Morgunblaðið - 26.09.2001, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÖRN í Digranesskóla ætla á
morgun að leggja áherslu á
mikilvægi samvinnu og vin-
áttu í heiminum með því að
mynda ólympíuhringina á lóð
skólans. Með þessu vilja börn-
in sýna samstöðu sína með
þeim sem eiga um sárt að
binda vegna hryðjuverkanna
í Bandaríkjunum en tilefni
verkefnisins er dagur stærð-
fræðinnar.
Það er Þórður Guðmunds-
son, stærðfræðikennari við
skólann, sem er hugmynda-
smiðurinn á bak við verk-
efnið, en það spannst út frá
þema dagsins sem er stærð-
fræðin í nánasta umhverfinu.
„Ég var búinn að velta því
fyrir mér hvort við gætum
ekki notað einföld form eins
og hring og ferning með ein-
hverjum hætti. Þá kom fljót-
lega upp í hugann að tengja
ólympíuhringina við þetta út
frá tákni þeirra sem er vin-
átta og samstaða. Endanlega
urðum við ákveðin í því þeg-
ar þessi ósköp áttu sér stað í
Bandaríkjunum um daginn
því þannig fá börnin á tákn-
rænan hátt að sýna samstöðu
og vináttu. Þarna leiðast
saman í hringina eldri og
yngri börn auk þess sem
hringirnir eru þannig hugs-
aðir að hver hringur á að
tákna heimsálfu. Þannig
fléttast allar þjóðir saman í
þessum vináttuhringjum.“
Rannsaki kostnaðinn
við þvottavélina
Hann segir að atburðirnir í
Bandaríkjunum hafi greini-
lega haft mikil áhrif á krakk-
ana. „Þeir hafa verið að
spyrja mikið um þetta og
hvað þetta kemur til með að
hafa í för með sér. Sumir eru
að velta fyrir sér hvort styrj-
öld sé í aðsigi sem við þyrft-
um að hafa áhyggjur af og þá
er reynt að slá á slíkan ótta.
Ég held að allir kennarar
hafi rætt þetta við krakkana
og aðallega í því ljósi að það
sé mikilvægt að menn sýni
hver öðrum vináttu og virð-
ingu og þau skilja að það er
verið að þessu í þeim til-
gangi.“
Í ólympíuhringjunum hef-
ur hver heimsálfa sinn lit og
því hafa krakkarnir á síðustu
dögum útbúið hatta sem líkj-
ast bandarískum útskrift-
arhöttum í litum ólymp-
íuhringjanna. Auk hattanna,
sem eru hring- og fernings-
laga, munu börnin skrýðast
bolum í sömu litum þegar
hringirnir verða myndaðir.
„Það voru nú svolítil vand-
ræði hjá okkur með að kosta
þessa boli en við fórum í sam-
starf við Landsvirkjun sem
tók þessu mjög vel og leist vel
á verkefnið,“ segir Þórður.
„Þannig að jafnframt þessu
hringja- og ferningaformi
ætlum við að vinna ýmis
verkefni sem tengjast raf-
magni og láta börnin skoða
hvaðan rafmagnið er upp-
runnið, hvar það verður til og
hvernig það kemst á leið-
arenda.“
Í framhaldinu fá börnin
svo ýmsar stærðfræðiþrautir
að glíma við á borð við að
reikna út kostnaðinn við að
nota rafmagnsperu.
„Þessi verkefni ætla þau að
vinna heima hjá sér í sam-
vinnu við foreldra sína og
þannig getur verið að einn
rannsaki kostnaðinn við
þvottavélina á meðan annar
skoðar græjurnar sínar.
Þemað hjá okkur er „Höfum
samband“ sem er ættað frá
Landsvirkjun og það verður
prentað aftan á bolina en
framan á þeim verður
„Digranesskóli“.“
Tuttugu tonn af krökkum
Hringirnir verða myndaðir
á þann hátt að öllum bekkjum
skólans verður skipt í fimm
hópa sem deila sér á hringina
fimm. Þannig verða fulltrúar
úr öllum bekkjum í hverjum
hring. Samtals eru þetta um
500 krakkar, allt frá sex ára
gömlum upp í 16 ára. Verk-
efnið verður svo tengt tungu-
málum á þann hátt að hver
heimsálfa verður merkt með
spjaldi, svipuðu því og notað
er á ólympíuleikunum þegar
íþróttahópur hvers lands
gengur inn á leikvanginn.
