Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 48

Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í einni andrá breyt- ist einlæg gleði lítils sjávarþorps á Vest- fjörðum í djúpa, agn- dofa sorg. Hvernig má það vera að þessi litli hópur skuli fá á sig svo mikla ágjöf hvað eftir annað? Hvers vegna fær það fólk sem nú á um sárt að binda á sig slíka heift- arágjöf af lífsins ólgusjó sem nú er raunin? Hvernig er hægt að ætlast til og réttlæta það með nokkrum hætti að slíkar raunir séu lagðar á svo fáar herðar á einni stuttri mannsævi? Íbúar þessa litla sjávarþorps hafa svo sannarlega mætt örlögum sín- um. Hafa nýtt alla sína krafta til að lifa af þær miklu hörmungar sem yf- ir þá hafa dunið, byggt upp að nýju, styrkt samfélagið sitt með listsköp- un, tónlist og gleði. En, – ennþá er að þeim vegið. Fimm ungmenni sem í ljúfri ágústnóttinni eyða saman nótt í bíl þar sem rúnturinn er tekinn. Gleði og sorgir hvers og eins koma við sögu í umræðunni, framtíðardraum- ar, ástin, atburðir líðandi stundar og lífið sjálft. Einmitt eins og það á að vera á þessum æskuárum. Hvaða foreldri minnist ekki þess tíma þegar rúnturinn var tekinn með vinunum, þegar mamma og pabbi gerðu at- hugasemdir við útivistartímann, voru kvíðin vegna misgóðra lands- byggðarvega, höfðu áhyggjur af endalausum akstri um sömu göturn- ar, af ballferðum, af ungum ástar- samböndum og ýmsu öðru sem ungt fólk getur ekki skilið að þurfi að hafa áhyggjur af? Það tekur að morgna, kominn tími til að halda heim á leið og nýútskrif- aður ökumaðurinn skilar tveimur vinunum heim í næsta þorp áður en hann heldur sjálfur heim ásamt hin- um tveimur sem eru með, því sætur RAGNAR FREYR VESTFJÖRÐ GUNNARSSON ✝ Ragnar Vest-fjörð Gunnars- son fæddist í Bolung- arvík 6. október 1983. Hann lést af slysförum sunnudag- inn 19. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ísa- fjarðarkirkju 31. ágúst. svefninn sækir á. Að- eins nokkur hundruð metrar heim að dyrum. Augnablikið milli svefns og vöku er stutt. Augnablikið milli lífs og dauða er enn styttra. Hræðilegur at- burður á sér stað sem enginn getur tekið til baka. Í valinn fellur yndislegur ungur mað- ur, Ragnar Vestfjörð. Á átjánda ári. Allt lífið framundan, – margs konar áætlanir í gangi. Allt er breytt. Ragnar sat í 1. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur með dóttur minni. Hann var hæglátur og fyrirferðarlít- ill, – ólíkur henni, fiðrildinu. Hann hafði þá þegar upplifað þjáninguna. Missti föður sinn í snjóflóði á unga- aldri. Síðan skildi leiðir. Við fluttum burtu og Ragnar flutti síðar í burtu. Það var ekki fyrr en löngu síðar að leiðir okkar lágu saman að nýju. Ragnar var þá fyrir löngu fluttur til Súðavíkur og bjó þar ásamt fjöl- skyldu sinni. Ég kom í grunnskólann í Súðavík fagran vordag í maí fyrir nokkrum árum til að aðstoða við undirbúning árshátíðar skólans. Elstu krakkarnir, sem voru að mig minnir þrjú eða fjögur það árið, voru að kveðja, því þau voru að fara í skólaferðalag með kennara sínum og myndu koma heim daginn áður en árshátíðin skyldi haldin. Ég leit yfir hópinn. Ég kannaðist strax við einn úr hópnum. Mundi eftir