Morgunblaðið - 26.09.2001, Side 16
SUÐURNES
16 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
V
IÐ störfuðum samkvæmt sérstök-
um lögum frá Alþingi. Stjórnunin
var eins og á hlutafélagi og rekst-
urinn gekk vel. En við höfðum ekki
neinn farveg til að hreyfa okkur
eftir, út fyrir þann ramma sem lögin settu,“ seg-
ir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður-
nesja hf. Félaginu var breytt í hlutafélag í upp-
hafi ársins og í kjölfar þess var hafist handa við
að renna frekari stoðum undir fyrirtækið með
því að sameinast öðrum veitufyrirtækjum og er
enn unnið að því.
Formbreytingin var forsenda þess að hægt
var að ganga frá samningum við Hafnarfjarð-
arbæ um sameiningu við Rafveitu Hafnarfjarð-
ar. Við það eignaðist Hafnarfjarðarbær hlut í
fyrirtækinu. Sveitarfélögin fimm á Suðurnesj-
um, sem ásamt ríkissjóði áttu Hitaveituna, eiga
þó enn meirihlutann þótt þau hafi lækkað eigið
fé fyrirtækisins um 1.120 milljónir með út-
greiðslu af höfuðstól til eigendanna, áður en
hlutafélagið var stofnað.
50 þúsund íbúar á starfssvæðinu
Árið hefur farið í að vinna að sameiningu fyr-
irtækjanna, meðal annars er verið að samræma
gjaldskrár. Það hefur haft í för með sér lækkun
gjaldskrár fyrir rafmagn á starfssvæði Rafveitu
Hafnarfjarðar.
Rafveitan dreifði rafmagni í Hafnarfirði,
hluta Garðabæjar og Bessastaðahreppi. Eftir
sameininguna annast Hitaveita Suðurnesja
dreifingu á rafmagni á svæði með um 40 þúsund
íbúa, í stað 16 þúsund íbúa fyrir sameiningu, auk
þess sem það rekur hitaveitu fyrir öll Suðurnes-
in og framleiðir rafmagn í virkjun sinni í Svarts-
engi.
Ef viðræður Selfossveitna og Bæjarveitna
Vestmannaeyja við Hitaveitu Suðurnesja hf.
leiða til sameiningar þessara fyrirtækja bætast
10 þúsund raforkunotendur við og Hitaveitan
starfar á svæði með 50 þúsund íbúa. Auk þess
bætast við hitaveitur í Árborg og fjarvarma-
veita í Vestmannaeyjum. Inn í sameininguna
gætu hugsanlega komið smærri hitaveitur á
Suðurlandi. Þá er í viljayfirlýsingu fyrirtækj-
anna þriggja um sameiningu ákvæði um að þau
muni láta reyna á viðhorf ríkisins til samvinnu
eða sameiningar Rarik á Suðurlandi við hið
sameinaða fyrirtæki. Segir Júlíus að mikill
áhugi sé á Suðurlandi á slíkri sameiningu. Ef af
því yrði myndi notendafjöldinn enn aukast.
Stefnt er að því að sameiningin taki gildi um
áramót en Júlíus Jónsson segir að tímaramminn
sé ákaflega strekktur og vill ekki fullyrða að það
takist. Vinnan verði að leiða það í ljós. MP-verð-
bréf tóku að sér að meta fyrirtækin þrjú og jafn-
framt er hafin vinna við stefnumótun sameinaðs
fyrirtækis og við að gera tillögur um skipulag
þess og verkaskiptingu milli starfsstöðva.
Frekari markaðsmöguleikar
Ljóst er að með stækkun til Suðurlands verð-
ur Hitaveita Suðurnesja hf. enn umfangsmeira
og öflugra orkufyrirtæki en það hefur verið. Það
er betur í stakk búið til að takast á við stór verk-
efni og nauðsynlegar rannsóknir og þróun, að
sögn forstjórans. „Notendurnir eru að vísu
nokkuð dreifðir en ég tel að þetta nýja fyrirtæki
geti staðið sig vel í samkeppninni sem fram-
undan er á þessum markaði,“ segir Júlíus.
