafi mikinn áhuga á Íslandi og íslensk- um bókmenntum kveðst hann vita að landar sínir hafa mjög mikinn áhuga á Íslandi og sífellt meiri áhugi sé að vakna á íslenskum bókmenntum. Markaðssetningin muni því halda áfram. „Sem ræðismaður hef ég sér- staka skrifstofu í fyrirtækinu mínu þar sem ég hjálpa fólki sem kann að þurfa aðstoð mína, t.d. í sambandi við vegabréf,“ segir hann og bætir við að starfið geti stundum verið nokkuð tímafrekt þar sem í kringum 1.600 Íslend- ingar búi í Gautaborg. Hann segir Íslendinga duglega að vekja athygli á landi sínu nú á dögum og segir ráðstefnuna bera glöggt vitni um það. Unnið að margvíslegum verkefnum í sjávarútvegi Kjörræðismaður Íslands í Mexíkóborg er Eduardo Rihan A. en hann hefur verið ræðismaður í sjö ár og ber því vel söguna. Hann segir ástæðuna afar ein- falda fyrir því að hann tók ræð- ismannsstarfið að sér. Hann kveðst hafa í mörg ár verið í for- svari fyrir Evróputengsl mexí- kanskra fyrirtækja og vegna þess ferðaðist hann víða um Evrópu. Þá sé sendiherra Mexíkó í Noregi góður vinur hans og hann hafi á sínum tíma látið hann vita af því að Íslendingar hygðust ekki hafa sendiráð í Mexíkó en þyrftu engu að síður einhvern góðan talsmann til að kynna sig. Umræddur sendiherra hvatti Rihan A. til að taka við kjörræð- ismannsstarfinu sem hann og gerði. Sama ár, eða árið 1994, kom hann hingað til lands til að skoða landið og kynna sér ís- lensk málefni. „Ég var mjög heppinn því að gestgjafi minn var Rolf Johansen og hann sýndi mér landið og ég var mjög hrifinn.“ Rihan A. hefur unnið að margvíslegum samstarfsverkefn- um með íslenskum og mexíkönsk- um fyrirtækjum í sjávarútvegi. Um þessar mundir kveðst hann vera að vinna að útflutningi á rækjum veiddum í Mexíkóflóa. „Mér tókst nýverið að hjálpa ís- lenska fyrirtækinu SÍF með kynn- ingu og markaðssetningu í Mexíkó á íslenskum saltfiski sem er í mik- illi samkeppni við þann norska,“ segir hann. Hann segir starf sitt fyrst og fremst vera að gæta hagsmuna ís- lenskra fyrirtækja í Mexíkó og vera til staðar fyrir þá Íslendinga sem eru í vandræðum en þeir eru að hans sögn mjög fáir þar sem einungis ellefu Íslendingar séu búsettir í Mexíkóborg. Líkt og allir kjörræðismenn fær Rihan A. ekkert borgað fyrir starf sitt en hann segir það ekki skipta máli, hann hafi bæði tíma til að sinna starfinu og mikinn áhuga. Þess má síðan geta að ásamt því að vera ræðismaður rekur hann sitt eigið fyrirtæki í Mexíkóborg. Aðspurður hvort Mexíkanar séu hrifnir af því að ferðast til Íslands segir hann að enn sé það viðhorf ríkjandi að heimamönnum finnist það vera of langt í burtu. Hann segir fáa heimamenn hafa heim- sótt Reykjavík en að hann sé að vinna í að breyta því viðhorfi með því að fá ráðleggingar frá ferða- málafulltrúm hér á landi. „Þið hafið svo mikið upp á að bjóða, sérstaklega þegar kemur að náttúrunni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem með konuna mína hingað til lands og hún hefur fallið fyrir landi og þjóð,“ segir hann og bætir við að hún eigi eftir að vera honum mikil hjálp þegar þau snúa aftur til heimalands síns við kynn- ingu á ferðaþjónustu á Íslandi. Morgunblaðið/Sverrir Frá ráðstefnu utanríkisráðuneytisins fyrir kjörræðismenn Íslands. Fremst á myndinni eru