Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jesús kræst, maður, kanntu ekkert annað en forníslensku? Á FULLTRÚAÞINGI Náttúrulækn- ingafélags Íslands (NLFÍ) um síðast- liðna helgi var samþykkt ályktun þess efnis að NLFÍ harmi tilraunir bændasamtakanna til að „grafa und- an þróun lífrænnar ræktunar á Ís- landi með áherslu sinni á svonefnda „vistvæna“ ræktun, sem gengur mun skemmra og nýtur engrar viðurkenn- ingar á alþjóðamarkaði matvæla. Fé- lagið [NLFÍ] telur að bændasamtök- in séu með þessu að gefa í skyn að lítilla endurbóta sé þörf á þessu sviði hér á landi.“ Ekki ljóst hvað vistvæn ræktun þýði Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ, segir gagnrýni NLFÍ byggj- ast á því að ekki liggi ljóst fyrir hvað átt sé við með vistvænni ræktun, þ.e. hvaða staðlar liggi á bak við slíkar nafngiftir á matvælafamleiðslu. „Að okkar mati er verið að búa til ein- hverja þá vöru sem hefur ekki neitt viðurkenningarferli á bak við sig,“ segir hann. „Lífræn ræktun gengur hins vegar út á vottað ferli með því að varan sem slík er tekin út og kannað ofan í kjöl- inn hvort hún sé það sem hún er, í samræmi við íslenska staðla,“ segir Gunnlaugur. Telur bændasamtökin grafa undan þróun lífrænnar ræktunar Framtíð í félagsþjónustu og heilsugæslu Forvarnir á fósturskeiði SAMTÖK félagsmála-stjóra á Íslandigangast fyrir mál- þingi, sem ber yfirskriftina Félagsþjónusta og heilsu- gæsla – samstarf og fram- tíðarsýn, á fimmtudaginn í Hlégarði í Mosfellsbæ. Málþingið er haldið í sam- vinnu við embætti land- læknis, það hefst klukkan 13 og stendur til rúmlega 16. „Samtök félagsmála- stjóra eru 17 ára. Innan vébanda þeirra eru allir starfsmenn sveitarfélaga sem bera titilinn fé- lagsmálastjóri, nú eru það 33 einstaklingar og þeir koma saman tvisvar á ári. Nýverið var ákveðið að halda málþing eða ráð- stefnu í tengslum við haustfund okkar og málþingið er þess vegna haldið nú,“ segir Unnur V. Ing- ólfsdóttir í samtali við Morgun- blaðið. Hvers konar samtök eru þetta? „Markmið samtakanna er að vera samstarfsvettvangur fé- lagsmálastjóra og fjalla um öll mál sem snerta starfssvið félagsþjón- ustu sveitarstjóra, stuðla að opin- berri umræðu um velferðarmál og standa fyrir fræðslu; námskeið- um, málþingum og ráðstefnum um félagsþjónustu, og hafa samstarf við félög félagsmálastjóra erlend- is. Við erum í samvinnu við nor- ræn samtök félagsmálastjóra og Evrópusamtök félagsmálastjóra.“ Hverjum er málþingið ætlað? „Málþingið er fyrir sveitar- stjórnarmenn, þingmenn, starfs- fólk félagsþjónustu og heilsu- gæslu og raunar alla áhugamenn aðra; það er sem sagt opið fyrir alla.“ Hvert er umfjöllunarefnið? „Aðdragandinn er sá að í um- ræðu á síðasta fundi samtakanna kom fram að það er svo mikil áhersla á forvarnir í sambandi við unglinga, þegar í raun og veru er svo lítið hægt að gera. Við vildum beina sjónum okkar að forvörnum þannig að hægt væri að grípa inn í fyrr. Í umræðum um það litum við til verkefnis sem hefur verið unnið á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og heitir Nýja barnið; það er hug- myndafræði og kenningar um þróun barns og tengsl við móður og föður, og hvernig grunnurinn að velferð og heilsu mannsins er lagður á fósturskeiði og fyrsta æviskeiði. Með þetta