pírðum aug- unum, fallega, hlýja brosinu og hæg- um yfirveguðum hreyfingum. Það var Ragnar. Orðinn fullorðinn. Við áttum skemmtilegt spjall og rifjuð- um upp ýmislegt úr Bolungarvík æsku hans. Hann sagði mér af sér og sínum og mér þótti afskaplega vænt um að kynnast honum að nýju. Nokkrir mánuðir liðu og leiðir þeirra Ragnars og dóttur minnar lágu saman á nýjan leik. Að þessu sinni í Framhaldsskólanum á Laug- um. Dóttir mín hafði ekki verið lengi fyrir norðan þegar hún hringdi og spurði mig hvort ég myndi ekki eftir Ragnari Vestfjörð. Ég hélt það nú. Með þeim tókst mikil og djúpstæð vinátta, sem einkenndist af hlýju, virðingu og góðum húmor. Hann reyndist henni sem besti bróðir og var ávallt til staðar ef á þurfti að halda. Hún saknar nú sárt því missir hennar er mikill. Ragnar eyddi síðasta vetri í Bol- ungarvík þar sem hann hafði tekið sér hlé frá námi og stundaði vinnu í Bolungarvík og bjó hjá afa sínum og ömmu, sem honum þótti sérstaklega vænt um. Það fór ekki mikið fyrir honum í bæjarlífinu, því hann var frekar feiminn og hlédrægur. Ég hitti hann nokkrum sinnum á götu og hvatti hann til að líta inn hjá okkur. Mér þótti því afskaplega vænt um þegar hann bankaði upp á einn sunnudagseftirmiðdag síðvetrar og sagði jafnrólegur, brosandi, píreygð- ur og alltaf: „Hæ, – þú sagði mér að koma!“ Eftir þetta kom hann nokkrum sinnum og það var margt sem hann hafði frá að segja, og margt sem hann var að velta fyrir sér. Hann sagði mér frá sveitinni hjá Rögnu ömmu í Djúpinu og rifjaði upp heim- sóknir sínar til Lindu og Smára föð- urbróður síns. Hann var líka að átta sig meir og meir á hver hann sjálfur var og hvað hann langaði til. Hann ræddi um mömmu sína og Dóra og Sindra bróður sinn og sagðist vilja vera honum góð fyrirmynd. Hann sagðist þurfa að þjálfa sig betur í að stjórna þrjóskunni og skapinu í sér, láta hana ekki bitna á þeim sem sér þætti vænst um. „Það er gott að vera þrjóskur,“ sagði ég við hann, „en bara við réttar aðstæður.“ Hann var búinn að taka ákvörðun um að þjálfa þetta með þrjóskuna með mömmu sinni og Dóra og sjá hvernig honum tækist upp. „Vertu þolinmóður við sjálfan þig og þau,“ sagði ég við hann, „allt hefur sinn tíma, og þú veist að þú átt besta fólk í heimi í kringum þig,“ sagði ég. Ég hitti Ragnar síðast á ógleym- anlegu sveitaballi á Listasumri í Súðavík helgina áður en hann lést. Hann brosti sem sólin, spurði um Birnu dóttur mína og lofaði að koma fljótlega, þegar hún væri komin heim, og ég lofaði honum á móti að gefa honum vöfflur. Nú græt ég hann. Og Birna dóttir mín líka, – rétt eins og allir sem þekktu hann. Ég bið algóðan Guð að gefa elsku Boggu, móður hans, sem mikið hefur mátt þola, allan þann styrk sem hún þarf til að lifa af þessa miklu sorg. Ég bið um ljós og Guðsblessun fyrir Dóra stjúpföður hans, fyrir hans uppáhaldsbróður Sindra, litlu systk- ini hans, Rögnu ömmu, Arnar afa og Lilló og fjölskylduna alla. Og ég bið algóðan Guð að geyma Jón Hilmar, hans góða vin sem þarf nú að takast á við lífsreynslu sem gæti borið margan manninn ofurliði. Ég bið ljós lífsins að fylgja öllum hans ástvinum hvar sem þeir eru. Blessuð sé minn- ing