Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU sex árin hefur staðið yfir á Landspítalanum rannsókn á krabbameini í eistum þar sem at- hyglin hefur aðallega beinst að hegðun sjúkdómsins hér á landi og lífshorfum sjúklinganna eftir grein- ingu. Niðurstöður okkar hafa meðal annars leitt í ljós að frá árinu 1977, þegar öflug krabbameinslyfjameð- ferð með cisplatini var tekin upp hér á landi við útbreiddu eistnakrabba- meini, hafa innan við 2% greindra karla látist úr sjúkdómnum. Til sam- anburðar lést rúmur þriðjungur karla með eistnakrabbamein fyrir 1970. Í dag eru góðar batahorfur jafnvel þótt sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra og eistna- krabbamein er í hópi þeirra krabba- meina sem hvað mestar líkur eru á að lækna. Þegar niðurstöður okkar eru bornar saman við erlendar rann- sóknir kemur í ljós að lífshorfur hér á landi eru með því besta sem þekk- ist. Enda þótt krabbamein í eistum séu ekki nema tæplega 2% af ný- greindum krabbameinum hér á landi eru þau engu að síður algengustu æxli sem greinast hjá körlum á aldr- inum 20-34 ára. Fjöldi nýgreindra tilfella hefur fjórfaldast á síðustu 50 árum sem er svipuð þróun og á hin- um Norðurlöndunum. Lítið er vitað um orsakir eistnakrabbameins og einkennin eru oft lúmsk sem getur valdið töfum á greiningu. Algeng- asta einkennið er verkjalaus fyrir- ferð en allt að helmingur sjúklinga finnur einnig fyrir verkjum í eista. Blóðsöfnun hafin hér á landi Tengsl erfða og eistnakrabba- meins hafa hingað til verið lítið rannsökuð. Á síðasta ári hófst sam- starf lækna og líffræðinga á Land- spítala við Íslenska Erfðagreiningu og dótturfyrirtæki þess, Íslenskar krabbameinsrannsóknir. Auk undir- ritaðra standa læknarnir Kjartan Magnússon og Bjarni Agnarsson að rannsókninni ásamt líffræðingunum Jóni Þór Bergþórssyni og Rósu Barkardóttur. Markmiðið er að kanna ættlægni eistnakrabbameins hér á landi og hefja leit að meingeni sjúkdómsins. Ótvíræður styrkur rannsóknarinnar er að um er að ræða öll tilfelli hjá heilli þjóð á 45 ára tímabili. Söfnun á blóðsýnum úr sjúklingum og ættingjum þeirra er þegar hafin og gengur samkvæmt áætlun. Þar sem sjúklingahópurinn er lítill er mikilvægt að sem flestir sjúklingar sem greinst hafa með eistnakrabbamein gefi blóðsýni. Þannig eru meiri líkur á því að finna megi genin sem tengjast sjúkdómn- um og um leið auka skilning okkar á þessu skæða krabbameini. Aukin vitneskja á sjúkdómnum getur í framtíðinni leitt til skilvirkari grein- ingar og bættra meðferðarúrræða. Boston, 16. september 2001. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, starfar við Brigham-Harvard- háskólasjúkrahúsið í Boston, Guðmundur Vikar Einarsson, þvagfæraskurðlæknir á Landspítala og dósent við HÍ, Laufey Ámundadóttir, sameindalíffræðingur hjá Íslenskum krabbameina- rannsóknum. Vörn snúið í sókn í baráttunni við eistnakrabbamein Frá læknum sem starfa að krabbameinsrannsóknum: AÐ fólk skuli ekki fá að deyja með reisn er ekki bara meinsemd í þjóð- arsálinni, heldur einnig mesti siðferð- islegi glæpur sem Íslendingar fremja. Þetta er spurning um peninga. Og ekki mikla peninga. Saga aldraðra á síðustu öld og þó sérstaklega seinni hluta síðustu ald- arinnar er kolsvört og sagan er kol- svört enn í dag og það er bara einn sökudólgur. Alþingi Íslendinga! Nú er að hausta og alþingismenn koma til þingsetu. Getur það verið að enginn þingmaður þekki þessa sögu? Sögu hreppaflutninganna. Þeir við- gangast enn! Sögu þeirrar niðurlæg- ingar að upplifa sig sem „vandamál“ í fjölskyldunni! Það upplifir fólk enn! Sögu þeirrar tilfinningar að vera fyrir og fá ekki að deyja með reisn! Það upplifir fólk enn! Sögu einmanaleik- ans í vitfirrtu neysluþjóðfélagi! Þegar einstaklingurinn gleymist í hjarta- lausri kauphöll. Nú er það í vaxandi mæli að fólk úti í heimi sem framið hefur „glæpi gegn mannkyninu“ er dregið fyrir rétt og vitni eru leidd fram. Þetta gerist ekki í þeim réttarsal þar sem mál aldraðra á Íslandi eru dæmd. Það eru engar vitnaleiðslur af því vitnin eru í kirkju- görðunum og eru þögul sem gröfin! HRAFN SÆMUNDSSON, Gullsmára 9, Kópavogi. Það ríkir dauðaþögn í kirkjugörðunum Frá Hrafni Sæmundssyni:                     !         ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.