Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 38

Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ U ndirbúningur fyrir alþjóðlegar ráð- stefnur þar sem ætlunin er að reyna að finna samnefn- ara, leggja drög að samnefnara, er háalvarlegt mál. En stöku sinnum geta komið upp aðstæður sem minna okkur á að bilið milli þess harmræna og hlægilega er oft mjótt. Nú deila menn harkalega um kynþáttafordóma í Durban á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeg- ar fyrstu drög að lokaályktun voru rædd á fundi var að sögn heimildarmanna meðal annars fjallað um ákvæði um fordæm- ingu á gyðingahatri, and- semitisma, um allan heim. Fulltrúi frá Asíulandi mun hafa viljað að orðalagið yrði þrengra, hann vildi að talað yrði um „evr- ópskt gyðingahatur“ eins og til að minna okkur á sektina. En þá stóð fulltrúi Argentínu upp og mótmælti, sagði að verið væri að mismuna þjóðum. „Við eigum líka okkar gyðingahatara í Argent- ínu,“ sagði hann móðgaður. Þeir sem á annað borð sam- þykkja að senda sitt fólk á slíkar ráðstefnur eiga að vita að al- þjóðaráðstefnur eru orðnar að ræðustól sem menn nota og mis- nota eftir atvikum. Einhvern veg- inn get ég ekki að því gert að mér finnst vonbrigðatal Bandaríkja- manna vegna ráðstefnunnar hljóma undarlega. Bjuggust þeir ekki við því að Palestínumenn myndu nota tækifærið til að klekkja eftir mætti á fjendum sín- um, Ísraelum, og afla sér hjálpar í áróðursstríðinu? Sameinuðu þjóðirnar hafa tvisvar áður efnt til funda um kynþáttamisrétti, 1978 og 1983, Bandaríkjamenn og Ísraelar hunsuðu báða. Ástæðan var að- allega árásirnar á Ísrael, gagn- rýni á síonismann, hugmyndina um þjóðarheimili gyðinga. Og slagorðin þar sem honum var líkt við kynþáttafordóma. Sennilega er stofnun Ísraels fyrir liðlega hálfri öld og tilvist- arréttur þess eitt besta dæmið um þversagnirnar sem óhjá- kvæmilega koma upp þegar reynt er að finna upp formúlur fyrir góðum samskiptum þjóða og hópa. Ef menn vilja fullt réttlæti fyrir einhverja merkir það yf- irleitt að skerða þarf frelsi ann- arra eða ýta undir ófrið nema hvorttveggja sé. Bullið um kynhreinar þjóðir er engum sæmandi. Ef við lítum á húðlitinn og önnur útlitseinkenni sem almennan mælikvarða á gáf- ur og dugnað getum við alveg eins gert staðgóða menntun í stjörnuspeki eða þekkingu á galdrastöfum að skilyrðum fyrir embætti seðlabankastjóra. En sjálf hugmyndin um ríki gyðingaþjóðarinnar í Ísrael bygg- ist í reynd á því að þangað megi aðeins flytjast gyðingar og helst ekki búa annað fólk, til dæmis arabar. Þeir leggja enn ofur- áherslu á að innflytjandi verði að geta sannað að einhver forfeðr- anna hafi sótt samkunduhús en ekki kirkju eða mosku. En eftir nær tveggja árþúsunda útlegð er „gyðingaþjóðin“ auðvitað orðin svo blönduð öðrum að forsendan er meira eða minna hugarburður. Gyðingaþjóðin sem slík er ekki til. Á móti segja talsmenn Ísraels réttilega að gyðingar í Evrópu hafi ekki verið í vafa um þörfina fyrir öruggt hæli eftir meðferðina á þeim í ríki nasista, Helförina og ofsóknir víða annars staðar á umliðnum öldum. Við erum fólk en ekki hjarðir í rétt. Samt hlýtur maður á vissan hátt að að skilja þankagang Ísr- aela. Þeir eiga margir svo slæmar minningar og vilja tryggingar, treysta fáum. Þeir efast um að heimurinn sé reiðubúinn að kasta endanlega fordómum sínum fyrir róða, hætta til dæmis að tala um gyðing og meina nirfil eða eitt- hvað enn verra. En gyðingdómur er trúar- brögð. Sem dæmi um flækjurnar má nefna að þegar Ísraelsríki var stofnað um miðbik aldarinnar náðist ekki samkomulag um það hvort ríkið væri byggt á gyð- ingatrúnni eða væri veraldlegs eðlis eins og flest lýðræðisleg ríki. Annað sem þarft er að rifja upp er að ráðamenn Ísraels fyrstu áratugina voru nær undantekn- ingalaust vinstrisinnaðir guðleys- ingjar sem aldrei stigu fæti sínum inn fyrir dyr samkunduhúsa ótil- neyddir. Spurningin um trúareðli nýja ríkisins, þjóðarheimilisins, var leyst á sínum tíma með því að hafa engin ákvæði um efnið í stjórnarskrá, ákvörðun sem Sal- ómon hefði verið fullsæmdur af. Ísrael er því, strangt