Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLEIKAR Bjarkar Guðmundsdóttur í Col- iseum, húsakynnum ensku óperunnar í London, hlutu umtals- vert lof hjá óperugagn- rýnanda breska dag- blaðsins Daily Tele- graph nú í vikubyrjun og segir hann hinn þrönga hóp sem kenni sig við „alvöru“ nútíma- tónlist geta lært ýmis- legt af söngkonunni. „Úrvalsstefna er eitt sterkasta einkennið á tónlist Bjarkar. Tónlist- arnám á unga aldri auk þátta úr pönktónlist, djassi, rafrænni tónlist og íslenskri tónlistarhefð eiga öll sinn þátt í lögum söngkonunnar. Tónleikarnir [í Col- iseum] hefjast til að mynda með Björk í sviðsljósinu að snúa gamalli spiladós í gang, áður en sinfóníu- hljómsveitin hefur að leika inngangs- stef sem bókstaflega býr yfir göfug- leik sem hæfði Wagn- er,“ segir í umsögn blaðsins. Söngstíll söngkonunnar er þá sagður eins konar sam- bland af pönki sem sveigist yfir í falsettu sópran. Sérkennilega barnslegir eiginleikar raddar Bjarkar hljóta þá samhljóm í heillandi dansi sem minnir meira á hopp leikskólabarna en tryllingslegar diskó- sveifur. „Sveipuð svört- um fjaðrabúningi sem virðist sambland Svanavatnins og Moul- in Rouge virðist Björk týnd í eigin heimi og sýnir þess engin merki að ætla að snúa aftur til jarð- ar.“ Að mati gagnrýnanda blaðsins vinnur Björk þó vel úr þessari blöndu sem auðveldlega hefði getað orðið til- gerðarleg. Sannfæring söngkonunnar á því sem hún geri veiti tónleikunum hins vegar bæði einlægni og heiðar- leika. „Á slíkum augnablikum lætur Björk Madonnu minna á lítið annað en tómar glansumbúðir og minnir um leið óþægilega á það hve margir söngvaranna sem venjulega standa á þessu sviði skortir allan persónu- leika,“ eru lokaorð Daily Telegraph. Val Bjarkar á tónleikastöðum hef- ur þá einnig orðið breskum fjölmiðl- um að umtalsefni, en hún á að hafa sýnt áhuga á að halda tónleika sína í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden áður en hún sættist á Col- iseum. Að mati dagblaðsins Independent er hins vegar töluverð skynsemi falin í þeirri ákvörðun útgáfufélags Bjark- ar, One Little Indian, að reyna að höfða til aðdáenda klassískrar tónlist- ar, enda vísi söngkonan sjálf til tón- listarinnar á Vespertine sem eins konar nútíma kammertónlistar. Blað- ið segir þó: „Björk er langt frá því að teljast til klassískra tónlistarmanna en semur tónlist sem hljómar eins og framtíðin sé þegar komin.“ Daily Telegraph hrósar tónleikum Bjarkar í Coliseum Nútímatónlistarmenn geta lært af Björk ÍSLENSKT landslag í fjölbreyti- leik sínum er viðfangsefni Gísla Sig- urðssonar á sýningu hans Rætur í landi og list sem nú stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Verkin eru ýmist olíumálverk eða unnin með blandaðri tækni og nýtir Gísli sér auk þess textaformið, enda mörgum vel kunnur fyrir skrif sín. Mikil litabreidd er í verkum Gísla sem flest eru máluð á tímabilinu 2000–2001, þó einnig megi finna myndir sem ná aftur til ársins 1995. Landslagið nálgast listamaðurinn þá á margvíslegan máta, en sjálfur seg- ist hann leitast við að miðla „anda öræfanna“ frekar en að lýsa ákveðn- um stöðum. Hálendi Gísla er því líka víða einfaldað og stílfært. Sumstaðar minnir