Morgunblaðið - 26.09.2001, Page 12

Morgunblaðið - 26.09.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ er um líkamleg óþægindi í hópi starfs- manna á öldrunarstofnunum hér á landi og er það í samræmi við það sem komið hefur fram í ýmsum erlendum rannsóknum. 66% starfs- manna segjast sáttir við vinnuna. Þetta kemur fram í rannsókn sem Vinnuerftirlit ríkisins gerði á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks á 62 öldrunarstofnunum eða öldrunardeildum sjúkrahúsa um allt land sl. vetur. Rannsóknin var tvískipt. Spurningalisti var lagður fyrir 1886 starfsmenn 1.-2. nóvember á síðasta ári og síðan fór fram vinnueftirlitsátak á þessum sömu stofnunum dagana 26.-30. mars 2001. Í skýrslu Vinnueftirlits ríkisins um niðurstöð- ur könnunarinnar segir, að umönnunarstörf á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum séu al- mennt talin líkamlega erfið. Oft sé verið að lyfta einstaklingum, snúa og hlúa að þeim í rúmi, baða, aðstoða við flutning á milli stóls og rúms eða baðkars. Segir einnig að það virðist vera al- gengt, að unnið sé í óæskilegum líkamsstöðum vegna þrengsla eða skorts á hjálpartækjum. Eins og eflaust búast mátti við, sýna niður- stöður könnunarinnar, að mismunandi er hvort starfsfólk sé ánægt með starfið eða vinnuaðstöð- una eftir því hvaða störf innan stofnananna það innir af hendi. Þannig voru deildarstjórar eða yfirmenn ánægðastir með vinnuaðstöðuna en ófaglærðir starfsmenn síst. Um 70 % ræsti- tækna fannst starf sitt vera andlega einhæft en einungis 13% hjúkrunarfræðinga. Líkamleg óþægindi voru almennt séð algengari meðal ófaglærðra í umönnun, sjúkraliða og ræsti- tækna en meðal hjúkrunarfræðinga og „ann- arra“, en „aðrir“ eru m.a. þeir sem vinna í eld- húsi, býtibúri og sjúkraþjálfarar. „Hættulegar“ vinnustellingar Meira en helmingur starfsfólks sagðist oft eða stundum vera líkamlega úrvinda eftir vinnu- vaktina. Hátt hlutfall starfsmanna notaði oft vinnustellingar sem, samkvæmt norrænu mats- kerfi á álagi og vinnuskilyrðum, eru vinnustöður sem hafa í för með sér hættu á heilsutjóni. Helst eru það sjúkraliðar, ófaglærðir starfs- menn í umönnun og ræstitæknar sem nota slík- ar vinnustellingar. Meira en helmingur þessa starfsfólks þarf oft að vinna á hækjum sér eða krjúpa. 40% starfsfólks sögðust vinna mjög oft eða oft með handleggi fyrir of- an axlarhæð eða teygða langt frá líkamanum. Af þessum eru hlutfallslega fæstir í hópi deildarstjóra og annarra yfirmanna. Þrátt fyrir þetta hefur hærra hlutfall yfirmanna og fag- lærðra starfsmanna fengið einhverja kennslu í líkamsbeitingu og vinnutækni en ófaglærðra, eða 90% en meðal ófaglærðra er það 70%. Það er því ljóst að kennslu í líkamsbeitingu og vinnu- tækni er fremur ábótavant meðal þeirra sem helst þyrftu á henni að halda. Yfirmenn og faglært starfsfólk er þó ekki laust við óþægindi af völdum starfsins. Deild- arstjórar og aðrir yfirmenn voru ásamt faglærð- um starfsmönnum líklegri til að segja að starfið væri andlega erfitt og voru líklegri til að vera andlega úrvinda eftir vaktina. Þeir voru einnig líklegri til að vera undir tímapressu og voru lík- legri en aðrir til að hafa óþægindi í mjóbaki, herðum og öxlum. Í niðurstöðum eftirlitsátaksins kemur fram, að áberandi hafi verið skortur á öryggistrún- aðarmannakerfi á rúmlega helmingi stofnan- anna. Á þriðjungi deilda voru ekki til verklags- reglur varðandi óhappaskráningu og tilkynn- ingum vinnuslysa var sinnt sem skyldi á rúmlega átta af hverjum tíu deildum. Að mati eftirlitsmanna höfðu 77% deilda gott aðgengi að hjálpartækjum en 8% ekki og því voru gerðar tímasettar kröfur til viðkomandi stofnana um úrbætur. Yfirgnæfandi meirihluti deilda reynd- ist hafa nægan mannafla til að starfsmenn gætu unnið tveir og tveir saman ef þörf væri á. Niðurstaða rannsóknar Vinnueftirlits