Morgunblaðið - 26.09.2001, Síða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 35
✝ Ingibjörg Hjart-ardóttir fæddist í
Reykjavík 30. júlí
1921. Hún lést 31.
ágúst síðastliðinn.
Faðir Ingibjargar
var Hjörtur Clausen,
f. 1880, sonur Her-
lufs Clausens, kaup-
manns í Ólafsvík og
Hellissandi, og Ingi-
bjargar Marísdóttur,
Einarssonar, Bene-
diktssonar frá Ríp í
Skagafirði. Móðir
Ingibjargar var Guð-
rún Pálmadóttir, f.
1880, Jónssonar, Vernharðssonar
á Bassastöðum í Strandasýslu.
Hjörtur og Guðrún eignuðust fjór-
ar dætur, elst var Valgerður Guð-
rún, þá Rannveig Oktavia, þá
Geirþrúður en Ingibjörg var lang-
yngst þeirra systra, fædd þegar
foreldrar hennar voru um fertugt.
Ingibjörg kvæntist Ólafi Ólafssyni
vélstjóra, Jónssonar, Péturssonar
á Stóru-Ávík í Árneshreppi á
Ströndum en móðir Ólafs var
Guðrún Helgadóttir, Daníelsson-
ar, Helgasonar er bjuggu nálægt
Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þau
Guðrún og Ólafur, foreldrar
Ólafs, voru ekki gift. Ingibjörg og
Ólafur eignuðust sex börn, en fyrr
hafði Ólafur eignast dóttur, Lilju
Ólafsdóttur sem búsett er á Seyð-
isfirði, gift Mikael Jónssyni og á
börnin Önnu, Sig-
urð, látinn, Sigfinn,
Ólaf og Valgerði.
Börn Ingibjargar
eru: 1) Drengur, lát-
inn í fæðingu. 2)
Guðrún Hjördís
snyrtifræðingur, f.
1944, gift Sigurði
Bjarnasyni lyfja-
fræðingi, hún á þrjú
börn, Ívar Örn og
Ólaf Hjört, með fyrri
manni sínum og
Davíð Sigurð, með
Sigurði núverandi
eiginmanni. Ívar
Örn á tvo syni, Anton Örn og Hlyn
Viðar, og Ólafur Hjörtur á soninn
Dagbjart Víði og dótturina Berg-
lindi Eir. 3) Erla, f. 1947, ógift. Á
eina dóttur, Hrafnhildi, en börn
hennar eru Kristján Ársæll Jó-
hannsson, Sandra Rut Falk og
Árni Hrafn Falk. 4) Anna, f. 1949,
gift Viðari Stefánssyni, áður gift
Hermóði Sigurssyni og átti með
honum dótturina Ingu Huld sál-
fræðing, sem á soninn Hafstein
Rúnarsson. 5) Ómar, f. 1951, gift-
ist Björgu Sigurðardóttur, þau
slitu samvistir. Þau eiga saman
Ómar Ara, Birgittu, Móniku og
Daníel. 6) Ragnheiður Bára, fædd
1962, gift Birgi Halldórssyni. Þau
eiga saman Hjört, Ágúst og Írisi.
Útför Ingibjargar fór fram frá
Áskirkju 7. september.
Ingibjörg fæddist í Reykjavík en
átti rætur í Breiðafirði þar sem hún
dvaldist oft á sumrin sem barn. Móð-
ir hennar, Guðrún Pálmadóttir, ólst
upp í eyjunum m.a. í Hvallátrum og
Sviðnum. Á sumrin fór Ingibjörg
ásamt móður sinni út í eyjar til að
vinna við heyskap, þaðan sem hún
átti mjög margar yndislegar minn-
ingar. Undir lok lífs ömmu sinnar
Guðrúnar Torfadóttur sem ólst upp í
Hvallátrum, tók Ingibjörg hana til
sín og lést hún á heimili hennar í
hárri elli, eða 102 ára. Hún hafði ver-
ið alveg sjálfbjarga þar til hún
mjaðmarbrotnaði hátt á hundraðasta
ári.
Faðir Ingibjargar Hjörtur Clau-
sen útskrifaðist úr Búnaðarskólanum
í Ólafsdal. Námið í Ólafsdal var talið
vera mjög góð menntun á þeirra tíma
mælikvarða. Hann gerðist farkenn-
ari og kenndi í nokkur ár en hafði far-
ið suður og stundað verkamanna-
vinnu, skömmu áður en Ingibjörg
fæddist. Þegar Hjörtur kom suður
fór hann að vinna við vegavinnu og
var oft fjarverandi. Guðrún Pálma-
dóttir vann úti meðfram heimilis-
störfum. M.a. lifði Ingibjörg það að
fara með móður sinni í vinnu út í Við-
ey þar sem hún hafði fengið vinnu hjá
milljónafélaginu. Átti hún margar
góðar minningar frá dvölinni þar.
