Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 18
vlsm Fimmtudagur 16. ágúst 1979 sandkorn Sæmundur Guðvinsson skrifar HEIMTA HÆKKUN Borgarráö Reykjavikur hef- ur mótmælt þvi harðlega að samgönguráðuneytið hefur neitað Strætisvögnunum um nærri 30% hækkun á fargjöld- um,og hefur uppi hötanir um skerta þjónustu. A meðan núverandi meiri- hluti borgarstjórnar var i minnihluta, stóð ekki á þvi að gagnrýna hverja hækkun sem varö á fargjaldi strætó. Þá töldu vinstri menn að fargjöld ættu að vera sem lægst og jafnvel engin þar sem slikt sparaði mikiö i heildina. Ná eru hinir sömu æfir yfir aö fá ekki að hækka fargjöldin um nærri 30%! GEGN BRUÐLI Flugleiðir halda áfram baráttu gegn bruðli á öllum sviðum rekstursins. i nýju hefti Flugfrétta kemur fram, að risna hefur verið skorin verulega niður á öllum svið- um. Þá hefur fjöldi dagpen- ingadaga fyrir árið 1979 veriö lækkaður um helming og yfir» vinna starfsmanna er óheimif nema með sérstöku leyfi við- komandi framkvæmdastjóra. Nú er hvatt til sparnaðar i skeytasendingum og I Flug- fréttum kemur fram að mán- aðarlega greiöa Flugleiöir nær 100 þúsund doilara fyrir leigu á tækjum og skeytasend- ingar og auk þess er ársgjald til Landsimans fyrir tæki og linur um 56, 3 milljónir króna. MYNDIR FRÁ SVALBARÐA? Sjónvarpið greindi frá þvi i fréttum aö Visir heföi reynt flug til Jan Mayen meö stjórn- málamenn og lét þess getið i leiðinni að sjónvarpiö hefði lengi haft ferð til eyjunnar i sigti. Með fréttinni voru birtar hálfgerðar þokumyndir sem áttu að sýna Jan Mayen. Kunnugir fullyrða hins vegar við Sandkorn að þessar mynd- ir hafi verið frá Svalbarða. SÍMTALHk Siminn i bókabúðinni hringdi og afgreiðslumaður tók upp tóliö og svaraði: — Bókahásið, góðan dag. — Já, góðan daginn. Þetta er Jónfna Jónsdóttfr. Ég hrkigi lit af brjóstahald- aranum sem ég keypti I gær. — Þér hafiö fengið vitlaust númer. — Það er nú einmitt þess vegna sem ég hringi. I 1 MkU . 18 Umsjón: Axel Ammendrup MARGUR ER KNAR Það er erfitt að lýsa henni. Hún líktist helst körf u- bolta. Hún var feitasti dvergur, sem sögur fara af. Hún var um 80 sentimetrar á hæð en vó 105 kíló- grömm! Carrie Akers vann fyrir sér með því að koma f ram á skemmtunum. Hún var uppi á nítjándu öldinni og þá haf ði f ólk sérlega gaman af að hlæja að fólki, sem leit ekki eins út og það sjálft. Carrie var hins vegar ekki hlátur í huga, enda skap- stygg meðafbrigðum og var kölluð Kjaftfora-Carrie. Kjaftfora-Ca rrie, dvergur allra tima. feitasti Minnsta fulltiða manneskjan, sem sögur fara af, hét Pauline Musters, Hollendingur. Þegar hún lést, 19 ára gömul, var hún 50 sendimetra há og var ekki nema fimm kilógrömm. t mannkynssögunni eru margir frægir dvergar. Hér eru nokkur nöfn: Atli Húnakonung- ur, Ladislas 1., sem réð rikjum i Póllandi á ofanverðri 14. öld. Hann var þekktur sem „Litli striðskonungurinn”. Karl III. sem réð rikjum á 14. öldinni i Napoli og Sikiley. 1739 fæddist Josef Boruwlaski greifi. Hann var frægasti dvergur 18. og 19. aldarinnar, en hann lést 97 ára gamall. Jósef greifi giftist konu, sem var frekar hávaxin. Hún varð visteitthvað þreyttá manninum sinum þvi einn daginn setti hún hann upp á arinhilluna, gekk út og kom aldrei aftur. Rrúðurln var aðeins nfu ára - Þau héldu nýlega upp á 42 ára örúðkaupsalmæii Eunice var niu ára gömul telpa, Charlie var stór og sterk- ur karlmaöur, 22 ára gamall. Þau voru hrifin hvort af öðru og giftustþess vegna. Arið var 1937 og sameining þessara elskandi hjartna vakti reiði og hneyksl- an. Prestar lýstu vigsluna ógilda og stjórnvöld i Tennessee létu samþykkja ný lög, sem bönnuðu fólki yngra en 16 ára að gifta sig, jafnvel þó samþykki for- eldra kæmi til. En nú eru liðin 42 ár og þau Eunice og Charlie Johns er enn- Charlie, orðinn 64 ára, og Eunice, kona hans, úti á svölum með tvö barnabarna sinna. „Við sjáum ekki eftir neinu”, segir Eunice. þá gift, ennþá hamingjusöm. Þau