það þannig á textíl- og þrykk- myndir líkt og verkið Bækur um landið er ágætis dæmi um – þar gnæfa stílfærðar línur jökulsins yfir einföldum svörtum sandinum sem hefur verið sundurskorinn af jökul- ánni. Landslagið leitar þá annars staðar í átt að abstrakt formum sem aldrei eru þó óþekkjanleg. Þau eru jafnvel samtvinnuð raunsæislegri myndflöt- um í verkum sem unnin eru með blandaðri tækni. Í verkinu Spor- drjúgur Sprengisandur tvinnar Gísli til að mynda saman fornt letur, hand- ritalýsingar, stílfærða abstrakt fleti og jökulhettuna sem yfir verkinu gnæfir. Raunsærri útfærsla á lands- laginu sést þá einnig í sumum verka hans líkt og Innan við Innstu-Jarl- hettu er ágætis dæmi um. Hér teygja fjalltopparnir sig upp fyrir snjóbreið- una í bláleitri og kuldalegri mynd. Svipmiklir fjalltopparnir taka á sig mannlega eiginleika og fer miskunn- arleysi náttúruaflanna ekki fram hjá neinum. Líkt og áður sagði notar listamað- urinn gjarnan texta í myndum sínum, ljóð eftir Hannes Pétursson prýðir þannig Á slóð Reynistaðabræðra á meðan önnur verk státa af textum úr Jónsbók og Njálu svo dæmi séu tek- in. Enn önnur verk vinna með ljóð- um, minnispunktum og dagbókar- slitrum Gísla sjálfs. Í verkinu Grjót færir hann þannig áhorfendur inn í innviði fjallsins – þar sem saga þess er rakin í máli og mynd, sem sýnir eins konar þverskurð af leið hrauns- ins upp á yfirborðið þar sem fjallið blasir nú við. Töluverð fjölbreytni er því í efn- istökum listamannsins þó svip sé að finna með flestum verkanna. Er það einna helst að verkin Á grýttri slóð og Minnispunktar um lambagras skeri sig þar úr, en þar nálgast Gísli við- fangsefni sín á nýjan máta. Návígi í grýttu landslagi fyrrnefnda verksins og hringlaga form þess síðarnefnda eiga litla samsvörun annars staðar. Þó efnistök Gísla í landslagsverk- um séu margvísleg skortir nokkuð á að verkin nái að njóta sín til fulls – til þess hanga þau einfaldlega of þétt á veggjum sýningarsalarins. Gestir Gerðarsafns velkjast hins vegar ekki í neinum vafa um að fjöllin og óbyggðirnar eru listamanninum kær og að fjölbreytileiki þess landslags sem þar er að finna vitnar ekki síður um ástríðufullan áhuga listamannsins á landinu en hvikulleika náttúrunnar sjálfrar. Morgunblaðið/Ásdís Í verkinu Spordrjúgur Sprengisandur sem unnið er með blandaðri tækni samtvinnar Gísli Sigurðsson texta myndefni sínu. Andi öræfanna MYNDLIST G e r ð a r s a f n Sýning á verkum Gísla Sigurðs- sonar. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17 og lýkur 7. október nk. RÆTUR Í LANDI OG LIST Anna Sigríður Einarsdótt ir ELÍN Ósk Óskarsdóttir hefur þegar sýnt að hún er mikil söng- kona og eftir tónleika hennar í tónlistarsalnum Ými sl. sunnudag sannaði hún það svo um munaði. Það ættu ekki að vera nein vand- kvæði í flutningi dramatískra óp- eruverka hér á landi, eigandi völ á annarri eins stórbrotinni söng- konu og Elín Ósk er. Þau Elín Ósk og Gerrit Schuil hófu tónleikana með aríunni Nun baut die Flur úr Sköpununni eft- ir Haydn. Þetta er falleg aría um vaknandi gróður jarðarinnar á þriðja degi sköpunarinnar og á efni hennar erindi til okkar í dag, sem stöndum nú á þrepskildi óafturkræfrar náttúrueyðingar. Á