Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 50
MINNINGAR
50 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Eva María
Elsku hjartans ástin
mín, barnið mitt, ljósið
mitt og mín besta vin-
kona. Þú sem lýstir upp hvern minn
dag með nálægð þinni, kærleika þín-
um og snertingu. Þú varst mín bjart-
asta von og miklu miklu meira. Þú
ert sálufélagi minn og ferðafélagi í
gegnum eilífðina. En þú hefur verið
kölluð í burtu frá okkur sem elsk-
uðum þig svo ofurheitt. Ástin mín, ég
er þér þakklát að hafa valið mig sem
mömmu, stundum vissum við reynd-
ar varla hvor var mamman. Ég er
þér þakklát fyrir að opna augu mín
fyrir svo ótalmörgu í kringum okkar
daglega líf saman. Ég var iðulega að
springa af stolti af þér. Þú hafðir ein-
staklega næma skynjun fyrir öllu
þínu umhverfi hvar sem þú varst og
þú slóst alltaf í réttum takti.
Þú varst svo margt fyrir svo ótal-
marga, á þínum tæplega 25 árum
snertir þú hjarta og sál fjölda vina og
ástvina. Þú sem áttir eftir að upplifa
svo ótalmargt með okkur öllum.
Söknuður minn og sorg rista svo
djúpt í hjarta mitt og sál að engin orð
fá lýst.
Drottinn Guð gefur líf og tekur líf,
honum er ég þakklát fyrir að gefa
mér þig, mín undurfagra sál. Minn-
inguna um þína björtu, hreinu og
tæru sál á ég að eilífu í hjarta mínu,
minninguna um brosið þitt breiða og
knúsið þitt heita. Ég veit að þú leiðir
pabba. Þar til við hittumst á ný.
Ég bið Drottin Guð okkar að lyfta
þér upp í ljósið bjartasta og til eilífr-
ar blessunar og gleði.
Mamma.
Sigurður
Minn einlægasti, nánasti og kær-
asti vinur, vinur minn í raun og ást
mín.
Þung eru skrefin sem Guð leggur
á mig og Jón Stefán, ekkert megnar
að fylla tómarúmið í hjarta okkar.
Vegir Drottins Guðs eru órannsak-
anlegir og ég skil ekki hvers vegna
hann tók ykkur Evu Maríu frá okk-
ur. En, ástin mín, nú leiðist þið tvö
um elífðina og vakið yfir okkur tveim
leiðast í jarðlífinu. Við munum um
síðir hittast öll að nýju.
Ég þakka þér þína tæru hreinu
óskilyrtu ást til mín í þau 28 ár sem
við áttum saman. Ég þakka þér þá
óbifanlegu trú sem þú hafðir á mér
og það hvað þú hvattir mig stöðugt
til dáða sama hvert verkið var. Þú
varst sá sem alltaf hlustaðir og gafst
einlæg ráð, þú varst líka sá sem
fékkst mig til að hlæja mest og inni-
lega. Saman gengum við þú og ég í
gegnum súrt og sætt, en við vorum
lánsöm og áttum ávallt mikinn styrk
til að gefa hvort öðru í gleði og sorg.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig og
ég sakna þín sárt, en minningar mín-
ar um þig eru greyptar í sál mína og
hjarta og sefa sorgir mínar.
Ástin mín, ég kveð þig hinstu
kveðju og bið Drottin Guð að taka
þig í faðm sér og tendra þitt skær-
asta ljós. Ég veit að þú leiðir Evu
Maríu barnið okkar.
Þar til við hittumst á ný.
Þín
Margrét.
Elsku Siggi og Eva María.
Ég sit og skrifa ykkur þessar línur
SIGURÐUR
JÓNSSON OG
EVA MARÍA
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Feðginin Sigurð-ur Jónsson, f. 2.
febrúar 1951, og Eva
María Sigurðardótt-
ir, f. 23. september
1976, létust af slys-
förum 19. ágúst síð-
astliðinn og fór útför
þeirra fram frá
Hjallakirkju í Kópa-
vogi 28. ágúst.
til að kveðja ykkur. Ég er alveg fros-
inn og galtómur. Ískaldri gusu var
skvett framan í okkur. Þú Siggi minn
og Eva mín ásamt tveim öðrum góð-
um mönnum eruð dáin. Dáin?
