Morgunblaðið - 26.09.2001, Síða 11
NIÐURSTAÐA ENDURSKOÐUNARNEFNDAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 11
arútvegsins verður viðunandi og hann
geti verið burðarás í atvinnu- og efna-
hagslífi landsmanna.
Ég tel að það sé athyglisvert í áliti
meirihlutans að þar er enn einu sinni
staðfest að það skipulag sem er í sjáv-
arútveginum er ein helsta ástæðan
fyrir stöðugleika í efnahagslífinu og
þar með einn helsti grundvöllur fyrir
aukinni velmegun þjóðarinnar síðasta
áratuginn. Þessu megum við ekki
glata jafnvel þó að ýmis vandamál séu
við þetta kerfi. Þar er líka staðfest að
vandi byggðanna tengist ekki fyrst og
fremst skipulagi sjávarútvegsins
heldur sé hann miklu flóknari.
Starfið innan Framsóknarflokks-
ins hefur gengið vel og því er ekki að
neita að fyrningarleiðin hefur mætt
verulegri andstöðu í starfi nefndar-
innar og jafnvel meiri andstöðu en ég
hafði gert ráð fyrir. Það verður líka að
hafa í huga þegar talað er um fyrning-
arleið að þá skiptir miklu máli hvað
menn eru að tala um háar prósentur í
þeim efnum. Í sumum tilvikum getur
hún virkað mjög líkt og veiðigjalds-
leið.
Við komum til með að ljúka þessu
nefndarstarfi innan Framsóknar-
flokksins í næsta mánuði og síðan
tökum við afstöðu til þess eins og aðr-
ir flokkar. Ég geng út frá því að það
sé eins með aðra flokka og Fram-
sóknarflokkinn, að hin mismunandi
álit verði tekin til umfjöllunar og af-
staða mótuð.
Það er rétt að minna á að allt þetta
starf hófst vegna þingsályktunartil-
lögu sem stjórnarandstaðan flutti á
Alþingi. Okkur í stjórnarflokkunum
þótti rétt að koma til móts við þessi
sjónarmið með því að setja af stað
starf auðlindanefndar og síðan starf
þessarar endurskoðunarnefndar.
Starfið var hafið að frumkvæði
stjórnarandstöðunnar með það í huga
að skapa meiri sátt um sjávarútveg-
inn. Vonandi tekst það. Því er ekki að
neita að það er heilmikil prófraun fyr-
ir flokka, þar á meðal Framsóknar-
flokkinn, að ganga í gegn um þessa
erfiðu umræðu. Í þessu máli eins og
öðrum verða hin lýðræðislegu vinnu-
brögð að eiga síðasta orðið.“
Halldór sagðist ekki taka undir það
sjónarmið stjórnarandstöðunnar að
starf endurskoðunarnefndarinnar
hefði engu skilað. Þvert á móti hefðu
nefndarmenn unnið gott starf.
SVERRIR Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, segir niður-
stöðu endurskoðunarnefndar sjávar-
útvegsráðherra
ekki koma sér á
óvart. Aldrei hafi
neitt verið að
marka þau loforð
eða vilyrði sem
stjórnvöld hafa
gefið fyrir því að
breyta stjórn
fiskveiða.
„Allt er þetta
pantað af málalið-
um þeirra og mútuþýi. Um þetta mál
verður harðari óeining en nokkru
sinni fyrr, enda er óréttlætið og ólög-
in, sem þarna er að finna, með þeim
hætti að aldrei verður um það nein
sátt. Þeir eru að leggja til auðlinda-
gjald og ætla að fella niður gjöld
nokkurn veginn jafnhá. Þau verða
aldrei af útgerðarmönnum tekin. Svo
ætla þeir að taka eitthvað af þessu til
að rétta landsbyggðinni svo þar sé
hægt að stunda sölvatekju og berja-
tínslu. Þetta álit er alveg með ólík-
indum,“ segir Sverrir.
Hann segir aðeins eina skýringu
vera á niðurstöðu meirihluta nefnd-
arinnar. Auðvaldið hafi náð öllum
undirtökum á Íslandi. Það megi
merkja af mörgum öðrum dæmum.