eftir þessari förgu aríu fluttu Elín Ósk og Gerrit konsertaríuna Ah, Perfido, op 65, sem Beethov- en segir vera sviðsatriði og aríu fyrir sópran og hljómsveit. Þetta er í raun smáleikþátt- ur, einleikur, þar sem leikverkið er mjög tilþrifamikil tilfinningaátök konu sem harmar svik ástvinar. Elín Ósk og Gerrit fluttu viðamikið tónlesið og aríuna með mikl- um tilþrifum. Stórarían Höre Israel er úr órator- íunni Elia, í upphafi seinni hlutans, en þar kallar trúkona til sín fólkið og bið- ur það að hlýða á orð Guðs, sem hún flytur því. Seinni hluti ar- íunnar er ávarp Guðs: „Ég er huggari yðar, ekki hopa, því ég er Guð yðar og mun gefa yður styrk.“ Þessi tilfinningaþrungna aría var glæsilega flutt. Eftir hlé voru á efnisskránni ítalskar óperuaríur; Pace, pace mio Dio úr La forza og Tu che la vanita úr Don Carlosi, báðar eftir Verdi, og þar á eftir Suicidio úr La Giocinda eftir Ponchielli, L’altra notte úr Mefistofele eftir Boita og Ebben, ne andrò lont- ana úr La Wally eftir Catalani, allt stóraríur, sem Elín Ósk söng með miklum tilþrifum. Röddin spannar allt frá því fínlegasta til þess voldugasta, svo að hvergi hattar fyrir í mótun raddarinnar og túlkunin nær yfir allan tilfinningaskal- ann, t.d. í Pace, pace, þar sem Elín Ósk syngur bæn Leonoru á einstak- lega fagran máta, og einnig aríu Elísabet- ar í Tu che la vanitá. Í Suicidio, aríu Gioc- ondu, voru tilfinn- ingaátökin stórbrot- in og í hinni sérkennilegu aríu Margheritu, L’altra notte, var söngur Elínar Óskar hreint ótrú- legur en þó tók arían úr La Wally öllu fram og hafði þó verið nokkuð borið í hvað snertir fyrri viðfangsefnin. Þetta voru stórkostlegir tón- leikar og mikill listasigur fyrir Elínu Ósk Óskarsdóttur, sem að þessu sinni naut þess að Gerrit Schuil lék á píanóið og var leikur hans frábærlega mótaður, allt frá því að hljóma eins og í hljóm- sveit, til þess finlegasta sem pí- anóið getur gefið þeim er kann að biðja það vel og fara höndum um það með gætni og virðingu. Mikill listasigur TÓNLIST Ý m i r Elín Ósk Óskarsdóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Haydn, Beethoven, Mendelssohn, Verdi, Pochielli, Boito og Catalani. Sunnudaginn 23. september. SUNNUDAGS- „MATINÉE“ Jón Ásgeirsson Elín Ósk Óskarsdóttir TÓNLEIKAR Tríós Reykjavík- ur sem haldnir voru í Hafnarborg s.l. sunnudag voru helgaðir minn- ingu Gísla Magnússonar píanóleik- ara, sem lést fyrir skömmu en hann átti sem píanóleikari, kennari og skólastjóri stórt framlag í þeirri þróun, sem einkennt hefur hálfrar aldar blómstrandi tónlistarlíf hér á landi. Fyrsta verk tónleikanna var són- ata fyrir fiðlu og sembal, sú fyrsta úr safni sex fiðluverka, sem merkt eru BWV 1014–19. Þessar sónötur, ásamt sónötum fyrir viola da gamba, BWV 1027–9 og flautusón- öturnar, BWV 1030–32, eru merki- legar fyrir það, að í þeim er hlut- verki sembalsins breytt úr að vera aðeins „continuo“, þ.e. undirleiks- bassi í sjálfstætt og fullgilt sam- leiks hljóðfæri. Þarna er continuo hlutverk sembalsins að hverfa end- anlega úr sögunni og með tilkomu píanósins varð jafnvel um tíma víxlun á hlutverkum, svo að fiðlan varð undirleikshljóðfæri píanósins. Þessar sónötur eru að formi til