Morgunblaðið - 23.10.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 23.10.2001, Síða 1
Reuters HÓPUR rannsóknarmanna bjó sig í gær undir að fara um borð í flak rússneska kjarnorkukafbátsins Kúrsk, til að hefja rannsókn á orsökum þess að hann sökk í Bar- entshafi í ágúst í fyrra. Björgunarpramminn Giant-4 var notaður til að bjarga Kúrsk af hafsbotni og draga hann að landi, en á sunnudag var hann dreginn inn í flotkví í bænum Rosljakovo, skammt frá Múrmansk. Kafbát- urinn var síðan losaður frá björg- unarprammanum í gær. Þeir fyrstu sem fóru inn í kafbát- inn voru geislunarsérfræðingar, sem meta áttu hvort óhætt væri fyrir rannsóknarmenn að hefja störf í flakinu. Þeir vænta þess að finna nýjar vísbendingar í flakinu um orsakir slyssins, sem varð allri áhöfninni að bana, 118 manns. Kafbáturinn marar hér í hálfu kafi undir björgunarprammanum. Rannsókn hafin á flaki Kúrsk Norðurbandalaginu auð- veldað að hefja stórsókn BANDARÍSKAR herþotur gerðu í gær árásir á varnarstöðvar talibana norðan við Kabúl og Bandaríkja- stjórn kvaðst vera tilbúin að greiða fyrir því að bandalag afganskra and- stæðinga talibana, Norðurbandalag- ið, hæfi stórsókn í átt að höfuðborg- inni og fleiri mikilvægum borgum. Bandaríkjaher hefur dregið úr loftárásum sínum á skotmörk í afg- önskum borgum og leggur nú áherslu á að ráðast á hersveitir talibana sem verja mikilvægar borgir, einkum Kabúl og Mazar-e-Sharif í norður- hluta Afganistans. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að stjórnin í Washington væri tilbúin að leyfa talibönum að sækja „bæði norður og suður“ gegn talibönum. Talsmaður Norðurbandalagsins sagði í gærkvöldi að það hefði hafið sókn að vígjum talibana í Dara-e- Souf, dal í norðurhluta landsins, með aðstoð 20 bandarískra sérsveitar- manna. Pakistanskir fréttaskýrendur segja Bandaríkjastjórn vilja að Norð- urbandalagið reyni að ná höfuðborg- inni á sitt vald til að hægt verði að ljúka hernaðaraðgerðunum áður en ramadan, föstumánuður múslíma, hefst í næsta mánuði. Múslímaríki hafa lagt fast að Bandaríkjastjórn að gera ekki árásir á Afganistan í föstu- mánuðinum. Talibanar sögðu að bandarískar og breskar herþotur hefðu gert árás á sjúkrahús í borginni Herat í vestur- hluta Afganistans og orðið meira en 100 manns að bana. Rumsfeld neitaði þessu og Bretar sögðu að breskar herþotur hefðu ekki gert neina árás á Herat. Rumsfeld neitaði einnig fullyrðing- um talibana um að þeir hefðu skotið niður tvær bandarískar þyrlur um helgina. Önnur þeirra er sögð hafa hrapað í suðvesturhluta Afganistans og hin í Pakistan. Varnarmálaráðuneytið í Wash- ington segir að bandarísk þyrla hafi hrapað í slysi í Pakistan á laugardag en hún hafi ekki verið skotin niður. Tveir bandarískir hermenn í áhöfn- inni létu lífið. Flóttafólk ryðst framhjá landamæravörðum Mikil örvænting ríkir meðal um 15.000 afganskra flóttamanna sem hafast við á einskismannslandi við landamæri Afganistans og Pakistans. Um 1.000 þeirra ruddust í gær framhjá landamæravörðum talibana og Pakistana og rifu niður gaddavírs- girðingar til að komast til Pakistans. Sjónarvottar sögðu að landamæra- verðirnir hefðu ekki getað stöðvað flóttafólkið. „Talibanarnir skutu upp í loftið, flóttamennirnir grýttu pakist- önsku landamæraverðina sem hleyptu líka af byssum upp í loftið og reyndu að hrekja fólkið í burtu með því að berja það með bambusstöfum,“ sagði einn sjónarvottanna. Pakistanskur landamæravörður sagði að margir flóttamannanna væru mjög illa á sig komnir. „Hér eru engin matvæli, ekkert vatn og engin lyf,“ sagði hann. Stjórnvöld í Pakistan hafa lokað landamærunum og segjast ekki geta tekið við fleiri Afgönum, en fyrir eru um þrjár milljónir afganskra flótta- manna í landinu. Loftárásir gerðar á varnarstöðvar hersveita talibana við mikilvægar borgir Bagram, Kabúl. AP, AFP.  