ríkisins meðal starfsfólks í öldrunarþjónustu Mikið um líkam- leg óþægindi JÓHANN Hafnfjörð og eiginkona hans, Lilja Kúld, lentu heldur bet- ur í uppákomu í Eystri-Rangá fyrir fáum dögum. Áin var að sjatna eft- ir mikið vatnsveður og veiðimenn almennt ekki í stórræðum, en þau hjón fengu engu að síður 17 laxa á einum og hálfum degi og notuðu örsmáar túpuflugur með keiluhaus og öngli númer 16. Þetta stingur mjög í stúf við algengustu veið- arfæri sem notuð eru í Eystri- Rangá þar sem stórar, þyngdar túpur og svartir, þungir Tóbíspæn- ir eru alla jafna dagsskipunin. Jóhann sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvort þau hefðu hitt á eitthvert magnað augnablik eða að míkrókeilan hafi skipt sköpum, en allt um það, þá hefðu aðrir veiðimenn ekki verið að gera stóra hluti með hefðbundnari veiðitæki. Það var bara af rælni að hann hefði sett saman einhendu með línu númer fimm og umræddar míkrókeilur. Veiðin skiptist þann- ig, að 11 laxar veiddust á svæði 7 fyrri morguninn, 1 lax á svæði sex eftir hádegið og 5 laxar seinni morguninn á svæði þrjú. Frásögn Jóhanns er ekki ósvipuð því sem Konráð Jónsson og veiði- félagi hans lentu í í Heiðarbrún í Ytri-Rangá í miðjum ágúst. Eftir að hafa kastað ótal hefðbundnum flugum á veiðisvæðið í meira en tvo klukkutíma, var sett á Black and Blue míkrókeila og allt varð umsvifalaust snarvitlaust. Settu þeir í 16 laxa á einni klukkustund, lönduðu þar af 11 og voru stundum tveir eða þrír laxar á eftir flugunni í einu, eltandi upp á grynningar og gleypandi ofan í kok! Mok á keilutúpur í Eystri-Rangá Ljósmynd/Kristín Jóhannsdóttir Rafn Hafnfjörð þreytir lax í Rimahyl í Eystri-Rangá fyrir fáum dögum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRAMKVÆMDASTJÓRI Flug- félagsins Jórvíkur, Jón Grétar Sig- urðsson, segir bæjaryfirvöld í Vest- mannaeyjum hafa sinn rétt á að hafa efasemdir um fjárhagslegt bolmagn félagsins til að sinna áætlunarflugi til Eyja. Hann taki ekki þátt í þeirri um- ræðu og muni ekki munnhöggvast við Eyjamenn. Jórvík einbeiti sér að und- irbúningi áætlunarflugsins og allt sé samkvæmt áætlun. Jón Grétar áréttar að flugið eigi að fara fram á jafnréttisgrunni en félag- ið hafi ákveðnar grunsemdir um að Íslandsflug hafi fengið vilyrði um styrk frá Vestmannaeyjabæ til að hefja flug þangað á ný. Einhver gul- rót hljóti að vera í boði. Einnig sé óréttlátt að keppa við flugfélag eins og Íslandsflug sem fái ríkisstyrki á öðrum flugleiðum. „Íslandsflug nýtur ríkisstyrkja á flugleið eins og til Bíldudals sem ekki var boðin út. Okkur sem öðrum fé- lögum gafst ekki færi á að bjóða í þá leið. Það er verið að rétta mönnum peninga yfir borðið til þess að sinna þjónustu án þess að öðrum sé boðin slík ívilnun. Þar með hefur grundvöll- ur skapast til að reka flugvélar sem á síðan að nota í samkeppni á öðrum flugleiðum. Á meðan fljúgum við til Patreksfjarðar án þess að ríkið komi þar nærri. Við sjáum ekki muninn þarna á og hljótum að gera athuga- semdir við þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Grétar. Bæjarstjórinn í Eyjum segir enga styrki koma frá þeim Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vísar því aðspurð- ur alfarið á bug að bærinn hafi styrkt Íslandsflug til að hefja flug til Eyja. Ákvörðunin hafi alfarið verið flug- félagsins. Bæjaryfirvöld hafi hins vegar hvatt það til að koma inn á þennan markað og segist Guðjón óhikað ætla að mæla með því við starfsmenn bæjarins að skipta við Ís- landsflug frekar en Jórvík. „Þegar við fáum svona traustan að- ila eins og Íslandsflug, sem við höfum góða reynslu af, þá mun maður hvetja aðra til að skipta við félagið. Málið er ekki flóknara en svo,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins Jórvíkur um flugið til Vestmannaeyja Samkeppni við félag sem nýt- ur ríkisstyrkja PÁLL