Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 24
VÍSIR
Fimmtudagur 16. ágúst 1979
Umsjón:
Katrin Páls-
dóttir.
„Þetta eru fyrstu tónleikarnir
sem viö höldum hérlendis, þar
sem viö komum ekki saman
nema i frium”, sagöi Unnur
Maria Ingólfsdóttir i spjalli viö
Visi.
Unnur Maria, Rut og Inga Rós
Ingólfsdætur leika i kvöld klukk-
an 20.30 ásamt Heröi Askelssyni á
tónleikum aö Kjarvalsstööum.
öll eru þau þekkt af tónlistar-
flutningi sinum sem einleikarar
og einnig hafa þau leikiö með Sin-
fóniuhljómsveit Islands og
kammersveitum.
NYKONIIN HEIM UR VEL
HEPPNABRIITALIUFERB
- lelKa kammertónlíst að Kjarvalsstööum í kvðld
Unnur Marla Ingólfsdóttir hefur stundaö tónlistarnám I London
undanfarin ár.
Tónleikarnir eru liður i fjöl-
breyttri dagskrá Reykjavikur-
vikunnar, sem nú stendur yfir aö
Kjarvalsstööum.
Tónlistarfólkiö er nýkomiö
heim eftir mjög vel heppnaða tón-
leika á Italiu. Gagnrýnendur
blaöanna hrósa flutningi þeirra
mjög og fara mörgum orðum um
hæfni tónlistarfólksins.
Svipuð efnisskrá
og í italiuförinni
„Við Rut fórum i tónleikaferö
meö Pólífónkórnum fyrir tveim
árum. 1 þeirri ferö var okkur
boöiö aö koma aftur til Italiu, en
það gat ekki oröiö af þvi fyrr en i
sumar”, sagöi Unnur Maria.
A Italiu héldu þau ferna tón-
leika. Tvenna i Lignano, eina i
borginni Trieste og i glæsilegri
höll sem ber nafnið La Villa Man-
in, en þar bjó siðasti hertoginn i
Feneyjum.
Margir frægir tónlistarmenn
koma til La Villa Manin til aö
halda þar tónleika. Þar var t.d.
Mario del Monaco hinn kunni
söngvari meö námskeiö fyrir tón-
listarfólk alls staöar aö úr heim-
inum, einmittá þeim tima sem is-
lenska barokk-trióiö var þar.
Tónlistarfólkiö nefndi sig Aur-
ora Borealis, sem þýðir Norður-
ljós, meöan á Italiuferöinni stóö.
„Viö höfum ekkert ákveöiö nafn,
en vorum beðin um aö hafa eitt-
hvert nafn þegar tónleikarnir
voru auglýstir”, sögðu þau.
A tónleikunum aö Kjarvals-
stööum veröur flutt svipuö efnis-
skrá og á tónleikunum á Italiu.
Við nám erlendis
Unnur Maria Ingólfsdóttir
fiöluleikari hefur stundað fram-
haldsnám i London undanfarin
ár. Kennari hennar er hinn kunni
fiöluleikari Nathan Milstein.
Inga Rós og maður hennar
Höröur Askelsson eru viö tón-
listarnám i Þýskalandi. Hún
stefnir aö þvi aö ljúka einleikara-
prófi á selló, en hann er viö nám I
organleik og hyggst ljúka kant-
orsprófi.
Rut Ingólfsdóttir er formaöur
Kammersveitar Reykjavikur og
er einnig kennari viö Tónlistar-
skólann i Reykjavik.
A tónleikunum flytja þau fjórar
triósónötur fyrir tvær fiölur og
basso continuo eftir Purcell,
Handel, Telemann og J.S. Bach.
— KP.
Inga Rós Ingólfsdóttir stefnir aö þvi aö ljúka einleikaraprófi eftir
tvö ár.
Frá tónleikunum i Lignano á Italiu, en þar léku þau I kirkju og fengu
frábærar viötökur. Vfsismynd JA.
Höröur Askelsson stundar nám f organleik f Þýskaiandi.
Rut Ingólfsdóttir er formaöur Kammersveitar Reykjavikur.
SAMKOMA
HELGUÐ
PÉTRI
PALSSYNI
Herstöðvaandstæðingar
gangast fyrir samkomu I
minningu Péturs Pálssonar,
sem lést fyrir skömmu. Sam-
koman veröur i Stúdenta-
heimilinu við Hringbraut og
hefst klukkan 21 i kvöld.
Pétur mun þekktastur fyrir
tóngerö sina við Sóleyjar-
kvæði Jóhannesar úr Kötlum
og verður sungið úr þeim á
samkomunni. Einnig veröa
flutt ljóð úr Herfjötri auk
óbirtra ljóöa og laga eftir Pét-
ur.
Myndir
ösvaldar í
Norræna
húsinu
Siöasta „opna hús” Nor-
ræha hússins i sumar veröur i
kvöld.
Dagskráin veröur helguö
Csvaldi Knudsen og sjndar
veiröa nokkrar hinna sigildu
kvikmynda hans. Má nefna
Svéitin milli sanda, sem er
mynd um öræfasveit gerö
áöur en hringvegurinn var
opnaður. Þá veröa sýndar
kvikmyndirnar Hornstrandir,
Fjallaslóöir og mynd frá gos-
inu i Heimaey 1973.
Kvikmyndasýningarnar
hefjast klukkan 20.30 og er að-
gangur ókeypis og öllum
heimill. — KP.