Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Keflavíkurverktakar hf. hafa
stofnað dótturfélag í Banda-
ríkjunum. Félagið heitir
Keflavik Contractors Norfolk
Ltd. og er aðsetur þess á
Virginia Beach í Norfolk í
Virginíuríki. Frá þessu var
greint á Verðbréfaþingi Ís-
lands í gær.
Róbert Trausti Árnason,
forstjóri Keflavíkurverktaka,
segir að fyrirtækið starfi mik-
ið fyrir varnarliðið á Keflavík-
urflugvelli. Það kalli á að fyr-
irtækið kaupi mikið af vörum
frá Bandaríkjunum. Staðhætt-
ir á Keflavíkurflugvelli séu
þeir að þar sé allt meira eða
minna bandarísk hönnun en
hönnuðirnir geri kröfur um að
bandarískt efni sé notað að
öllu jöfnu. Með hliðsjón af
þessu hafi verið ákveðið að
stofna dótturfélag í Bandaríkj-
unum til að sjá um innkaup
fyrir Keflavíkurverktaka.
Þannig sé hægt að losna við
dýra bandaríska milliliði sem
taki há umboðslaun fyrir litla
vinnu. Höfuðatriðið sé hag-
ræðing sem leiði til sparnaðar.
Eisch Holding með 40,4%
hlut í Keflavíkurverktökum
Í gær var einnig greint frá
því á VÞÍ að Eisch Holding
SA hefði í fyrradag keypt
hlutabréf í Keflavíkurverktök-
um hf. að nafnvirði 65.555.448
kr. Eignarhlutur Eisch Hold-
ing er nú 40,4% eða
128.355.448 kr. að nafnvirði en
var áður 20,1% eða 62.800.000
kr. að nafnvirði. Eigandi
Eisch Holding SA er Bjarni
Pálsson.
Stofna
dótturfélag
í Banda-
ríkjunum
Keflavíkurverk-
takar hf.
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um skaut-
smiðjur álvera, sú fyrsta sem haldin
er um þetta málefni, hófst hér á
landi í gær. Á ráðstefnunni er m.a.
fjallað um nýja tækni sem gæti dreg-
ið verulega úr koltvísýringsmengun
frá álverksmiðjum.
Í skautsmiðjum álvera eru fram-
leidd rafskaut sem rafgreina álið.
Ráðstefnan tekur fyrir mörg og ólík
svið framleiðslunnar og verður því
mikil áhersla lögð á umræður þátt-
takenda í vinnuhópum sem fjalla um
afmörkuð efni, svo sem umhverf-
ismál, öryggismál, tæknibúnað,
stýrikerfi, hlífðarfatnað og ekki
hvað síst tækninýjungar og þróun
innan þessa hluta álframleiðslunnar.
Iðntæknistofnun hefur ásamt
Málmgarði og DMG World Media
Ltd. unnið að undirbúningi ráðstefn-
unnar. Þegar hafa yfir 120 þátttak-
endur skráð sig á ráðstefnuna og
þar af um 90 erlendir frá 35 álver-
um.
Óvirk rafskaut draga úr
mengun álverksmiðja
Meðal þess sem fjallað er um á
ráðstefnunni er þekking og færni í
framleiðslu svokallaðra óvirkra raf-
skauta. Tæknin mun fela í sér mikla
breytingu á álframleiðslu, nái hún
að verða nægilega hagkvæm. Koltví-
sýringsmengun við álframleiðslu
verður vegna þess að kol brenna í
rafskautum en alls losna um tvö tonn
af koltvísýringi fyrir hvert tonn sem
framleitt er af áli. Nú er hins vegar
verið að þróa nýja lausn en þar er
um að ræða rafskaut sem ekki
brenna, svokölluð óvirk rafskaut.
Ávinningurinn sem fylgir þeim er að
í stað koltvísýrings losnar súrefni út
í andrúmsloftið í framleiðsluferlinu.
Ingólfur Örn Þorbjörnsson, for-
stöðumaður á Iðntæknistofnun, seg-
ir að þegar sé byrjað að nota óvirk
rafskaut í tilraunaskyni en Norsk
Hydro stefni að því að byrja fram-
leiðslu í hefðbundnum kerjum með
óvirkum rafskautum strax á næsta
ári. Væntanlega verði þessi tækni
komin í almenna notkun eftir um tíu
ár.