í huga fannst okkur mikilvægt að boða til þessa málþings þar sem rætt yrði um samvinnu heilsugæslu og fé- lagsþjónustu og við erum með væntingar til þess að þetta verði hið fyrsta í röð málþinga þar sem fjallað verði um samvinnu fé- lagsþjónustu og heilsugæslu eða annarra mikilvægra samstarfs- aðila. Þetta verkefni á Akureyri hefur hlotið viðurkennignu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar og heilsugæslan í Garðabæ hefur nú hafið vinnu með þetta sama verk- efni. Ástæða þess að Samtök félagsmála- stjóra líta til þessa er sú að okkur finnst þarna vera ákveðin aðferðafræði sem má nota til að greina fyrr en hingað til þá hópa sem þurfa stuðning. Nú er það yf- irleitt ekki gert fyrr en umhverfið þolir ekki lengur við.“ Þarna eru fimm frummælend- ur. Um hvað tala þeir? „Við skiptum efninu í nokkra meginþætti; fyrst er um að ræða skilgreiningar og framtíðarsýn; annars vegar fjallar Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri um barnavernd og forvarnir og hins vegar Pétur Pétursson, yfirlæknir á Akureyri, um heilbrigði og heilsuvernd. Annar þátturinn er svo ramminn eða umgjörðin sem unnið er eftir, þar sem komið verður inn á hvort reglur og lög sem við vinnum eftir hindra sam- starf eða gefa ef til vill möguleika á samstarfi; við erum oft upptekin í eigin kerfi og ekki tilbúin að byggja brýr á milli þessara mik- ilvægu þátta, félagsþjónustunnar og heilsugæslunnar. Hrefna Frið- riksdóttir lögmaður og Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur fjalla um þau mál. Að lokum verður síðan greint frá því hvernig tilfinningalegur, félagslegur vandi er greindur á meðgöngu og í frumbernsku. Það gerir Hulda Guðmundsdóttir fé- lagsráðgjafi en hún hefur stýrt þessu verkefni á Akureyri og í Garðabæ og ritaði fræðilegan grunn að skýrslunni Nýja barnið sem Landlæknisembættið gaf út um þróunarverkefnið á Akureyri. Í lok málþingsins verða svo pallborðsumræður, þar sem á palli verða Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri í Reykjavík, Sigríður Sía Jónsdóttir, yfirljósmóðir á Mið- stöð mæðraverndar á heilsugæsl- unni í Reykjavík, Sigurður Hek- torsson geðlæknir og Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri Fé- lags- og skólaþjónustu Þingey- inga.“ Eru einhverjar sérstakar nýjar hugmyndir í þessum efnum? „Við erum með þetta dálítið opið en viljum að málþingið stuðli að því að förum að hugsa um og ræða þessa hluti, af því að það er ekkert gefið að við séum á réttri leið og að ekki sé til önnur betri. Og í samvinnu við landlæknisembættið viljum við hvetja til umræðu um nauðsyn þess að félags- og heilbrigðisþjón- usta verði betur til þess fallin að svara nýjum kröfum í breyttu samfélagi.“ Unnur V. Ingólfsdóttir  Unnur V. Ingólfsdóttir, fé- lagsmálastjóri í Mosfellsbæ, fæddist 15. janúar 1952 í Reykja- vík. Hún lauk námi í fé- lagsráðgjöf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1979 og hef- ur starfað sem félagsmálastjóri í Mosfellsbæ síðastliðin 14 ár en starfaði áður aðallega innan geð- heilbrigðiskerfisins. Eiginmaður Unnar er Guðjón Magnússon, fræðslufulltrúi Landgræðsl- unnar, og þau eiga einn son, Magnús. Viljum greina þá fyrr sem þarfn- ast stuðnings

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.