Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 4
VISIR Fimmtudagur 16. ágúst 1979 4 (P Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að róða: HJUKRUNARFRÆÐINGA m.a. við heilsu- gæslu í skólum. Er bæði um fullt starf og hlutastarf að ræða. FÉLAGSRAÐGJAFA í fullt starf. Umsóknir skulu berast.á þar til gerð eyðublöð, fyrir 1. september n.k. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Heilbrigðisráð Reykjavikur. Auglýsing um rannsóknastyrki frá J.E. Fo- garty International Research Foundation. J.E. Fogarty-stofnunin i Bandarikjunum býöur fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsókna- starfa við visindastofnanir I Bandarikjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs og nemur allt að 13000 dollurum á ári. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækj- endur að leggja fram rannsóknaáætlun I samráði við stofnun þá i Bandarlkjunum sem þeir hyggjast starfa viö. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrki þessa fást I menntamálaráðuneytinu. Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. október nk. Menntamálaráöuneytiö, 14. ágúst 1979. OPIÐ KL. 9-9 GJAFAVÖRUR — BLÓM — BLÓMASKREYTINGAR. bllastc»6l a.m.k. á kvöldin HIOMLWIMIH IUIWKSIH 1 II Sjnii 12717 V Fasteignakaup Fasteignasala Fasteignaskipti Fasteignamidlunin Ármúla 1 - 105 Reykjavík Símar 31710-31711 AFM>CUSGJAFIk OG AÐRAR tækifærisgjafir mikið og follegt úrvol TÉKK^ STlll Laugavegi 15 sími 14320 3535 ' ./<C «•' ^ j. v* ’ IJ Frá ikveikjunum I Londonderry um slöustu helgi, þegar trar rifjuðu upp tiu ára afmæli þess, að breski herinn var sendur til N-trlands. Tiu ara afmæli á N-lriandi 1 augum þeirra, sem minnast Norður-lrlands fyrir tiu árum, þegar fyrstu bresku herflokkarn- ir voru sendir þangað I skynd- ingu, er Belfast nú i dag friðsæld- in uppmáluð. . . á yfirborðinu. í ágúst 1969 brutust út átök meðal kaþólikka og mótmælenda, sem breiddust eins og skógareld- urútum alla nýlenduna. Götuvig- um og vegartálmum var hrófað upp, hvert sem litið var. 1 dag gefur fólk breskum her- mönnum, sem allsstaðar eru á kreiki, ekki frekari gaum en næstuljósastaurum.Slik ró virtist fallin á, að Bretar treystu sér jafnvel til þess að bjóöa velkom- inn til N-lrlands Jóhannes Pál páfa, sem 29. september heim- sækir Irska lýðveldið i suðurhluta landsins. (Páfinn ætlar þó ekki að notfæra sér það.) Umferðin streymdi nú með venjubundnum hætti i London- derry, næststærstu borg N-Ir- lands, og það jafnvel i hverfum, sem áður voru lokuð bilum vegna sp-engjuhættu. Krár I Belfast eru ekki lengur varðar með sprengju- heldum öryggisnetum, sem áður settu á þær mikinn virkissvip. Aukin hryðjuverkatækni bó hafa hryðjuverkaöflin tekið nær vikulegum framförum i hernaðartækni sinni. 1 byrjun þessa mánaðar drápu þeir sinn þrjú hundruðasta hermann með fjarstýrðri jarðsprengju, svo aö dæmi sé nefnt. 1 þessum erjum, sem kostað hafa 2.000 manns lifið og leitt til meiðsla meira en 20 þúsunda, eru horfur á friösamlegri lausn jafn litlar og fyrir tiu árum. Ofstækið er enn sem fyrr svo brennandi, að útlendingar geta með engu móti glöggvað sig á þvi, hversu ósætt- anlegir þessir aðilar eru i viðhorf- um sinum. — Þegar Hugh Carey, hinn irskættaði rikisstjóri New York, bauð fulltrúum beggja og Breta að auki að setjast við borð hjá honum til viðræðna og leitar að lausn deilunnar, rak hann sig strax á kurteislega afþakkað gott boð. Afmæli Bretar halda þvi fram, að :Norður-lrland sé i rauninni ekki nýlenda, og að meirihluti þeirrar 1,5 milljónar manna, sem þar búa, hafi greitt þvi atkvæði, að halda áfram sambandinu við' Bretland. Heimastjórnhöfðu írar að visufram til 1971, þegar Lond- on yfirtók stjórn landsins, meðan hin blóðugu bræðravig stóöu sem hæst. Siöan hafa kaþólikkar og mótmælendur ekki einu sinni get- að komiö sér saman um, hvernig þeir eigi að koma á aftur heima- stjórn. Svo annt er þeim um, að hinn fái ekki of miklu ráðið. írar eru söguelsk þjóð og varð- veist hafa vel í minnum ýmissa Ifræðaþula þeirra merkisvið- burðir og tlmamót. Þeir halda trútt til haga dagsetningum ým- issa atburða og minnast þessara afmæla löngum. Trúir þessu eðli efndu lýöveldissinna kaþólikkar til óeirða á dögunum I tilefni 14. ágúst, en þann dag 1969 komu fyrstu bresku herflokkarnir til N-Irlands til þess að stilla til frið- ar. I siðustu viku var mikið um ikveikjur á strætum i Belfast og Londonderry til þess að minnast annars afmælis, afmælis sér- stakrar lagasetningar, sem Bret- ar í örvæntingu gripu til, þegar sem verst lét. Það var lagagrein 971, sem heimilaði fangelsun manna án undangengins dóms. Þvi var siðar aflétt, en kaþólikkar gieyma henni seint, þvi að hún beindist fyrst og fremst gegn ólöglegum félagsskap Irska lýð- veldishersins og einstaklingum grunuðum um aðild hans (IRA). 