Morgunblaðið - 26.09.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 26.09.2001, Síða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 33 ✝ Einar Einarssonfæddist á Eyri við Skötufjörð í Ísa- fjarðardjúpi 5. júní 1907. Hann lést á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra Sjómanna í Reykja- vík, 16. september síðastliðinn. For- eldrar Einars voru hjónin Sigrún Krist- ín Baldvinsdóttir, f. 1. júní 1879, d. 9. mars 1943, og Einar Þorsteinsson skip- stjóri, f. 5. ágúst 1875, d. 27. febrúar 1955. Systk- ini Einars eru Karitas, f. 6. júní 1899, d. 18. janúar 1978; Krist- ján Jón, f. 27. mars 1902, d. 28. júlí 1946; Margrét, f. 20. júní 1905, d. 15. október 1938; Unn- ur, f. 25. júlí 1908, d. 1. janúar 1984; Þorsteinn, f. 8. mars 1910, d. 13. mars 1996; Elín, f. 11. maí 1911, d. 7. desember 1953; Bald- vin, f. 2. febrúar 1913, d. 20. febrúar 1981; Jóakim, f. 30. október 1914, d. 28. september 1960; Karl, f. 12. desem- ber 1915; og fóst- urbróðir, Kristján Ásgeirsson, f. 23. september 1899, d. 18. maí 1992. Einar kvæntist 27. maí 1938 Svövu Björns- dóttur, f. 19. októ- ber 1896, d. 17. júní 1991 og bjuggu þau á Mánagötu 9 í Reykjavík nær all- an sinn búskap. Einar byrjaði snemma að stunda sjómennsku, mest á togurum. Hann tók við rekstri síldarsöltunarfyrirtækis bróður síns, Kristjáns, á Húsa- vík eftir lát hans 1946 og rak það í nokkur ár uns hann tók til starfa við Fiskimjölsverksmiðj- una Klett í Reykjavík þar sem hann starfaði síðast. Útför Einars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Einar frændi er dáinn, en svo var hann kallaður af allri sinni stóru fjölskyldu. Einar var giftur Svövu Björnsdóttur sem lést fyrir tíu árum, en þeim varð ekki barna auðið. Samt áttu þau Svava meira barna- láni að fagna en margir foreldrar. Þetta voru systkinabörn Einars og börn þeirra og barnabörn, sem urðu mörg hver eins náin og um eigin börn og barnabörn væri að ræða, og er mér nærtækasta dæmið okkar eigin dóttir. Einar var myndarlegur maður á velli, með sterkbyggðan lík- ama, mótaðan af áralangri baráttu við Ægi og vinnu við fisk. Einar var fríður maður með hlýtt bros. Hann talaði sterkri og skýrri röddu og fór ekki í felur með skoðanir sínar. En umfram allt var hann trygglyndur og trúr öllum sínum vandamönnum og vinum og lét sér hag þeirra og vel- ferð miklu skipta. Hann var ekki í rónni nema hann heyrði í þeim á hverjum degi. Þau Svava gengu mörgum meðlimum fjölskyldunnar næstum í foreldra stað þegar erfið- leika bar að höndum, skutu yfir þá skjólshúsi og önnuðust þá sem eigin börn. Það er stór hópur sem á Einari og Svövu mikið að þakka og sakna þeirra sárt á þessari stundu. Ein saga er táknræn fyrir þann mann sem Einar hafði að geyma. Fyrir mörgum árum hjóp lítil stúlka á bíl sem Einar ók og meiddist, þó ekki al- varlega. Þetta var ekki á nokkurn hátt Einari að kenna. Upp frá þeim degi hafði Einar alltaf samband við þessa stúlku sem nú er miðaldra og lét hvorki afmælis- né jólagjafir vanta, allt til hinstu stundar. Einar fór snemma að stunda sjó- inn með föður sínum og sagði mér oft frá ævintýralegum sjóferðum sínum á Ísafjarðardjúpi, allt frá 10 ára aldri. Þá voru Skötufjörður og Djúp- ið alltaf full af fiski og þeir réru á opnum báti um allt Djúp og firði til að draga björg í bú. Árið 1922 brugðu foreldrar Einars búi og fluttu til Hafnarfjarðar, þar sem fað- ir hans gerðist einn af forystumönn- um sjómanna. Einar réð sig þá á tog- ara og stundaði togarasjómennsku um árabil, mest á Karlsefni og Sviða og sigldi á erlenda markaði. Þetta starf varð Einari kærast, því hann var sjómaður í húð og hár og elskaði sjóinn og sjómennsku. Hann komst oft í hann krappan og átti því láni að fagna að bjarga tveimur skipsfélög- um sínum frá