Ragnars Vestfjörð. Soffía Vagnsdóttir. Elsku Raggi. Sunnudagsmorgunn og ég vakna við þessa hörmulegu frétt. Hvað getur maður gert? Því miður er það ekki neitt. Ég hlakkaði svo til að hitta þig helgina eftir þenn- an atburð, en ekkert varð úr því. Það var svo gaman að hitta þig á fimmtu- degi fyrir verslunarmannahelgi, þegar við sátum á kantsteininum fyrir utan heima hjá mér og spjöll- uðum saman um allt. Það var svo gaman að ræða allt við þig, þú sýndir öllu svo mikinn skilning. Það var svo gaman þegar ég mætti þessu ánægða andliti á Eldborg og eyddum við meirihlutanum af helginni sam- an, hlustuðum á hljómsveitirnar, löbbuðum um skóginn og enduðum niðri á palli dansandi, þetta var svo æðislegt og lífið rétt að byrja. Þegar við spjölluðum saman á mánudagskvöldið ákváðum við að hittast og við „gelgjurnar þrjár“, eins og þú kallaðir mig, Jónu og Ingu, komum að ná í þig og þú byrj- aðir á því að spenna beltið því þú treystir Ingu ekki alveg en við náð- um heim ómeidd. Þetta kvöld var eitt af æðislegustu kvöldum lífs míns. Svo var komið að kveðjustund því þú þurftir að halda heim á leið. Við hringdumst á alla daga og spjölluð- um klukkutímum saman um allt og ekkert. Það var ekkert sem við ræddum ekki um og sumar umræður okkar urðu að nokkrum símtölum með smá matarhléum og pissustopp- um. Við sögðum hvort öðru allt og ef öðru hvoru okkar leið illa ræddum við út um málin og hættum ekki að tala saman fyrr en okkur leið vel og ég kom alltaf ánægð úr símanum, og þú nenntir alltaf að hlusta á mig, þetta óstjórnlega tuð í mér. Síðasta kvöldið þitt hringdi ég og þú sagðir mér að ferðinni væri heitið á þann stað sem fjörið yrði, og ég bað þig þá um tvo hluti, það var að fara varlega og spenna beltið alltaf og hringja í mig þegar þú værir kominn heim. Því miður var þetta síðasta símtalið okkar og fékk ég enga hringingu frá þér. Þegar ég kvaddi þig á flugvellinum grunaði mig aldrei að þetta fallega andlit þitt ætti ég ekki eftir að sjá aftur. Eitt sem ég veit er að þú ert í mjög góðum hönd- um núna og þú varst ekki tekinn frá okkur öllum til einskis. Þín bíða önn- ur verkefni sem engill þótt þú hafir alltaf verið engill, þú verður flottasti engillinn, jafn flottur eða jafnvel flottari en þú varst. Núna sit ég og skrifa, hlusta á lagið okkar „Án þín“ og horfi á myndirnar af þér. Mig langar að segja þér eitt, dúllan mín, að ég og fjölskyldan þín vorum ekki þau einu sem elskuðum þig, líka Guð, því eins og máltækið segir deyja þeir ungir sem guðirnir elska. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért og horfinn burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Ég mun ávallt sakna þín, Raggi minn. Þín vinkona, Una Nikulásdóttir. „Mamma, það varð slys í Súðavík og hann Raggi svarar ekki símanum sínum, ég er svo hrædd um að þetta hafi verið þeir vinirnir.