'I Londonderry fóru mótmæl- endur og félagar I Oraniureglunni i sérstaka f jöldagöngu til þess að minnast 289 ára afmælis úr- slitaorustunnar, þegar mót- mælendur 1689 vörðu borgina fyrir kaþólskum her James Bretakonungs II. Þreyttir á vandræðunum A yfirborðinu séð gætir orðið þreytu meðal almennings á þess- um sturlungatimum. Ef gestkom- andi spyr um sprengjugný, sem heyrsthefur úr næstu götu, mætir hann sinnuleysiog í svars stað er yppt aðeins öxlum. En þótt flestir þrái frið, eru báðir jafn ósveigjanlegir i sinni afstöðu, eins og þeir hafa alltaf verið. „Það eina, sem við krefjumst, er að Bretar hypji sig og láti okk- ur íra I friði,” sagði kaþólskur fjölskyldufaðir nýlega við frétta- menn Reuters, sem var á ferð i Leeson-stræti i Belfast á dögun- um, þar sem breskir hermenn lentu f hörðum skotbardaga við IRA 1971. Hinar öfgarnar speglast hjá séra Ian Paisley, leiðtoga hinna of- stækisfullustu meðal mótmæl- enda, sem náði flestum at- kvæðum á dögunum I kosningu Norður-lra til Evrópuþingsins. Þar hefur hann þegar vakið á sér athygli með kjarnyrtum yfirlýs- ingum. — „Málamiðlun getur ekki komið til greina. Ef ekki er gengið af IRA dauðu, verðum við allir drepnir,” segir hann, og bæt- ir við: ,,Það er ekki unnt að má burt 400 ára sögu.” Predikanir hans þykja enda gjallandi rödd sautjándu aldar. Breytingamar I rauninni eru aðalbreytingarn- ar frá því fyrir tiu árum þær, að hryðjuverkamennirnir verða ein- ungis tæknilegri og tæknilegri i ódæðisverkum sinum. Og að svo getur manneskjan illu vanist, að hún hætti að kippa sér upp við dagleg óþægindi, sorg og vina- missi. Borgarar taka naumast eftir þvi sjálfir, þótt þeir rétti upp hendur og finni höndum um sig farið i vopnaleit, áður en þeir stíga inn i stórverslanir. — Einn leiðtoga Ulstersamtaka mótmæl- enda (UDA) lýsti þvl vel, hversu ósjálfráðar ýmsar varúðarreglur verða hluti af dagfari Irans: „Ég fór til London nýlega og gekk inn ákrá til þess að svala þorstanum. Aður en ég vissi af, var ég búinn að glöggva mig á því hvernig larjdiö lá. Rýna I andlit allra gesta, setja á mig, hvernig ég gæti komist sem hraðast út aftur um aðaldyr eða bakdyr og var að svipast um, hvar ég gæti haft vegginn I bakið, meðan ég sötraði úr ölkrúsinni minni, þegar ég tók sjálfan mig taki. „Hættu nú,” hugsaði ég með sjálfum mér. . „Slappaðuaf! Þúert þóiLondon, en ekki Belfast!”” Breski herinn Á þessum tiu árum, sem breski herinn hefur staðið vörð á N-Ir- landi, hefur honum litið orðið ágengt I að ávinna sér betri þokka kaþólikka. Lýðveldissinna r kvarta undan þvi, að dátarnir gangi hranalegafram við húsleit- ir og annað vopnaeftirlit. Vafalit- ið gætir þess i framkomu her- mannanna, að þeir vita, að eina andstaðan gegn veru þeirra I landinu, er af hálfu kaþólskra og lýðveldishersins IRA. Herinn og reyndar lögreglan lika hefur orðið ber að þvi, að beita hörðu við yfirheyrslur meintra hyrðjuverkamanna eða aðstoðarmanna þeirra, eins og minnast má af málarekstrinum fyrir mannréttindadómstólnum. Þar sem hlaðnar byssur eru á lofti, er og hætt við slysum, eins og nýlega, þegar dulklæddir her- menn, sem sátu um vopnabúr IRA, skutu i misgáningi til bana sextán ára saklausan skólapilt. Ekki var það til þess að bæta sambúð þessa þrettán þúsund manna herafla og hins kaþólska ibúahluta. I langrækni sinni gleyma Irar heldur ekki afmælum eins og „Bloody sunday” frá þvf i janúar 1972, þegar hermenn úr fallhlifa- herdeild skutu til bana þrettán kaþólikka i fjöldagöngu. Né held- ur gleyma mótmælendur þvi, þegar hryðjuverkamenn IRA brenndu La Mon-húsið,vinsælan veitingastað skammt utan við Belfast, en þá biðu tólf bana. Og á meðan engu er gleymt, verður ekkert fyrirgefið. Þar við situr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.