Hvernig má það vera? Ég skil þetta
bara alls ekki. Smám saman hellist
þó raunveruleikinn yfir og ég átta
mig á því hversu lítilfjörleg við
mannfólkið erum í þessum stóra al-
heimi sem við lifum í og hversu tím-
inn okkar hér á jörðu er dýrmætur.
Okkar góði Drottinn gefur, okkar
góði Drottinn tekur. Mér gaf Drott-
inn það að fá að hafa þekkt ykkur,
hafa verið með ykkur og tengst ykk-
ur fjölskylduböndum sem sannar-
lega voru traust. Ég man ekki eftir
mér öðruvísi en að þú, elsku Siggi
minn, hafir alltaf verið í kringum mig
enda var ég rétt þriggja ára þegar þú
og Magga systir byrjuðuð ykkar líf
saman. Þú varst ekki bara mágur
minn, þú varst svo miklu meira. Þeg-
ar ég var ungur fékk ég svo oft að
vera með ykkur og hjá ykkur og þá
varstu eins og pabbi minn. Alltaf
varstu mér mikilvægur leiðbeinandi
og skiptu málefnin engu, þú hafðir
alltaf góð ráð. Eftir að ég þroskaðist
og varð fullorðinn þróaðist samband
okkar enn betur og við urðum miklir
félagar. Þú fylgdir mér úr hlaði,
horfðir á litla pollann vaxa og verða
að manni og bara það að þú hafir
sagt mér að þú værir stoltur af mér
og lagt blessun þína yfir ýmsar
ákvarðanir mínar segir mér að ég
hafi breytt rétt. Og þér, elsku Eva
mín og ástkær frænka, var ég svo
lánsamur að hafa fengið að fylgjast
með frá fyrstu hendi og taka smáþátt
í uppvexti þínum og vonandi skilað af
mér einhverjum góðum lífsins gild-
um til þín. Nógu mikið gafst þú mér,
krúsan mín, alveg frá fyrstu árum
þínum og fram til dagsins í dag. Þú
hafðir endalausan kærleika að gefa
og fallega brosið þitt er greypt í huga
minn. Við vorum miklir vinir og ég á
endalausan bunka af fallegum minn-
ingum um þig.
Elsku vinir mínir. Síðasta skiptið
sem við áttum saman er ómetanleg
stund í mínu hjarta. Það var kvöldið
áður en þið lögðuð af stað í ykkar
hinstu ferð. Magga systir hafði óvart
rekist í GSM-símann sinn og hringt
eina hringingu í mig um morguninn.
Ég hringdi til baka og eftir smá
spjall ákváðum við að grilla saman
heima hjá ykkur um kvöldið. Ég
hlakkaði til allan daginn sem var ansi
annasamur og tíminn leið hratt. Eva,
þú komst við í vinnunni hjá mér til að
heilsa uppá frænda þinn, enda ný-
komin frá París og við höfðum ekki
sést síðan í afmælinu mínu í júní. Ég
var ekki við en þú hringdir í mig og
við grínuðumst aðeins eins og svo oft
áður. Síðar um kvöldið þegar við
Helga komum til ykkar þá fékk ég
eitt stærsta og hlýjasta knús frá þér
sem ég man eftir og þau hafa nú allt-
af verið rosaleg. Saman áttum við öll
yndislega kvöldstund, Magga systir
var svo ánægð að hafa alla fjölskyld-
una sína saman á ný eftir langa fjar-
veru Evu í útlöndum. Ég og Helga
vorum svo glöð að fá að vera með
ykkur öllum fjórum saman í einu og
leið svo vel í návist ykkar. Það var
rætt um heima og geima, sagðar sög-
ur og hlegið mikið fram á kvöld.
Þessi síðasta minning um ykkur,
elskurnar mínar, er mér ómetanleg
og hjálpar til við að sætta sig við ör-
lög ykkar. Hvíl í friði og megi Drott-
inn vernda ykkur.
Magga mín, Nonni minn og Sirrý
mín. Við Helga gefum ykkur alla þá
ást og umhyggju sem hjarta okkar
hefur að geyma og biðjum Guð að
blessa ykkur í sorg ykkar.
Ellert Kristján Stefánsson.