Ingólfur Örn segir að fyrirlesarar
á ráðstefnunni séu sérfræðingar
sem hafa víðtæka reynslu og yfirsýn
yfir álframleiðslu. „Þannig mun
þessi ráðstefna skila til íslenskra
þátttakenda mikilvægri vitneskju
um þennan þátt álframleiðslunnar
þegar umræðan stendur hvað hæst
um aukna álframleiðslu hérlendis.
Íslendingar láta einnig að sér kveða
á ráðstefnunni og fjöldi erinda mun
verða fluttur um tækni þar sem Ís-
lendingar hafa skipað sér í fremstu
röð og er hægt að nefna hér fyr-
irtæki eins og Norðurál, ALTECH
hf., DMM ehf. og Foxhall á Íslandi
ehf.“
Morgunblaðið/Þorkell
Frá alþjóðlegri ráðstefnu um skautverksmiðjur álvera.
Ný tækni byltir
álvinnslu
DAG Melgaard, upplýsingafulltrúi
norska símafélagsins Telenor, segir
Telenor fyrst og fremst hafa verið að
setja fram ósk um nánari upplýsing-
ar með því að senda inn yfirlýsingu
um áhuga á að gerast kjölfestufjár-
festir í Landssíma Íslands. „Við höf-
um gefið áhuga í skyn með því að
senda inn tilkynningu og mér skilst
að margir hafi gert slíkt hið sama.
Eftir að við fáum nánari upplýsingar
í hendur, kemur í ljós hvort við ger-
um tilboð í hlut í Landssímanum,“
segir Melgaard.
Hann segir litla þátttöku íslensks
almennings í hlutafjárútboði Lands-
símans skiljanlega í ljósi erfiðra
markaðsaðstæðna og jafnframt ljóst
að íslenskum almenningi hafi þótt
verðið of hátt. Hann vill hins vegar
ekki tjá sig um hvort lágmarksgeng-
ið 5,75 íslenskar krónur á hlut til
kjölfestufjárfestis, þ.e. tíu milljarðar
íslenskra króna eða rúmar 850 millj-
ónir norskra króna, sé viðunandi fyr-
ir 25% hlut í Landssímanum að mati
Telenor. „Það kemur í ljós á seinni
stigum málsins.“
Vænlegur fjárfestingarkostur í ljósi
þess sem á undan er gengið
Guðmundur Franklín Jónsson,
fjármálamaður í New York, segir að
ástæðan fyrir því að hann skilaði inn
yfirlýsingu um að hann hefði áhuga á
einkavæðingu Landssímans væri sú
að svo virtist sem um vænlegan fjár-
festingarkost væri að ræða, í ljósi
þess sem á undan sé gengið. Hann
segir að þar eigi hann við að ekki hafi
náðst það takmark að hægt væri að
skrá félagið á Verðbréfaþingi Ís-
lands. Þá segir hann að eigandi 25%
hlutar í Landssíma Íslands fái meiri-
hluta í stjórn félagsins og því hljóti
hann að ráða framhaldinu, hvernig
svo sem það verður. „Ég bíð því
spenntur eftir ítarlegum gögnum um
Landssímann til þess að geta sýnt
mínum væntanlegu umbjóðendum.“
Jón Ólafsson, stjórnarformaður
Norðurljósa hf., segir lítið hægt að
segja um yfirlýsingu félagsins um
áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir
í Landssímanum á þessu stigi máls-
ins. Einkavæðingarnefnd muni fjalla
um málið og ljóst sé að ekkert sé
hægt að ræða um það fyrr en fyrir
liggi hvernig nefndin muni fjalla um
þau nöfn sem komið hafi fram. Hann
segir þó að þátttaka Norðurljósa í
þessu útboðsferli sé eðlileg framþró-
un. Samskiptageirinn og ljósvaka-
miðlarnir séu að nálgast og muni
jafnvel renna saman í eitt er fram líði
stundir. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins eru Norðurljós í
þessu tilfelli í samstarfi við Western
Wireless (WWI), bandarískan með-
eigenda Norðurljósa innan farsíma-
fyrirtækisins Tals.
