Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 58

Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 58
DAGBÓK 58 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. NÝLEGA kom fram í grein um virkjanamál í Morgunblaðinu að litlu skipti hvort íbúar á Aust- urlandi yrðu 8 eða 10 þús- und. En málið snýst ekki um það heldur hvort þar verða 10 þúsund íbúar eða enginn. Kannski örfáir auk erlends fiskvinnslufólks. Hvernig litist mönnum á það ef tilkynnt væri einn góðan veðurdag að á næstu þrem til fjórum árum yrði eitt hverfi Reykjavíkur, t.d. vesturbærinn, lagt nið- ur og fólk fengi engar bæt- ur fyrir eignirnar. Íbúarnir yrðu að tvístrast til ann- arra staða og bjarga sér sem best með nýja bústaði og lífsviðurværi? Fyrir ut- an að missa tengsl við um- hverfi sitt og kunningja. Mér finnst einhvern veg- inn að margir sem harðast berjast gegn virkjunum hljóti að vera mjög öruggir með sína eigin afkomu og vilji halda öllum óbyggðum sem eins konar sparistöð- um fyrir sig og sína, að þeir séu örlítið merkilegri og meira rétt hugsandi en þeir sem berjast fyrir eigin búseturétti í dreifbýlinu. Að þeim finnist að þeim mun fleiri sem fái aðgang að hálendinu því minna spennandi verði það. Einu sinni í umræðuþætti um hálendisvegi kvartaði einn fjallakappi yfir því að kom- in væri brú yfir verstu ána á Kili. Eins og brúin væri eitthvað fyrir honum og hann gæti ekki sullast yfir ána eftir sem áður. Og svo er það stóra spurningin: Geta Íslend- ingar lifað af því í framtíð- inni að byggja Kringlur fyrir sig? Ragnhildur Kristjánsdóttir. Meðmæli með góðu barnaheimili FYRIR rúmu ári þurfti lít- ill drengur, sem ég bý svo vel að eiga, að komast út á meðal fólks og vegna sér- stakra meðmæla sem ég fékk var honum útvegað pláss á litlu barnaheimili sem nokkrar dagmæður ráku í sameiningu undir nafninu Olgukot. Nokkru eftir að drengurinn byrjaði þar fluttu þær í nýtt og betra húsnæði og má nú segja að Olgukot sé orðið fullkominn leikskóli og að- staða þar öll hin besta. En þótt aðstaðan sé vissulega afar góð þótti mér þó ætíð mest um vert hversu hlýju og notalegu viðmóti dreng- urinn mætti ævinlega. Þótt hann hafi nú stigið næsta skref í skólakerfinu langar mig að votta þakklæti mitt þeim góðu konum sem hlúðu að honum og þrosk- uðu þetta rúma ár með því að mæla sérstaklega með Olgukoti við aðra foreldra. Illugi Jökulsson. Fyrirspurn ÉG heyrði um daginn af stúlku sem var búin með tveggja og hálfs árs nám í hjúkrun í Danmörku. Hún fær ekki að ljúka náminu hérna heima því við erum með hjúkrunarnám á há- skólastigi! Hún þarf þá að byrja aftur frá grunni. Er þetta brandari eða hvað? Fram að þessu hafa hjúkr- unarfræðingar sem eru frá hinum Norðurlöndunum fengið vinnu á Íslandi. Hefur það kannske breyst? Einn hissa. Sammála nemanda Í VELVAKANDA sl. laug- ardag skrifar nemandi í Garðabæ um ólæti og ung- linga í Garðabæ. Ég vil koma því á framfæri að Seltjarnarnes er ekki betra. Undanfarin áramót hafa skemmdir vegna óláta um áramót í bæjarfélaginu verið á bilinu 1–2 milljónir, hef ég það eftir viðgerðar- mönnum í bænum. Um síð- ustu áramót voru 14 rúður brotnar, hurðir skemmdar og árið þar á undan var sprengd upp bakhlið sund- laugarinnar. Eins hefur trjágróður verið skemmd- ur og stuðningsspýtur við hann einnig. Ég hef heyrt að Sel- tjarnarnes sé einn af þeim verstu en Garðabær sé þó verri. Og eiga þetta þó að vera fyrirmyndarbæir. Ég er sammála nemanda um að það sé eins og friðhelgi sé yfir þessum bæjarfélög- um þegar fjölmiðlar eru annars vegar. Seltirningur. Tapað/fundið Ferðataska í óskilum LÍTIL, dökkgræn ferða- taska með handfangi og hjólum fannst í Rauðagerði sl. mánudag. Upplýsingar í síma 588 5590 eða 691 9730. GSM-sími týndist við Rimaskóla GSM-sími týndist á göngu- stíg milli Rimaskóla og Smárarima. Finnandi hafi samband í síma 567 5213. Dýrahald Páfagaukur týndist í Skipasundi PÁFAGAUKUR, marglit- ur gári, flaug að heiman frá Skipasundi 81 um miðj- an dag sl. laugardag. Þeir sem hafa orðið fuglsins varir hafi samband í síma 861 8373. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Óbyggðirnar sparistaður? Víkverji skrifar... EIN skemmtilegasta heimasíðansem haldið er úti á Netinu er Íslenski lögfræðivefurinn, www.is- log.is. Vefurinn hefur að geyma fjöl- breyttar upplýsingar um lögfræði. Bæði er þaðan hægt að komast á vefi sem vísa á lög og reglugerðir en þar er einnig hægt að fá svör við alls kyns spurningum um lögfræði. Það hefur ekki legið það orð á lögfræð- inni að hún sé sérstaklega skemmti- leg aflestrar en Íslenski lögfræði- vefurinn hefur ekki bara að geyma þurra lögfræði. Inni á milli eru bráðskemmtilegar greinar. Þessu til sönnunar má t.d. nefna frétt af vefn- um sem birtist í ágústmánuði. Þar er sagt frá klappstýrum hjá ruðn- ingsliðinu Philadelphia Eagles. „Tvær klappstýrur hjá ruðnings- liðinu Philadelphia Eagles hafa lagt fram kæru þess efnis að leikmenn annarra liða hafi njósnað um þær þegar þær voru sem klappstýrur að skipta um föt fyrir leiki. Búningsherbergi klappstýra Arn- anna er við hliðina á búningsher- bergi gestaliðsins og eru dyr sem tengja bæði herbergin. Margsinnis voru leikmenn gestaliðanna búnir að bora göt á hurðina og skrapa máln- ingu af gluggum til að kíkja á hinar íturvöxnu klappstýrur. Samkvæmt kærunni komust klappstýrurnar að þessu þegar frétt var birt um málið í dagblaðinu The New York Times í janúar sl. Segir jafnframt í kæru að möguleikinn á að fá að sjá klapp- stýrurnar naktar væri eitt af sér- stökum fríðindum við að koma og keppa við Ernina. „Það var almenn þekking meðal allra sem komu að bandarísku ruðningsdeildinni NFL, en á sama tíma varðveitt leyndar- mál sem aðeins mátti fréttast á milli leikmanna og starfsmanna liðanna,“ stóð ennfremur í kærunni. Klapp- stýrurnar tvær fara fram á 75.000 dollara í skaðabætur frá hverju ein- asta liði í deildinni fyrir utan sitt eigið, en konurnar hafa verið klapp- stýrur hjá Örnunum frá því 1986.“ x x x AÐ undanförnu hefur verið mikiðum innbrot á höfuðborgar- svæðinu. Sem betur fer hefur lög- reglu tekist að upplýsa talsverðan hluta af innbrotunum. Um helgina birtist frétt í Morgunblaðinu um að tveir menn hefðu verið handteknir vegna fjölda innbrota. Í fórum þeirra fundust m.a. tölvur, borðbún- aður, farsímar, hljómtæki, vopn og fleira. Ekki er víst að þeir sem stunda innbrot geri sér grein fyrir því tjóni sem þeir valda. Ekki er nóg með að þeir valda fólki miklu fjárhagstjóni og óþægindum vegna hluta sem eru teknir ófrjálsri hendi. Ekki má held- ur gleyma þeirri angist sem þjóf- arnir valda saklausu fólki. Margt fólk óttast mjög að verða fyrir þjófnaði og er með stöðugar áhyggj- ur af eignum sínum. Víkverji minn- ist þess að hafa fyrir nokkrum árum horft á sjónvarpsþátt í Bretlandi þar sem þeir sem stundað höfðu þjófnað og fórnarlömb þjófnaða voru leidd saman til að ræða um þessi mál. Greinilegt var að þjóf- arnir höfðu lítið eða ekkert velt fyrir sér þeirri angist sem þeir ullu sak- lausu fólki. Það eru oftar en ekki fíkniefna- neytendur sem leiðast út í þjófnað til að fjármagna neysluna. Sumir telja að lögleiðing fíkniefna leysi þennan vanda en Víkverji er ekki trúaður á það. Varla þýðir lögleiðing fíkniefna að þeir sem misnota efnin fái þau gefins. