Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 56

Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞINGMENN sem engu þora, engu hætta og varast eigin skoðanir, fari þær út af pólitískri flokkslínu, eru ekki til fyrirmyndar. Slíkt fólk hefur ekki þroska eða djörfung til að ná reisn í samfélaginu og er á óljósum mörkum. Það þarf mikinn sofanda- hátt hjá almenningi og andvaraleysi þegar þannig fólk kemst tvisvar og oftar á þjóðþing. Þá reikar hugur til þess hve skammt maðurinn er kom- inn frá dýrum að ýmsu leyti. Búpen- ingi okkar er ekkert verr við og óskiljanlegra en breytingar á vana- bundinni hegðun sinni og vita bænd- ur að betra er að skipta um gripi en að reyna breytingar þvert á eðli þeirra. En þetta eru dýr og þau gera engar kröfur aðrar en að þurfa ekki að hugsa og að fá að éta og sofa í friði. Er þetta eitthvað líkt lífsmunstri ís- lenskrar alþýðu í hnotskurn? Gerir almenningur á Íslandi bara kröfur um að fá að borða, sofa og að hugsað sé fyrir hann? Vill alþýðan leyfa for- stjórum ríkisfyrirtækja og bröskur- um í útgerð að setja sig í andlega og efnahagslega spennitreyju? Vill hún láta menn án ábyrgðar ráðskast með fjöregg sitt? Ég held ekki, en samt er það svo. Það má skilja á sumum ráð- herrum ríkisstjórnarinnar að þeir séu ekki ábyrgir fyrir verkum starfs- fólks síns. Þvert á mótaða siðfræði stjórnmála telja þeir sig ábyrgðar- lausa gagnvart þeim er þeir hafa yfir að segja. Þeir virðast ekki gera sér ljósa þá hættu að án aðhalds geti starfsmenn þeirra farið sínu fram. Það virðist mikill sannleikur fólginn í því áliti lögmannsins Sigurðar Lín- dals, sem fram kom í Kastljóssþætti, að siðferðisbrot ráðherra þurfi að vera stórfellt svo afsagnar sé þörf. Skrítið ef ábyrgðin og siðferðið þarf að vera á hærra plani hjá starfsfólk- inu. Okkar menn ættu að kenna hin- um norrænu ráðherrunum sem eru á óhagstæðu plani með ábyrgð. Kjafta- vitið virðist oft reynast betur í þing- sölum en þjóðhagsleg rök fólks á borð við Jóhönnu Sigurðardóttur sem er ein af fáum sem þora að gera það sem fólkið kaus þau til. Þjóðsagan snjalla um Marbendil á lygilega víða við og má heimfæra hana á marga vegu. Jó- hanna Sigurðardóttir á annað skilið af þjóð sinni en sífellt vanþakklæti. Málefnasnauðum kjaftöskum hefur tekist að koma því inn hjá of mörgum að hún sé bara röflari af gamla skól- anum. Hvað er að Íslendingum? Þola þeir ekki heiðarlegt og málefnalegt fólk? Hún er eini ráðherrann sem sagt hefur af sér vegna þess að henni var meinað að vinna fyrir fólkið. Hún stóð fyrir ósvikinni ábyrgð sem ráð- herra. Vill fólk áferðarfallegt froðu- snakk og ábyrgðarleysi? Flestir vita hvað varð af snjöllum útúrsnúninga- meisturum er höfðu ráðherratign, þeim Svavari Gestssyni og Jóni B. Hannibalssyni, en hvað skildu þeir eftir sig? Hvorugur þessara manna barðist gegn misrétti, en báðum fórst fimlega að koma á framfæri einlæg- um vilja til að gera það sem þeir höfðu engan áhuga á. Það kemur undarlega oft fyrir háttvirtan forsætisráðherra Davíð Oddsson að gera fólki aðrar meining- ar en til er stofnað. Hann talar á strákslegan hátt um veiðiskap þeirra sem vilja að ráðherrar axli ábyrgð á verkum starfsmanna sinna. Ég skil vel að hann standi með Birni Bjarna- syni því hann ber af öðrum í stjórn- inni, en hann á að vita að flest mál koma betur út ef fyrst er hugsað. Eft- ir höfðinu dansa limirnir og mergur málsins er að veita aðhald. Ekki að ná sér niðri á öðrum. Að væna menn um slíkt er ámælisvert. Davíð þarf að taka til í eigin ranni og læra að virða réttsýnt og hugrakkt fólk á borð við Jóhönnu Sigurðardóttur þótt hann sé því ekki sammála. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 149, Reykjavík. Aðgát skal höfð í nærveru ráðherra Frá Albert Jensen: ÉG rakst á bréf Sigurbjarnar Sævars Grétarssonar í Morgunblaðinu hinn 22. ágúst síðastliðinn. Hann skrifar þar ágæta grein um Menningarnótt og það menningarsjokk sem hann fékk við það að taka þátt í henni. Frá- sögn hans um rasisma á rappkeppni sem haldin var á Ingólfstorgi er sem betur fer á miklum misskilningi byggð. Hann skrifar meðal annars: „Mér var verulega brugðið þegar ég varð vitni að því á áhrifamikinn hátt að rasismi væri á Íslandi.“ Ég vil senda þetta bréf hér til þess að leið- rétta þann misskilning en þetta atvik sem átti sér stað hefur ekkert með rasisma að gera. Þess má geta að söngvari hljómsveitarinnar sem var að spila var einnig í dómnefnd en einn sigurvegari keppninnar var einmitt dökkur á hörund. „… á sviðinu var ónefnd hljóm- sveit, til hliðar á sviðinu var næsta hljómsveit að bíða eftir að komast á svið.“ Hann heldur áfram: „Söngvari þessar hljómsveitar er dökkur, en söngvari hljómsveitarinnar er var að skemmta er hvítur … en söngvari hljómsveitarinnar á sviðinu var að tala niðrandi til dökka söngvarans en þau orð sem hann lét af vörum eru ekki lesendum bjóðandi, því mun ég ekki skrifa þau hér.“ Þetta finnst mér of strangt til orða tekið, sjálf var ég á staðnum og varð ekki vör við nein meiðyrði í garð mannsins sem stalst inn á sviðið. Maðurinn sem var „dökkur“ eins og Sigurbjörn kallar hann var ekki í hljómsveit sem átti að spila næst. Sú hljómsveit sem spilaði var síðasta hljómsveit á dagskrá og var rétt byrj- uð með sitt skemmtiatriði þegar áð- urnefndur maður gekk inn á svið. Sá sem var á sviðinu sló á létta strengi og spurði hvort einhver hefði verið að panta pítsu? Það er fjarstæða að tala um að orð þau sem hann lét af vörum séu ekki lesendum bjóðandi. Ég vil líka leiðrétta þau orð Sig- urbjarnar að um einhver meiriháttar slagsmál væri að ræða, þarna var ein- faldlega verið að koma óviðkomandi aðila af sviðinu. Það hefði verið gert hvort sem sá aðili væri hvítur á hör- und eða svartur. ÁGÚSTA HERA HARÐARDÓTTIR, Vesturgötu 5a, Reykjavík. Menningarnótt Frá Ágústu Heru Harðardóttur:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.