Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 12
Sumarbústað-
ur brann til
kaldra kola
Hellu. Morgunblaðið.
SUMARBÚSTAÐUR í landi Bala í
Þykkvabæ brann til kaldra kola á
tólfta tímanum síðastliðið laugar-
dagskvöld.
Að sögn Gils Jóhannssonar, lög-
regluþjóns á Hvolsvelli, barst til-
kynning um brunann klukkan rúm-
lega hálftólf og var lögregluliðið
mætt á staðinn 7-8 mínútum síðar.
Strax var ljóst að ekki yrði við
neitt ráðið og þegar slökkviliðið
kom á staðinn litlu síðar var ein-
ungis í glæðum að slökkva. Grunur
leikur á að um íkveikju hafi verið
að ræða og er málið til rannsóknar
hjá lögreglunni á Hvolsvelli.
Elín Jónsdóttir, eigandi bústað-
arins, sagði engin sérstök verð-
mæti hafa verið innanstokks önnur
en þau áhöld og búnað sem al-
mennt séu notuð í sumarbústöðum.
Húsið hafi verið mikið notað á
sumrin en búið hafi verið að ganga
frá fyrir veturinn. Elín er fædd og
uppalin í Bala og sagðist hún vilja
dvelja þarna en engin ákvörðun
hafi enn verið tekin um hvort reisa
eigi nýjan bústað á þessum stað.
Bústaðurinn var 5-6 ára og
tryggður samkvæmt venju um slík
hús.
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
OPINBER heimsókn Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra og eig-
inkonu hans, Sigurjónu Sigurðardótt-
ur, til Japans hófst í gær. Átti
utanríkisráðherra þá m.a. fund með
Makiko Tanaka, utanríkisráðherra
Japans, og kvöldverðarfund með
varautanríkisráðherra Japans, en
sendiráð Íslands í Tókýó verður form-
lega opnað á fimmtudag. Halldór mun
einnig sækja Kína og Rússland heim í
för sinni og m.a. hitta að máli kín-
verska forsætisráðherrann, Zhu
Rongji.
Halldór Ásgrímsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að samskipti Ís-
lands og Japans hefðu verið efst á
baugi í viðræðum ráðherranna, þar á
meðal opnun sendiráðsins. Jafnframt
hefðu ráðherrarnir rætt leiðir til að
efla viðskipti ríkjanna og möguleika á
frekari tollaívilnunum í því skyni.
„Ég lýsti miklum áhuga Íslands og
annarra ríkja EFTA á því að gera frí-
verslunarsamning við Japan og
fannst því tekið vel á fundinum. Það
hafa verið ákveðnar hindranir í veg-
inum í útflutningi fiskafurða frá Ís-
landi til Japans og ég tel afar brýnt að
styrkja þennan mikilvæga markað,“
sagði Halldór. Utanríkisráðherrarnir
ræddu um hvalveiðimál og gagn-
kvæman stuðning og samstarf þjóð-
anna innan Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Þá fjölluðu þeir um baráttuna gegn
hryðjuverkum og voru sammála um
mikilvægi alþjóðlegrar samstöðu í því
efni.
Heimsóknin fer vel af stað
Halldór sagðist telja að þjóðir
heims hefðu nú meiri áhuga á sam-
vinnu í vörnum gegn hryðjuverkum
og aþjóðlegri glæpastarfsemi. Þar
fléttaðist hlutverk Sameinuðu þjóð-
anna mjög inn og sagði hann hina jap-
önsku starfssystur sína hafa verið sér
sammála um aukið mikilvægi Sam-
einuðu þjóðanna í sókninni gegn
hryðjuverkum. Halldór sagðist hafa
lýst stuðningi við óskir Japana um
fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, en þeir sækjast nú mjög
eftir auknum áhrifum á þeim vett-
vangi.
„Ég tel að þessi heimsókn fari
einkar vel af stað. Með í för eru um 50
fulltrúar íslenskra fyrirtækja og við
finnum nú þegar fyrir miklum áhuga
á því sem þeir hafa upp á að bjóða. Ég
held að óhætt sé að segja að með
þessari heimsókn sé hafinn nýr kafli í
samskiptum þjóðanna,“ sagði Hall-
dór.
