Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 8
 VÍSIR Fimmtudagur 16. ágúst 1979 lltgefandi: Reykjaprenth/f ' Framkvæmdastjóri: Davfð Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Síðumúla 14, slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 180 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Loksins nýjar samningavlðræður íslensku og norsku viöræöunefndirnar munu nú brátt taka upp þráöinn, þar sem frá var horfiö á viöræöufundunum i Reykjavfk í sumar, og er ánægjulegt til þess aö vita, aö allir þingflokkar skuli sammála um á hvaöa grundvelli þar skuli samiö viö Norömenn. Ánægjulegt er til þess að vita, að stjórn og stjórnarandstaða skuli hafa getað komið sér sam- an um á hvaða grundvelli viðræður við Norðmenn vegna Jan Mayen málsins skuli teknar upp að nýju. Málið hefur verið þæft óþarflega lengi hérlendis vegna þess að stjórnarf lokkarnir hafa átt erfitt með að koma sér saman, en niðurstaðan hefur orðið sú að byggja á meginatr- iðum á tillögum Matthíasar Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem hann lagði fram í landhelgisnefndinni fyrir þremur vikum. Alþýðubandalagsmenn reynd- ust fyrstir tii þess að tileinka sér stefnu Matthíasar, en Alþýðu- flokksmenn og Framsóknar- menn þurftu að melta hugmyndir hans alllengi áður en þeir gátu fallist á þær. En þeir gátu ekki með góðri samvisku beðið lengur, þar sem norski loðnuf lot- inn er nú nærri búinn að veiða þau 90 þúsund tonn, sem óform- lega hafði verið samið um að kæmu, í hans hlut. Norska stjór*hin vildi augljóslega stöðvá veiðarnar, en taldi að beiðni um viðræður frá íslandi myndi auð- velda henni að fyrirskipa stöðv- un, ekki sist vegna þess, hve margir norskir útgerðarmenn voru á móti stöðvuninni. Það kom líka á daginn, að ekki voru liðnar nema fáeinar klukkustundir frá því að Norðmönnum hafði borist ósk (slendinga um viðræður, þar til tilkynnt hafði verið í Noregi, að loðnuveiðarnar yrðu stöðv- aðar frá og með hádegi næsta laugardag. Eins og við var að búast hafa sjómenn og útgerðarmenn í Nor- egi brugðist illa við þessari ákvörðun norsku stjórnarinnar og hyggjast meðal annars láta reyna á rétt hennar til slíkra tak- markana fiskveiða á opnu haf- svæði fyrir norskum dómstólum. Íslenska ríkisstjórnin hefur bannað íslenskum veiðiskipum loðnuveiðar þarna norður frá utan 200 mílna lögsögu okkar og er sú ákvörðun væntanlega byggð á því, að þarna sé um íslenskan fiskstofn að ræða, því að í raun ætti íslenskur sjávarútvegsráð- herra ekki að geta takmarkað veiðar utan íslenskrar lögsögu. Ef grannt er skoðað væri það því ef til vill ekki síður á valdi ís- lensku en norsku stjórnarinnar að stöðva veiðar Norðmanna á íslenskum fiskstofni á þessum slóðum á grundvelli þeirra dragaaðhafréttarsáttmála, sem nú liggja fyrir á Hafréttarráð- stefnunni, ef ekki eru til norsk lagaákvæði sem heimila stjórn- völdum í Noregi slíkar aðgerðir. En úr því sem komið er, verðum við að vona, að norsku stjórninni takist að fá norska sjómenn til þess að hætta loðnuveiðunum um helgina. Aðalatriðið er, að viðræður hef jastnú loks að nýju milli þess- ara frændþjóða. Ástæða er til að taka undir orð norska utanríkis- ráðherrans, Knuts Frydenlund, en hann sagði í viðtali við Vísi í gær, að mikilvægt væri að samningaviðræðurnar yrðu vel undirbúnar og ekki flanað að