“ Þetta voru orð dóttur minnar. Þessi orð voru erfið. Hvað get ég gert? Óttinn heltekur okkur og stað- reyndin verður ljós. Þvílíkt áfall. Mikið voru það erfiðir dagar sem framundan voru. En kæri vinur, kynni okkar voru því miður alltof stutt en ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem þið Una átt- uð saman, alltaf var hún svo glöð þegar þið voruð búin að tala saman og mikið hlakkaði hún alltaf til að heyra frá þér aftur. Hafðu þökk fyrir. Hver fær lesið letur hjartans, leynirúnir innra manns! Hver er sá, er kannað geti, kafað sálardýpið hans? Margt í hafsins hyljum djúpum hulið er, sem enginn leit. Margt í sálum manna leynist, meira og betra en nokkur veit. Skammt vér sjáum, blindir blínum báðum augum, látum hægt. Hví skal myrða menn í orðum? Margt er hulið, dæmum vægt. Auðlegð hjartans, enginn reiknar eða sálarfátækt manns. Hvar er vog, er vegið geti vonir eða sorgir hans? Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra, systkina og annarra ættingja. Kveðja. Lóa. Klukkan hálftíu að morgni 19. ágúst var bankað á hurðina hjá mér. Þetta var Sigga með þær hörmulegu fréttir að Raggi væri dáinn. Mér fannst þetta bara ekki geta verið þar sem ég hitti þig þremur til fjórum klukkutímum áður. Þú varst í svo góðu skapi að þú varst að springa. Þú talaðir svo hratt að við Tinna áttum erfitt með að ná öllu sem þú sagðir. Þú komst nokkra hringi með okkur en svo dreifstu þig aftur upp í bílinn til Jóns Hilmars. Manstu þegar við hittumst fyrst? Á túninu fyrir ofan Túngötuna í Súðavík, þú varst nýfluttur í gamla húsið mitt, Nesveg 17 b. Við vorum að verða 12 ára. Ég hreifst strax af þessum strák í bláköflóttu flíspeys- unni. Við töluðum lengi saman þar sem við sátum sitthvorum megin við læk- inn. Ég man hvað þú varst vonsvik- inn þegar það var kallað á þig heim, þig langaði svo að vera lengur. Við vorum ágætis kunningjar eftir þetta en þekktumst lítið þar sem ég var nýflutt á Ísafjörð. Svo var það núna síðasta haust að við fórum í sama skólann, MÍ. Við vorum saman í leikfimi, ég, þú og Sigga. Við fengum oftar en ekki að fara „út að skokka“ en reyndar fórum við bara á rúntinn og fengum okkur að borða. Svo vorum við saman í öryggis- fræði. Við vorum alltaf með miða í gangi þar sem við skrifuðumst á þar sem þetta var hræðilegt fag. Þegar ég hætti í skólanum í mars gátum við sjaldan hist þar sem við áttum hvor- ugt bíl. Ég man þegar þú komst með mér að velja nærföt. Við fórum í allar verslanir sem selja slíkan fatnað í Bolungarvík. Þú varst sennilega sá besti sem ég gat tekið með mér þar sem þú hafðir mjög góðan smekk fyrir undirfatnaði. Núna í sumar hittumst við nánast uppá hvern einasta dag, sérstaklega þegar Sigga og Jón Hilmar fóru austur. Stundum rúntuðum við á Ísafjörð og keyptum okkur roppsælu í Krílinu og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þú varst alltaf kominn með nýja og nýja gellu víðsvegar um landið til að essemmessa og hringja í. Ég get svo svarið að síminn gjörsamlega stoppaði ekki. Stundum vorum við bæði orðin hundleið á símanum sem var nú oftast á „Discreet“. Þá leyfð- irðu mér bara að svara og segjast vera kærastan þín. Þér var nú samt farið að þykja svolítið vænt um sum- ar „vinkonurnar“ þínar og varst búin að hitta að minnsta kosti eina, Raggi minn. Þú varst með kvenfólk á heil- anum, en hvað er svo sem óeðlilegt við það, 18 ára á lausu! Þegar við fór- um með Tinnu á karaoke var sama hversu illa við Tinna sungum, þú sagðir