til tekið, ekki ríki gyðinga heldur eitthvað annað. Margir heittrúaðir gyð- ingar hafa frá upphafi verið á móti stofnun ríkis gyðinga hér á jörðu og segja að fyrirheitna landið geti ekki orðið af þessum heimi. Hugmyndir síonista séu því and-gyðinglegar í sjálfu sér og guðlast. Ísraelar kalla yfir sig ásakanir um fordóma með því að þver- brjóta mannréttindi Palest- ínumanna á sjálfstjórnarsvæð- unum og mismuna fólki af arabískum uppruna í landi sínu. Og grípa því miður sumir tæki- færið til að saka fólk um gyð- ingahatur ef það leyfir sér að efast um réttmæti harðlínustefn- unnar gagnvart Palestínumönn- um. Ísraelar taka þátt í sam- kvæmislífi Evrópuþjóðanna, syngja í Evróvisjón og keppa um sæti í heimsmeistarakeppninni í evrópskum fótboltariðli. Ríkið nýtur stuðnings sem er að mörgu leyti skiljanlegur, þar er notast við lýðræði og stjórnvöld heiðra betur mannréttindi en gert er í öllum grannlöndum þeirra, hversu ótrúlegt sem það kann að virðast. En einmitt þess vegna gerum við svo miklu meiri kröfur til þeirra en arabaþjóða – Ísraelar geta ekki fengið undanþágur frá grundvallarreglunum endalaust. Sem er þegar öllu er á botninn hvolft líklega afstaða sem byggist á því að við gerum of litlar kröfur til araba. Af hverju ætli það sé? Alveg án fordóma Þeir efast um að heimurinn sé reiðubúinn að kasta endanlega for- dómum sínum fyrir róða, hætta til dæmis að tala um gyðing og meina nirfil eða eitthvað enn verra. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UM ALLNOKKURT skeið nú hefur borið á þeirri skoðun í Evrópu og Bandaríkjunum að „heilbrigðiskerfi“ þau sem þjóðir hins vest- ræna heims búa við séu í raun veikindakerfi. Kerfin séu of miðuð að því að taka á heilsufars- vanda eftir að hann er kominn upp. Ef þetta er rétt ætti íslenska kerfið að taka upp veikindafor- skeytið í stað heilbrigð- isforskeytisins. Þá yrði heilbrigðisráðherra að veikindaráðherra, heil- brigðisþjónustan að veikindaþjónustunni o.s.frv. En það er ástæða fyrir því að þessi þjónusta, já og þjónusta er hún, er tengd heil- brigði en ekki veikindum þótt veik- indin séu í raun helsta viðfangsefni hennar. Þessi þjónusta sem kostar landsmenn u.þ.b. 39 milljarða (fyrir utan almannatryggingar) á ári er tengd heilbrigði vegna þess að þjón- ustan stefnir að því að þeir sem til hennar leita nái heilbrigði. Einnig er það markaðsvænna og jákvæðara að tala um þjónustu við heilbrigði en þjónustu vegna veikinda. En hver er þá hin eiginlega þjónusta við heil- brigði? Það eru ekki margir alheil- brigðir sem leita eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, því að mikill meirihluti þeirra sem leita til heil- brigðisþjónustunnar leita þangað vegna veikinda. Árið 2000 kom út mikilvægt plagg frá heilbrigðis- og „veikinda“ráðu- neytinu, nánar tiltekið heilbrigð- isáætlun til ársins 2010. Lítið hefur farið fyrir umræðum um þessa metn- aðarfullu áætlun. En til þess að gefa lesendum nasasjón af innihaldinu þá er þarna m.a. að finna markmið og leiðir að sjö forgangsmálaflokkum í heilbrigðismálum til 2010. Á meðal markmiða til ársins 2010 er að: draga úr reykingum fólks á aldrinum 18–69 ára niður í 15% (voru 27% 1999), draga úr slysum og slysadauða barna um 25%, bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara verði ekki lengri en 90 dagar (var 267 dagar 1997), draga úr tíðni sjálfsvíga um 25% og geðraskana um 10%, draga úr tíðni heilablóðfalla um 30%, dánartíðni vegna krabbameina hjá fólki yngra en 75 ára lækki um 10% og dauðaslys- um fækki um 25%. Þetta eru aðeins nokk- ur af allmörgum mark- miðum stjórnvalda í heilbrigðismálum til ársins 2010. Fyr- ir utan forgangsmarkmiðin sjö og leiðir að þeim hefur ráðuneytið mótað stefnu byggða á heilbrigðisyfirlýs- ingu sem samþykkt var á alþjóðaheil- brigðisþingi WHO 1998. Höfuðmark- mið þeirrar stefnu er mjög heilsumiðað en það er „að efla heilsu allra eins og kostur er“. Á þingi svæðanefndar WHO í Evrópu sama ár voru svo sett 21 undirmarkmið og að þeim er íslenska nálgunin útlistuð í fyrrnefndri áætlun heilbrigðisráðu- neytisins. Alma Atra yfirlýsingin sem WHO lét frá sér árið 1978 er sennilega ein fyrsta yfirlýsingin þar sem lagt er út með heilbrigðiskerfið sem meira en bara veikindaþjónustu. En yfirlýsing- in er eftirfarandi: „Heilbrigðisþjón- ustan má ekki einungis snúast um lækningar og meðhöndlun sjúkdóma heldur verður hún einnig að beinast að grunnheilsugæslu, þ.m.t. forvörn- um og heilsueflingu, auk endurhæf- ingar vegna sjúkdóma.