f.v.: Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra, Hannes Heimisson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, og Hjördís Gunn- arsdóttir, starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Hafa eflt tengslin í at- vinnulífi og menningu J. Brent Haymond Bertil Falck Eduardo Rihan A. Kjörræðismenn Ís- lands, en það eru ólaun- aðir ræðismenn Ís- lands, hafa það almenna hlutverk að vera útverðir íslensku þjóðarinnar í útlöndum. Hrönn Indriðadóttir tók þrjá kjörræð- ismenn tali. hronni@mbl.is þar er að okkar í að af meira lana.“ Netið ætti un í fram- markaður- un yxi ár- num og að ið hröð í iðlun efn- 50% lægri efðbundið agði Páll. markað- menntun Páll telja amtíðinni útlending- námskeið. yrir sér að að byggja kóla sem yfir Netið því sviði.“ ngi að tíðinni hjá IMG ri nú að breytast yfir í þekkingarsamfélag þar sem aðgangur að samskipta- tækni skipti miklu máli. Hann sagði geymslutíma þekkingar vera 36 mánuði og því skipti endurmenntun sífellt meira máli. Skuggahliðin væri sú að þeir sem ekki ættu tölvur og farsíma ein- angruðust. Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, sagðist vera ný- komin af stórri ráðstefnu um mál- efni fatlaðra þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að í framtíðinni yrði fötlun ekki lengur skilgreind sem heilbrigðisástand einstaklings- ins, heldur hvort hann hefði aðgang að upplýsingum og gæti tekið þátt í þeim hraða sem krafist er af fólki í nútímasamfélagi. Una Eyþórsdóttir, starfsmanna- stjóri hjá Flugleiðum, sagði að mannauður skipti mestu máli þegar fyrirtæki þyrftu að halda velli í heimi breytinga og samkeppni. Hún sagði þá fjármuni sem fyrirtæki notuðu til þjálfunar starfsmanna sem hlutfall af launum ágætt mæli- tæki á hversu mikið væri fjárfest í mannauði. Í könnun sem gerð var árið 1998 var þetta hlutfall 3,2% í Evrópu og 2% í Bandaríkjunum. Í könnun sem Gallup gerði hér í des- ember síðastliðnum og sextíu ís- lensk fyrirtæki tóku þátt í kom fram að 37,8% fyrirtækjanna lögðu 1–1,99% af launakostnaði í þjálfun starfsmanna og 35,1% þeirra minna en 1%. Þó lögðu 27% fyrirtækjanna 2–4,99% í málaflokkinn og 10,8% þeirra 5% eða meira. Una sagði einnig mikilvægt að framlög til menntamála yrðu aukin hér á landi og þá sérstaklega til há- skólamenntunar. „Ef við byggjum upp fólkið okkar byggjum við upp framtíðina,“ sagði Una. Guðrún Magnúsdóttir, forstjóri ESTeam AB, sem er þýðingafyrir- tæki í Grikklandi, sagði eins og Una að nauðsynlegt væri að auka fram- lög til menntamála og þá sérstak- lega til tungumálakennslu. Hún sagði að mikilvægt væri að upplýs- ingar um Ísland og íslensk málefni sem nýttust útlendingum á Netinu væru fáanlegar á ensku. Hægt væri að nota þýðingahugbúnað til að draga úr kostnaði við þýðingar. Arthúr Björgvin Bollason, sögu- setrinu á Hvolsvelli, sagði það sína reynslu að undirstaða árangurs í tungumálanámi væri að nemandinn hefði gott vald á sínu eigin móður- máli og taldi hann að þar þyrfti að gera átak. Einnig sagðist hann hafa efasemdir um að næg rækt væri lögð við kennslu erlendra tungu- mála. ál og tölvukunnáttu Morgunblaðið/Árni Sæberg stefnir í tungumála- og tölvukennslu. byggja mtíðina góð ífellt ekið n í kil- um. ennt- tti. hvernig d. til að ninabjork@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.