Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 9
VÍSIR Fimmtudagur 16. ágúst 1979 Alþýðubandalagið hefur undan-. farna daga sett á svið einn furðu- legasta pólitiska loddaraleik, sem islenzkur almenningur hefur lengi orðið vitni að. Kallar fólk þó ekki allt ömmu sina i þeim efnum, þegar Alþýðubandalagið er annars vegar. Afstaða Alþýðubandalags- manna til viðræðna við Norð- menn um réttindi okkar við Jan Mayen hefur verið með þeim end- emum, að þess verður áreiðan- lega lengi minnst i pólitiskri um- ræðu hér á landi. Nánast Ijósritaðar tillögur Matthíasar Allt hófst þetta með þvi, að Matthias Bjarnason setti fram tillögur i landhelgisnefnd um hvernig staðið skyldi að viðræð- um við Norðmenn, og hver meginatriði þar skyldu lögð til grundvallar. Siðan leið og beið. Þar kom, að Ólafur Ragnar Grimsson fulltrúi Alþýðubanda- lagsins i landhelgisnefnd (i fjar- veru Lúðviks Jósepssonar) tók tillögur Matthiasar, nánast.ljós- ritaði þær, og lagði siðan fram i eigin nafni og flokks sins. Matthias Bjarnason gat auðvitaö ekki annað gert en lýsa enn og aftur stuðningi við eigin tillögur þótt i þetta skipti kæmu þær frá erkióvininum, Alþýðubanda- laginu. Var þá komin upp staða, sem einhvern timann hefði þótt saga til næsta bæjar: thaldið og Austur-þýskur verksmiðjutogari að veiðum skammt frá Jan Mayen. Myndin var tekin I gæslufiugi land- helgisgæslunnar með TF SYN laugardaginn 4. ágúst sl. en greinarhöfundur fékk þá að fljóta með. (Ljósm. EG). vaxa okkur að mikilvægi i allra næstu framtið. Þessir flotar eru að þurrka hann upp. í leiðurum Dagblaðsins er hlegið að tali um veiðar Rússa i Norðurhöfum, og talað um Rússagrýlu. Slikt er hættuleg blekking. Þessir flotar eru þarna að veiðum. Það er blá- köld staðreynd og Landhelgis- gæzlan hefur að undanförnu fylgst með veiðum þeirra á svæð- inu. Jan Mayen er norsk eyja Enn er komið upp nýtt i þessu máli. Nú er þess krafist að við gerum tilkall til Jan Mayen. Nokkuð seint i rassinn gripið. Jan Mayen er norsk eyja. Merkt sem slik á öllum kortum og við yrðum að athlægi i augum heimsins með þvi að fara nú seint og um siðir að hafa uppi landakröfur. Rétt er hins vegar að það hefðum við betur gert fyrr. En nú er það um seinan og við skulum ekki láta græðgina hlaupa meö okkur i gönur. Hitt er þaö sem auðvitaö skiptir öliu máli: Jan Mayen er á land- grunni islands. Þess vegna eigum viö tilkall til þeirra gagna og gæöa sem þar finnast í sjó og á hafsbotni. Þær röksemdir skilja Norömenn, þegar vitnaö er til Svalbarða. Þaö er þetta sem viö eigum aö gera kröfur til, og þaö er þetta sem viö eigum rétt til. Hln furöulega brennlng kommúnistar voru sammála um utanrikismál! Og Matthias sem venjulega verður ekki orða vant og kann að nefna hlutina réttum nöfnum betur en flestir aðrir, var gjörsamlega mát og gat ekki annað en fagnað þessari nýju að- stoð, greinilega þó með hálfum huga. Tillögur þeirra félaga voru að þvi leytinu frábrugðnar þvi sem áður hafði verið rætt i landhelgis- nefnd, að þar var gert ráð fyrir, að fiskveiðilögsaga yrði sam- eiginleg með íslendingum og Norðmönnum á Jan Mayen svæð- inu. Vissu þó báðir fullvel Matthi- as og ólafur, að þessu atriði höfðu Norðmenn afdráttarlaust hafnað i viðræðunum hér i Reykjavik um daginn. Þar við bætist svo, að ekki er vitað að slik sameiginleg lögsaga sé neinsstaðar við lýði, hún er fyrirbæri, sem ekki er til i þjóðarétti og hefur ekki borið á góma á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðan'na, og er þar að aúki sjálfsagt óframkvæmanleg i reynd. Þrátt fyrir allt þetta lýsti utan- rikisráðherra þvi yfir að sjálf- sagt væri að ganga til viðræðna við Norðmenn með öll þau atriði að vegarnesti er fram hefðu komið i landhelgisnefnd. Þrátt fyrir þetta var Alþýðubandalagið ekki tilbúið til viðræðna. Þegar forsætisráðherra