“ Í kjölfar þessarar yfirlýsingar fóru þjóðir heims að vinna meira með fyrirbyggj- andi aðferðir og heilsueflingu, þ.e. að styrkja eitthvað sem væri heilt og heilbrigt fyrir, þannig fór heilbrigð- isþjónustan e.t.v. að standa undir nafni. En auðvelt er að ímynda sér þessar hugrenningar myndrænt. (Sjá mynd 1). Ef heilsan er sett upp á skala frá 0 og upp í 100 þá snýst heilsuefling (promotion) um það að koma t.d. Jóa á kontórnum sem býr við heilbrigði uppá 73 í t.d. 88 með fræðslu, vitund- arvakningu og öðrum heilsueflingar- aðferðum. Forvarnir (prevention) og heilsuefling (promotion) eru þeir þættir sem unnið er með á meðal allra, hvar sem þeir standa á skalan- um frá 0 til 100. Að mínu mati er stendur heilbrigð- iskerfið ekki fyllilega undir nafni fyrr en öllum 5 þáttum þess (sjá mynd 2) er nægilega sinnt. Þessir þættir eru frá veikindaendanum: endurhæfing (rehabilitation), meðferð (treatment), skoðun (early intervention), forvarnir (prevention) og heilsuefling (promot- ion). Ætlum við að ná markmiðum heilbrigðisyfirvalda þurfa allir að vinna saman að þeim. Við þurfum að einblína á þá tvo þætti af fimm sem minnst hefur verið sinnt en mest tengjast heilsu, þ.e. forvarnir og heilsueflingu. Einnig þarf ráðuneytið að skilgreina betur hverjir eigi að vinna að markmiðum áætlunarinnar og átta sig á því að það dugar ekki að setja innan við 1% af heildarútgjöld- um til heilbrigðismála til þeirra þátta sem brýnastir eru. Það er nefnilega þannig að áætlunin góða er uppfull af forvarnar- og heilsueflandi markmið- um, því er ekki nóg að setja fram markmið og leiðir, það þurfa að fylgja peningar og pólitískur vilji svo að þessi markmið megi nást. Eigum við ekki að standa í sömu sporum eða verri eftir níu ár þarf að koma þessari áætlun í framkvæmd því annars er hún því miður lítið annað en fallegt hefti uppi í hillu. Síðasta myndin, sem tengist í raun mynd 2, er hugmynd að því hvernig tengja megi þær lýðheilsuhugmyndir þátta forvarna og heilsueflingar og koma þeim í framkvæmd með sam- ræmdu samvinnuátaki ríkis og sveit- arfélaga. Á ferð minni um Evrópu í sumar heimsótti ég m.a. höfuðstöðvar forvarna og heilsueflingardeilda NHS (National Health Service) í Leeds í Bretlandi. Þeir aðilar sem ég ræddi við þar furðuðu sig á þeirri staðreynd að forvarnir á Íslandi væru svo ósam- hæfðar og margar sem raun ber vitni í svo fámennu landi. Því hefur það lengi verið mín skoðun að koma eigi forvarnar- og heilsueflingaraðilum undir eitt þak, frjálsar deildir undir sama þaki og sanngjörnum fjárveit- ingum úr sama potti ríkis og sveit- arfélaga. Að koma slíkri stofnun á laggirnar á eftir að taka nokkur ár en þangað til tel ég að það sé heillavæn- legast að einstök verkefni í forvörnum og heilseflingu styrki sig, vinni áfram innan grasrótar-, sveitarfélaga- eða ríkisrammanna, auki samstarf og undirbúi sig markvisst undir það að starfa undir formerkjum lýðheilsu- stofnunar. Þá fyrst geta öll skipin siglt fullum seglum að sama marki með sterka útgerðarmenn sér að baki. Með þessu, ef rétt er að staðið, áynnist svo ótal margt og er of langt mál að fara út í það hér, þannig að ég læt mynd 3 nægja, enda greinin orðin fullumfangsmikil.Að lokum vona ég að þjóðin megi bera gæfu til að upp- fylla markmið heilbrigðisáætlunar til ársins 2010. (Sjá mynd 2). Íslenska veikindakerfið Héðinn Unnsteinsson Heilbrigðiskerfi Þeir aðilar sem ég ræddi við þar furðuðu sig á þeirri staðreynd, segir Héðinn Unn- steinsson, að forvarnir á Íslandi væru svo ósamhæfðar og margar sem raun ber vitni í svo fámennu landi. Höfundur er verkefnisstjóri Geðræktar. Mynd 1. Mynd 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.