Hann telur ekki þörf á frekari útþenslu en vill
ekki útiloka sameiningu við önnur orkufyrir-
tæki eða sókn inn á aðra markaði. Nefnir hann
sérstaklega í því sambandi að með sameiningu
við Rafveitu Hafnarfjarðar sé fyrirtækið komið
inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu og þar
kunni að vera frekari markaðsmöguleikar. Þar
er hins vegar fyrir eitt öflugasta fyrirtæki
landsins, Orkuveita Reykjavíkur.
Sveitarfélögin geta selt
Hitaveita Suðurnesja er eins og fyrr segir nú í
eigu fimm sveitarfélaga á Suðurnesjum, ríkis-
sjóðs og Hafnarfjarðarbæjar. Júlíus segir að
þótt félagið hafi lotið sérstökum lögum frá Al-
þingi fyrir formbreytingu hafi stjórn þess unnið
eins og stjórn hlutafélags. Því hafi stjórnun ekki
breyst þótt skammstöfunin hf. sé komin aftan
við nafnið. Hins vegar hafi með þessu orðið til
farvegur fyrir annars konar starfsemi og sam-
einingu við önnur félög. Nú geti stjórnin ákveðið
slíkar breytingar á rekstrinum og lagt fyrir
hluthafafund, en áður hafi þurft lagabreytingu
fyrir þróun fyrirtækisins út fyrir ákveðinn
ramma.
Þá séu að vissu leyti hreinni línur á milli fyr-
irtækisins og eigendanna. Minni hætta sé á að
rekstur Hitaveitunnar blandist inn í bæjarmála-
pólitíkina í sveitarfélögunum sem eiga aðild að
því. „Það er eina hlutverk stjórnenda fyrirtæk-
isins að reka það með hagnaði og að skila arði til
eigendanna,“ segir Júlíus.
Stjórn Hitaveitu Suðurnesja er skipuð óvenju
mörgum mönnum, ellefu, og þar virðist eima
eftir af áhrifum fyrra rekstrarforms. Júlíus seg-
ir að allir séu sammála að þetta sé heldur fjöl-
menn stjórn og að það sé ekki gott fyrir fyr-
irtækið. Þessi fjöldi hafi hins vegar verið talinn
nauðsynlegur fyrir eigendurna, þannig að allir
ættu fulltrúa við þetta borð, að minnsta kosti
fyrst um sinn.
Nú þegar Hitaveitunni hefur verið breytt í
hlutafélag er ekkert því til fyrirstöðu að sveit-
arfélögin geti selt hluti sína. Aðrir hluthafar
eiga að vísu forkaupsrétt að hlutum sem boðnir
eru til sölu. Sveitarfélögin hafa horft til þessarar
verðmætu eignar sinnar. Júlíus segir að ekki sé
ólíklegt að markaður gæti verið fyrir bréf í fyr-
irtækinu. Nefnir hann að lífeyrissjóðir og aðrir
fagfjárfestar kynnu að vilja bæta bréfum í fyr-
irtæki sem þessu í verðbréfa söfn sín. Bréf af
þessu tagi séu ekki á markaðnum.
Hann tekur fram að enginn þekki raunveru-
legt verðmæti hlutabréfanna en fyrirtækin
verði metin í tengslum við sameininguna sem
fyrirhuguð er um áramót.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum fengu 1.120
milljónir kr. út úr Hitaveitunni, áður en henni
var breytt í hlutafé, eins og áður segi. Greiddar
voru 520 milljónir við formbreytinguna og þau
fá 600 milljónir til viðbótar á næsta ári. Eru að
rísa skólar og ýmis mannvirki sem fjármögnuð
eru með þessum peningum.
Dýrt að skipta upp að nýju
Júlíus óttast slæmar afleiðingar nýrra raf-
orkulaga sem eru í undirbúningi. Hefur Hita-
veitan, í samráði við Orkuveitu Reykjavíkur,
lagt í mikla vinnu við umsögn um frumvarpið.
