Morgunblaðið - 26.09.2001, Page 46

Morgunblaðið - 26.09.2001, Page 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUMUM kann að finnast það hjá- kátlegt að tala um „bestu“ plötur allra tíma og því hlægilegra að raða þeim í sæti. En það er nú einu sinni svo að einhver ein plata verður allt- af minnisstæðari en önnur. Ein besta rokk/poppplata sem gerð hefur verið, fyrr og síðar, er platan Spirit of Eden (1988) með hljómsveitinni Talk Talk en fegurð hennar, frá fyrstu sekúndu til hinn- ar síðustu, verður ekki lýst með orðum. Flestir þekkja Talk Talk lík- lega sem svona la-la nýrómantíska poppsveit, sem átti einn smell, „It’s my Life“ og hvá ábyggilega yfir ofangreindu. Enda er umbreytingin yfir í það sem heyra má á Spirit of Eden; tilraunakenndari tónlist, djass- og sveimskotna, hlaðna ægi- fögrum melódíum og himneskum hljómum nánast ótrúleg. Hvílík var u-beygjan reyndar að sveitinni var sparkað af EMI í kjölfar plötunnar. Þremur árum síðar kom svo út platan Laughing Stock. Engu síðra verk en meistaraverkið á undan og reyndist hún því miður vera svana- söngur sveitarinnar. Árið 1998 gaf Mark Hollis, leiðtogi sveitarinnar, út einherjaplötu, en síðan hefur lítið til hans og Talk Talk spurst. Löng- un hinna trúuðu eftir nýju, gömlu, bara einhverju efni frá Hollis og fé- lögum heldur þó áfram að vera sterk. Út er nú komin platan Missing Pieces, sem ætti að slá á mesta erg- elsið og líklega kæta óþolinmóða aðdáendur. Platan inniheldur m.a. lög sem gefin voru út á þremur smáskífum í kringum Laughing Stock en þess má geta að þær voru einnig gefnar út saman í kassa á sínum tíma í afar takmörkuðu upp- lagi. Fjögur laganna er hægt að finna á Laughing Stock, „Myrrhman“, „Ascension Day“, „New Grass“ og „After the Flood“ sem birtist hér í styttri og ögn breyttri útgáfu. Hér er einnig að finna tvö b-hliðar lög; „Stump“ er súr bræðingur sem minnir einn helst á Can eða Miles Davis, c.a. Bitches Brew á meðan „5:09“ er samhræringur og endur- stokkun á hljóðbútum sem prýða einstök lög á Laughing Stock. Síðasta lagið, „Piano“, skýtur svolítið skökku við en það er fram- lag Hollis á plötu þeirra Phil Brown og Dave Allinson, AV1, sem inni- heldur tónlist sem gerð var við sam- nefnda listainnsetningu en upptöku- stjórinn Brown vann mikið með Talk Talk og Hollis á sínum tíma. Lagið er tæplega fimmtán mínútna langt, hljótt og gætið, uppfullt af dramatískum þögnum í anda nú- tímatónskálda eins og Feldman og Cage. Hollis kemur hér fram undir dulnefninu John Cope en glögg- skyggnir lesendur ættu að kannast við nafnið sem heiti b-hliðarlagsins á smáskífunni „I Believe In You“; lagi teknu af Spirit of Eden. Þessi plata er að sjálfsögðu skyldueign fyrir forfallna aðdáend- ur meistara Hollis en á einnig er- indi til allra unnenda fallegrar tón- listar. FORVITNILEG TÓNLIST Talk Talk Mark Hollis, leiðtogi Talk Talk. Arnar Eggert Thoroddsen ÁRIÐ 1972 kom út safnplatan Nuggets, sem geymdi lítt þekkt lög frá gullöld sýrurokksins svo- kallaða (’65–’68). Lögin voru valin af Lenny nokkrum Kaye, tónlistarblaða- manni og síðar gít- arleikara í hljóm- sveit Patti Smith, og varð platan fljótlega goðsagnakennd og átti stóran þátt í að móta hljóðheim pönkbyltingarinnar sem brast á um fimm árum frá út- gáfunni. Platan varð fljótlega ófáanleg og árið 1998 ákvað bandaríska endur- útgáfufyrirtækið Rhino, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar, að gefa út fjögurra diska kassa, sem inniheldur upprunalegu plötuna auk fjölda annarra laga í svipuðum stíl. Fyrir stuttu kom svo út kassinn Nuggets II, hvar leitað er fanga víða um heim að sjaldgæfu, skrýtnu og oft og tíðum snilldarlegu sýrurokki. Og á meðal sveita sem prýða kass- ann er hinn alíslenska Thor’s Hammer, nafn sem Hljómar tóku sér er tónlistarleg útþráin lét á sér kræla upp úr ’65. „Ég er bara mjög stoltur af því að fá að vera í svona boxi, með svona heimsfrægum listamönnum,“ segir Rúnar Júlíusson, fyrrum bassaleik- ari og söngvari Thor’s Hammer. Á boxinu eru enda lög með t.d. Small Faces, The Move, Status Quo, Van Morrison og Davy Jones (David Bowie), auk allra litlu spámann- anna. Í burðarliðnum er nú geisla- diskur, lagður eingöngu undir Thor’s Hammer, sem endurútgáfu- fyrirtækið Ace Records stendur að (sjá Mbl. 17. júlí, ’01). Ástæðu þess að lag Thor’s Hammer „My Life“ var valið á Nuggets II má líklega rekja til þess að einn af umsjón- armönnunum er Alec nokkur Palao, sá sami og hefur yfirumsjón með Thor’s Hammer diskinum. „Hann [Alec] er að leggja gíf- urlega mikla vinnu í þessa Thor’s Hammer útgáfu,“ segir Rúnar. „Ég var að lesa skrifin eftir hann sem fylgja diskinum og hann virðist kafa mjög djúpt í þetta. Hann er búinn að taka viðtal við okkur alla og er líka búinn að tala við menn sem voru hér í herþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sem sáu okkur á tónleikum á sínum tíma. Einnig er búið að vinna eitt- hvað í hljóðinu, nútímavæða það þá væntanlega.