Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 179 UNGLINGAR hafa lokið með- ferð á Stuðlum, frá því meðferð- arstöðin tók til starfa þann 26. sept- ember 1996, fyrir nákvæmlega fimm árum. Á sama tíma hafa 690 komur verið skráðar á svokallaða neyðardeild. Ástæður fyrir hegð- unarvanda unglinga sem koma til meðferðar á Stuðlum eru margs- konar. Ofbeldi, einelti, afbrot, erf- iðleikar á heimilum, vandræði í skóla, þunglyndi, útigangur og vímuefnaneysla eru t.d. meðal þeirra. Foreldrar sækja um með- ferð fyrir börn sín í samráði við fé- lagsmálayfirvöld og óska barna- verndarnefndir í viðkomandi sveitarfélagi eftir meðferðinni. Stuðlar, sem Barnaverndarstofa hefur umsjón með fyrir ríkið, sjá um greiningarmeðferð og skamm- tímavistun í neyðartilvikum. Ekki er gerð krafa um að ung- lingarnir séu tilbúnir til að viður- kenna vanda sinn og fara í meðferð, en meðferðin felst ekki síst í að hjálpa unglingunum að átta sig á vanda sínum, að sögn Halldórs Haukssonar, yfirsálfræðings á Stuðlum. Hann segir að ekki sé heldur hægt að vísa neinum skjól- stæðingi á brott. Þetta einkenni allt starf sem þar fer fram innan dyra. „Þetta getur þýtt að við erum að vinna með frekar unga krakka sem segjast ekki vilja neina breytingu á sínu ástandi. Þau eru ósammála fullorðna fólkinu, eðlilega kannski, því að þegar þau koma hér til með- ferðar eru foreldrarnir í raun að grípa inn í með ítrustu ráðum sem til eru,“ segir Halldór. Allt að sex mánaða biðlisti Á meðferðardeild er rými fyrir átta einstaklinga. Lengd meðferðar er allt frá sex vikum upp í fjóra mánuði, en að meðaltali dvelja ung- lingarnir þar í átta til níu vikur. Biðlisti er eftir plássi á deildina, nú bíða um 10 unglingar, en þegar verst lætur er biðlistinn á þriðja tug. Halldór segir að biðtíminn geti verið allt frá nokkrum vikum upp í hálft ár, sem sé mjög slæmt þar sem oftast sé ekki beðið um með- ferð fyrir unglinginn fyrr en eftir töluverða umhugsun og þegar öll önnur tiltæk ráð hafa verið reynd. Einnig er starfrækt lokuð deild á Stuðlum, eða svokölluð neyðarvist- un. Þar er rúm fyrir fjóra skjól- stæðinga í tveimur tveggja manna herbergjum. Félagsþjónusta sveit- arfélags eða lögregla geta vistað ungling á lokaðri deild vegna óupp- lýstra afbrota, ofbeldis eða stjórn- leysis vegna neyslu vímuefna. Hall- dór segir að vistun á deildinni sé úrræði til að stöðva skaðlega og stundum lífshættulega hegðun. Þar er hvorki aðstaða til afeitrunar né fyrir sjúka einstaklinga, en þjón- ustusamningur hefur verið gerður við lækna á Barna- og unglingageð- deild Landspítalans og sinna læknar deildarinnar unglingum á neyðardeild. Hámarksvistunartími þar er tvær vikur, en Halldór segir að stefnt sé að því að vistunartíminn sé sem stystur. Þar sé fyrst og fremst gæsla og umönnun. Meðferðin sem slík hefst ekki á lokuðu deildinni, en á þeim tíma eiga barnayfirvöld að finna annað úrræði. Halldór segir að þörf fyrir mót- tökudeild hafi aukist mjög og til standi að stækka húsnæði Stuðla við Fossaleyni í Reykjavík, þar sem slík deild yrði starfrækt. Þar yrði hægt að taka á móti fimm ein- staklingum og hægt að hefja fyrstu skref meðferðar. Þannig mætti minnka biðlistann. Þessi viðbygging átti að vera tilbúin haustið 2000 en enn hefur ekki verið hafist handa og segist Halldór ekki sjá annað en að skorti á fjárframlögum frá hinu opinbera sé um að kenna. Eina leiðin út er að ljúka meðferð Á meðferðardeildinni er þétt dag- skrá frá morgni til kvölds. „ Á morgunfundi er farið yfir daginn, rætt hvernig liggur á unglingunum og hvað þeir hafa til málanna að leggja varðandi meðferðina.“ Á Stuðlum er rekinn skóli og fer helmingur hópsins í skólann fyrir hádegi og hinn eftir hádegi. Kenn- arar úr Einholtsskóla sjá um kennsluna og meta þeir hvar hver og einn er staddur í námi. Meðan annar hópurinn er í skólanum er hinn í hópavinnu. Þar eru gerð verkefni og spjallað um ýmsa þætti er varða samskipti, framkomu og meðferðina. „Það getur verið erfitt fyrir þau að vera sett í meðferð, þar sem krafist er mikils af þeim. Þau eru jú mörg á móti því og við skiljum það,“ segir Halldór. Hann segir mikilvægt að unglingarnir sætti sig við að vera í meðferð til að þeir fari að ná árangri. Fyrstu 4-5 vikurnar séu unglingarnir oft uppteknir af því að láta ekki breyta sér. „Við segjum á móti að við séum ekki að reyna að breyta þeim heldur sýna þeim mismunandi leiðir að hlutun- um. Eftir því sem unglingarnir fá smám saman aukna ábyrgð og frelsi, fá t.d. að fara heim í helg- arfrí, er eins og þau taki ákvörðun um að þau ætli að klára þessa með- ferð, því það er eina leiðin út. Þau geta reynt ýmsar aðrar leiðir, sum- ir strjúka t.d. úr meðferðinni og reyna það nokkrum sinnum. Það er eitthvað sem við getum ekki haft áhrif á, foreldrar sjá um að finna þau og koma þeim aftur í meðferð- ina,“ segir hann. Á hverjum degi er farið út í fylgd starfsmanna, t.d. í keilu, sund eða líkamsrækt og stundum er farið í bíó á kvöldin. „Það er mikilvægt að kynna fyrir þeim umhverfið og kenna þeim hluti sem eiga eftir að nýtast þeim í lífinu. Hluti eins og að leita í símaskrá, hvernig maður sækir um vinnu og hvernig maður segir skoðun sína til dæmis. Þetta er fræðsla um allt milli himins og jarðar, t.d. hvernig maður straujar skyrtu og bakar pönnukökur!