alltaf að þetta hefði verið flott. En það var sko ekki nokkur leið að draga þig upp að syngja. Svo var nú oft stuð á verbúðinni, þar sem þið fluttuð í sumar, þú, Sigga, Agga og Óskar. Manstu í þar- seinustu viku? Við dönsuðum og dönsuðum inni í Öggu herbergi og þú varst orðinn svo þreyttur að þú þurftir að setjast niður en mér tókst alltaf að draga þig aftur út á gólf. Helgina áður en þú fórst frá okkur sátum við saman til 7 um morguninn að spjalla. Þú sagðir mér að þér þætti ekkert smá vænt um mig og að ég ætti að fara varlega með nýja kærastann, þú varst nefnilega smá „pabbi“ í þér og hefðir trúlega orðið sá besti. Ég er rosalega þakklát fyrir allar stundirnar með þér, sérstaklega seinustu nóttina sem þú svafst á ver- búðinni, aðfaranótt laugardagsins 18. ágúst. Það var þvílíkt stuð á okk- ur, mér þér og Óskari Long. Ég var alltaf að biðja þig um sæng þar sem ég átti að gista hjá þér. Þetta endaði þannig að hvorugt okkar var með sæng, þú svafst í öllum fötunum og ég með handklæði ofan á mér. Elsku besti Raggi minn. Það er svo skrítið að þú sért farinn. Ég hugga mig við það að þú sért á betri stað og að þú sért hjá pabba þínum sem þú saknaðir svo sárt. Megi góð- ur Guð styrkja fjölskylduna þína í þessari miklu sorg. Þín verður sárt saknað, kæri vinur. Kveðja, þín Aldís Ýr Ólafsdóttir. ✝ Björn Högdahlfæddist í Krist- iansand í Noregi 22. febrúar 1934. Hann lést 19. ágúst síðast- liðinn. Eftirlifandi eigin- kona Björns er Björg Högdahl og eignuð- ust þau þrjú börn sem öll eru uppkom- in. Björn starfaði þorra starfsævi sinn- ar hjá stórfyrirtæk- inu Elkem og var m.a. um skeið verk- smiðjustjóri í ál- verinu í Mosjöen og síðar yfir- maður áldeildar fyrirtækisins. Eftir farsælan feril hjá Elkem kom Björn hingað til lands í jan- úar árið 1999 og tók við starfi forstjóra Norðuráls. Um það leyti var verið að ljúka gang- setningu fyrirtækis- ins og hans beið það hlutverk að koma því í rekstrarlegt jafnvægi. Undir for- ystu Björns tókst það og gott betur og hann skildi við fyr- irtækið í góðum rekstri. Á ofanverðu síðasta ári greindist Björn með krabba- mein. Árangur af skurðaðgerð gaf um tíma tilefni til bjartsýni, en sjúk- dómurinn reyndist vera of langt genginn. Útför Björns fer fram í Noregi í dag. Björn naut mikillar virðingar með- al samstarfsmanna sinna hjá Norður- áli. Hann var leiðtogi sem var eðlilegt að taka af skarið en kunni líka að hlusta og treysta fólki fyrir sínum verkefnum. Hjá Birni fóru saman góð fagþekking, glöggskyggni á rekstur og innsæi í mannlegt eðli. Hann var hógvær en jafnframt glaðsinna og var létt um að laða fram jákvætt and- rúmsloft. Björn var umhyggjusamur og mik- ill fjölskyldumaður. Hann var nátt- úruunnandi og notaði tímann undir lokin til að ferðast um Noreg. Það lýs- ir vel persónulegum styrk Björns að hann gat rætt um veikindi sín af still- ingu og komið fram við fólk með sama rólega skapinu og áður þó að hann vissi að endalokin væru skammt und- an. Það er bjart yfir minningunni um Björn. Eiginkonu hans og öðru venslafólki vottum við samúð. Starfsfólk Norðuráls. BJÖRN HÖGDAHL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.