Ingibjörg fór fljótlega að búa eftir
að hún kynntist Ólafi. Ekki var mikið
um húsnæði á þeim tíma og þau
þurftu fyrst að leigja íbúð ásamt
frænku Ingibjargar, Sigurborgu eða
Boggu-Ha eins og hún hefur lengst af
verið kölluð í fjölskyldu okkar. Gott
samband hefur síðan haldist á milli
þeirra frænkna. Bogga var dóttir fóð-
urbróður Ingibjargar, Sylveriusar
Hallgrímssonar, sem ólst upp á Stað-
arfelli í Dölum hjá Hallgrími hrepp-
stjóra, föður sínum. Fljótlega hófust
Ingibjörg og Ólafur handa við að
byggja sitt eigið íbúðarhús í Skipa-
sundi 18. Sú byggð sem byggðist á
þessum árum, m.a. í Kleppsholtinu,
var byggð af miklum vanefnum og
fólkið bjó oft lengi við aðstæður, sem
nú þættu ekki boðlegar. Þessar kon-
ur sem bjuggu við þessi fátæklegu
kjör unnu yfirleitt ekki úti á þessum
árum. Þetta voru heimavinnandi kon-
ur sem reyndu að búa börnum sínum,
sem nú eru farin að færast á efri ár,
sem best kjör. Alltaf var kallað á
börnin í mat og kaffi og ópin hljóm-
uðu um hverfið: Erla og Gunna,
drekkutími! Eða Erla og Gunna
maatuur! Ekki var mikið til skipt-
anna við matarborðið, en aldrei vor-
um við systkinin svöng. Það krafðist
mikillar útsjónarsemi að búa til mat
úr nánast engu. Mamma skipti alltaf
matnum jafnt á milli allra. Allir fengu
2 matskeiðar af rjóma, þegar rjómi
var á borðum eða 2 perubita þegar
tekin var upp perudós. Fyrir jólin
þegar keyptur hafði verið eplakassi,
fengum við hálft epli hvert, nokkrum
dögum fyrir jól, til að fá bragð af hin-
um nýju eplum og við vorum öll mjög
ánægð með þetta allt saman.
Þegar við eltumst komu nýir tímar
og mamma fór að vinna úti. Hún vann
fyrst í fiskvinnu en líkaði aldrei sú
vinna. Seinna fékk hún vinnu á Slysa-
varðstofunni, sem var þá í Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg en
fluttist seinna í Borgarspítalann og
kallast nú Bráðamóttaka LSH.
Henni líkaði sú vinna vel. Oft var það
áhyggjuefni hjá okkur börnum hvort
hún þyrfti að vinna á aðfangadags-
kvöld, en það var mjög sjaldan sem
það kom fyrir. Hún naut þess, að
stunda sína vinnu vel og einnig naut
hún þess mjög að geta gert sam-
starfsfólki sínu vel með því að baka
eitthvert góðgæti og færa því. Jafn-
framt vinnu sinni á slysó reyndi hún
að drýgja tekjur sína með prjóna-
skap og prjónaði lengi lopapeysur
sem hún seldi. Vandvirkni hennar
kom skýrt fram í þeirri vinnu. Hún
var ekki að prjóna peysurnar aðeins
til að fá peninga, heldur vildi hún
aldrei senda frá sér neina peysu,
nema ekkert væri út á hana að setja.
Einnig vildi hún ekki alltaf gera sama
mynstrið og sömu litina, svo hún yrði
fljótari, heldur var hún alltaf að gera
ný mynstur og vinna með nýja liti.
Ég giska á að sköpunarþörf hennar
hafi fengið góða útrás í þessari vinnu.
Seinna þegar hún lenti í slysi og
þurfti að hætta að vinna var það
henni mikið áfall. Verst fannst henni
þó, jafnvel þótt hún talaði ekki um
það, að mistök voru gerð á upphand-
leggsbroti sem hún hlaut og varð það
þess valdandi að hún gat ekki stund-
að vinnu áfram. Gert var að þessu
broti á vinnustað hennar. Hún varð
aldrei góð af því broti og var töluvert
fötluð eftir það, en aldrei heyrði ég þó
að hún leggði illt orð í garð síns
gamla vinnustaðar, eða ásakaði
neinn.