Heimsókn utanríkisráðherra til
Japans hófst með opnun íslenskra
viðskiptadaga að viðstöddu fjölmenni.
Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneyt-
isins og Útflutningsráð Íslands stóðu
að undirbúningi íslenskra viðskipta-
daga ásamt japönskum samstarfsaðil-
um. Þar verður meðal annars efnt til
þriggja málþinga þar sem fjallað
verður um hátækni, ferðaþjónustu og
sjávarútveg á Íslandi.
Auk þess sótti ráðherrann í gær
húsnæði íslenska sendiráðsins í Tók-
ýó og sagðist hann vera afskaplega
ánægður með það hvernig til hefði
tekist.
„Ég tel að þar hafi mjög vel verið
staðið að málum. Ég er alveg sann-
færður um að það var á sínum tíma
rétt ákvörðun hjá okkur að fjárfesta í
húsnæði undir sendiráðið. Enda þótt
það hafi kostað mikla fjármuni, þá
verður þetta miklu ódýrari ráðstöfun
til lengri tíma litið. Þróun húsnæðis-
verðs hér í borginni til hækkunar sýn-
ir að við höfum gert mjög góð kaup,“
sagði Halldór enn fremur.
30 ára formlegs stjórnmála-
sambands við Kína minnst
Utanríkisráðherra mun eiga fundi
með ráðamönnum í Japan, Kína og
Rússlandi í opinberri heimsókn sinni
um löndin þrjú. Á mánudag mun hann
eiga fund með Zhu Rongji, forsætis-
ráðherra Kína, og Tang Jiaxuan, ut-
anríkisráðherra Kína. Seinna í næstu
viku hittir hann Ígor Ívanov, utanrík-
isráðherra Rússlands, að máli í
Moskvu.
Samkvæmt upplýsingum frá utan-
ríkisráðuneytinu verður þess m.a.
minnst í heimsókn ráðherrans til
Kína að á þessu ári eru liðin 30 ár frá
því að Ísland og Kína tóku upp form-
leg stjórnmálasamskipti.
Utanríkisráðherra á fyrsta degi opinberrar heimsóknar til Japans
Nýr kafli í samskiptum
Morgunblaðið/Lárus Karl
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Ingimundur Sigfússon sendiherra settu ásamt fleirum íslenska viðskiptadaga í Tókýó.
Mun hitta forsætisráðherra
Kína eftir helgi
SÉRSTÖK messa var í Dómkirkj-
unni að morgni síðasta sunnudags
þegar fimm prestar minntust þess
að 25 ár voru liðin frá því að þeir
vígðust saman frá sömu kirkju.
Hinn 3. október árið 1976 vígði
þáverandi biskup Íslands, dr. Sig-
urbjörn Einarsson, til prestsstarfa
þá Hjálmar Jónsson, nú dóm-
kirkjuprest, Vigfús Þór Árnason,
prest í Grafarvogi, Pétur Þór-
arinsson, prófast í Laufási í Eyja-
firði, Gunnþór Ingason, sem þjónar
í Hafnarfirði, og Vigfús Ingvar
Ingvarsson, prest á Egilsstöðum.
Sjötti klerkurinn sem Sigurbjörn
vígði á sínum tíma, sr. Sighvatur B.
Emilsson, gat ekki verið viðstaddur
messuna þar sem hann þjónar hjá
norsku kirkjunni. Þetta var stærsti
hópur presta sem Sigurbjörn vígði í
einu lagi í sinni biskupstíð.
Áður en sjálf messan hófst sagði
sr. Hjálmar kirkjugestum frá tilefni
hennar. Hann sagði prestana lítið
hafa breyst á þessum 25 árum og
dr. Sigurbjörn, sem er níræður að
aldri, sínu minnst. Sigurbjörn pre-
dikaði í messunni og prestarnir
þjónuðu fyrir altari. Í upphafi pre-
dikunar sinnar sagði hann athöfn-
ina vera einstæða í sögu Dómkirkj-
unnar. Prestarnir hefðu líka reynst
sér og þjóðkirkjunni mjög vel með
dyggri þjónustu og þeir notið mik-
illar tiltrúar söfnuða sinna í gegn-
um tíðina.