Sverrir segir Árna Steinar hjá
Vinstri grænum stefna í rétta átt
með sínum tillögum um fyrn-
ingarleið en þær taki allt of langan
tíma. Einnig stígi Jóhann Ársælsson
í Samfylkingunni ölduna með Frjáls-
lynda flokknum.
„Ég tek hins vegar ekkert mark á
þessum vikapilti Halldórs Ásgríms-
syni sem Kristinn H. Gunnarsson er.
Hann er með einhverja atkvæða-
hræðslu í sínum meiningum. Það
sem máli skiptir eru orð sjávarút-
vegsráðherra um að hann ætli að
bera fram frumvarp til laga sem
byggir á tillögum meirihlutans.
Enda eru þar þingmaður Samherja,
þingmaður Skagstrendings og svo
málaliðar og mútuþý ofan úr háskóla
sem þeir kalla jafnan á sér til full-
tyngis. Þarna er einnig embættis-
maður, svínbeygður undir vilja þess-
ara herra,“ segir Sverrir.
Sverrir Hermannsson
Allt pantað af
málaliðum og
mútuþýi
Sverrir
Hermannsson
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segir það út af
fyrir sig jákvætt að grundvallarat-
riðið um auðlind-
argjald skuli vera
viðurkennt í áliti
meirihluta endur-
skoðunarnefndar
sjávarútvegsráð-
herra. Hann
væntir þess að í
framhaldinu
verði gjaldið fært
yfir á aðrar auð-
lindir í landinu.
„Þetta auðlindagjald er hins vegar
ákaflega takmarkað og á móti falla
niður önnur gjöld eins og þróunar-
sjóðsgjaldið. Það sem skiptir mestu
um að ekki er hægt að fallast á þess-
ar tillögur meirihlutans er að ekkert
skref er stigið í þá átt að afnema
gjafakvótann og opna greinina fyrir
nýju blóði. Í tillögum auðlindanefnd-
ar var jafnan gert ráð fyrir að með
einhverju móti yrði komið til móts
við það sjónarmið. Ég er einnig and-
vígur því að fiskvinnslustöðvum sé
heimilað að fara með aflaheimildir.
Með því er í reynd stigið skref til að
gera alla sjómenn að leiguliðum, það
er með engu móti þolandi. Ég dreg
líka í efa að mikil stemmning sé fyrir
því í landinu að rýmka framsals-
heimildir og hækka þakið á há-
markskvótaeign útgerðarfyrir-
tækja,“ segir Össur.
Formanni Samfylkingarinnar
finnst það sömuleiðis athyglisvert að
þrír nefndarmenn vilja afnema
gjafakvótann og að fulltrúar stjórn-
arflokkanna í endurskoðunarnefnd-
inni klofni í afstöðu sinni. Valdamik-
ill stjórnarliði í sjávarútvegsmálum
og formaður þingflokks Framsókn-
arflokksins, Kristinn H. Gunnars-
son, skili séráliti þar sem í ýmsum
grundvallaratriðum sé farið mjög
nálægt sjónarmiðum Samfylkingar-
innar.
„Engin sátt verður um sjávarút-
veg nema að stigin verði marktæk
skref til að afnema gjafakvótann og
fullnægja þannig réttlætinu. Sam-
fylkingin mun ekki una sér hvíldar
fyrr en það hefur tekist,“ segir Öss-
ur.
Össur
Skarphéðinsson
Ekkert gert til
að afnema
gjafakvótann
Össur
Skarphéðinsson
ARTHUR Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda,
segir niðurstöður meirihluta nefnd-
arinnar vera al-
ger vonbrigði og
að ekkert sé kom-
ið til móts við
hagsmuni smá-
bátaeigenda í til-
lögum nefndar-
innar. „Ég er
ekkert undrandi
á því að samstaða
náist ekki um
hlutina, því mér
sýnist ljóst að stjórnvöld hafi ekkert
ætlað sér að hlusta á neitt annað en
þau ætla sér sjálf. Varðandi málefni
okkar smábátaeigenda er þessi nið-
urstaða auðvitað alger vonbrigði og
það virðist enginn vilji hjá ráðandi
öflum innan stjórnarliðsins að ná
einhverri sátt um þau málefni er
varða smábátana. Það er alveg ljóst
að þar verður áfram ófriður og hann
mun magnast mjög nú á næstunni,“
segir Arthur.