hafa eignast niu börn og fjögur barnabörn. „Ég hef aldrei séð eftir þvi að giftast svo ung”, sagði Eunice nýlega við blaöamann. Þau hjónin búa enn i sama sveitabænum og þau hafa gert alian sinn búskap og hjá þeim búa fimm synir þeirra. Hin niu ára gamla brúöur er I dag orðin gráhærð, 51 árs gömul amma. „Ég var of ung til að skilja hvað hjónaband var þegar ég var niu ára gömul. En eigin- maður minn var mér góður og ég eiginlega óx inn i hjónaband- ið. Charlie var nágranni minn ogforeldrar minirvissuaöhann var góður maður”, sagði Eunice. Hún bætti við: „Við vissum ekki aövið værum aö gera neitt af okkur. í okkar sveit var litið niður á kvenfólk sem ekki giftist og flestar stúlkurnar i nágrenn- inu giftust 13 eða 14 ára”. Lætinútaf giftingunni urðu til þess að hjónin einangruðu sig algerlega og neituðu að tala við blaöamenn. Þau gleymdust Josef Boruwlaski, greifi. Þegar konan fór frá honum, skorðaði hún hann af uppi á arinhillunni. ' smám saman og fengu að lifa i friði. Þaö var ekki fyrr en i júli á þessu ári, að einangrun þeirra var rofin af blaðamönnum bandariskra blaðsins Enquirer. Charlie er oröinn gamall maður, enda hefur hann unnið erfiðisvinnu alla ævi. Hann ber þó sömu tilfinningar I brjosti sinu til konunnar, sem gítist honum barn að aldri. Eunice sér aðeins eftir einum hlut: „Éggekk aldrei i skóla og lærði hvorki aö lesa né skrifa. En þetta hefur veriö góð ævi, erfið en góð. Ef ég fengi tæki- færi til þess aö byrja upp á nýtt myndi ég ekki breyta nokkrum hlut”. 160 ára gamaii Brasilfumaöur: Hann reykir flmm nakka á dag og vlnnur lullan vinnudag Hann veldur læknum heila- brotum og andreykingamönn- um áhyggjum. Hann er 160 ára gamall, vinnur fullan vinnudag á ökrunum, oghaldiö ykkur nú, reykir fimm pakka áf sigarett- um á dag! Þeir eru margir, sem hafa haldið fram háum a,dri en verið afhjúpaðir sem svikarar. En Manoel de Moura frá Brasiliu hefur fullgiltfæðingarvottorð til að sanna aldur sinn. Auk þess eru margir aldurhnignir menn, sem geta sannaö þaö, að þegar þeir voru börn, var Maoel orð- inn gamall maður. „Þegar ég var litill strákur var Maoel gamall maöur, að verða hundrað ára”, segir Teodoro Boskow, sem nú er á áttræöisaldri. „Hann lltur alveg eins út núna nema hvað hann er kominn meö ofurlitla kryppu”. Francicko Luz, læknir Maonels, er undrandi á „sjúkl- ingi” sinum. „Heilsa þessa 160 ára gamla manns er ótrúlega góð. Blóð- þrýstingurinn er eðlilegur og hjartað virðist jafn eðlilegt og hraustog i tuttugu ára gömlum manni. Ég finn beinllnis ekkert athugavert viö heilsu gamla mannsins. Manoel hefur skýringuna á reiðum höndum: „Landið er skýringin á langllfi mlnu. Ég hef ræktaö landið alla ævi. Ég hef fariö einu sinni I bló, séð sjónvarp einu sinni, en ég skildi ekkert hvað var að gerast. Ég skulda engum manni neitt og ég hef ekki áhyggjur af neinu”. Einn ávani Manoels gerir mönnum enn erfiöara aö skilja langlifi hans. Manoel keðju- reykir. „Ég gæti reykt allan daginn, ef ég heföi nógu margar slgar- ettur. Venjulega reyki ég 80—100 sigarettur á dag.” Manoel er landbúnaðarverka- maður. Hann heggur tré, plæg- ir, gróðursetur og sáir. „Manoel er besti verka- maðurinn minn,” segir hús- bóndi hans. „Hann er ekki latur eins og ungu mennirnir. Hann skilar sinu dagsverki, og vel það”. Heyrn og sjón Manoels er mjög góð og hann getur þrætt nál jafnhratt og þaulvön sauma- kona. 1 siðasta mánuði féllst ríkis- stjórn Brasillu á aö veita Manoel eftirlaun heilar 9000 krónur á mánuöi. En gamli maðurinn hefur lit- inn áhuga á peningum, og hvers vegna skyldi hann hætta að vinna. Allir hans ættingjar eru löngudánir og hann hefur aldrei gifst. „Það sem mér finnst skemmtilegast og bestað gera i þessu lífi, er að drekka heitt kaffi og reykja sigarettur”, segir gamli maöurinn brosandi. „Skýringin á langllfi minu er landið’ Manoel de Maura. segir hinn 160 ára gamli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.