Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 11
11 vtsm Fimmtudagur 16. ágúst 1979 AVlSANAMÍLIB: 'mmé M >^.v.^ «pís**** cV$V&v ♦yví^VvX/v^*y 'Zjmtfdmm ' • lll aft ilu ir ii <" íhorfrndur k»kH..br»i 1 A*Ullr*i j l■nrnlr fyrir „Einstaka læknar njðta Dessara vaxtakjara hjá Búnaðarbanka ísiands” seglr formaður Læknalélags Reykjavfkur „Ég hef heyrt lækna segja það að þeir hefðu ávisanareikninga með sparisjóðsvöxtum i Bún- aðarbankanum, en læknasam- tökin sem slik hafa ekki gert neitt samkomulag um þetta og þvi verður bankinn að svara fyrir sig”. Svo fórust orð Erni Smára Haraldssyni formanni Læknafé- lags Reykjavikur þegar Visir spurði hann hvort læknum hefðu verið veittir sparisjóðsvextir af ávisanareikningum, en könnun bankaeftirlitsins hefur leitt i ljós að ýmsir hópar manna njóti þessara friðinda, eða 22% vaxta i stað 5,5%. Sagði hann að allur fjárhagur Læknafélagsins hefði verið kannaður af þar til skipaðri nefnd á vegum félags- ins, en þar hefðu ekki komið I ljós nein bein tengsl við Bún- aðarbankann né aðra banka hvað varöaði þessa vexti. örn taldi það hins vegar vera einstaklingsbundið hvort lækn- ar hefðu haft ávisanareikninga á þessum kjörum og væri það i þeirra mál og Búnaðarbankans, en ekki læknasamtakanna. — HR. MARQT Bíllinn sem vekur eftirtekt ekki bara verðsins vegna. Fiat 125P hef ur vakið athygli á íslandi m.a. vegna óvenju góðra aksturseigin- leika, styrkleika og sparneytni (ca. 10 I. per 100 km). Vélarstærð 85 fta hámarkshraði 155 km. Innifalið í verði er m.o. □ Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum. Radialdekk Tvöföld framijós með stillingu Læst bensinlok Bakkljós Rautt Ijðs i öllum hurðum. Teppalagður Loftræstikerfi öryggisgler 2ja hraða miðstöð Tau I sætum 2ja hraða rúðuþurrkur Rafmagnsrúðusprauta Hanskahólf og hilla Kveikjari Litaður baksýnisspegill Verkfærataska Gljábrennt lakk Ljós i farangursgeymslu 2ja hólfa karborator Synkroniseraður glrkassi Hituð afturrúða Hallanleg sætisbök Höfuðpúöar Ofl. ofl. ryuvarn 2.780.00 miðað við gengi 7/8 ’79 FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANOI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SlOUMÚLA 35. SÍMI 85855. ENNÞA Bankaef tirlit Seðla- bankans hefur skilað skýrslu til viðskiptaráð- herra um ávísanamálið og hefur könnun þess leitt i Ijós að talsverð brögð eru að því að ýmsir aðilar fái almenna spari- sjóðsvexti greidda á ávísanareikninga sína. Enn sem komið er hafa niðurstöður þessarar könnunar ekki verið birt- ar. Þessi könnun fór fram vegna skrifa Vísis um málið í mars s.l. og verða hér rif juð upp helstu atr- iði sem það snýst um. Málið hófst með þvi að Visir komst yfir og birti 16. mars s.l. hlut úr kvörtunarbréfi Alþýðubankans til Samvinnu- nefndar banka og sparisjóða en þar segir m.a.: „Sagt er að starfsfólk rikis- bankanna fái sparisjóðsvexti á ávisanareikninga og fái auk þess að gefa út innistæðulausar ávisanir án þess að það komi fram á listum yfir innistæðu- lausar ávisanir og án þess að greiða sektarvexti eða annan