Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.2001, Blaðsíða 11
virkjanir sem samþykkt var sam- hljóða í lok fundarins segir m.a. að Kárahnjúkavirkjun hafi fengið al- gera falleinkunn hjá Skipulags- stofnun og ef svo fer gegn öllum efnislegum rökum að umhverfis- ráðherra úrskurði Landsvirkjun í vil og gangi þvert gegn niðurstöðu Skipulagsstofnunar og einróma af- stöðu náttúruverndarsamtaka í landinu, „myndi það leiða til ófyr- irsjáanlegra átaka í landinu“, segir í ályktuninni. Í ályktun landsfundarins um ut- anríkismál, þar sem vikið er að varnarliðinu og Atlantshafsbanda- laginu, segir: ,,Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur þá stefnu að Ísland eigi ekki að hafa her, hvorki innlendan né erlendan, og þjóðinni sé fyrir bestu að standa utan allra hernaðarbandalaga. Ísland á að vera boðberi friðar og mannrétt- inda, afvopnunar og friðsamlegra lausna í deilumálum.“ Átta landsfundarfulltrúar lögðu svo fram sérstaka ályktunartillögu um herlaust Ísland og var hún samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum en þar segir að íslenskum stjórnvöldum beri að ganga þegar til samninga við Bandaríkin um brottför setuliðsins á Miðnesheiði og jafnframt eigi Ísland að ganga úr NATO. Tvíhliða samningar við ESB um viðskipti og samvinnu „Núverandi kvótakerfi ber að fyrna með byggðatengingu og vist- vænni nýtingu fiskimiðanna,“ segir í kafla um sjávarútvegsmál í stjórnmálaályktuninni. Í ályktun- inni er lögð áhersla á að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Var setningunni um að fara beri fyrn- ingarleið í stjórn fiskveiða bætt inn í upphafleg drög í meðferð starfshóps sem gekk frá endan- legri ályktun á landsfundinum. Í sjávarútvegskaflanum segir ennfremur: „Við viljum efla vist- vænar strandveiðar, tryggja stöðu sjávarbyggðanna, vinnslunnar í landi og fólksins sem þar býr með byggðatengingu ákveðinna grunn- réttinda til auðlindanýtingar. Þannig er stuðlað að fjölbreytni og betra jafnvægi og þróunarmögu- leikum innan greinarinnar í senn.“ Lýst er andstöðu við aðild að Evrópusambandinu í ályktun landsfundar um utanríkismál. „Sjálfstæð og óháð staða landsins verði nýtt til að treysta samskiptin við ríki og markaði beggja vegna Atlantshafsins og við aðra heims- hluta. Vegna EES samningsins og annarra framtíðarsamskipta við Evrópusambandið verði af Íslands hálfu leitast við að þróa þau í átt til tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu,“ segir þar. Á fundinum kom fram tillaga um að mótmælt yrði hugmyndum um flutning Rásar 2 til Akureyrar. Ekki náðist samstaða um orðalag og var hún tekin til meðferðar í starfshópi sem lagði til að orðalag- inu yrði breytt á eftirfarandi hátt: ,,Landsfundurinn lýsir eindreginni andstöðu við fram komnar hug- myndir um að leggja niður Rás 2 undir því yfirskini að hún skuli flutt til Akureyrar.“ Var þessi til- laga samþykkt samhljóða. Varðveita þarf skilyrði til að njóta náttmyrkurs og skoða himintungl Umræður og ályktanir um um- hverfismál voru áberandi á lands- fundinum. Samþykktu landsfund- arfulltrúar m.a. sérstaka ályktun um umhverfismál í þéttbýli, þar sem segir: ,,Snúa þarf frá út- hverfastefnu og samsöfnun við- skipta- og þjónustu í risamiðstöðv- ar en hlúa þess í stað að smærri skipulagsheildum í hverfum sem verði sjálfbærar einingar á sem flestum sviðum. Þannig má draga úr bílaumferð, hljóðmengun og orkusóun og skapa bætt skilyrði fyrir gangandi umferð og hjólreið- ar.