Fyrsta sérsveitarárásin/24 242. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. OKTÓBER 2001 Yfir 350 manns drukkna við Jövu Genf. AP, AFP. TALIÐ er að yfir 350 manns hafi drukknað er skip með um 400 manns innanborðs sökk í grennd við eyjuna Jövu í Indónesíu sl. föstudag. Farþeg- arnir voru fólk sem talið er að hafi viljað komast til Ástralíu. Talsmaður samtaka um alþjóð- leg innflytjendamál, IOM, í Genf segir að flestir hinna látnu hafi verið Írakar en einnig hafi verið um borð Íranar, Afganar, Pakistanar og Alsíringar. Talsmaðurinn, Jean-Philippe Chauzy, sagði í gær að skipið hefði lagt af stað frá Jövu á fimmtudeginum með um 420 manns en um 20 voru settir á land á lítilli eyju og voru því ekki um borð er slysið varð. Leki komst að skipinu, vélin stöðvaðist og það sökk á tíu mínútum, að sögn þeirra sem komust af. Þeir fengu aðhlynn- ingu í Bogor á Jövu. 44 skipbrotsmönnum bjargað Fiskimenn björguðu 44 skip- brotsmönnum sem höfðu þá verið í sjónum í nokkrar klukkustundir. Í hópnum var átta ára gamall drengur sem missti 21 ættingja í slysinu. Árlega reyna þúsundir manna frá Indónesíu og öðrum fátækum Asíulöndum að kom- ast sjóleiðis til Ástralíu. Norskt flutningaskip bjargaði í ágúst hundruðum ólöglegra innflytj- enda frá Afganistan úr sjávar- háska í grennd við Jólaeyju. Ástralar neituðu að taka við fólkinu og fór svo að það var sent tímabundið til annarra landa. Mannskæð sjóslys eru algeng í Indónesíu en þar eru mörg þúsund eyjar og eftirlit með öryggi í siglingum lítið. Skipin eru oft með allt of marga innanborðs og hvorki með björgunarvesti né fjarskipta- tæki. TUGIR þúsunda gyðinga gengu um götur Jerúsalem í gærkvöldi og kröfðust þess að Ísraelsstjórn vís- aði Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, brott frá palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Lögreglan áætlaði að 80.000 manns hefðu tekið þátt í kröfugöngunni. Margir héldu á myndum af Arafat og sádi- arabíska hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden með áletruninni „tvíburarnir“. Hátt settur félagi í íslömsku hreyfingunni Hamas beið bana í sprengingu í bíl sínum í Nablus á Vesturbakkanum í gær og Palest- ínumenn sögðu líklegt að útsend- arar Ísraelshers hefðu komið fyrir sprengju í bílnum. 65 ára Palest- ínumaður lét einnig lífið í sprengjuárás ísraelsks skriðdreka í bænum Tulkarem á Vesturbakk- anum, að sögn palestínskra emb- ættismanna. Arafat verði vísað brott AP GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaflokks Írska lýðveldis- hersins (IRA), tilkynnti í gær að flokkurinn hefði óskað eftir því form- lega að IRA hæfi afvopnun til að bjarga friðarsamningnum frá 1998. Er þetta í fyrsta sinn sem Sinn Fein fer formlega fram á afvopnun IRA. Breskir og írskir ráðamenn eru nú vongóðir um að Írski lýðveldisherinn hefji afvopnun, en hann hefur hingað til aðeins leyft alþjóðlegum eftirlits- mönnum að skoða nokkur vopnabúr sín. John Reid, Norður-Írlandsmála- ráðherra bresku stjórnarinnar, fagnaði beiðni Sinn Fein og sagði hana „mjög mikilvæga“. Brian Cow- en, utanríkisráðherra Írlands, tók í sama streng. Ráðherrar flokka mótmælenda í stjórn Norður-Írlands sögðu af sér í vikunni sem leið vegna tregðu IRA til að afvopnast. Sinn Fein biður IRA að afvopnast Belfast. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.