Það var mánudaginn 20. ágúst að
mér barst sú harmafregn að Eva
María og Siggi væru látin. Ég var
slegin, hjartað sló örar og tárin brut-
ust fram í augu mér. Mér varð strax
hugsað til elsku Margrétar og
Nonna, þvílíkt skarð sem höggvið er
í þeirra líf. Ástvinamissir er mjög
erfiður og það þekki ég af eigin raun.
Eva María og Siggi voru yndisleg-
ar persónur, bæði mjög lífleg og
skemmtileg með mikla útgeislun. Ég
varð þeirra gæfu njótandi að fá að
kynnast þeim. Evu Maríu passaði ég
og Nonna reyndar líka. Þá bjuggu
þau í Hraunbænum þar sem ég bý
einmitt núna. Við brölluðum margt
þegar ég var að passa, lékum, lásum
og fórum á róló.
Þegar Siggi og Margrét ráku
sjoppuna á Njálsgötunni hjólaði ég
stundum þangað og fékk að hjálpa til
við afgreiðslu. Seinna vann ég svo
hjá þeim í barnafataverslun sem þau
áttu. Einnig sá ég um rekstur á
sjoppunni þeirra í Breiðholtinu með-
an þau fóru í sumarfrí sumarið 1991.
Þannig kynntist ég Sigga sem vinnu-
veitanda, þ.e.a.s. sá hann í öðru ljósi
en í fjölskyldunni. Það var gott að
vinna fyrir Sigga. Hann var góður
vinnuveitandi, ákveðinn en sann-
gjarn.
Ég hitti Evu Maríu og Sigga oft í
veislum á „Langó“. En síðustu árin
hittumst við ekki eins oft. Eva María
var líka svo mikill heimshornaflakk-
ari að undanfarin ár var hún lítið
heima. Ég hitti Sigga í fjölskyldu-
boði á „Langó“ viku áður en hann
lést. Mig óraði ekki fyrir því að það
væru síðasta samverustund okkar á
jörðu. Evu Maríu sá ég síðastliðið
haust þegar hún kom í heimsókn til
okkar í Hraunbæinn til að sjá frum-
burðinn okkar. Sú stund var yndisleg
og ég minnist þess hve litla drengn-
um mínum leið vel í fanginu á Evu
Maríu.
Með þessum orðum kveð ég ykk-
ur, elsku Eva María og Siggi. Guð
blessi minningu ykkar. Elsku Mar-
grét frænka, Nonni minn og aðrir
ástvinir, Guð gefi ykkur styrk á sorg-
artímum.
Elín Björg Guðjónsdóttir.
Elsku Eva mín.
Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega,
leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki,
er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni,
en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu,
vonar allt, umber allt.
(Kor., 4–7.)
Þessi orð lýsa þér betur en nokkuð
annað. Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og kennt. Elsku Margrét
og Nonni, nánustu ættingjar og vin-
ir, sorg okkar allra er mikil en ykkar
þó mest.
Þín vinkona,
Valgerður.
Elsku Eva María.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr. frá Grímsstöðum.)
Takk fyrir allt og allt.
Við vottum Margréti, Nonna,
$
!
;(9')+
*+,,
<
) $ %
2 '
34
, )"! !
)"!, !
! 1", !
(- !!
!&"
!&,&"
+4)"! !
2!2.!'
!
=;8
(9>=;*+,,?@*
/:
& '!
5
)
3 '
5
)
'
%
34 '
3+44
=% - &
5 '7& !
( + - !
1"&- &
=% @'- &
(2. &"
2!2.! 2!2!2.!'
0
()#( )
,
*+,,
& '!
5
)
3
$
2 '
344
(0!+ -&"
+ -&"
!!+ -&"
+4+ - !
!3 + -&" '
$
,8,);*+,,
" !
-!-
5 /A
/ ) # 1 '
&",&"
5!, !
+ .$!0&"
1 .,&"
!1'
!B" !
+ - !, !
-- &"
2!2.!'
/"
!
?*8)+*+,,
@
) 5 " %
6 '
3144
!!!)"!&"
-C!& ! '
0
"
!
? *,@;*+,,
7 3 AD
-
!# 1 '
!& !&"
&" ! !
$% -5!&" '