Hann segir staðreyndir málsins
varðandi smábátasjómenn blasa við í
höfnum landsins og að ekkert sé ver-
ið að vinna í þeirra málum. „Stað-
reyndin liggur á borðinu, þessi floti
er einfaldlega bundinn við bryggju
vegna þess að það er ekki hægt að
vinna eftir þessu kerfi. Á meðan svo
er og á meðan stjórnvöld skella
skollaeyrunum við þessum stað-
reyndum er manni eiginlega öllum
lokið í þessu.“
Að sögn Arthurs hefði hann viljað
sjá það veiðikerfi fest í sessi sem
smábátaeigendur sömdu um við
stjórnvöld árið 1996. Til þess hefur
stjórnvöld fullt leyfi samkvæmt
stjórnarskrá.
„Það var okkar fróma ósk og það
er ekkert of seint að verða við því. Ef
stjórnvöld myndu nú sjá að sér í
þessum málum myndi eitthvað sem
kallast gæti sátt eða friður vera mun
nær en er í dag.
Þessar tillögur skapa enga sátt og
ófriðurinn mun magnast. Þetta eru
mikil vonbrigði þótt niðurstaðan veki
ekki mikla undrun en samt hefði ég
haldið að þeim hefði verið meira
keppikefli að komast að einhverri
skárri niðurstöðu í sambandi við mál
okkar,“ segir Arthur.
Arthur Bogason
Niðurstaðan al-
ger vonbrigði
Arthur
Bogason
SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambandsins, segir það
auðsjáanlega rangnefni að líta á
nefnd um endur-
skoðun laga um
stjórn fiskveiða
sem sáttanefnd.
„Því hafi menn
lagt sig fram um
að fara þvert á
skoðanir ein-
hverra, þá hafa
meirihlutamenn í
þessari nefnd far-
ið þvert á skoðan-
ir sjómanna í flestum aðalmálum
sem þarna koma fram.“
Að sögn Sævar vill meirihluti
nefndarinnar auka framsalsréttinn
þvert á vilja sjómanna. „Við viljum
auka veiðiskylduna og höfum náð ör-
litlum árangri undangengin ár en
það á að taka það til baka og miklu
meira. Þeir vilja láta fiskvinnsluna
hafa þetta og það er alveg þvert á
okkar skoðanir. Við höfum hingað til
talið að það væru skipin sem veiddu
aflann og aðrir ættu ekki að fá veiði-
heimildir.“
Sævar segir tillögur um auðlinda-
gjald ekki koma á óvart enda hafi
stjórn Landssamands útgerðar-
manna ályktað um það fyrir ári síðan
að aðhyllast slíka leið, að því til-
skyldu að sjómenn yrðu látnir greiða
sinn hlut í gjaldinu. Að sögn Sævars
er alveg ljóst að þarna sé ekki um
neina sáttaleið að ræða fyrir sjó-
menn.
„Mín skoðun er sú að verði farið að
tillögum meirihluta nefndarinnar sé
það alfærasta leiðin til þess að aldrei
verði sátt um þessi mál.
Það er alveg ljóst að tillögur meiri-
hluta nefndarinnar eru skref aftur á
bak. Þetta er ekkert annað en ögr-
un,“ segir Sævar.
Hann segist hafa tekið eftir því að
minnihluti nefndarinnar hafi verið
sammála um að betra væri að fara
hina svokölluðu fyrningaleið í stað
þess að taka upp auðlindagjald. Sæv-
ar segir þá leið ekki góða en af
tvennu illu myndi þó fyrningaleiðin
leiða til meiri möguleika á nýliðun í
greininni. „Er það nákvæmlega það
sem meirihluti nefndarinnar og
flestir útgerðarmenn vilja ekki að
gerist. Þess vegna fara þeir ekki þá
leið.“
Sævar Gunnarsson
Gengur þvert
á hagsmuni
sjómanna
Sævar
Gunnarsson
ÖGMUNDUR Jónasson, formaður
þingflokks Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, segir það mikið
skipbrot fyrir rík-
isstjórnina að
ekki skuli hafa
tekist að ná sam-
an heildstæðu
nefndaráliti um
endurskoðun laga
um stjórn fisk-
veiða.