Forsvarsmenn lífeyrissjóða, sem
Morgunblaðið hafði samband við í
gær, vildu ekki tjá sig um ummæli
Hreins Loftssonar, formanns fram-
kvæmdanefndar um einkakvæðingu,
í Morgunblaðinu í gær varðandi út-
boð Landssímans. Þar sagði Hreinn
meðal annars að það væri ekki hlut-
verk lífeyrissjóða að stjórna þeim
fyrirtækjum sem þeir keyptu hluta-
bréf í. Þeirra hlutverk væri ekki að
setjast í stjórnir fyrirtækja og fara
að skipta sér af rekstri þeirra.
Annar áfangi útboðs Landssímans
Ósk um nánari
upplýsingar
FARÞEGUM í innanlandsflugi Flug-
félags Íslands, dótturfyrirtækis
Flugleiða, fækkaði í ágústmánuði um
16,2%, úr 38.901 farþega í fyrra í
32.595 í ár. Þá fækkaði fluttum tonn-
um hjá Flugleiðum-Frakt, dótturfyr-
irtæki Flugleiða, um 9,7%. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
Flugleiðum í gær.
Frá áramótum til ágústloka varð
12,5% samdráttur í farþegafjölda hjá
Flugfélagi Íslands miðað við sama
tímabil í fyrra. Fraktflutningar hjá
Flugleiðum-Frakt eru á sama tíma-
bili 1,2% minni í ár en í fyrra.
Fjölgun farþega
hjá Flugleiðum
Farþegar í millilandaflugi Flug-
leiða voru 0,3% fleiri í águst 2001 en í
sama mánuði árið áður. Fjöldi þeirra
var 166.422 í ár en 165.895 í fyrra.
Farþegum í almennu farrými fjölgaði
um 1% en á viðskiptafarrými fækkaði
farþegum um 12,4%.
Í ágúst jókst sætaframboð Flug-
leiða um 2,4% og salan um 0,4%, sem
leiddi til þess að sætanýting var í
mánuðinum 1,6% lakari en í ágúst í
fyrra. Hún var 81,1% í ágúst í ár, en
82,7% á síðasta ári.
Á fyrstu átta mánuðum ársins 2001
fjölgaði farþegum í millilandaflugi
Flugleiða um 1,7%. Þeir voru rúm-
lega ein milljón, en rúmlega 994 þús-
und á sama tíma í fyrra. Þar munar
mest um 3,0% fjölgun farþega á leið
um Ísland yfir Norður-Atlantshafið,
en farþegum til og frá Íslandi fjölgaði
um 0,5%. Sætanýting á þessu tímabili
hefur aukist um 1,8%, hefur verið
74,5% fyrstu átta mánuði þessa árs,
en var 72,2% sömu átta mánuði á
árinu 2000. Sætaframboð hefur veið
0,2% minna í ár en á síðasta ári, en
salan hefur aukist um 2,2%.
12,5% fækkun hjá
Flugfélagi Íslands
ÍSLANDSBANKI og eigendur
Rietumu banka í Lettlandi hafa
komist að samkomulagi um að hætta
við kaup Íslandsbanka á 12,5% hlut í
Rietumu banka. Þessir aðilar sömdu
um helstu skilmála kaupanna
snemma sumars, en komust ekki að
samkomulagi um einstök útfærslu-
atriði við endanlega samningagerð.
Þrátt fyrir að hætt hafi verið við
þessi viðskipti, hyggjast bankarnir
tveir halda áfram samstarfi á ýmsum
sviðum í framtíðinni.
Sameiginlegur flötur fannst ekki
Erlendur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Ís-
landsbanka, segir að þegar farið hafi
verið að útfæra einstök atriði, sem
samið hafði verið um í stórum drátt-
um, hafi komið upp atriði sem aðilar
hafi ekki getað fundið sameiginlegan
flöt á. Samningaviðræðurnar hafi þó
verið opnar og sanngjarnar og báðir
aðilar hafi skilið sjónarmið hvor ann-
ars. Hvorugur aðilinn hafi verið
tilbúinn til að gefa sig og stundum sé
skynsamlegra að hætta, frekar en
reyna að komast að niðurstöðu sem
annar aðilinn verður aldrei sáttur
við.
Erlendur segir að Íslandsbanki og
Rietumu Bank hafi átt samstarf á
nokkrum sviðum sem hafi gengið
ágætlega og muni væntanlega halda
áfram.
Íslandsbanki hættir
við kaup í Lettlandi