kostnað eins og annað fólk i landinu”. Strax daginn eftir, laugardag- inn 17. mars, fékk Visir stað- festingu þess hjá nokkrum bankastjórum rikisbankanna, að starfsmenn fengju 19% vexti af ávisanareikningum, sem laun þeirra væru greidd inn á. Þetta kom einnig fram i yfirlýs- ingu frá Samvinnunefnd banka og sparisjóða, sem birtist i blað- inu sama dag. Hins vegar mótmælti sam- vinnunefndin þvi harðlega að starfsfólkið fengi að gefa út innistæðulausar ávisanir. En samvinnunefndin tók ekkert fram um það, hvaða meðferð innistæðulausar ávisanir starfs- manna fengju. Magnús Jónsson bankastjóri Búnaðarbankans sagði hins vegar um það atriði i samtali við Visi: „Það er rétt, þeir fara ekki á refsivexti. . .” Einnig var viðtal við Svavar Gestsson viðskiptaráðherra i Visi þennan sama dag þar sem hann lýsti þvi yfir, að hann myndi láta kanna málið. Mánudaginn 19. mars hafði Visir aflað sér viðbótarupplýs- inga um málið. Blaðið birti frétt um aö læknar hefðu um alllangt skeið einnig fengið 19% vexti á ávisanareikninga. Haft var samband við Magnús Jónsson bankastjóra Búnaðar- bankans en hann kvaðst ekki vita til þess að læknum væru boðin sömu kjör og starfsmönn- um bankans. 0UPPLYST 'r. & 9 - _ »'k»«bonkarnlr«- Lasknar tá »o% Xfí V VI anar UUSln Samkvænu áreiðanlegum “Ppltsingum sem 'fsir heíur aíiaö ser mun það hafa tiökast um all- •angl skeið að reikninga nokkrum bankanna tfna hjú Liiis n t>»nkanj Ann»x» v» rikis mrnn ' g',.nj0'4’ 5l*rf»- i .V™ ,'aas •s \ \ VO\ dl að kjar e 'iBikipumtaMl Bjðrn Trjifrm sioð*rb»nk»j!jorii b»nk»rum htfur » f »*rnuli \ifi Vki 0 •«r ohcun >'*ar | / Þ'i »fi Æ Igvoll og ✓ 4» I ivrr brisi skipan k Vk'AV. Nokkrar blaðaúrklippur úr VIsi um ávisanamálið. Visir telur sig þó hafa heim- ildir fyrir þvi að óformlegur samningur hafi verið gerður milli Búnaðarbankans og lækna fyrir um 25 árum um framan- greind vaxtakjör. Eins og fram kemur i Visi I dag I samtali við örn Smára Haraldsson formann Læknafé- lags Reykjavikur hefur hann upplýsingar um, að nokkrir læknar hafi ávisanareikninga i Búnaðarbankanum á spari- sjóðsvöxtum, en hann kannast ekki við, að læknasamtökin hafi gert neinn samning um slikt. Svavar Gestsson sagði i við- tali við Visi s.l. mánudag, að fullnaðarrannsókn væri ekki lokið i þessu máli. En þó væri ljóst að það væri afar algengt að menn hefðu ávisanareikninga á fullum sparisjóðsvöxtum. Svavar sagði einnig að þessi sami háttur væri hafður á viðast hvar i bankakerfinu, en ekki eingöngu i rikisbönkunum. Þó margt hafi verið upplýst I þessu er ennþá margt á huldu. Fram hefur komið að það eru ekki rikisbankarnir sem þarna eiga einir hlut að máli og ekki eingöngu um starfsmenn þeirra að ræða. Eftir er að upplýsa i hve mikl- um mæli þessi mismunun á vaxtakjörum á sér stað og hvort hugsanlegt sé, að læknar séu á sérstökum samningi i Búnaðar- bankanum eða fleiri bönkum. Það hefur einnig ekki komið fram hvaða meöferð innistæðu- lausar ávisanir á þessum reikn- ingum fá. — KS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.