Undir nafni heimsálfunnar
verður svo orðið „friður“
skráð á því tungumáli sem er
ríkjandi í hverri heimsálfu og
hefur skólinn meðal annars
þurft að leita til kínverska
sendiráðsins til að fá upplýs-
ingar um hvernig orðið er
skrifað á kínversku.
Börnin láta ekki þar við
sitja heldur ætla sér að láta
jörðina hrærast – í bók-
staflegri merkingu. „Þegar
þau eru búin að mynda hring-
ina er hugmyndin að láta þau
hoppa í takt við trommuslátt
í eina mínútu til að sjá hvort
það mælist á jarðskjálfta-
mæli. Mér telst til að þessi
börn séu um 20 tonn samtals
þannig að það verður dálítill
slagkraftur ef vel tekst til.
Jarðskjálftadeild Veðurstof-
unnar ætlar að koma með
jarðskjálftamæli og setja
hérna upp. Í framhaldinu er
svo hægt að láta þau reikna
út hvað þau hafi framkallað
mikla orku með öllu þessu
hoppi og það væri svo gaman
ef við gætum síðan reiknað
hvað sú orka væri yfirfærð á
rafmagn og hvað hún dugar
til að kveikja á mörgum ljósa-
perum,“ segir Þórður og
hlær.
„Út af vináttu
heimsálfanna“
Anna Monika Arnórsdóttir
og Yngvi Birgir Bergþórsson
sem bæði eru í 7. L eru ekki í
vafa um hver sé ástæða verk-
efnisins. „Út af vináttu
heimsálfanna,“ segir Yngvi
og Anna bætir við: „Okkur
langar að allir í heiminum
verði bestu vinir.“
Þau eru bæði á því að verk-
efnið sé þess vegna mik-
ilvægt. „Út af öllum stríð-
unum úti í heimi og
svoleiðis,“ útskýrir Anna.
„Og hryðjuverkunum,“ botn-
ar Yngvi.
Þau segjast hafa hugsað
mikið um hryðjuverkin síðan
þau áttu sér stað og Yngvi
segir að meðal annars hafi
þau skrifað ritgerð um þau.
Anna segist halda að verk-
efnið þeirra geti hjálpað en
Yngvi er ekki eins viss: „Ég
held að þetta geti hjálpað
sumum,“ segir hann svo.
Það er greinilegt að tölu-
verður undirbúningur hefur
átt sér stað fyrir morgundag-
inn. „Við höfum verið að búa
til hatta og síðan æft mikið í
þessum hringjum í leikfimi
og svoleiðis,“ segir Anna. „Í
stærðfræðinni höfum við ver-
ið látin gera svona stærð-
fræðiþrautir og eitthvað raf-
magns,“ segir Yngvi.
Þau segja æfingar hafa
gengið vel og að allir krakk-
arnir hafi getað verið með.
„Þegar allir hafa áhuga á
þessu er miklu skemmti-
legra,“ segir Anna en Yngvi
hefur þó tekið eftir minni-
háttar erfiðleikum. „Litlu
krakkarnir verða svolítið
pirraðir á því að bíða lengi,“
segir hann en bætir því við að
þetta gangi þó upp á end-
anum.
Gestum og gangandi er
velkomið að koma að Digra-
nesskóla á morgun og sjá
þegar hringirnir verða
myndaðir en það verður
klukkan 10 á skólalóðinni.
500 börn í Digranesskóla mynda ólympíuhringina á lóð skólans á morgun til heiðurs vináttunni
„Allir í heim-
inum verði
bestu vinir“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Krakkarnir í 7. L með hattana sína sem eru í litum ólympíuhringjanna, bláir, gulir, svartir, grænir og rauðir.
Hreiðar Oddsson, umsjónarkennari þeirra Yngva Birgis
og Önnu Moniku, sýnir þeim hvernig best sé að bera sig að
við framleiðslu höfuðfatanna.
Hugmyndasmiðurinn á bak við verkefnið, Þórður Guð-
mundsson stærðfræðikennari, var að kenna 9. L þegar
Morgunblaðið bar að garði.
Kópavogur
REYKJAVÍKURBORG íhug-
ar nú að taka þátt í kostnaði við
endurnýjun á rotþróm við
sumarbústaði í borgarlandinu
líkt og gert hefur verið við
nokkur heilsárshús í Reykja-
vík og á Kjalarnesi, sem ekki
geta tengst holræsakerfi borg-
arinnar. Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur er nú að leggja
lokahönd á úttekt á fráveitu-
málum við sumarbústaði á
Vatnsendasvæðinu og þar í
kring.