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 víðáttumikla svæðið, 8 skips, 9 afdrep, 10 veið- arfæri, 11 glitra, 13 út, 15 húsgagns, 18 bleytukrap, 21 kvenkynfruma, 22 gljúfrin, 23 gyðja, 24 tómlegt. LÓÐRÉTT: 2 landsmenn, 3 borga, 4 brjóstnál, 5 starfið, 6 fisk- um, 7 kjáni, 12 fólk, 14 pinni, 15 beygja, 16 væsk- illinn, 17 létu fara, 18 mannsnafn, 19 dreggjar, 20 brún. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bulla, 4 fúnar, 7 mökks, 8 lemja, 9 afl, 11 agns, 13 grói, 14 álkur, 15 fjöl, 17 ómar, 20 sag, 22 tolla, 23 angur, 24 ragur, 25 músar. Lóðrétt: 1 bumba, 2 lúkan, 3 ansa, 4 fíll, 5 námur, 6 ró- aði, 10 fokka, 12 sál, 13 gró, 15 fætur, 16 öflug, 18 magns, 19 rýrar, 20 saur, 21 garm. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss kemur og fer í dag, Mánafoss kemur í dag, Trinket og Arn- arfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Olga og Sjóli koma í dag. Ocean Tiger og Mango fara í dag. Fréttir Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13:30-17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9:45-10 helgistund, kl. 10:15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16:30 opin smíðastofan, kl. 10-16 púttvöllur opinn. Allar upplýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 16 hárgreiðsla, kl. 8:30- 14:30 böðun, kl. 9-9:45 leikfimi, kl. 9-12 mynd- list, kl. 9-16 handavinna og fótaaðgerð. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9- 16:45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9-13 handa- vinnustofan opin, kl. 14:30-15:30 söngstund Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Vetrardag- skráin er hafin. Bók- band verður á mánu-, þriðju- og mið- vikudögum. Útskurður og smíði verður á fimmtu- og föstudögum. Leirlistar- og gler- skurðarnámskeið verða á fimmtudögum. Al- menn handavinna byrj- ar um miðjan sept- ember og verður mánu- og miðvikudaga. Leik- fimin verður á mánu- og miðvikudögum kl. 11. Frjáls spilamennska verður á þriðjudögum. Hárgreiðslustofan s. 553-6046 og fótaaðgerð- arstofan s. 588-2232. Upplýsingar og skrán- ing í s. 553-6040. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerðir mánu- og fimmtudaga- Uppl. í síma 565-6775. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 13-17. Innritun á mynd- listarnámskeið hjá Rebekku. Dagsferð 13. sept. Inn- ritun og upplýsingar í Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fimmtudag- ur: Brids kl. 13. Opið hús verður laugardag- inn 8. september kl. 13:30. í Ásgarði Glæsibæ þar sem félagsstarfið verður kynnt. Söngur, dans- sýning, leikstarfsemi og fl. Haustfagnaður FEB og ferðakynning Heimsferða verða hald- in föstud. 14. sept. Hús- ið opnað kl. 18:30, veislustjóri Sigurður Guðmundsson, matur, Ekkókórinn syngur, leikarar úr Snúð og Snældu skemmta, ferðakynningar, happ- drætti, Hjördís Geirs og Guðmundur Haukur sjá um dansinn. Haustlita- ferð til Þingvalla 22. september kvöldverður og dansleikur í Básnum. Leiðsögn Pálína Jóns- dóttir og Ólöf Þórarins- dóttir. Skráning hafin. Farið verður til Kan- aríeyja 20. nóvember. Upplýsingar og skrán- ing á skrifstofunni kl. 10-16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16:30 glerskurðarnámskeið, kl. 9-13 hárgreiðsla, kl. 9-16 böðun, kl. 10 leik- fimi, kl. 15:15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9:30, kl. 10:30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn á morgun hefjast kóræf- ingar hjá Gerðubergs- skór stjórnandi Kári Friðriksson, nýir félag- ar velkomnir. Mánudag- inn 10. sept. kl. 13 ferðakynning frá Ferðaskrifstofunni Sól, Kýpur, m.a. happdrætti „Gaman saman“, um- sjón Edda Bald- ursdóttir og Árni Norð- fjörð, allir velkomnir. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in leiðbeinandi á staðn- um kl. 9-15, kl. 9:05 og 9:50 leikfimi. Dansað verður í Gjábakka í kvöld frá kl. 20-22, Sig- valdi stjórnar. Kynning á starfsemi í félags- heimilinu Gjábakka frá sept. til des. kl. 14. FEBK, Hananú og ýmsir áhugamannahóp- ar kynna sína starfs- semi einnig skráning og kynning á fyrirhug- uðum námskeiðum fer þar fram. Meðal nýj- unga er kínversk leik- fimi undir stjórn Guð- nýjar Helgadóttur og skapandi skrif. Allir vel- komnir. Kaffi og heima- bakað meðlæti. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9:45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16:45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10-11 ganga. Leirnámskeið hefst fimmtudaginn 5. október, frá kl. 10-15. Innritun stendur yfir, takmarkaður fjöldi. Upplýsingar í síma 568- 6960. Mosfellingar - Kjalnes- ingar og Kjósverjar 60 ára og eldri. Gönguferð- ir á miðvikudögum, frá Hlaðhömrum: Ganga 1: létt ganga kl. 16 til 16:30. Gönguhópur 2: kl. 16:30. Vesturgata 7. Kl. 9 Fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9:15-12 að- stoð við böðun, kl. 9:15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leik- fimi. Ferðakynning til Kýpur. Föstudaginn 7. sept. kl. 15 kynnir Árni Norðfjörð skemmt- anastjóri og fleiri, haust og vetrarferðir á vegum ferðaskrifstofunnar Sól- ar. Happdrætti, gildir sem innborgun í ferð. Dansað við lagaval Sigvalda. Pönnukökur með rjóma í kaffitímanum. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, hárgreiðsla, kl. 9:30 morgunstund og hand- mennt, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 frjálst spil, kl.14 leik- fimi. Öll starfsemi í stöðinni er hafin og skráning í eftirfarandi námskeið stendur yfir, bókband, bútasaumur, glerbræðsla, gler- skurður, körfugerð, leirmótun og smíði. Vitatorgskórinn byrjar æfingar 5. september kl. 15:30, nýir félagar velkomnir. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12:45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Ga-fundir spilafíkla eru kl. 18:15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20:30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10:30. Félag kennara á eft- irlaunum. Fyrsti skemmti- og fræðslu- fundur haustsins verður í Kennarahúsinu við Laufásveg laugardag- inn 8. september og hefst kl. 14. Félagsvist, sagt frá Norrænu móti kennara á eftirlaunum í Finnlandi í júlí sl. Kynnt verkefnið: Nýtt sjálfboðastarf á vegum Rauða Krossins, söngur veislukaffi. Hana-nú Kópavogi Farið verður til berja föstudag 7. september. Lagt af stað frá Gull- smára kl. 13 og Gjá- bakka kl. kl 13:10. Hvert farið verður er leyndarmál fram að brottför. Hafið með ykkur nesti. Íslenska bútasaums- félagið. Tilkynning um breyttan fundarstað í kvöld, fimmtudag 6/9 kl. 19:30. Félagsfundurinn flyst yfir í Stýrimanna- skólann v/Háteigsveg, næsta hús við Safn- aðarheimili Háteigs- kirkju. Gengið inn um aðaldyr. Í dag er fimmtudagur 6. septem- ber, 249. dagur ársins 2001. Réttir byrja. Orð dagsins: Sá sem leitar góðs, stundar það, sem velþóknanlegt er, en sá sem sækist eftir illu, verður fyrir því. (Orðskv. 11, 27.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.