þeim, heldur beðið eftir því að óróleikaöldur í Noregi og á (slandi lægði, áður en sest yrði að samningaborðinu. BLÚTAfl A Svarthöfði réttur af Svarthöfði gerir mér þann heiður að upplýsa alþjóð um að undirritaður sé einn hinna virðulegu Lokalima I Reykjavik, i dálki sinum i gær (14.8). Ekki skal þrefað um útleggingu Svarthöfða en hvetja má hann til að bæta heimildarýni sina. 1 fyrsta lagi er þess að geta að Loki var nær liðinn undir lok fyrir tveimur árum eða svo en þá urðu lyktir mikillar Loka- sennu, að það féll á einu atkvæði að dyrum yrði slegið upp fyrir kvenfólki. Andlýðræðissinnar sem svo naumlega urðu að láta i minni pokann fyrir karlrembum sögðu sig margir úr Loka, en aðrirlétu sig hafa það að beygja sig fyrir meirihlutavaldinu. Æ fleiri hafa þó vaknað til skiln- ings um það að i forréttindaað- stöðu karla veröur ekki haldiö gegn jafnréttissókn kvenna og kjósa þvi skipulegt undanhald. Þvi hefur það siðan borið við að konur kæmu sem gestir eða fyrirlesarar á blót. I öðru lagi verður Svarthöfði þvi miður seint þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá oss Lokalimi samansafnaða á kjól og hvitt. Það er fyrst að við erum ekki svo fákænir að láta mynda okkur á blótum og svo annað að frjálslyndi rikir I klæðaburði. Hins vegar er hvert orð satt hjá Svarthöföa um orðuveitingar. Þar er grárra gaman á ferðinni en þolir dagsljósið. Ekki verður þó talið að rofin séu Lokagrið þótt ljóstrað sé upp að á siðasta Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóöviljans, skrifar i tiiefni af grein Svarthöföa um Lokaregl- una sem birtist i Visi fyrir nokkrum dögum. hofróðublóti (hofróða = kona sem situr heima og gerir ekki neitt) var ónefndur limur sæmdur orðunni Sjafnaryndi. Og gettu nú. Þeir sem vildu kynna sér Loka nánar skal vinsamlega bent á Rauðsokkusiðu Þjóðvilj- ans sem á sinum tima birti regl- ur félagsskaparins við mikla kátinu og talsverða vandlæt- ingu. Rannsóknarblaðamenn Þjóðviljans voru nefnilega búnir að upplýsa allt um Loka löngu áður en Svarthöfði komst á sporið. önnur leynd er ekki yfir Lokablótum nema hvað herramannasamkomulag rikir um að eigna limum ekki persónulega orð sem þeir láta falla i hita blótsins. —Einar Karl Ilaraldsson Pétur sparar ekki „skotin” i viötalinu viö norska vikuritiö Nð. Péiup Guðlðnsson (viðtaii vlð norska rltlð Ná „Maðurlnn sem aslr lll barállu gegn Noregi” „Hann heitir Pétur Guðjónsson og hann er maður sem margir Is- lendingar hlusta á. Einnig núna i loðnudeilunni við Norömenn. Pétur Guðjónsson er samt sem áður ekki pólitikus og á ekki sæti við samningaborðið. ,,En það á heldur enginn annar hér á ís- landi”, segir hann. Hann fer i taugarnar á flestum stjórnmála- mönnum”. Með svofelldum orðum hefur norska vikublaðið Ná viðtal við Pétur Guðjónsson formann Fé- lags áhugamanna um sjávarút- vegsmái. Viðtal þetta birtist nýlega undir fyrirsögninni „Maðurinn sem hvetur til baráttu gegn Noregi”, og er það tekið á heimili Péturs i Reykjavik. Pétur sem hefur skrifað talsvert um Jan Mayen deiluna i Islensk blöð setur skoðun sina umbúðalaustfram i viðtalinu við NS og dregur hvergi af. Hann segir jafnt. islenskum sem norsk- um stjórnvöldum til syndanna og er eins og það er stundum kallað „opinskár og hressilegur”. —GEK flðBBMBMnmHBflHI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.