drukknun í ofsaveðri. Þau Einar og Svava giftust árið 1938 og fluttust til Reykjavíkur. Þau bjuggu lengst af á Mánagötu 9, það- an sem Einar flutti á Hrafnistu í byrjun ágúst sl. Svava bjó þeim Ein- ari einstaklega glæsilegt og smekk- legt heimili, þangað sem gaman var að koma, enda gestkvæmt. Eftir seinni heimstyrjöldina tók Einar við rekstri á síldarplani á Húsavík af Kristjáni bróður sínum sem lést árið 1946, aðeins 44 ára gamall. Stundaði hann síldarsöltun fram til 1950, uns hann hóf störf hjá Fiskimjölsverksmiðjunni Kletti í Reykjavík og vann þar sem eftir var starfsævinnar. Dugnaður, heiðarleiki, ljúf- mennska og trygglyndi einkenndu líf Einars jafnt í starfi sem í einkalífi. Einar var víðsýnn í skoðunum og fróður um menn og málefni, enda vel lesinn. Þótt hann væri jafnaðarmað- ur eins og móðurbróðir hans, Jón Baldvinsson, stjórnmálamaður og verkalýðsforingi, þá taldi hann Bjarna Benediktsson merkastan ís- lenskra stjórnmálamanna. Við og dóttir okkar, Unnur Steina, munum sakna þess að heyra ekki á hverjum degiEinar spyrjast fyrir um hagi okkar, taka þátt í gleði og erf- iðleikum og stappa í okkur stálinu. Hann var okkur sem besti faðir og afi. Það er gott að eiga minningu um þennan góða og trygga vin, hann Einar frænda, og við kveðjum hann með trega og söknuði Helga og Björn. Látinn er frændi minn og fóstri Einar Einarsson. Nú þegar hann hefur lagt upp í hinstu sjóferðina að loknu löngu dagsverki birtast mynd- ir minninganna á skuggsjánni. Um skeið var ég tekinn í fóstur af þeim hjónum Svövu og Einari. Þó þau væru barnlaus voru þau afar barn- elsk. Svava hafði annast föður minn og þau munaði ekki um að taka fleiri ættliði að sér. Fyrsta myndin sem birtist er þeg- ar ég hafði gerst ódæll eitt sinn og nú þurfti að taka á málum. Aldrei var tekið á málum af neinum æsingi heldur reynt að fara þær leiðir sem leiddu til lausnar. Ég man að Einar setti í brýrnar og sagði: „Nú verð ég að fara út í garð að sæka hrís.“ Þetta kom strákstaula í opna skjöldu svo hann þurfti að spyrja til hvers. „Nú það er nú vaninn að hýða óþekk börn með hrísvendi, og ég þarf að fá mér einn slíkan.“ En undir þungum brún- um glampaði í glettnina í augunum. Hann þurfti ekki að verða sér úti um hrís því sá stuttu lofaði bót og betr- un. Framvegis þurfti einungis að nefna hrísvöndinn svo allt félli í ljúfa lög. Einar starfaði nær allt sitt líf við störf tengd hafinu. Fyrst sem sjó- maður, þá síldarspekúlant og svo starfsmaður Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar Kletts. Annað myndbrot kemur í hugann er und- irritaður fékk ósjaldan að sitja í Ford ’55 vörubílnum á leið í skólann. Þeir Einar áttu vel saman. Báðir sterkir og seigir. Þau hjónin Einar og Svava voru mjög samrýmd og því mikill missir þegar Svava dó fyrir tíu árum. Þá fyrst sá ég Einari brugðið og hann kominn á annað hnéð í glímunni við Elli kerlingu. En glaðværðinni tapaði hann ekki og í síðustu skiptunum sem ég heim- sótti hann á Mánagötunni gekk hann með mér fram þó hann væri orðinn fótlúinn. Ég sagði honum að hann þyrfti nú ekki að fylgja mér út, ég væri farinn að rata. Hann brosti sínu góða stríðnisglotti og sagði: „Þarf ég ekki að fara og ná í smá hrís?