Gatnamálastjórinn í
Reykjavík, Sigurður I. Skarp-
héðinsson, hefur lagt til við
Reykjavíkurborg að hún greiði
hluta þess kostnaðar sem end-
urnýjun rotþrónna hefur í för
með sér óski eigendurnir þess.
Segir hann í bréfi sínu til borg-
arráðs að reikna megi með að
meðalkostnaður verði um
600.000 krónur á bústað.
Leggur hann til að hlutur eig-
enda verði sem nemur tvöföldu
heimæðargjaldi eða um
225.000 krónur en á móti komi
styrkur borgarinnar sem að
hámarki yrði 375.000 krónur.
Fari kostnaður við endurnýj-
unina yfir 600.000 krónur
greiði sumarbústaðaeigandi
mismuninn.
Komið til móts við eig-
endur heilsársbústaða
Í bréfi hans segir að frá-
rennslismál sumarbústaða í
borgarlandinu séu víða í ólagi
og vísar hann þar til skýrslu
Heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
ur. Í samtali við Morgunblaðið
segir Sigurður að í ár og í fyrra
hafi verið sérstök fjárveiting
til að leggja af þær fáu rotþrær
sem eftir voru í Reykjavík.
„Það voru til í borginni fáein
hús sem ekki gátu tengst
ræsakerfinu og það var ákveð-
ið að veita fjárstuðning þeim
aðilum sem vildu koma sínum
málum í lag. Það var fyrst og
fremst Kjalarnesið sem var
kveikjan að þessu því þar er
mjög dreifbýlt og þó nokkur
fjöldi sem ekki átti nokkurn
möguleika á að tengjast ræs-
um. Þessu var yfirleitt alls
staðar mjög vel tekið og fólk til
í samstarf við okkur og nú er
þessu verki í öllum meginatrið-
um lokið.“
Hann segir að síðan hafi
hann fengið bréf frá sumarbú-
staðaeiganda sem óskaði eftir
upplýsingum um hvort þetta
gilti fyrir sumarbústaði líka og
í kjölfarið hafi þessi tillaga far-
ið af stað. Borgarráð hafi hins
vegar óskað eftir nánari upp-
lýsingum áður en ákvörðun
verði tekin en meðal annars er
verið að reikna út í samvinnu
við Heilbrigðiseftirlitið hver
líklegur heildarkostnaður yrði
fyrir borgina.
Örn Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur, segir vinnu við
að gera heildarúttekt á ástandi
frárennslismála við sumarbú-
staði á Vatnsendasvæðinu og
þar í kring vera á lokastigi og í
ljós hafi komið að ástandið sé
ákaflega misjafnt. „Það er
sumstaðar verulega slæmt.
Mjög margir af þessum sum-
arbústöðum eru ekki með
rotþró og ekki heldur með
rennandi vatn þannig að ein-
staka hefur leyst þetta með
ferðasalerni sem þeir taka með
sér. Aðrir segjast bara stoppa
stutt við og nota þetta til skjóls
á meðan þeir drekka kaffi og
fara ekkert á klósett. Svo eru
líka bústaðir með rotþró sem
þarf að endurnýja og eitthvað
af þessu er í lagi.“
Eftir á að vinna samantekt
úr þeim gögnum sem búið er
að afla og því segir Örn ekki
ljóst hvað þurfi að loka mörg-
um ónýtum rotþróm eða hvar
þurfi að skylda menn til að
setja rotþró. Þannig sé ekki
hægt að segja neitt almennt
um ástandið á svæðinu. „Þetta
er mikill fjöldi lóða og húsa í af-
skaplega misjöfnu ástandi.
Sumu er verulega vel við hald-
ið og í góðu standi en annað
bara hreinasta drasl.“ Hann
giskar á að úttektin taki yfir
um 100 bústaði en undirstrikar
að sú ágiskun sé án ábyrgðar.
Borgaryfirvöld íhuga aðgerðir til að taka á fráveitumálum við sumarbústaði í borgarlandinu
Rotþrær víða í ólagi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úttekt Heilbrigðiseftirlitsins nær til sumarbústaða á
Vatnsendasvæðinu og eru þar með taldir bústaðir í Norð-
lingaholti og við Elliðavatn.
Vatnsendasvæðið