„Þetta er mjög
alvarlegt fyrir
þjóðina. Fólk ger-
ir þá kröfu að hægt sé að ná saman
um fiskveiðistjórnunarkerfi til fram-
búðar, ekki síst í ljósi þeirra miklu og
harðvítugu deilna sem risið hafa um
þetta mál á liðnum árum og skekið
okkar þjóðfélag. Engin sátt verður
um þær tillögur sem meirihluti
nefndarinnar fylkir sér um. Það er
hagsmunamál allra Íslendinga að
leiða þessa mestu deilu þjóðarinnar í
tvo áratugi til lykta á farsælan hátt.
Ég hvet til þess að menn gaumgæfi
rækilega minnihlutaálitin og kanni
þar hvort grundvöllur sé til sátta.
Menn eiga að vanda sig mjög í fram-
haldinu og forðast að hlaupa inn í
öngstrætin,“ segir Ögmundur.
Hann segist hafa tröllatrú á þeim
hugmyndum sem fulltrúi Vinstri
grænna í nefndinni, Árni Steinar Jó-
hannsson, tefli fram. Þær byggi á ít-
arlegri vinnu þar sem tekið sé tillit til
sjónarmiða sem komið hafa frá báð-
um deiluaðilum. Þar sé gert ráð fyrir
fyrningu veiðiheimilda á löngum
tíma, þannig að ekki skapist koll-
steypur í kerfinu.
Ögmundur Jónasson
Mjög alvarlegt
fyrir þjóðina
Ögmundur
Jónasson
FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útgerðarmanna, segist telja
álit meirihluta
endurskoðunar-
nefndar góðan
grundvöll til sátta
um stjórn fisk-
veiða. „Frá mín-
um bæjardyrum
séð er þetta góður
gundvöllur til
sátta við alla þá
sem vilja á annað
borð ná sátt. Við erum hins vegar
búnir að átta okkur á því fyrir löngu
að það er hluti t.d. stjórnmálamanna
eins og minnihlutans, sem ætlar ekk-
ert að ná sátt og vill bara hafa þetta
svona og telur sig geta náð einhverj-
um pólitískum árangri þannig. Og
það sýnir sig nú kannski vel á því að
þeir þrír sem mynduðu minnihluta
nefndarinnar gátu ekki einu sinni
komið sér saman um leið. Það er
kannski mjög lýsandi fyrir stöðuna.“
Að sögn Friðriks ættu tillögurnar
að stuðla að sátt við alla þá sem vilja
ná sátt enda sé það einsdæmi í heim-
inum að farin sé leið sem þessi. Víð-
ast hvar í heiminum njóti sjávarút-
vegur styrkja og auðlindagjald sé því
einsdæmi.
Friðrik segir auðlindagjaldið auð-
vitað byggja á áliti auðlindanefndar-
innar og skoðun meirihluta endur-
skoðunarnefndarinnar sé í fullu
samræmi við tillögur allra nefndar-
manna auðlindanefndar.
„Við mótuðum afstöðu til álits auð-
lindanefndar á sínum tíma og auðvit-
að er þetta bara í takt við það, en það
er alveg ljóst að grundvallarafstaða
útvegsmanna er sú að það beri ekki
að innheimta auðlindagjald vegna
nýtingar á náttúruauðlindum. Það
hefur í sjálfu sér ekkert breyst. En
við samþykktum í fyrra, þrátt fyrir
þessa andstöðu, að útvegsmenn
væru tilbúnir að greiða hóflegt auð-
lindagjald í takt við tillögur auðlinda-
nefndar, enda verði það til að skapa
stöðugleika og við fáum reglur sem
gilda til langs tíma. Það er auðvitað
grundvallaratriði,“ segir Friðrik.
Friðrik J. Arngrímsson
Góður grund-
völlur til sátta
Friðrik J.
Arngrímsson
KRISTINN H. Gunnarsson, for-
maður þingflokks framsóknar-
manna, segist líta svo á að meirihluti
sjávarútvegsnefndar hafi í áliti sínu í
nokkrum atriðum
vikið frá niður-
stöðum auðlinda-
nefndar. Kristinn
stendur ekki að
meirihlutaálitinu
og segir að það
verði bara að
koma í ljós hvort
tillögurnar njóti
stuðnings meiri-
hluta Alþingis.