lagði fram tillögu i rikisstjórn, sem gekk enn i þessa sömu átt, þá var Alþýðu- bandalagið enn ekki tilbúið. Skoð- anir ráðherranna voru skiptar og þeir vildu greinileéa slá málinu enn á frest, meðan Norðmenn héldu áfram aö moka upp loðn- unni og Rússar kolmunna á mið- unum við Jan Mayen. Leiðaradans Dagblaðsins Samtimis þessu gerðist svo enn annað. Dagblaðið hóf leiðaradans i svo nákvæmum takti við Al- þýðubandalagið að þar skeikaði hvergi. Þar byrjuðu landráða- brigslin i garð sjávarútvegsráð- herra og utanrikisráðherra, en til þessa hafa Alþýðubandalags- menn haft einkaleyfi á sliku. Landráðabrigslin eru i stuttu máli að segja: Við erum betri Is- lendingar en þið, við viljum okkar hlut meiri en þið, og við erum langtum þjóðhollari en þið. Nú var það ritstjóri Dagblaðsins sem spilaði gamla kommasönginn og lét fylgja tilbrigði um allt að þvi glæpsamleg tengsl islenzkra og norska jafnaðarmanna. Ariuna söng hins vegar ólafur Ragnar, en Sjálfstæðisflokkurinn lagði til efnið. Aldeilis þrenning, eða hvað? Nú er búiö aö ákveöa viöræö- ur viö Norömenn, sem vonandi leiða til farsælla lykta. Þar eig- um við að standa fast á okkar rétti. Eftir standa sprunginn belgur Alþýðubandalagsins og gifuryrði Dagblaösins. Þeirra orð og gerðir gleymast ekki, en þau verða ekki það sem hæst mun bera þegar litið verður til baka, segir Eiður Guðnason, al- þingismaður, i þessari grein sinni um Jan Mayen-málið svo- nefnda. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Sem þessu öllu fór fram hér veiddu Norðmenn áfram við Jan Mayen. Þeir voru ekki einir um hituna. Þar var jafnframt austuÞ þýzkur verksmiðjuskipafloti, sagður að kolmunnaveiðum. (Sömu skipin og Lúðvik Jóseps- son bauð til Reykjavikur hérna um árið til áhafnarskipta, en al- menn mótmælaalda varð til þess að hann heyktist á aö bjóða vinum sinum til hafnar. En Austup-Þjóð- verjar og Norðmenn voru ekki einir þarna. Svolitið austar á um 100 milna löngu og 15 til 20 milna breiðu belti rétt um landheigis- mörk okkar var 100 skipa rúss- neskur ryksugufloti. Lika sagður að kolmunnaveiðum. En þar voru ekki aðeins bræðsluskip, heldur lika hringnótaskip ásamt móðurskipum með sildartunnur á þilfari. Og allir að veiða kol- munna, segir Rússinn. Fiskifræðingur sagði mér, að þetta væri sami flotinn og hefði breytt miðunum við Labrador og Nýfundnaland i eyðimörk. Hann hefur verið hér um nokkurt skeið og stefnir nú sjáifsagt að þvi að þurrka upp kolmunnann. Austup. þýzki flotinn geröi grálúðunni hér fyrir vestan skil fyrir nokkrum árum. Nú er sem sé loðnan á undan- haldi og kolmunninn á eftir að Hafa ekki fyrirgefið kosn- ingasigurinn Það var i raun réttri aldrei neinn ágreiningur um að ræða við Norðmenn. Það sem Alþýðu- bandalagsmönnum gramdist var að islenzkir ráðherrar úr Alþýðu- flokknum skyldu geta átt vinsam- legar viðræður við norska ráð- herra úr verkamannaflokknum til að freista þess að finna farsæla lausn á þessu máli. Þar að auki hafa hvorki Alþýðubandalag né Sjálfstæðisflokkur fyrirgefið okkur kosningasigurinn i fyrra og gera sennilega aldrei. Þess vegna er hvert tækifæri notað til að reiða til höggs og þá skiptir engu hvort spilað er með þjóðarhags- muni og fréttalekar skipulagðir til útlanda, ef verða mætti að stundargróða i hinu pólitiska striði. Nú er búið að ákveða viðræður við Norðmenn, sem vonandi leiða til farsælla lykta. Þar eigum við að standa fast á okkar rétti. Eftir standa sprunginn belgur Alþýðu- bandalagsins og gifuryrði Dag- blaðsins. Þeirra orð og gerðir gleymast ekki, en þau verða ekki það sem hæst mun bera, þegar litið verður til baka. Eiður Guönason alþingismaöur Gunnar ólafsson skipherra. Eldfjalliö Beerenberg gnæfir upp úr skýjaslæöunni, sem oftast hylur Jan Mayen. (EG).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.