Morgunblaðið - 26.09.2001, Page 31

Morgunblaðið - 26.09.2001, Page 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 31 UPPHAF viðbygg- ingar við Hlíðaskóla í Reykjavík er jafnframt lokaskrefið á einsetn- ingarátakinu í Reykja- vík en 14. sept. sl. var skóflustunga tekin að viðbyggingu við skól- ann. Skólahúsið hýsir starfsemi tveggja skólastofnana, Vestur- hlíðarskóla og Hlíða- skóla. Vorið 1996 var kynnt í öllum hverfum borg- arinnar fimm ára áætl- un um einsetningu grunnskólanna. Fagað- ilar utan borgarkerfis- ins voru fengnir til að taka út alla skóla borgarinnar með tilliti til bygg- ingarþarfar þannig að unnt yrði að einsetja þá. Fimm ára áætlunin hef- ur verið endurskoðuð árlega en í stórum dráttum hefur henni verið fylgt. Þenslan á byggingarmarkaði síðustu árin hefur sett nokkuð strik í reikningin bæði varðandi fjárhags- rammann og tímaáætlanir. Á þessu skólaári eru fjórir tvísetnir skólar í Reykjavík en stefnt er að því að allir skólar borgarinnar verði einsetnir næsta haust. Fyrsta viðbyggingin við skóla í borginni vegna einsetningar var við Breiðholtsskóla 1995. Síðan hefur nánast verið byggt við hvern og einn einasta skóla eða byggingar í und- irbúningi, samtals 30 skólabygging- ar. Á sama tíma og einsetningarátak- ið hefur staðið yfir hefur orðið mikil fjölgun nemenda í Reykjavík, sem hefur kallað á marga nýja skóla en fimm nýir skólar hafa tekið til starfa síðan 1995. Einsetningar grunnskóla borgarinnar Austurbæjarskóli 1996 (viðbygg- ing 2000), Álftamýrarskóli 2001 (við- bygging 2000 og 2001), Árbæjarskóli 1997 (viðbyggingar í gangi), Ártúns- skóli 2001 (viðbygging í gangi), Borgaskóli 2000 (fullbúinn 2001), Breiðholtsskóli 1995 (viðbygging), Engjaskóli fullbyggður 1997 og ein- settur, Fellaskóli 1999 (viðbygging), Foldaskóli 2002 (viðbygging í gangi), Fossvogsskóli 1989 (viðbygging í notkun 2000), Granda- skóli 1997 (viðbygging), Hagaskóli 1977, Hamraskóli 1996 (við- bygging), Háteigsskóli 1998 (viðbygging), Hlíðaskóli 2002 (fram- kvæmdir að hefjast), Hólabrekkuskóli 2002 (viðbygging í gangi), Húsaskóli 1995 (byggð- ur í áföngum), Hvassa- leitisskóli 2000 (við- bygging), Ingunnarskóli 2001 (nýr skóli í færanlegu húsnæði), Klébergs- skóli 1989 (viðbygging í gangi), Korpuskóli 1999 (Hluti Korpúlfsstaða innréttað- ir), Langholtsskóli 1996 (samkeppni í gangi um viðbyggingu), Laugalækj- arskóli 1979 (Fósturskóli keyptur og framkvæmdir við tengibyggingu að hefjast), Laugarnesskóli 1994 (hönn- un að viðbyggingu), Melaskóli 1999 (viðbygging), Réttarholtsskóli 1977 (endurbætur innanhúss), Rimaskóli 1995 (byggður í áföngum), Selásskóli 2002 (viðbygging í gangi), Seljaskóli 1997 (tengibygging í hönnun), Vest- urbæjarskóli 1999 (viðbygging og önnur áformuð), Víkurskóli 2001 (skóli í byggingu), Vogaskóli 1994 (viðræður við menntamálaráðuneyti um MS) og Ölduselsskóli 1994 ( við- bygging 1996). Hvers vegna einsetning? Einsetning er fyrst og fremst til þess að skapa börnum og unglingum öryggi, festu og samfelldan vinnu- dag. Fagfólk hefur í áratugi talað fyrir einsetningu og síðan var hún sett inn í grunnskólalög. Með ein- setningu skóla er vinnudagur allra nemenda borgarinnar á sama tíma. Foreldrar velkjast ekki lengur í vafa að vori um hvort barn þeirra verði fyrir eða eftir hádegi í skólanum. Þá er ég sannfærð um að smám saman reynir atvinnulífið að laga vinnutíma foreldra að vinnutíma barnanna. Þá er það einnig mikið atriði varðandi umferðaröryggi ungra barna að þau eru ekki lengur stöðugt á flakki milli heimilis og skóla. Þau fara að morgni og þegar heim er komið síðdegis er öllu skólastarfi lokið. Það virðast fáir hafa veitt þeirri staðreynd athygli að frá um 8–9 að morgni til 2–3 á daginn eru engin börn á ferli í borginni. Það er mikil breyting á örfáum árum. Fyrir einungis átta árum var fyrst boðið upp á skóladagvist fyrir börn í grunnskólum eftir að kennslu lauk. Skóladagur yngstu barnanna var þá umtalsvert styttri en í dag eða 22 stundir á viku en núna eru það 30 vikustundir. Það hefur verið risavaxið verkefni að einsetja skóla borginnar, sem núna sér fyrir endann á. Þegar kynn- ingin á verkefninu átti sér stað í hverfum borgarinnar fyrir fimm ár- um voru ýmsir vantrúaðir á að áætl- unin stæðist, en allt hefur þetta gengið upp. Ég er búin að mæta á fjölmarga fundi hjá foreldrafélögum í skólum og stundum hefur verið tekist á eins og gengur en oftast hafa það verið byggingarmálin sem hafa verið til umræðu. Mig langar að þakka kynn- in við þessa áhugasömu foreldra og metnaðarfullu fyrir hönd skóla barna sinna. Lokaskref ein- setningarátaksins Menntamál Einsetning er fyrst og fremst til þess, segir Sigrún Magnúsdóttir, að skapa börnum og unglingum öryggi, festu og samfelldan vinnudag. Höfundur er formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. Sigrún Magnúsdóttir Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.