Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 41

Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 41 HIN síðustu ár hefur fátt borið ofar í um- hverfismálum en hlýn- un loftslags af manna völdum. Alþjóðaráð- stefnur eru haldnar – Rio, Kyoto, Bonn, Marrakesh. Samning- urinn sem náðist í Bonn fyrr í sumar er rétti- lega rómaður sem merkur áfangi í barátt- unni gegn loftslags- breytingunum. Samn- ingurinn nær þó sorglega skammt, því það er talið að draga þurfi úr losun gróður- húsalofttegunda um 60–70% ef takast á að stöðva hina óheillavænlegu þróun. Það er reynd- ar þegar of seint að bjarga Tuvalu, litlu eyríki í Kyrrahafi með 10 þús- und íbúa, þeir eru nú þegar að flytj- ast á brott, því eyjan þeirra er að hverfa. Þótt margt sé umdeilt í þessu máli, eru grundvallaratriðin óumdeild. Hitastig fer hækkandi og sjávar- borð hefur þegar hækkað, þótt í litlum mæli sé miðað við það sem framundan er. Í skýrslu umhverfisráðherra frá 1997 er reiknað með að yfirborð sjáv- ar muni hækka um allt að einn metra á þessari öld. Ýmsar aðrar skýrslur gera ráð fyrir mun meiri hækkun, jafnvel 3–5 metrum á þessari öld og mun meira á þeirri næstu, verði ekki strax gripið til aðgerða. Afleiðing- arnar yrðu skelfilegar. Mikið af lág- lendi heimsins yrði í hættu, s.s. stór hluti Bangladesh, þar sem búa yfir 100 milljónir manna. Einnig hlutar af láglendi annarra landa í Asíu og Afr- íku, kóraleyjar Kyrrahafs, stór land- svæði í Evrópu og Ameríku – og einnig hér. Kostnaðurinn við að verja allt þetta land yrði óviðráðanlegur, sumt yrði varið annað myndi glatast og kostnaðurinn og orkunotkunin við flóðavarnir myndi sliga margar hin- ar fátækari þjóðir. En umræðan um umhverfismál er stundum nánast eins og leikhús fá- ránleikans. Sannleikurinn er nefnilega sá að það virðast fáir í raun trúa þessu með hlýnun loftslags og hækkun sjávar- borðs. Að minnsta kosti sjást þess lítil merki, því ef svo væri, þá væru menn ekki að skipu- leggja stórfellda byggð á landfyllingum út í sjó á næstu árum – byggð sem fer auðvitað á kaf, ef ekki á þessari öld, þá áreiðanlega á þeirri næstu, ef kenningin er sönn! Hana yrði í besta falli unnt að verja með óhemjukostnaðarsöm- um aðgerðum. Það verður því varla annað ályktað, en að bæði sveitarstjórnarmenn og Skipulagsstofnun (og líklega flestir aðrir) séu sannfærð um að ekki sé fótur fyrir öll- um þeim kenningum sem liggja að baki Kyotosáttmálanum. Þetta finnst mér að sannist líka í úrskurði Skipulagsstofnunar um Kárahjúka- virkjun. Til þess að skýra mál mitt vil ég setja fram 3 mismunandi forsendur: 1. Að niðurstöður rannsókna, sem gera ráð fyrir mjög mikilli hlýnun og hækkun sjávarborðs séu réttar. 2. Að spáin sem fram kemur í um- ræddri skýrslu umhverfisráðherra frá 1997 sé rétt. 3. Að enginn fótur sé fyrir þessum spám. Tilgáta 1: Að niðurstöður rann- sókna, sem gera ráð fyrir mjög mik- illi hlýnun og hækkun sjávarborðs séu réttar. Ef þessi framtíðarsýn er rétt, eru þetta mestu nátturuhamfarir á sögu- legum tímum. Þessi ógnun hlýtur þá að yfirskyggja nánast alla aðra um- hverfishagsmuni. Við hljótum þá að líta á það sem lífsnauðsyn að um- breyta allri orkuvinnslu sem mögu- legt er úr mengandi aðferðum, eins og kolum, yfir í þær sem ekki menga, þ.e. vatnsafl, jarðvarma o.s.frv. Einnig hljótum við að kappkosta að auka notkun léttmálma eins og áls í smíði samgöngutækja og þar með auka framleiðslu á slíkum málmum. Tilgáta 2: Að spáin sem fram kem- ur í umræddri skýrslu umhverfisráð- herra frá 1997 sé rétt. Ef við göngum út frá þessari for- sendu, eru horfurnar mun skárri, en þó svo alvarlegar að gífurlegt umhverfistjón mun af hljótast. Til dæmis munu 17,5% af þurrlendi Bangladesh hverfa og að sögn samn- ingamanns Trinidad og Tobago á loftslagsráðstefnunni mun það ríki hverfa. Það á því það sama um og í dæmi 1: Staðbundin umhverfisáhrif eru nánast aukaatriði við hliðina á þeirri nauðsyn að auka orkufram- leiðslu án mengunar sem mest og sem allra fyrst. Tilgáta 3: Að enginn fótur sé fyrir spám um hlýnun af manna völdum og þar af leiðandi hækkun sjávarborðs. Þetta er sú forsenda sem virðist liggja að baki úrskurði Skipulags- stofnunar. Umhverfisáhrif – hvað skiptir máli? Guðmundur Einarsson Gróðurhúsaáhrif Þótt margt sé umdeilt í þessu máli, segir Guðmundur Einarsson, eru grundvallaratriðin óumdeild. Höfundur er viðskiptafræðingur. OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18 Laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is - trygging fyrir l águ verði! w w w .d es ig n. is © 20 01 D V R 07 5 Einnarhandar blöndunartæki fyrir eldhús. frá kr. 4.690,-stgr. fyrir handlaug m. lyftitappa. frá kr. 4.890,- stgr. Hitastýrð verð frá kr. 8.900,- stgr. SANITEDTECHNIK Group Teka AG FM Mattsson í Mora, Svíþjóð tilboð September blöndunartæki frá HAUSTLITIRNIR KOMNIR Gréta Boða, förðunarmeistari, verður með kynningu í snyrtivöruversluninni Hygea, Kringlunni í dag, föstudag og laugardag. Verið velkomin Hægt að panta tíma í förðun. Sími 533 4533

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.