“ ,,Svæði til útivistar og náttúru- skoðunar þarf að tengja við byggðahverfi og skóla- og uppeld- isstarf. Eins þarf sérstaklega að huga að varðveislu strandsvæða og lífríkis fjörunnar og tryggja þarf aðgang almennings að þessum svæðum til útivistar og náttúru- skoðunar. Draga þarf úr mengun frá atvinnurekstri og umferð og koma sorpförgun og fráveitumál- um í viðunandi horf. Eðlilegt er að krefjast aukinnar þátttöku ríkisins í kostnaði við umbætur í sorpförg- un og fráveitumálum til að hraða framkvæmdum á þessu sviði. Varðveita þarf skilyrði til að njóta náttmyrkurs og skoða him- intungl og stjörnur í grennd þétt- býlisstaða. Stórátaks er þörf til að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsalofts, ekki síst á höfuð- borgarsvæðinu, meðal annars með vistvænum lausnum í samgöngu- málum á lengri og skemmri leið- um.“ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 11 Jólahlaðborð Pantanir í s. 586 8300 - 566 6456, fax 566 7403 fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki frá 22 nóv. - 22. des. fimmtudaga,föstudaga, laugardaga og sunnudaga útilokaði alla hina rammana sem til væru. Það væri ekki fjölmenn- ingarlegt samfélag sem einfald- lega leyfði ólíkum römmum að lifa hlið við hlið heldur þegar ramm- arnir reyndust gagnvirkir. Lét hún þess getið að a.m.k. eitt hundrað tungumál væru töluð á Íslandi og að á Íslandi væru 20 til 30 þúsund manns sem ekki töluðu íslensku að móðurmáli. Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðstoðarritstjóri DV, vék að mik- ilvægi fjölbreytninnar. Sagði hann andstöðu hennar, einhæfnina, eitt það leiðinlegasta í lífinu. Fjöl- miðlamenn hefðu að atvinnu að hlusta eftir ólíkum skoðunum og sagði hann það forréttindi að fá að kynnast þeim. Sömuleiðis að fá að kynnast ólíku fólki þó svo að við værum öll lík hvað það varðaði að við værum gjarnan að gera það sama, hvar sem við byggjum í ver- öldinni, þ.e. að undirbúa næstu máltíð eða við það að fara að sofa. Sigmundur Ernir sagði að fjöl- breytni í mannlífi skreytti hvert samfélag, væri fjölbreytnin ekki fyrir hendi í samfélaginu þá væri landið fátækt. Íslendingar væru forréttindafólk að því leyti til að landið okkar væri svo fjölbreytt að gerð. Kvaðst Sigmundur hafa misst trúna eftir að hann eignaðist fatl- aða dóttur. Hann hefði síðan leit- að fanga víða og kvaðst telja það afar mikilvægt að kynna sér hin ólíku trúarbrögð og þann kærleik sem þar byggi. Það væri þrosk- andi ferðalag. Eigum ekki auðvelt með að umbera þá sem eru mikið öðruvísi Sigurborg Kr. Hannesdóttir ráðgjafi í umhverfismálum ræddi um sjálfbæra þróun. Hún nefndi að fjölbreytt landslag væri nú tal- ið meðal verðmæta. Það væri já- kvætt en að við yrðum að fara varlega þegar við settum á það verðmiða. Hún kvaðst telja að fjöl- breytnin byggi í okkur sjálfum, í sköpunargleði okkar. Að loknum framsöguerindum ræddu fundarmenn m.a. um mik- ilvægi þess að hlusta eftir óhefð- bundnum skoðunum, ólíkum rödd- um úr samfélaginu. Var m.a. rætt um þau siðferðilegu álitaefni er tengjast þróun í líftækni og um mikilvægi þess á Íslandi að tala ís- lensku. Voru fundarmenn sam- mála um það mat að við ættum oft auðvelt með að umbera og þola þá sem væru ofurlítið öðruvísi en við hin, þ.e. Evrópubúa sem hingað hefðu flutt og lítið fatlað fólk, en að við ættum erfiðara með fólk sem væri verulega mikið öðruvísi, s.s. Japana, Ghanabúa og mikið fatlaða einstaklinga. takmörk omfr@mbl.is ÞAÐ fór vel á með stúdentum, börnum og foreldrum þeirra í Laugarneskirkju sl. sunnudag þeg- ar sk. Mentor-verkefni var hrundið af stað hér á landi. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem breiðst hef- ur hratt út frá því gerð var tilraun með það í Háskólanum í Malmö í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Upp- haflega er hugmyndin þó komin frá Ísrael, þar sem slíku verkefni var hrundið af stað fyrir þremur ára- tugum. Hér á landi standa þær Þór- dís Þórðardóttir og Valgerður Ólafsdóttir fyrir verkefninu. Mentor-verkefnið gengur út á að skapa persónulegt samband milli barns og ábyrgs, þroskaðs fullorð- ins einstaklings. Þar sem ljóst sé að ekki njóti öll börn náinna tengsla við fullorðna er hugmyndin að efla nemendur úr Kennaraháskólanum og félagsvísinda-, guðfræði- og hjúkrunarfræðideildum Háskóla Ís- lands til að þeir fái tækifæri til þess að kynnast börnum, foreldrum þeirra og nánasta umhverfi og geti þannig bætt þekkingu sína og reynslu af samskiptum við mismun- andi fólk. Hér á landi var upphaflega lagt upp með að ná 30 „pörum“ í fyrstu umferð tilraunarinnar, en þegar er ljóst að áhuginn er mun meiri. Munu mentor og barn koma saman einu sinni í viku, þrjá tíma í senn og gera eitthvað saman í samráði við foreldra barnsins og í samræmi við áhugamál þess. Þurfa sam- verustundirnar ekki að vera út- hugsaðar og skipulagðar, því oftast er návistin mikilvægust. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálg- ast á slóðinni http://vinatta.is/ á Netinu. Morgunblaðið/Ásdís Samvera stúdenta og barna ALDA innbrota reið yfir Húna- vatnssýslur um helgina og fékk lög- reglan á Blönduósi fjórar tilkynn- ingar um innbrot í gær og eru þau mál óupplýst. Aðfaranótt sunnu- dags var brotist inn í félagsheimilið á Hvammstanga og stolið hljóm- tækjum en það innbrot hefur verið upplýst og reyndust þar að verki ungir menn, að sögn lögreglunnar. Tilkynnt var í gærmorgun um innbrot í bæjarskrifstofurnar á Blönduósi, ljósmyndavöruverslun í bænum og sundlaug bæjarins. Um hádegisbil var síðan tilkynnt um innbrot í söluskála á Laugarbakka. Að sögn lögreglu virðast þjófarnir einkum hafa verið að sækjast eftir peningum og er nokkurra tuga þús- unda króna saknað úr peningaköss- um, en enga peninga var þó að hafa í sundlauginni. Þá voru gluggar og hurðir skemmdar. Lögreglan segir líklegt að þessi innbrot hafi verið framin af sama hópnum, en þau tengist ekki innbrotinu á Hvamms- tanga. Alda innbrota í Húnaþingi SÍÐDEGIS á sunnudag var lögregl- unni í Reykjavík tilkynnt um mann með skotvopn fyrir utan Perluna. Maðurinn fór inn í Perluna og þar yf- irbugaði lögreglan hann en áður hafði Perlan verið rýmd að hluta og sérsveit lögreglunnar kölluð út. Sá sem tilkynnti um manninn sagði skotvopnið helst líkjast kinda- byssu en við athugun kom í ljós að hann var með tvær eftirlíkingar af gömlum skammbyssum, oft nefndar sjóræningjabyssur, á sér. Byssunum hafði hann stolið ásamt tveimur far- símum og gamalli íslenskri mynt. Maðurinn var handtekinn og vist- aður í fangageymslum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur hann alloft komist í kast við lögin. Með eftirlík- ingar af byssum í Perlunni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.