Hafa þessi fyrirtæki lagt fram efnislega sam-
hljóða umsagnir til iðnaðarnefndar Alþingis. At-
hygli vekur að umsögn fyrirtækjanna felst að
hluta til í því að þau hafa látið endursemja frum-
varpið og leggja því fram tillögur að nýju frum-
varpi. Hagsmunir þessara tveggja fyrirtækja
eru líkir, þótt þau muni væntanlega verða í
harðri samkeppni í framtíðinni, vegna þess að
bæði eiga og reka raforkuvirkjanir og selja raf-
magn, heitt vatn og kalt. Þá þjappaði það þeim
saman í þessari vinnu að enginn fulltrúi frá
þeirra starfssvæðum, sem eru þó gríðarlega
fjölmenn, kom að nefndarstarfi um fyrirkomu-
lag svokallaðs landsnets.
Júlíus nefnir tvö atriði þegar hann er spurður
um alvarlegustu ágalla frumvarpsins, annars
vegar of mikinn aðskilnað virkjana og raforku-
dreifingar og hins vegar fyrirkomulag á niður-
greiðslu raforkuflutnings um landið.
Í frumvarpinu er lagt til að handhafa virkj-
unarleyfis sé óheimilt að stunda sérleyfisstarf-
semi á orkusviði og flutningsaðila eða dreifiað-
ilum sé óheimilt að stunda vinnslu eða viðskipti
með raforku eða aðra samkeppnisstarfsemi.
Þetta telja orkuveiturnar tvær að gangi mun
lengra en Evrópusambandið hefur krafist á
starfssvæði sínu og að engar aðstæður séu hér
fyrir hendi sem krefjist þess. Þvert á móti bendi
margt til hins gagnstæða, framleiðsla sé óvenju
einsleit og ekki gert ráð fyrir uppskiptingu
Landsvirkjunar í frumvarpinu, fyrirtækin lítil
og starfsemi samreknu veitnanna hér frekar
flókin vegna hitaveitukerfanna.
Júlíus segir að stofna verði þrjú eða fjögur
sjálfstæð fyrirtæki um núverandi starfsemi
Hitaveitu Suðurnesja, verði frumvarpið að lög-
um. Það yrði skelfilega miklu dýrara og færði
fyrirtækið mörg ár aftur í tímann. Hitaveita
Suðurnesja sé orðin til úr mörgum fyrirtækjum
sem hafi sameinast eða séu að sameinast til að
auka hagræði rekstrarins. Það sama eigi við um
önnur orkufyrirtæki landsins, þeim hafi fækkað
mjög á undanförnum árum og áratugum með
sameiningu í stærri einingar og nefnir Júlíus að
örfáar sjálfstæðar rafveitur séu eftir í landinu.
Aukakostnaðurinn muni að lokum lenda á raf-
orkunotendum.
Hann segir það misskilning hjá höfundum
frumvarpsins að nauðsynlegt sé að skilja rekst-
urinn í sundur. Það sé í raun einfaldara að rekja
streymi peninganna innan eins stórs fyrirtækis,
í einu tölvukerfi, en með algerri skiptingu
þeirra.
Reikningur á raforkukaupendur
Hitt atriðið sem sérstök áhersla er lögð á í
umsögn Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Suðurnesja er fyrirkomulag niðurgreiðslu á
óhagkvæmri raforkudreifingu. Segir Júlíus
áformað að búa til mikið fyrirtæki til að annast
þetta verk og að kostnaður við flutninginn verði
að fullu jafnaður. Telur hann að það þýði að raf-
orkunotendur á Suðvesturlandi verði látnir
borga brúsann að fullu. Ekki sé hægt að láta
stóriðjuna greiða þennan kostnað og því lendi
reikningurinn á almenningi og fyrirtækjum
hans.
Júlíus tekur fram að hann geri ekki athuga-
semdir við niðurgreiðslu á orkuflutningi um
landið. Það verði þó að gerast í gegnum fjárveit-
ingar Alþingis, ekki með því að blanda slíkum
gjöldum inn í raforkureikning fólks.