“ Rúnar segist hafa verið að senda Alec ljósmyndir og slíkt. „Svo bara kom þessi pakki í póstinum fyrir nokkrum vikum,“ segir Rúnar að lokum, sýnilega ánægður með þenn- an árangur. Thor’s Hammer á Nuggets 2 Ís- lenskur gull- moli arnart@mbl.is Thor’s Hammer: Fundinn sýru- rokksfjársjóður. ÞAÐ er fátt heitara í rokkinu í dag en þessir skeleggu New York-dreng- ir. Þeir hafa líka komið fram á sjón- arsviðið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ekkert benti heldur til að ungt fólk þarna vestra hefði nokkurn áhuga orðið á því að gera svona tón- list. Við erum að tala um rokk og ról í sinni frumstæð- ustu mynd. Trommur, bassi og gít- arar. Enginn forritari. Enginn flipp- aður plötusnúður. Ekki einu sinni sterabolti með naflasíðan hökutopp. Nei, þessir fimm pjakkar eru fölar horrenglur, með úfið skítugt hár, bauga undir augum, í svörtum galla- buxum og leðurjökkum með stroffi. Alveg eins og klipptir úr nýjustu GAP auglýsingu. En hér er meira á ferð en umbúðir. Áhrifin eru sótt til árdaga pönksins og í sjálfa vögguna, New York-borg. The Stooges, New York Dolls og kannski allra helst Velvet Underground á örvandi. Við erum samt ekkert að tala um neinar stælingar heldur hreint ferlega skemmtilega einfaldar lagasmíðar, hressilega ungæðislegar og það sem meira er þá eru þeir alveg að fatta hvað Pop og Reed voru að fara. Text- arnir um hvolpaást í öngstrætinu, slagsmál og heimskar New York- löggur. Svo er það upptakan. Alveg merkilega hrá og frumstæð. Stuðar kannski suma en svínvirkar hér. Nú er bara að vona að úlfúðin éti dreng- ina ekki upp til agna svo þeir geti fylgt þessum skrambi skemmtilega frumburði eftir. Lifi rokkið!  Tónlist Ferskir flauels- vindar The Strokes Is This It? RCA/Japis Rokkbransinn og þá sérstaklega erlendir skríbentar halda ekki vatni yfir þessum nýjustu bjargvættum rokksins. Skarphéðinn Guðmundsson KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar FRUMSÝNING Fö 28. sept kl. 20:00 UPPSELT 2. sýning su. 30. sept kl. 20 - UPPSELT 3. sýning fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 4. sýning fö 5. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 5. sýning lau 13. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 6. sýning su 14. okt kl. 20 - NOKKURSÆTI 7. sýning fi 18. okt kl. 20 - LAUS SÆTI 8. sýning fö 19. okt kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. sept. kl. 20 - ÖRFFÁ SÆTI Lau 6. okt, kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 26. okt kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler Fi 27. sept kl. 20 - ÖRFÁSÆTI Lau 29. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 30. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 50. sýning Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 11. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 13. okt kl. 20 - LAUS SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Lau 29. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR Stóra svið Litla svið 3. hæðin Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Munið áskriftarkortin SÍÐASTA SÖLUVIKA VERTU MEÐ Í VETUR!!!                                    !"#$%&$"'(##)*'(!#)+ IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, kl. 20. fös 28/9, lau 29/9 kl. 16 barnasýning lau 29/9, sun 30/9 kl. 20 síðasta sýning Miðasala er í síma 552 3000, virka daga kl. 12-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýningu.  ( ?    @    @  $ ?   (%    6   3 ?    A    @  A ?   6    @    6 ?    (    @  # ?   $    6   @ ?    %    @    % ?       @     ?   A    %     ?   #    6      ! =   '    3"@          ?  ? "     '    %"@ !    !"##$%&&

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.