“ Héðan að norðan eru sendar kveðjur og þakklæti fyrir mig og mína. Einar hefur leyst festar og far- inn á önnur mið. Megi hann fara í friði. Gísli Baldvinsson. Mig langar til að kveðja ástkæran afa minn í hinsta sinn með nokkrum orðum. Í raun og veru var hann bróð- ir Kristjáns föðurafa míns en honum kynntist ég aldrei þar sem hann lést þegar pabbi minn var aðeins átta ára gamall. Amma mín giftist aftur og eignaðist ég þá yndislegan afa en þau voru þó alltaf heldur langt í burtu þar sem þau hafa alltaf búið norður í landi, þess vegna held ég að það hafi komið til að ég fór að kalla Einar afa og hann hefur aldrei verið neitt ann- að í mínum augum en afi. Hann var eini afinn minn hérna fyrir sunnan og á ég margar góðar minningar um hann. Á meðan konan hans hún Svava lifði þá var alltaf talað um þau í sömu setningunni, maður fór í heim- sókn til Einars afa og Svövu. Það var alltaf gott að koma á Mánagötuna til þeirra þar sem manni var tekið opn- um örmum með bros á vör og boðið upp á konfekt og litla kók í gleri, þá tölti maður sér með afa í kjallarann þar sem alltaf var til kók-kassi. Svona man maður þau tvö á mínum yngri arum. Það var engin bíóferð í Austurbæjarbíó sem þá var og hét án þess að koma við hjá þeim. Einnig er það mér minnisstætt þegar við sát- um þrjú í eldhúsinu og borðuðum ristað brauð með músaosti, það var voðalega spennandi og enn þann dag í dag hef ég aldrei skilið þá leikni afa míns að geta tekið eggjaskurnina af harðsoðnu eggi af án þess að brjóta hana, hann notaði eldhúshníf og tók annan helming skurnarinnar af í heilu lagi þvílíkt sem það vakti alltaf undrun mína. Einnig voru ófáir rúnt- arnir sem teknir voru niður á höfn til að skoða skipin, það þótti honum afa mjög skemmtilegt, að skoða þau og fræða mig um leið. Ég var líka svo lánsöm að hafa þau alltaf hjá okkur um jól og sem betur fer hélt hann áfram að vera hjá okkur eftir að Svava dó en næstu jól á eftir að vanta mikið við veisluborðið þar sem hann var vanur að sitja. Það er skrítið til þess að hugsa að hann sé horfinn sjónum manns en hann var orðin háaldraður og var hvíldinni feginn, við spjölluðum mik- ið saman síðustu vikuna sem hann lifði og sem betur fer var hann enn nokkuð klár í höfðinu, mundi eftir öllu sínu fólki og spurðist frétta. Þó kom aldrei til þess að ég segði honum hversu mjög mér þótti og þykir vænt um hann og þykir mér það miður en vonandi hefur hann vitað það þó svo það hafi verið látið ósagt. Það var ríkt í mér þessa síðustu daga hans að reyna að vera sem mest hjá honum því mér þótti miður ef hann myndi skilja við og enginn væri hjá honum, því miður hlotnaðist mér ekki að vera hjá honum hans síðustu andar- tökin, því þegar ég kom til hans á sunnudeginum hafði hann skilið við aðeins einni mínútu áður en ég kom. Þrátt fyrir það held ég að við höfum bæði verið búin að kveðja hvort ann- að og það var ekki ætlað mér að eiga með honum fleiri stundir, á föstu- dagskvöldinu áttum við gott samtal en það var okkar síðasta þar sem hann svaf í þau skipti sem ég kom á laugardeginum. Með þessum fátæk- legu orðum vil ég kveðja ástkæran afa minn og vona að vel hafi verið tekið á móti honum af þeim sem á undan honum hafa farið. Elsku hjartans afi minn, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar. Ég mun sakna þín mikið þótt ég gleðjist með þér yfir því að þú haf- ir fengið hvíldina sem þú varst lengi búinn að bíða eftir. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín elskandi, Þórunn Ýr Elíasdóttir. EINAR EINARSSON                                           !            #     $%%   !"# $%  "!$% $! !$%  $! !$! !$% &                  '(   )   !*+!, !     &'       #     ((% -.!  -  /+"# /+- 0!  .#*  1   .#*  !!!*  .#*  0 "!-.%,2! !"# "!3  .#*"# !"#-& ! & ) *    '  +    +    4 - ( ) 556    , '  !  -    .   #    /       ' 0.0 780 "  9!  !78"# 5 0!:&5 0;:,  !2!!<!="# $! !$% & ) *                 6 )&96 5(7   -!" %>? ,.!,       '        "   !     1+   ' 20 !' !   (  +   3%%  !  !   !  !"#  9&/        $! !$%  $! !$! !$% & 4+  '    +     @  26 4) 4 ) 556    1!        5     .   3    )! ""  %*4,"# 3  &)! "# (# 9 (!, $  %*9 (# "# )!  "(#  &  +  '    +      -(24- )695 ) 556 "!! 0  "  0 -! ! %AA      $    !  !"  9! !9. "#   $! !$%  $! !$! !$% &

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.