Farvegur
fyrir útþenslu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Júlíus Jónsson stýrir Hitaveitu Suðurnesja í gegnum breytingaskeið.
Hitaveita Suðurnesja hefur víkkað út starfssvæði sitt
frá því fyrirtækinu var breytt í hlutafélag, fyrst með
sameiningu við Rafveitu Hafnarfjarðar og nú standa
yfir viðræður við sameiningu við stærstu orkufyr-
irtækin á Suðurlandi. Helgi Bjarnason ræddi við Júlíus
Jónsson forstjóra um breytingarnar og athugasemdir
sem hann hefur við frumvarp til nýrra raforkulaga.
Reykjanes
LÓÐALEIGA húseigenda í Vogum
meira en fimmfaldast í sumum tilvik-
um við hækkun fasteignamats lóða
sem ákveðið var á dögunum. Vatns-
leysustrandarhreppur hefur ákveðið
að lækka leiguviðmiðun sína en meg-
inhluti lóða er í einkaeigu og breytist
leigan í takt við fasteignamat.
Endurmatið leiðir til þess að fast-
eignamat á mannvirkjum í Vatns-
leysustrandarhreppi hækkar að með-
altali um 15% og lóðamat um 117%.
Mat á sumum lóðum í Vogum hækkar
þó um allt að 500% en lóðir og jarðir
með ströndinni lítið eða ekkert.
Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
segist ekki átta sig á forsendum
hækkunar lóðamatsins. Nýja matið sé
ekki í neinum tengslum við markaðs-
verð. Segir hún að hreppurinn hafi
keypt töluvert af landi á síðustu árum
á 250 kr. fermetrann. Fasteignamatið
sé mörgum sinnum hærra.
Hreppsnefndin hefur gert athuga-
semdir til Fasteignamatsins og það
hafa einstaklingar einnig gert.
Lóðaleiga í Vogum miðast í flestum
tilvikum við fasteignamat. Vatns-
leysustrandarhreppur tekur 3% af
amati í leigu fyrir lóðir á sínu landi.
Hreppsnefnd hefur lýst því yfir að
hún muni lækka lóðaleiguprósentuna
til að koma til móts við húseigendur.
Meirihluti lóðanna er hins vegar í
einkaeigu, tilheyrir sjö jörðum, og er
algengt að lóðaleigan sé 5% af fast-
eignamati. Leiga fyrir þessar lóðir
hækkar í sumum tilvikum úr um 16 í
84 þúsund á ári, ef landeigendur
lækka ekki leiguprósenuna.
Lóðaleiga allt
að fimmfaldast
Vogar
VALIÐ á bestu knattspyrnumönn-
um Grindavíkur kom sennilega
fáum á óvart. Óli Stefán Flóvents-
son var án efa besti leikmaður
þessa sumars í meistaraflokki karla
og hið sama má segja um Elínu
Heiði Gunnarsdóttur sem spilaði
best allra í Grindavíkurliðinu í
kvennaknattspyrnunni í sumar.
Kvenfólkið náði sínum besta ár-
angri og eftir að hafa verið efstar
eftir þrjár umferðir má segja að
grunnurinn hafi verið lagður að
áframhaldandi veru í deild þeirra
bestu. Viðurkenning fyrir mestu
framfarir hjá kvenfólkinu féll í hlut
Klöru Steingrímsdóttur og sú sem
skoraði flest mörkin var Jennifer
Henley.
Hjá körlunum þótti Grétar Ólaf-
ur Hjartarson sýna mestar framfar-
ir en hann var einnig markahæstur.
Uppskeruhátíðin hjá knatt-
spyrnumönnum er stærsta ballið í
Grindavík og 350 manns voru í mat
og á eftir bættist annað eins við á
ballið og var troðfullt hús í Festi
þegar hin landsþekkta hljómsveit
Hljómar hóf að spila og sáu þeir fé-
lagar um að halda uppi fjörinu
fram á nótt.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Elín Heiður Gunnarsdóttir og Óli Stefán Flóventsson voru kosin bestu
leikmenn Grindvíkinga í sumar.
Óli Stefán
og Elín
Heiður best
Grindavík