Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 41 HIN síðustu ár hefur fátt borið ofar í um- hverfismálum en hlýn- un loftslags af manna völdum. Alþjóðaráð- stefnur eru haldnar – Rio, Kyoto, Bonn, Marrakesh. Samning- urinn sem náðist í Bonn fyrr í sumar er rétti- lega rómaður sem merkur áfangi í barátt- unni gegn loftslags- breytingunum. Samn- ingurinn nær þó sorglega skammt, því það er talið að draga þurfi úr losun gróður- húsalofttegunda um 60–70% ef takast á að stöðva hina óheillavænlegu þróun. Það er reynd- ar þegar of seint að bjarga Tuvalu, litlu eyríki í Kyrrahafi með 10 þús- und íbúa, þeir eru nú þegar að flytj- ast á brott, því eyjan þeirra er að hverfa. Þótt margt sé umdeilt í þessu máli, eru grundvallaratriðin óumdeild. Hitastig fer hækkandi og sjávar- borð hefur þegar hækkað, þótt í litlum mæli sé miðað við það sem framundan er. Í skýrslu umhverfisráðherra frá 1997 er reiknað með að yfirborð sjáv- ar muni hækka um allt að einn metra á þessari öld. Ýmsar aðrar skýrslur gera ráð fyrir mun meiri hækkun, jafnvel 3–5 metrum á þessari öld og mun meira á þeirri næstu, verði ekki strax gripið til aðgerða. Afleiðing- arnar yrðu skelfilegar. Mikið af lág- lendi heimsins yrði í hættu, s.s. stór hluti Bangladesh, þar sem búa yfir 100 milljónir manna. Einnig hlutar af láglendi annarra landa í Asíu og Afr- íku, kóraleyjar Kyrrahafs, stór land- svæði í Evrópu og Ameríku – og einnig hér. Kostnaðurinn við að verja allt þetta land yrði óviðráðanlegur, sumt yrði varið annað myndi glatast og kostnaðurinn og orkunotkunin við flóðavarnir myndi sliga margar hin- ar fátækari þjóðir. En umræðan um umhverfismál er stundum nánast eins og leikhús fá- ránleikans. Sannleikurinn er nefnilega sá að það virðast fáir í raun trúa þessu með hlýnun loftslags og hækkun sjávar- borðs. Að minnsta kosti sjást þess lítil merki, því ef svo væri, þá væru menn ekki að skipu- leggja stórfellda byggð á landfyllingum út í sjó á næstu árum – byggð sem fer auðvitað á kaf, ef ekki á þessari öld, þá áreiðanlega á þeirri næstu, ef kenningin er sönn! Hana yrði í besta falli unnt að verja með óhemjukostnaðarsöm- um aðgerðum. Það verður því varla annað ályktað, en að bæði sveitarstjórnarmenn og Skipulagsstofnun (og líklega flestir aðrir) séu sannfærð um að ekki sé fótur fyrir öll- um þeim kenningum sem liggja að baki Kyotosáttmálanum. Þetta finnst mér að sannist líka í úrskurði Skipulagsstofnunar um Kárahjúka- virkjun. Til þess að skýra mál mitt vil ég setja fram 3 mismunandi forsendur: 1. Að niðurstöður rannsókna, sem gera ráð fyrir mjög mikilli hlýnun og hækkun sjávarborðs séu réttar. 2. Að spáin sem fram kemur í um- ræddri skýrslu umhverfisráðherra frá 1997 sé rétt. 3. Að enginn fótur sé fyrir þessum spám. Tilgáta 1: Að niðurstöður rann- sókna, sem gera ráð fyrir mjög mik- illi hlýnun og hækkun sjávarborðs séu réttar. Ef þessi framtíðarsýn er rétt, eru þetta mestu nátturuhamfarir á sögu- legum tímum. Þessi ógnun hlýtur þá að yfirskyggja nánast alla aðra um- hverfishagsmuni. Við hljótum þá að líta á það sem lífsnauðsyn að um- breyta allri orkuvinnslu sem mögu- legt er úr mengandi aðferðum, eins og kolum, yfir í þær sem ekki menga, þ.e. vatnsafl, jarðvarma o.s.frv. Einnig hljótum við að kappkosta að auka notkun léttmálma eins og áls í smíði samgöngutækja og þar með auka framleiðslu á slíkum málmum. Tilgáta 2: Að spáin sem fram kem- ur í umræddri skýrslu umhverfisráð- herra frá 1997 sé rétt. Ef við göngum út frá þessari for- sendu, eru horfurnar mun skárri, en þó svo alvarlegar að gífurlegt umhverfistjón mun af hljótast. Til dæmis munu 17,5% af þurrlendi Bangladesh hverfa og að sögn samn- ingamanns Trinidad og Tobago á loftslagsráðstefnunni mun það ríki hverfa. Það á því það sama um og í dæmi 1: Staðbundin umhverfisáhrif eru nánast aukaatriði við hliðina á þeirri nauðsyn að auka orkufram- leiðslu án mengunar sem mest og sem allra fyrst. Tilgáta 3: Að enginn fótur sé fyrir spám um hlýnun af manna völdum og þar af leiðandi hækkun sjávarborðs. Þetta er sú forsenda sem virðist liggja að baki úrskurði Skipulags- stofnunar. Umhverfisáhrif – hvað skiptir máli? Guðmundur Einarsson Gróðurhúsaáhrif Þótt margt sé umdeilt í þessu máli, segir Guðmundur Einarsson, eru grundvallaratriðin óumdeild. Höfundur er viðskiptafræðingur. OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18 Laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is - trygging fyrir l águ verði! w w w .d es ig n. is © 20 01 D V R 07 5 Einnarhandar blöndunartæki fyrir eldhús. frá kr. 4.690,-stgr. fyrir handlaug m. lyftitappa. frá kr. 4.890,- stgr. Hitastýrð verð frá kr. 8.900,- stgr. SANITEDTECHNIK Group Teka AG FM Mattsson í Mora, Svíþjóð tilboð September blöndunartæki frá HAUSTLITIRNIR KOMNIR Gréta Boða, förðunarmeistari, verður með kynningu í snyrtivöruversluninni Hygea, Kringlunni í dag, föstudag og laugardag. Verið velkomin Hægt að panta tíma í förðun. Sími 533 4533
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.