Sigurðsson, forseti laga- deildar Háskóla Íslands, segir þann hluta yfirlýsingar Vilhjálms H. Vilhjálmssonar sem snýr að sjálfum sér og störfum lagadeildar alrangan. „Málið er afgreitt frá lagadeild og ég hef ekkert annað um það að segja. Vilhjálmur getur áfrýjað úr- skurði lagadeildar til háskólaráðs sem er æðsti aðili innan háskólans en geri hann það ekki stendur úr- skurður lagadeildar,“ sagði Páll. Vilhjálmur, sem lagadeild Há- skóla Íslands svipti í síðustu viku lærdómstitli lögfræðings með því að ógilda kandídatsritgerð hans, segir að aðeins umsjónarkennari og prófdómari geti afturkallað ein- kunn hans. „Þessar fullyrðingar Vilhjálms eru einfaldlega alrangar, lagadeild úrskurðar um mál af þessu tagi. Það var mikil vinna lögð í úrskurð- inn innan lagadeildarinnar og svona ákvörðun hefði aldrei verið tekin án þess að hún væri mjög vel rökstudd,“ sagði Páll og áréttaði að mál Vilhjálms væri einstakt innan deildarinnar og í raun alls háskól- ans þar sem sambærileg mál hefðu ekki komið upp áður. Spurður hvort menn innan há- skólans velti vöngum yfir því hver sé ábyrgð leiðbeinanda og próf- dómara segir Páll að stjórnsýslu- málið snúist um Vilhjálm en málið hafi vissulega vakið upp mikla um- ræðu meðal háskólaprófessora um einkunnagjöf og slíkt en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hlut um- sjónarkennara og prófdómara. „Alrangar fullyrðingar“ Páll Sigurðsson, forseti lagadeildar HÍ AÐALFUNDUR Heimdallar sam- þykkti ályktun þar sem segir að ekki hafi verið tekið á útgjöldum hins op- inbera með nægilegum árangri. Stjórnvöld séu of fús að verða við út- gjaldakröfum þrýstihópa og hafi jafn- vel sjálf frumkvæði að allskyns óþarfa útgjöldum sem óhjákvæmilega kalla á aukna skatta. Nauðsynlegt sé, að taka mun fastar á ríkisfjármálunum því ef góðæri sé ekki nýtt til slíks þá megi heita vonlaust að það verði gert þegar mögru árin renni upp. Á aðalfundinum var Björgvin Guð- mundsson blaðamaður endurkjörinn formaður, en Andri Óttarsson laga- nemi bauð sig einnig fram. Frambjóð- endur til stjórnar sem fylgdu Andra drógu framboð sín til baka eftir að úr- slit í formannskjöri voru ljós. Var því sjálfkjörið til stjórnar. Hana skipa: Atli Rafn Björnsson, Ásgeir Jóhann- esson, Haukur Örn Birgisson, Helga Árnadóttir, Hrefna Ástmarsdóttir, Jón Hákon Halldórsson, Konráð Jónsson, Ragnar Jónasson, Sigþrúð- ur Ármann, Svava Björk Hákonar- dóttir og Sveinn Biering Jónsson. Ekki tekið á útgjaldamálum „Heimdallur fagnar þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Þökk sé stöðugleika í efnahagsmálum og auknu frjálsræði í atvinnulífinu hefur hagvöxtur aukist hér á landi, hagur almennings batnað og fyrirtæki standa í blóma. Hins vegar hefur ekki verið tekið á útgjöldum hins opinbera með nægilegum árangri. Ungir sjálf- stæðismenn telja að stjórnvöld séu allt of fús að verða við útgjaldakröfum þrýstihópa og hafi jafnvel sjálf frum- kvæði að allskyns óþarfa útgjöldum sem óhjákvæmilega kalla á aukna skatta. Nauðsynlegt er, að taka mun fastar á ríkisfjármálunum því ef góð- æri er ekki nýtt til slíks þá má heita vonlaust að það verði gert þegar mögru árin renna upp,“ segir m.a. í ályktun fundarins. „Ríkisvaldið sé enn að vasast í verkefnum sem einkaaðilar séu betur fallnir til að sinna. Hér nefnir félagið sem dæmi Áfengis & tóbaksverslun ríkisins og það sem ríkið enn á í fjár- málastofnunum landsins. Þá hvetur Heimdallur til þess að ríkið dragi sig út af fjölmiðlamarkaðinum. Heimdallur hafnar alfarið aðild að Evrópusambandinu. Heimdallur tel- ur stöðu Íslands gagnvart Evrópu- sambandinu tryggða með samningn- um um hið evrópska efnahagssvæði,“ segir í ályktun aðalfundar Heimdall- ar. Stjórnmálaályktun aðalfundar Heimdallar Andstaða er við aðild að Evrópusambandinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.