Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 49

Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 49 ✝ Hafsteinn Daní-elsson fæddist í Borgarnesi hinn 15. mars 1936. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi hinn 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Daníel Jóns- son, f. 9. júlí 1901, d. 23. október 1994, og Jórunn Þor- steinsdóttir, f. 31. maí 1905, d. 1. ágúst 1966. Systkini Hafsteins eru Jón, Guðríður (látin), Kristbjörn (lát- inn), Bára Laufey, Ásmundur og Sævar. Hinn 12. júní 1958 kvæntist Hafsteinn Margréti Jónu Þor- steinsdóttur, f. 11. nóvember 1933. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þorgils Þorsteinsson, f. 8. apríl 1897, d. 9. desember 1960, og Aðalheiður María Jóns- 27.8. 1981, c) Elías Már, f. 22.10. 1983, d) Maríus Árni, f. 1.7. 1992, e) Hans Pétur, f. 16.8. 1994, f) Elín Ósk, f. 20.2. 1997. 4) Jón Grétar, f. 23.12. 1960, kvæntur Hildigunni Jónínu Sig- urðardóttur, f. 10.7. 1965. 5) Daníel, f. 25.12. 1961. 6) Har- aldur, f. 7.2. 1963, kvæntur Nhi Thy Tran Pham, f. 22.3. 1977. 7) Sólveig, f. 5.2. 1964, í sambúð með Helga Benediktssyni, f. 6.5. 1956, börn þeirra a) Sverrir Hilmar Gunnarsson, f. 2.11. 1981, b) Rakel Gunnarsdóttir, f. 24.3. 1986, c) Daníel Örn Helga- son, f. 18.8. 1995, d) Anja María Helgadóttir, f. 14.9. 1997. 8) Þór- dís, f. 22.7. 1965, sonur hennar er Ívar Andri, f. 19.1. 1993. 9) Lilli, f. 18.1. 1968, d. 10.4. 1972. Hafsteinn fæddist í Borgarnesi og ólst þar upp til fimmtán ára aldurs en fluttist þá til Reykja- víkur með fjölskyldu sinni. Hafsteinn vann ýmis störf um ævina, hann var til sjós, í bygg- ingarvinnu og lengst af og síð- ustu árin vann hann sem pípu- lagningamaður. Útför Hafsteins fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. dóttir, f. 8. nóvember 1901, d. 5. febrúar 1983. Börn Hafsteins og Margrétar eru: 1) María Jórunn, f. 22.4. 1957, gift Smára Geirssyni, f. 17.1. 1951, börn þeirra eru a) Orri, f. 11.3. 1980, b) Jó- hanna, f. 29.9. 1985. 2) Aðalsteinn, f. 7.3. 1958, kvæntur Guð- rúnu Sigvaldadóttur, f. 4.1. 1961, börn þeirra eru a) Bjarki, f. 26.7. 1982, b) Hildigunnur Sif, f. 23.7. 1992. 3) Sigrún, f. 30.12. 1959, gift Hans Pétri Blomsterberg, f. 18.3. 1957, börn þeirra eru a) Margrét Steinunn, f. 25.1. 1977, gift Sig- urði Þ. Jónasarsyni, f. 9.4. 1973, börn þeirra Jónas Þorgeir, f. 2.10. 1995, Sigrún Eva, f. 30.12. 1997, og Hafsteinn Ingi, f. 16.7. 2001, b) Hafsteinn Grétar, f. Hinn 30. ágúst sl. barst mér sú sorgarfregn að tengdafaðir minn, Hafsteinn Daníelsson, væri látinn. Þessi fregn kom ekki á óvart því Hafsteinn hafði um skeið háð bar- áttu við erfiðan sjúkdóm og fyrir lá að hverju stefndi. Undanfarna mánuði hafa nánustu aðstandendur hans fylgst með baráttunni og ekki verður annað sagt en þrautseigja hans og bjartsýni hafi verið aðdá- unarverð. Hann gerði sitt ýtrasta til að njóta lífsins í lengstu lög og allir sem aðstoðuðu hann við það eiga svo sannarlega þakkir skilið. Kynni mín af Hafsteini hófust 1974 og fljótlega tókst með okkur góð vinátta. Hafsteinn var ekki allra; hann birtist flestum í fyrstu sem hlédrægur maður, skapmikill og fámáll en við nánari kynni komu í ljós þeir eiginleikar sem bjuggu undir yfirborðinu. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og hélt þeim fram af festu og ákveðni. Og þess- ar skoðanir hans voru yfirleitt byggðar á sterkri réttlætiskennd. Þá bjó undir tiltölulega hrjúfu yf- irborðinu hlýtt viðmót sem kom ekki síst fram í samskiptum hans við börnin í fjölskyldunni. Hann var ávallt tilbúinn að sinna börn- unum og naut svo sannarlega sam- vistanna við þau. Hann lagði áherslu á að fylgjast vel með lífs- ferli þeirra og ekkert gladdi hann meir en þegar ánægjulegar fréttir bárust af gengi þeirra í lífinu. Mér eru eftirminnilegir bíltúrar okkar Hafsteins um höfuðborgar- svæðið þegar við Austfirðingarnir komum í heimsókn suður. Í þess- um bíltúrum ókum við gjarnan um ný borgarhverfi sem þutu upp eins og gorkúlur og þá ræddum við byggða- og atvinnuþróunina í land- inu. Hann sá með afar skýrum hætti hve vöxtur höfuðborgarsvæð- is á kostnað landsbyggðar var var- hugaverð þróun og ræddi mikið um leiðir sem dygðu til að stöðva hana. Í þessari umræðu vísaði hann oft til æskuáranna í Borgarfirði og reynslu sinnar sem ungs manns af sjómennsku. Þarna tjáði hann skoðanir sínar með skýrum hætti og færði fyrir máli sínu skynsam- leg rök. Mikið þótti mér vænt um viðhorf hans í þessum efnum. Þessi mál bar gjarnan einnig á góma þegar Hafsteinn heimsótti okkur austur til Neskaupstaðar. Þá lagði hann sig fram um að kynnast gangi atvinnulífsins þar og þá voru það fiskveiðar og fiskvinnsla sem skiptu höfuðmáli. Hann lagði kapp á að fræðast um gang veiðanna og hafði einstaka ánægju af því að sjá miklar breytingar eiga sér stað hvað vinnsluna áhrærði. Hann hreifst af tækniframförunum og batnandi vinnuumhverfi en var einnig meðvitaður um nauðsyn nýrra atvinnutækifæra vegna þeirrar staðreyndar að tæknin leiddi af sér sífellt færri störf. Í þessu samhengi studdi hann vel og dyggilega baráttu Austfirðinga fyr- ir hagnýtingu vatnsafls og orku- frekum iðnaði. Í síðustu skiptin sem við hittumst voru virkjana- og stóriðjumál á Austurlandi helsta umræðuefnið og þá lá hann ekki á skoðunum sínum og hvatti til harðrar baráttu fyrir framgangi mála. Þegar þjóðmálin bar almennt á góma tók Hafsteinn ávallt afstöðu með þeim sem minna máttu sín og áttu undir högg að sækja. Hann var einlægur verkalýðssinni og dæmdi þá sem höfðu hagnast á kostnað annarra hart. Í starfi sínu sem pípulagningamaður skynjaði hann vel hve lífsgæðunum var mis- skipt og oft sagði hann frá kynnum sínum af húsbyggingum hinna ríku og bar þau húsakynni saman við húsnæði alþýðufólks. Í umræðum um þessi mál birtist hin sterka réttlætiskennd hans með hvað ótví- ræðustum hætti og þá ræddi hann um mikilvægi þess að byggja upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Tengsl Hafsteins við æskuslóð- irnar í Borgarfirði voru áberandi þáttur í lífi hans. Þegar hann átti frí frá erilsömu starfi lá leiðin ótrú- lega oft upp í Borgarfjörð og oftar en ekki fylgdu einhver barna- barnanna með. Fyrir nokkrum ár- um reisti hann sér sumarbústað í Svínadal í Borgarfirði og ekki fækkaði ferðunum þangað við það. Hann undi sér vel í bústaðnum og naut þar friðsældar og náttúrufeg- urðar. Hann gat setið löngum stundum og rætt um framtíðar- áformin hvað uppbyggingu bústað- arins varðaði og þá skein svo