Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFylkismenn eru fallnir úr Evrópukeppninni / B4 Afturelding byrjaði á góðum sigri í Kaplakrika / B3 4 SÍÐUR Sérblöð í dag HLAUP hófst í gær í Súlu og Núps- vötnum vestast á Skeiðarársandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Mun þetta vera stærsta hlaup í ánni frá árinu 1986. Eftir flug jarðvísindamanna með vél Flugmálastjórnar yfir svæðið síðdegis í gær varð ljóst að vatnið kemur úr Grænalóni við Skeiðarárjökul. Áin hefur verið mjög vatnsmikil að undanförnu og hveralykt lagt frá henni, sem þykir óvanalegt um hlaup úr þessu lóni. Af þeim sökum þótti vísindamönnum ástæða til að kanna aðstæður nánar. Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings, sem fór í flugið ásamt Helga Björnssyni, starfs- bróður sínum á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, er ekki talin hætta á hlaupi úr Grímsvötnum í Vatna- jökli þar sem ekki hefur orðið vart við neina hreyfingu þar. Lögreglan og Vegagerðin höfðu sérstakt eft- irlit við Núpsvatnabrúna á Skeið- arársandi í nótt án þess að vera með stöðuga vakt en seint í gær- kvöldi var að mati Almannavarna ríkisins ekki talið að brýr eða önn- ur vegamannvirki væru í hættu. Lögreglumaður á Kirkubæj- arklaustri, sem staddur var við Núpsvatnabrúna, sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi að hlaupið virtist vera í rénun. Til að hafa var- ann á þótti mönnum ástæða til að fylgjast vel með þróun hlaupsins í nótt. Hegðar sér öðruvísi en síðustu hlaup hafa gert „Hlaupið úr Grænalóni hegðar sér öðruvísi en síðustu hlaup á þessu svæði. Við höfum í sjálfu sér engar skýringar á því. Vatn hefur sigið um fimm metra í lóninu en við vitum ekki af hverju jarðhitalykt leggur af vatninu. Slíkt hefur ekki gerst áður þegar Grænalón er ann- ars vegar. Vatnið rennur úr lóninu meðfram Skeiðarárjökli um kíló- metra leið, fer síðan undir jökulinn og kemur þaðan út og fram í Súlu. Vatn liggur undir allri Núps- vatnabrúnni og einnig er eitthvað farið að aukast rennslið í farvegi Gígjukvíslar,“ sagði Magnús Tumi við Morgunblaðið, skömmu eftir að hann var lentur með flugvél Flug- málastjórnar í Reykjavík í gær- kvöldi. Talið er að vatn hafi byrjað að renna úr Grænalóni á sunnudag en eiginlegt hlaup ekki hafist fyrr en í gær. Hlaup hófst í Súlu og Núpsvötnum í gær                                        !  "    #                 Ljósmynd/Landhelgisgæslan Umfang Súlu og Núpsvatna margfaldaðist í hlaupinu úr Grænalóni í gær en ekki var talið að Núpsvatnabrúin hefði verið í hættu eða þjóðvegurinn að henni. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri og vegagerðarmenn höfðu sérstakt eftirlit með brúnni og veginum um sandinn í nótt. Stærsta hlaup frá 1986 og hveralykt óvanaleg STJÓRNVÖLD Maryland-ríkis í Bandaríkjunum hafa boðið Flugleið- um 40 milljónir króna í markaðs- styrk og niðurfellingu lendingar- gjalda til að tryggja flug frá Íslandi til Baltimore. Þrjú evrópsk flugfélög, Flugleiðir, Aer Lingus og British Airways, hafa flogið yfir hafið til Baltimore en nú hafa stjórnendur Aer Lingus tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga til Baltimore og óvissa ríkir varðandi flug British Airways til borgarinnar. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að samstarf hafi verið milli Flugleiða og Mary- land-ríkis árum saman varðandi ferðamál, ekki síst vegna þess að rík- ið sjálft sé eigandi flugvallarins í Baltimore. „Þetta er markaðssam- starf sem felst fyrst og fremst í því að Flugleiðir hafa með starfsemi sinni og fluginu þangað kynnt bæði Baltimore-borg og Maryland-ríki sem áfangastað. Síðan má bæta því við að höfuðstöðvar Flugleiða í Bandaríkjunum eru í Columbia í Maryland þar rétt hjá.“ Að sögn Guðjóns hafa stjórnvöld Maryland-ríkis haft áhyggjur af ástandinu og stöðunni sem upp er komin eftir hryðjuverkin í New York 11. september sl. „Síðan gerðist það á mánudaginn að aðstoðarríkisstjóri Maryland, Kathleen Townsend- Kennedy, sem er dóttir Robert Kennedy, hafði samband við svæð- isstjóra Flugleiða í Bandaríkjunum, Gunnar Eklund, og bauð Flugleiðum 400.000 dollara, eða um 40 milljóna króna, markaðsstyrk gegn því að fé- lagið héldi áfram fluginu til og frá flugvellinum í Baltimore. Einnig bauð hún til viðræðna um niðurfell- ingu lendingargjalda á flugvellinum, sem nema tæpri milljón á mánuði,“ segir Guðjón. Hann segir Flugleiðir gera ráð fyrir að fljúga áfram til Baltimore og því sé ætlunin að setjast niður með ríkisstjórn Maryland á næstu dögum til að ræða áframhaldandi samstarf varðandi flug til og frá Baltimore. Guðjón segist telja að svona boð hefði verið nánast óhugsandi fyrir at- burðina 11. september og dæmi um hvernig stjórnvöld í Bandaríkjunum, bæði á lands- og héraðsvísu, séu að breyta um stefnu og vilji greinilega leggja sitt af mörkum til þess að halda uppi ferðamennsku og sam- göngum til og frá Bandaríkjunum. Bjóða Flugleið- um 40 milljónir í markaðsstyrk FARÞEGAFLUGVÉL breska flug- félagsins British Airways lenti á Keflavíkurflugvelli um kl. 15 í gær- dag sökum þess að fimm ára barn var talið hafa látist í vélinni. Vélin var á leið frá Lundúnum til Toronto í Kanada en þegar hún lenti hér á landi var barnið úrskurðað látið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var barnið á ferð með móður sinni sem er kanadískur ríkisborgari en dánarorsök er ókunn. Þau voru flutt á sjúkrahúsið í Keflavík en vélin hélt nokkrum tímum síðar áleiðis til Kanada. Lögreglan á Keflavíkur- flugvelli varðist allra fregna af mál- inu þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hana í gær. Flugvél lenti með látið barn ♦ ♦ ♦ ALLS bárust 9.336 athugasemdir við nýtt brunabótamat sem tók gildi 15. september sl. og 903 athuga- semdir bárust vegna nýs fasteigna- mats. Við brunabótamat og fast- eignamat bárust 3.184 athugasemdir og þarf Fasteignamat ríkisins því að taka afstöðu til 13.423 athugasemda en nær tveir þriðju hlutar athuga- semda bárust stofnuninni þrjá síð- ustu daga tímafrestsins. 9.336 athuga- semdir bárust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.