eins og hjá Corelli og Legrenzi, þ.e. í fjórum þáttum, þar sem skiptast á hægir og harðir kaflar. Guðný lék tvær sónötur úr þessu safni sem eru, auk formskipunar, ítalskar í stíl hvað snertir hljóm- skipan og tónferli en falleg tónlist, sérstaklega sú fyrri. Seinni BWV 1017, nr 4 var nær því sem Bach var vanur að leika sér með í út- færslu flókins tónvefnaðar. Þessar elskulegu sónötur voru fallega mótaðar af Guðnýju og var samspil hennar og Peter Máté á köflum einstaklega vel mótað og í góðu styrkleikajafnvægi. Fyrsti kaflinn í þeirri fyrstu var sérlega fallega leikinn en tónskipan hans er nærri „klassísk“ og mjög ólík öðrum tón- verkum eftir meistarann. Það var ekki fyrr í síðasta kaflanum, að leikur hans með kontrapunktiskt ferli í samspili fiðlu og sembals tók á sig þá mynd sem Bach er þekkt- ur fyrir og í þeim tónaleik var flutningur Guðnýjar Guðmunds- dóttur og Peter Máté einstaklega ljúfur og fallega mótaður. Framlag Gunnars Kvaran á þessum tónleikum var einleikur hans í tveimur svítum fyrir selló en þær eru sex talsins og lék Gunnar þá nr. 3 og síðustu, nr. 6. Einleikssvítur Bachs eru líklega meðal erfiðustu sellóverka sögunn- ar, sérstaklega sú sjötta. Þessi verk voru lengi vel ekki viður- kennd sem konsertviðfangsefni, fyrst gefin út 1828 og það var í raun ekki fyrr fyrr en Casals lék þær á tónleikum í London, að sellistar tóku að líta á þessi ótrú- legu listaverk sem fullgild kons- ertviðfangsefni en ekki aðeins sem erfiðar æfingar. Fyrri svítan, í C dúr, var á köfl- um vel leikin, sérstaklega sar- abandan, Bourrée-þættirnir tveir og hinn dansandi gikkur, síðasti kaflinn. Það var hins vegar í sjöttu svítunni í D-dúr, sem er ótrúlega erfið og löng, að Gunnari tókst ekki vel upp að öllu leyti, enda við ramman reip að draga, þó margt væri vel útfært, eins og t.d. í hröðu ferli courante kaflans. Aftur var það sarabandan, og gavotturnar tvær, sem voru fallega fluttar og vilja margir halda því fram, að til að leika saraböndurnar vel þurfi sá hinn sami að kunna vel til verka. Bourrée-þættirnir og gavotturnar (og menúettarnir) í sellósvítunum eru sérlega fallegar tónsmíðar, þar sem Bach leikur sér með yndisleg- ar syngjandi tónlínur og voru þessi lagrænu verk sérlega fallega leikin af Gunnari. Það sem einkenndi þessa tón- leika, voru tvær sérkennilegar andstæður í tónsköpun hjá J.S. Bach, annars vegar voru elskuleg- ar fiðlusónöturnar, sem eru eins konar tilraunaverk í ítölskum stíl og nýrri notkun í samspili fiðlu og sembals og svo hins vegar þau erf- iðu verk, sellósvíturnar, þar sem tónmálið er ekta Bach, stórt í sér og margbrotin einræða, verk sem voru lengi á leiðinni og eru enn þung fyrir fæti, þeim sem feta vill refilstigu hins flókna tónvefs þess- ara stórbrotnu verka. Sem sagt: Í þessum verkum gat að heyra sér- kennilegar andstæður, þ.e. ljúfan samleik og djúphugsað eintal. Ljúfur samleikur og djúphugsað eintal TÓNLIST H a f n a r b o r g Tríó Reykjavíkur, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté fluttu verk eftir J.S. Bach. Sunnudagurinn 23. september, 2001. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Björk Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.