sann- arlega áhuginn á málefninu úr andliti hans. Að leiðarlokum viljum við María, Orri og Jóhanna þakka innilega góða samfylgd um leið og ég votta Margréti tengdamóður minni og öllum öðrum aðstandendum inni- lega samúð. Minningin um Haf- stein Daníelsson mun ætíð lifa í huga okkar. Smári Geirsson. Kallið er komið. Það er um eitt ár frá því að þú greindist með sjúkdóminn, þó að allir vissu hvert stefndi þá er áfallið alltaf jafn mik- ið þegar stundin kemur. Okkur var sagt að þú gætir varla lifað lengur en í þrjá mánuði, en þér tókst með miklum lífsvilja og ótrúlegri já- kvæðni að ná þetta langt. 64 ár þykja ekki hár aldur. Væri manni, sem hefur unnið jafn mikið og þú bæði til sjós og lands, kippt svo snögglega frá vinnu, gæti hann gefist upp, en ekki þú. Þú lagðir ekki árar í bát, þú varst ekki þann- ig, það vissu allir. Það á eftir að verða og er þegar orðið svolítið skrítið og jafnvel tómlegt á morgn- ana þegar maður er að hella upp á kaffi. Það var eins og þú fyndir kaffiilminn, því þú varst alltaf mættur þegar kaffið var klárt. Við eigum þér heilmargt að þakka í gegnum árin og vil ég t.d nefna þegar við byggðum húsið í Skelja- tanga, þar varst þú allt í öllu, alveg frá því að við tókum fyrstu skóflu- stunguna og þangað til flutt var inn og húsið fullklárað. Ég verð að segja eins og er, að ég lærði meira af þér á þeim tíu mánuðum sem við vorum að byggja, en ég gæti lært á tíu árum í skóla. Ekki höfum við tölu á þeim ferðum sem þú fórst að aka um Borgarfjörðinn, um hverja helgi varst þú mættur til að fara með börnin í bíltúr upp í sveit og það er varla til sá vegur eða veg- slóði sem börnin hafa ekki farið í Borgarfirðinum, enda ert þú fædd- ur Borgnesingur og leist alltaf á þig sem slíkan, þú elskaðir Borg- arfjörðinn. Bústaðaferðirnar voru margar hjá okkur í gegnum árin og auðvit- að var það Borgafjörðurinn fyrst og fremst, þar gast þú alltaf fengið bústað, enda þekktir þú marga þar. Margt gæti ég talið upp til við- bótar, því af nógu er að taka, t.d sögunnar úr sveitinni sem ekki voru svo fáar og frá sjómanns- árunum þar sem ýmislegt gekk á, en það gæti orðið efni í heila bók og ég læt því staðar numið hér. Vert er þó að minnast þeirrar góðu umönnunnar sem þú fékkst á A3 og A7 á Landspítalanum í Foss- vogi, dömurnar þar voru svo ynd- islegar við þig, svo það var ekki skrítið að þú kallaðir þær alltaf stelpurnar þínar. Við kveðjum þig nú með söknuði og biðjum góðan Guð að geyma þig fyrir okkur. Kærar þakkir fyrir allt. Sigrún og Hans. Elsku afi, mér þótti svo vænt um þig og það er svo erfitt að kveðja þig. Manstu alla bíltúrana og sum- arbústaðaferðirnar sem við fórum í þá var svo gaman hjá okkur. Og í sumar þegar þú fórst með mig í bæinn að kaupa nýtt hjól handa mér. Takk fyrir, afi minn. Ég sakna þín svo mikið, elsku afi minn. Þinn Ívar Andri. Elsku afi. Við viljum bara þakka þér fyrir að vera afi, afinn okkar, sem var alltaf með bros á vör en dálítið stríðinn. Alltaf varstu tilbúinn að gera allt fyrir okkur þegar við þörfnuðumst þín. Þess vegna var það svo gott að geta gert eitthvað fyrir þig síðasta árið þitt þegar þú þurftir á því að halda. Við kveðjum þig með söknuði, elsku afi, og núna geturðu loksins sofið vært hjá guði. Kveðja. Sverrir, Rakel, Daníel og Anja María. Elsku afi, nú ert þú farinn til Guðs. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, þú varst góður afi. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Elsku afi, við vonum að þér líði betur uppi hjá Guði og hjá öllum sem tóku á móti þér. Við kveðjum þig, elsku afi, með söknuði. Góði Guð, passaðu afa fyrir okkur. Þín barnabörn Maríus Árni, Hans Pétur og Elín Ósk. Elsku afi, þá er það runnið upp, þú ert farinn frá okkur, þessi bar- átta er búin að vera löng og erfið, en þú ert búinn að standa þetta eins og foringi. Enginn hefði geta trúað því að þú myndir standa þetta svona lengi og vera svona já- kvæður í þessu öllu saman. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu ferðirnar í sumarbústaðina að Hóli og í Borgarselið, þar höfum við keyrt allar götur og á alla þína uppáhalds staði í gegnum árin, það voru fáar helgar sem við vorum ekki að rúnta um Borgafjörðinn eða gera eitthvað saman. Við minn- umst þess alltaf, hvað þú varst góður við okkur og viljum þakka fyrir það. En nú er komið að því að kveðja þig, elsku afi, þó svo að við vildum að við gætum verið lengur saman, en við vitum að þú hvílist vel hjá Guði. Elías Már og Hafsteinn Grétar. Elsku afi minn, nú ert þú dáinn eftir baráttu við sjúkdóm sem ekki var hægt að lækna. Ég sakna þín svo sárt, það er svo erfitt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur. Ég sit og hugsa um allt sem við gerðum saman, allar sumarbú- staðaferðirnar sem þér þótti svo gaman að fara og allar ferðirnar upp í Borgarnes, þar sem þú fædd- ist og ólst upp. Ég man þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, hann Jónas, þú varst svo stoltur af því að vera orðinn langafi og tveim ár- um seinna eignaðist ég hana Sig- rúnu, alltaf fjölgaði börnunum þín- um, svo rétt eftir að þú veiktist vissi ég að ég væri ólétt að þriðja barninu mínu og þegar ég var komin á tíma, hringdir þú í mig nánast annan hvern dag til að at- huga hvort ég væri ekki að fara að eiga. Þú hlakkaðir svo til að sjá litla langafabarnið þitt. Og svo loksins tveim vikum eftir áætlaðan fæðingardag fæddist drengur, ég og litli drengurinn fórum síðan heim daginn eftir og komum við hjá mömmu. Þar biðuð þið amma eftir að sjá litla drenginn. Afi minn, ég ákvað þegar þú lagðist inn á spítalann, að segja þér hvað drengurinn ætti að heita, því þú varst að bíða eftir því að hann yrði skírður. Þú varst svo ánægður að ég skyldi segja þér að hann ætti heita Hafsteinn í höfuðið á þér. Kvöldið áður en þú lést, þegar ég var hjá þér með Hafstein litla, langaði þig að halda á honum og ég lagði hann í fangið á þér. Þú varst svo ánægður, hélst í hann, og straukst honum um kollinn. Eftir að ég kvaddi þig þetta kvöld sofn- aðir þú og vaknaðir ekki aftur. Ég kveð þig núna, elsku afi minn, og takk fyrir allar stund- irnar sem við höfum átt saman. Þín Margrét. Elsku besti langafi. Okkur lang- ar að kveðja þig með bæn sem við lærðum í leikskólanum. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, ljúfi Jesús, að mér gáðu. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, og vonandi líður þér vel hjá Guði. Jónas, Sigrún og Hafsteinn. HAFSTEINN DANÍELSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.