Þegar árin færðust yfir og hún fór
að hafa það betra gat hún keypt sér
góðan bíl sem hún átti létt með að
aka, þrátt fyrir fötlun sína. Fyrir
nokkrum árum fékk hún heilablóðfall
og sjón hennar skertist. Við það varð
hún að hætta að aka og var það henni
mjög þungt. Hún hafði haft gaman af
að geta ekið vinkonum sínum í stutta
sunnudagsbíltúra. Það kom einnig í
veg fyrir að hún gæti prjónað, sem
hún hafði reynt að halda áfram, þrátt
fyrir fötlun sína. Eftir þetta fannst
henni sunnudagar mjög lengi að líða.
Einnig varð það þess valdandi að hún
gat ekki lesið og varð að fá hljóðbæk-
ur. Tæknin var ekki hennar sterka
hlið og átti hún í miklum brösum með
að koma segulbandstækinu í samt
horf. Hún og segulbandið virtust hafa
sæst að lokum og ekki voru ófáar þær
bækur sem hún hlustaði á. Þetta gaf
henni mikla lífsfyllingu þótt hún gæti
ekki alltaf fylgst með hvaða bækur
hún var búin að hlusta á og hvaða
bækur ekki.
Skömmu fyrir andlát hennar féll
saman í henni annað lungað vegna
langvinnrar lungnabólgu sem hún
hafði haft. Í nokkra daga var tvísýnt
um líf hennar. Þá sagði hún frá upp-
lifun sem hún varð fyrir. Hún sagði
svo frá, að henni hafi fundist koma til
sín fólk, m.a. ung mjög lagleg ljós-
hærð kona. Þau hafi sagt að nú ætti
hún að koma með þeim. Henni fannst
hún ekki vera sátt við að fara, og
sagði að hún ætlaði ekki að fara með
þeim. Henni fannst þau samt ætla að
taka hana, þrátt fyrir mótmælin. Þá
sagðist hún hafa snúið upp á hand-
legg stúlkunnar til að losa sig, og þá
hafi hún rankað við sér á spítalanum.
Ég get nú borið vitni um að það að
snúa upp á handlegg á einhverjum
var mjög ólíkt eðli hennar. Alltaf lét
hún okkur bera köngulær eða önnur
dýr út og sleppa þeim í staðinn fyrir
að drepa. Í þeirri dvöl vegna lungna-
meinsins var henni gefið blóð og
hresstist hún mjög við það. Hún virt-
ist hafa yngst um fjölda ára og hafði
ekki verið svo hress í langan tíma.
Hún virtist hafa ákveðið að reyna
að njóta lífsins og bað m.a. systur
mína um að kaupa ýmislegt fyrir sig
erlendis, en hún var erlendis við lát
hennar. Ég er þakklát fyrir að hún
fékk að upplifa þessa fáu daga lífs-
gleði. Áður hafði hún litið út fyrir að
vera komin með annan fótinn inn í ei-
lífðina. Aðfaranótt föstudagsins 31.
ágúst var komið að henni þar sem
hún virtist ekki vera með sjálfri sér.
Hún var fljótlega flutt á sjúkrahúsið í
Fossvogi og þurfti ekki lengi að þjást
þar áður en hún fékk hvíldina um
klukkan þrjú daginn eftir. Líklega
hefur hún fengið heilablóðfall sem
dregið hefur hana til dauða. Það eru
margir sem munu syrgja hana. Hún
var alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum,
alls staðar sem einhver átti bágt var
hún tilbúin að rétta hjálparhönd.
Blessuð sé minning hennar.
Erla.
INGIBJÖRG
HJARTARDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
>
.
.
?
!
!
"
*
+
+
)4 7
6
)
55 *-""!&
(% "-.! ! !$ !"#
$! !$% $! !$! !$% &
&
. ?
? !
2(
)
55
-4
4-' (
90
- .!
$.% -!- .!"#
(# !
* ""!(&0 "!"#&
) *
' +
"
+
2H52<6
)
556
%II
!* !*
'
( /
-
6 3%%
!
,
)! $.%,"#
<&0 "
7 7"2! !"#
-!"
! !(# ! "#
$! !$% $! !$! !$% &
) * +
+
5 6 - 1
/H5
)
556
1
% !
9 !
6
((%
0!/+1 0# -.% !"#
7 1 0# <!
!*"#
%00$% ! %00$% &
EIGI minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: Í sunnu-
dags- og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstudag. Í
miðvikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir birt-
ingardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skilafrests.
Skilafrestur minningargreina