„Það er verður bara að koma í ljós.
Það er ljóst að innan stjórnarflokk-
anna eru skiptar skoðanir um þetta
meginágreiningsefni í sjávarútvegs-
umræðunni, hvort fara ber fyrning-
arleið eða veiðigjaldsleið. Ég þykist
vita að það sé ekki síður mikill stuðn-
ingur við fyrningarleið innan raða
Sjálfstæðisflokksins. Þetta er hlutur
sem flokkarnir þurfa báðir að glíma
við og komast að sameiginlegri nið-
urstöðu. Ég spái því að það muni
menn gera,“ sagði Kristinn þegar
hann var spurður hvort hann teldi að
tillögurnar nytu stuðnings meiri-
hluta Alþingis.
Njóta þínar hugmyndir stuðnings
meirihluta þingflokks Framsóknar-
flokksins?
„Ég lagði þetta álit fyrir þing-
flokkinn og tók tillit til þeirra at-
hugasemda og ábendinga sem þar
komu fram. Þetta er hins vegar mitt
álit en ekki þingflokksins, alveg eins
og meirihlutaálitið er álit meirihlut-
ans en ekki þingflokksins. Þingflokk-
urinn hefur þessi álit bæði til athug-
unar og við munum vinna að því
ásamt samstarfsflokknum, að ná
sameiginlegri niðurstöðu til að
leggja fyrir þingið.“
Auðlindanefnd lagði til 3,3
milljarða auðlindagjald
Kristinn sagðist telja að í áliti
meirihluta nefndarinnar væri vikið í
nokkrum atriðum frá áliti auðlinda-
nefndar. Auðlindanefnd hefði lagt til
að breytingar yrðu gerðar á stjórn-
arskrá þar sem náttúruauðlindir
yrðu lýstar þjóðareign. Þessa tillögu
væri ekki að finna í áliti sjávarút-
vegsnefndar. Þar væri heldur ekki
að finna tillögu auðlindanefndar um
hlut sveitarfélaga í gjaldtökunni.
Auðlindanefnd hefði ennfremur
lagst gegn hugmyndum um að fisk-
vinnslustöðvar fengju kvóta. Þá
hefði auðlindanefnd ekki lagt til að
breytingar yrðu gerðar á stærðar-
hlutföllum einstakra fyrirtækja í
fiskistofnunum.
„Í nokkrum atriðum er vikið frá
áherslum auðlindanefndar. Það er
líka greinilegt að auðlindanefnd
lagði til mun hærra auðlindagjald en
þessi nefnd gerir. Auðlindanefndin
lagði til að greinin borgaði allan
kostnað við eftirlit og rannsóknir, en
það vantar verulega mikið upp á það
að tillaga sjávarútvegsnefndar geri
það.“
Kristinn sagði að rannsóknir og
eftirlit í sjávarútvegi hefðu kostað
um 3,3 milljarða árið 1996, en tillaga
nefndarinnar fæli í sér að gjaldið
yrði innan við 2 milljarðar sem væri
hækkun um 400–500 milljónir. Krist-
inn sagðist ekki vera viss um að til-
laga nefndarinnar um afkomutengt
gjald skilaði neinu í ár. Að vísu væru
tölurnar frá Verðbréfaþinginu nokk-
uð góðar fyrir fyrri hluta ársins. Þá
ætti hins vegar eftir að taka tillit til
annarra útgerðarfyrirtækja sem
ekki væru á Verðbréfaþinginu og
eins ætti eftir að taka tillit til fisk-
vinnslunnar sem væri með minni
framlegð. Krafan um 20% framlegð
væri nokkuð há því að aðeins einu
sinni á síðustu 20 árum hefði sjávar-
útvegurinn náð svo hárri framlegð.
Meðaltalið væri 16–18%. Ef afkoman
í sjávarútvegi yrði svipuð næstu tvo
áratugi myndi afkomutengingin
verða til þess að lækka fastagjaldið.
Vikið frá
tillögum auð-
lindanefndar
Kristinn H.
Gunnarsson
Kristinn H.
Gunnarsson