Messan var líka sérstök fyrir þá
sök að flestir sálmanna, sem Dóm-
kórinn söng við undirspil Marteins
Friðrikssonar organista, voru eftir
þrjá af prestunum, þá Hjálmar,
Gunnþór og Pétur. Að auki var einn
sálmur eftir Sigurbjörn sunginn af
Önnu Sigríði Helgadóttur.
Vígsluafmælis minnst í Dómkirkjunni
Morgunblaðið/Ásdís
Prestarnir fimm í fullum skrúða fyrir utan Dómkirkjuna á sunnudaginn ásamt dr. Sigurbirni Einarssyni. Frá
vinstri eru Pétur Þórarinsson, Vigfús Þór Árnason, Vigfús Ingvar Ingvarsson, Gunnþór Ingason, Hjálmar Jóns-
son og loks Sigurbjörn. Sjötti presturinn sem vígðist fyrir 25 árum, Sighvatur B. Emilsson, starfar í Noregi.
Flestir jákvæðir
gagnvart framboði
eldri borgara
Í KÖNNUN sem Pricewaterhouse-
Coopers gerði á viðhorfum Íslend-
inga til framboðs samtaka eldri
borgara í bæjar- og sveitastjórn-
arkosningum, kom í ljós að 61,8%
þeirra sem tóku afstöðu segjast
frekar eða mjög jákvæð gagnvart
möguleikanum.
Ef svör eru skoðuð eftir aldri
kemur í ljós að svarendur á aldr-
inum 30-49 ára eru sá hópur sem
tekur hvað best í hugmyndir um
framboð samtaka eldri borgara.
Hins vegar eru 27,6% svarenda í
aldurshópnum 50-89 ára mjög eða
frekar neikvæð gagnvart hugsan-
legu framboði.
GRÍMUKLÆDDUR og vopnaður
maður rændi á milli 80–90.000
krónum úr verslun 10–11 á Selja-
vegi á laugardagskvöld.
Sigurður Arnar Einarsson var á
vakt í versluninni þegar ránið var
framið. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að maðurinn hefði
komið inn í verslunina á tíunda
tímanum með lambhúshettu á
höfði og með einhvers konar
sleggju í hendi. Maðurinn lamdi
með sleggjunni í örbylgjuofn og
gjöreyðilagði hann.
Hann sagði ekki eitt aukatekið
orð en Sigurður Arnar segir að sér
og öðrum afgreiðslumanni sem var
við störf hafi verið ljóst að mað-
urinn hugðist ræna verslunina og
honum væri full alvara. Þeir hafi
vikið frá afgreiðslukössunum en
maðurinn hafi sjálfur opnað þá,
tekið peningana úr þeim og að því
búnu farið út úr versluninni.
Sigurður Arnar segir að sjálfur
hafi hann ekki orðið var við að
maðurinn hefði haft vitorðsmann.
Aftur á móti hafi viðskiptavinir
verslunarinnar tjáð sér að dökk-
hærð kona hafi beðið eftir honum í
dyrum verslunarinnar á meðan á
ráninu stóð.
Framdi rán með
sleggju að vopni
Yfir 4 milljónir til
styrktar Afgönum
HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar
og Rauði kross Íslands stóðu fyrir
útifundi við Hallgrímskirkju á
sunnudag til að minnast íbúa Afg-
anistans sem nú þjást vegna stríðs-
átaka og uppskerubrests.
KK og Ellen Kristjánsdóttir tóku
lagið, lesið var ljóð eftir afganskan
dreng og framkvæmdastjórar RKÍ
og Hjálparstarfs kirkjunnar ávörp-
uðu fundinn.
Jónas Þórisson hjá Hjálparstofn-
un kirkjunnar segir að samkoman
hafi farið vel fram. Samkomunni
var einnig ætlað að minna á söfnun
Rauða kross Íslands og Hjálpar-
starfs kirkjunnar sem lauk á sunnu-
dag með formlegum hætti. Að sögn
Jónasar hafa landsmenn nú gefið á
fjórðu milljón króna. Söfnunarsím-
inn, 907 2003, verður opinn út þessa
viku en með símtali skuldfærast
þúsund krónur á næsta símreikn-
ing. Þá verður bankareikningur
númer 21000 í SPRON opinn
áfram.
♦ ♦ ♦