“ Reyna að efla hæfileika og styrk hvers og eins Halldór segir að mikil áhersla sé lögð á styrkleika hvers einstaklings fyrir sig. „Við reynum að koma auga á hæfileika hvers og eins og ýtum eftir þeim eins og við getum. Oft á tíðum hefur áherslan verið á það neikvæða þegar unglingar koma hingað inn, þá eru þau sjálf orðin mjög meðvituð um neikvæða þætti í fari sínu og sjálfsmatið frek- ar lágt. Við segjum að þetta sé meðferð með áherslu á styrkleika og lausnir.“ Unglingur getur t.d. verið mjög ákveðinn, en vegna ákveðinna erf- iðleika sem hafa einkennt hegðun hans og samskipti, getur öll hans ákveðni og sjálfstraust verið komin í mjög neikvæðan farveg, þó ákveðni geti verið kostur sé henni beitt á réttan hátt. „Við erum að hjálpa þeim að verða hæfari til að velja sjálf hvaða leiðir gagnast þeim í samskiptum við aðra unglinga, skóla og foreldra,“ segir hann. Árekstrar eru ekki óalgengir á Stuðlum, að sögn Halldórs. „Við er- um með ákveðnar reglur sem við förum eftir. Ef það þarf að fjar- lægja einhvern úr aðstæðum, er það gert mjög rólega og ákveðið,“ segir hann. Halldór segir að stund- um sé lokaða deildin notuð til að róa einstaklinga niður, en þá bara í nokkra klukkutíma. Fyrst og fremst sé reynt að koma í veg fyrir árekstra með því að leysa strax úr vandanum og reyna að sjá árekstra fyrir. Halldór segir að hver unglingur geti aðeins komið einu sinni á Stuðla í meðferð. Tveir þriðju hlut- ar skjólstæðinganna fara heim til sín að meðferð lokinni og er um þriðjungur sendur í langtímameð- ferð. Átta langtímameðferðarheimili eru rekin hér á landi og eru þau öll staðsett utan Reykjavíkur. Þeir unglingar sem búa á höf- uðborgarsvæðinu geta sótt eftir- meðferð á vegum Stuðla á Skúla- götu í sex mánuði eða lengur og segir Halldór þetta vera mikilvæg- an stuðning fyrir unglingana til að takast á við daglegt líf eftir að með- ferð lýkur. Hækkun sjálfræðis- aldurs erfið Vímuefnaneysla er eitt þeirra vandamála sem sumir skjólstæðing- ar Stuðla eiga við að glíma. Að- spurður um hvort það valdi vand- ræðum í meðferðinni að hluti hópsins hafi neytt vímuefna og aðr- ir ekki segir Halldór að það geri öðruvísi kröfur til starfsmanna. „Við reynum að hafa sömu reglur fyrir alla, ramma þannig að það sé sami takturinn í hlutunum. Hins vegar verðum við á sama tíma að vera mjög einstaklingsmiðuð, reyna að sníða meðferð hvers og eins al- gjörlega að hans þörfum. Sumir eru með þannig vandamál að það er minna hægt að vinna úr þeim í hópavinnu, þess vegna er meðferðin blanda af einstaklings- og hópa- vinnu. Við verðum að geta hannað það eftir þörfum unglingahópsins á hverjum tíma.“ Halldór segir suma foreldra hafa áhyggjur af því að unglingar sem ekki eru í vímuefnum muni kynnast krökkum í neyslu í meðferðinni. „Við höfum bent fólki að horfa á umhverfið sem krakkarnir eru í dagsdaglega, þau ganga í fjölmenna skóla og kynnast öllu þessu annars staðar, þau þurfa ekki að koma á Stuðlar, meðferðarstöð fyrir unglinga 12–18 ára með hegðunarvandamál, er fimm ára í dag Auka hæfni unglinganna til að takast á við vandamál Á Stuðlum er ungling- um með hegðunar- vandamál kenndar leiðir að ásættanlegum lausn- um í samskiptum og lögð áhersla á styrk- leika þeirra sem ein- staklinga. Auk hefð- bundinna námsgreina er unglingunum m.a. kennt að baka pönnukökur, strauja skyrtur, sækja um vinnu og segja skoð- un sína. Unglingar geta verið sendir á Stuðla gegn vilja þeirra og þó sumir hafi reynt að strjúka þaðan er eina leiðin út að ljúka meðferðinni. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Mikið er lagt upp úr hópavinnu með starfsmönnum, þar sem unglingarnir ræða t.d. samskipti sín og framkomu. Hluti af meðferðinni felst í því að hjálpa unglingunum að átta sig á hegðunarvanda sínum og viðurkenna hann. Meðferðin er á sama tíma miðuð út frá þörfum hvers einstaklings fyrir sig. Halldór Hauksson, yfirsálfræðingur á Stuðlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.