Vísir - 16.08.1979, Blaðsíða 14
14
15
VtSIR
FimmtudaKur 16. ágúst 1979
VÍSIR
Fimmtudagur 16. ágúst 1979
VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL -VISIS-RALL -VÍSIS-RALL -VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL
Hallbllarnir fóru i hópakstur um Heykjavikurborg sibdegis i gær, en i dag, fimmtudag, tekur aivaran við: þá hefst rallið kl. 16. Visismynd: Þ.G.
BIKR gefur rall- og tralláráttu landsmanna úlrðs:
l
Islendingar hafa löngum veriö mikið fyrir rall
og trall, en mestu rallarar hérlendis eru eflaust
félagar i Bifreiðaiþróttaklúbbi Reykjavikur. Þeir
efna þvi til Visisralls. Hér má ekki hallast á, og
þeir BÍKR menn eru vel meðvitandi um rall- og
tralláráttu landans og þvi efna þeir lika til tralls.
Þeir sameina rall og trall i eitt allsherjar
(T)RALL á meðan á Visisrallinu stendur og fer
þessi uppákoma fram i Sýningahöllinni á Artúns-
höfða.
1 gær hófst (T)RALLIÐ meö
RALL-ROKK tónleikum Bruna-
liösins, sem keyröi á útopnuöu i
Sýningahöilinni og i kvöld og
næstu kvöld veröur eitthvaö fyr-
ir alla, hvort sem þeir vilja rall
og trall eitt sér eöa hvortveggja.
Sýningahöllin ó Artúnshöföa
veröur aöalstöö keppnisstjórnar
Vísisrallsins, en eins og allir
vita aka rallbilarnir frá Reykja-
vík i dag klukkan fjögur og
noröur i land, til Sauöárkróks,
þar sem þeir veröa i nótt, til
Húsavikur þar sem þeir veröa
næstu nótt. Þaöan aka þeir suö-
ur Sprengisand og þvers og
kruss um Suöurland, gista aö
Laugarvatniog koma svo aftur i
bæinn á sunnudaginn.
Staða keppenda
Þaö eru margir sem áhuga
hafa á bílasporti, ralli, og fyrir
þá veröur stööugt upplýsinga-
streymi frá keppninni og i Sýn-
ingahöllina og mun þar veröa
unniö úr þeim upplýsingum 1
tölvu og staöan birt jafnóöum.
Einnig veröur sérstakur
myndatökumaöur meö mynd-
segulband úti á landi og sendir
hann jafnóöum spólur meö lit-
myndum af keppninni til
Reykjavikur. Þessar myndir
veröa svo sýndar f sérstöku inn-
anhússjónvarpskerfi, Video,
jafnóöum og þær berast. Hér og
þar um húsiö veröur komiö fyrir
sjónvarpstækjum og þar birtist
jafnt staöa keppenda og rall-
myndir frá keppninni.
Sýning, tónleikar og
disco
Fyrir Trallarana er þess viröi
aö leggja leiö sina upp i Sýn-
ingahöll. A staönum veröa ýms-
ir aöilar meö sýningu á vörum
sinum, þjónustu og munum.
Þarna veröur til dæmis feröafé-
lagiö Otivist meö kynningu ó
feröalögum og feröaútbúnaöi,
ýmis bflaumboð kynna þarna
nýja árgerö af bilum sinum,
Samtök áhugamanna um áfeng-
isvandann munu kynna starf-
semi sina, og fleiri og fleiri.
Annað kvöld veröa siöan
miklir tónleikar. Þar munu
Ljósin i bænum,. þessi vinsæia
hljómsveit, halda tónleika.
Þessi uppákoma er annar há-
punktur skemmtunarinnar fyrir
trallarana. Hinn aðal-punktur-
inn veröur á laugardagskvöldiö
en þá gengst óöal fyrir sérstöku
diskókvöldi.
A diskókvöldinu ralla diskó-
plötur á fóninum og fjölda-
margir listamenn koma fram.
Módel ’79 mun sýna tiskuklæön-
aö, þrjár diskódisir munu sýna
diskódans og Ljósin i bænum
munu koma aftur fram og leika
fyrir áheyrendur um stund.
Magnús og Jóhann þekkja ef-
laust flestir og þeirra tónlist.
Þeir ætla aö hafa ofan af fyrir
áheyrendum um stund. Magnús
Sigmundsson er nú i þann veg-
inn að gefa út sólóplötu og verö-
ur hún kynnt þarna i fyrsta sinn
opinberlega. Óhætt mun vera að
segja að þessi plata sé ólik
mörgu þvi sem Magnús hefur
áöur látiö fara frá sér.
Mark
A laugardeginum sjálfum
veröur margt sér til gamans
gert og margvislegar uppákom-
ur innan hallar sem utan.
A sunnudeginum lýkur
skemmtuninni eftir aö rallbil-
arnir hafa skilaö sér I mark, en
þaö veröur eflaust um sjö leytiö.
Aðgangseyrir
Aögangseyri veröur mjög i
hóf stillt og kostar aögöngumiö-
inn fyrir alla fjóra dagana
aöeins 1500krónur. þ.e. sama og
tæplega tvisvar i bió!
-SS-
VÍSIS-RALL - VÍSIS-RALL - VÍSIS-RALL - VÍSIS-RALL - VÍSIS-RALL - VÍSIS-RALL - VÍSIS-RALL - VÍSIS-RAU - VÍSIS-RALL -
Iliisi
Liiilxió:
Eldborg sf
sirni 2.)(S18
Klapparstig 2,1-27
verð og gæði eru miðud við ra